Morgunblaðið - 06.03.1997, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
CivichS LSiVTEC
115 hestöfl eyöir
• a su n 100 km.
aöeins 4.oia iv
o9
uí
Hefur þu
reynsluekiö bíl
frá Honda nýlego?
ncV
tȒ
SP
sp
Lattu sannfœrost
Honda er öörum
bílum fremri.
Vel utbuinn
Civic kostar fra
1.349.000
Verið vclkom'M
Á menningarfrídegi
TÓNUST
Listasafn íslands
SAMLEIKUR Á
KLARÍNETT OG PÍANÓ
Jón Aðalsteinn Þorgeirsson og
Kristinn Órn Kristinsson fluttu verk
eftir Nielsen, Burgmiiller, Barmann,
Schumann, Honegger, Hindemith
og Lutoslawski. Föstudagurinn
28. febrúar, 1997.
ÞAÐ hefur verið eins konar þegj-
andi samkomulag tónlistarmanna að
halda ekki tónleika á föstudags-
kveldi. Nokkrum sinnum hefur þessi
regla verið brotin og þá ávallt með
þeim afleiðingum, að fáir tónleika-
gestir hafa mætt. Hvað því veldur,
að föstudagar hafa reynst þungir til
tónleikahalds, er ekki vitað en það
er þó staðreynd, að mjög sjaldan eru
tónleikar haldnir á föstudögum.
Þetta er því eins konar menning-
arfrídagur, sem er vel því nær hvern
annan dag eru haldnir tónleikar og
margir um helgar. Um helgina, 1.
og 2. mars, hafa átta tónleikar verið
auglýstir. Líklega um fjórðungur
stóla var setinn á tónleikum Jóns
Aðalsteins og Kristins Amars sem
að öðru leyti vom ágætir.
Fyrsta verkið var fantasía eftir
Carl Nilesen, leikin á B-klarínett,
en hér mun vera um að ræða æsku-
verk, samið 1881. Þetta saklausa
og klassíska verk Nielsens var mjög
vel flutt en þó var píanóleikurinn
MEXÍKÓSKUR listamaður fullyrti
fyrir skemmstu að honum hefði verið
rænt, fyrirskiptað að mála mynd af
nöktu módeli, og að verkinu loknu
verið greiddir 250 dalir, áður en hon-
um var gefið frelsi. Frá þessu var
sagt í Art Daily.
Listamaðurinn heitir Nicéforo
Urbieta og sagði hann mannræningj-
ann hafa verið konu. Útsendarar
hennar hefðu neytt hann inn í bíl
og sagt sér að vera ekki hræddur,
ekkert illt myndi henda hann. Aðdá-
andi hans, rík kona, vildi að hann
málaði mynd af sér nakinni til að
gleðja eiginmann hennar.
helst til of sterkur og vantaði á köfl-
um þá mýkt, sem einkennt hefur
leik Kristins.
Annað verkið var Duo í Es-dúr op.
15 eftir Augst Joseph Norbert
Burgmiiller (1810-36). Bróðir hans
Johann Friedrichh (1808—74) var
kunnur píanókennari og samdi mikið
af alls konar fingraæfingum. Norbert
sem náði aðeins 26 ára aldri, var
undrabam. Hann var í miklu uppá-
haldi hjá Schumann, er líkti hinu
unga tónskáldi við Schubert, fyrir
fallegar laglínur. Dúóið er elskuleg
tónlist, sem var mjög vel flutt og
sama má segja um þriðja verkið, sem
er eftir Heinrich Joseph Bármann
(ekki Baermann eins og stendur í
efnisskrá og finnst hvergi í bókum)
Bármann (1784-1847) var klarínett-
snillingur er starfaði við hirðhljóm-
sveitina í Munchen. Weber samdi
nokkur verk fyrir klarínett, sem Bár-
mann frumflutti, en auk þess samdi
hann sjálfur nokkur verk, aðallega
fyrir klarínett. Verk Bármans nefnist
Adagio og mun tekið úr verki fyrir
klarínett og strengi, laglega samið
og var þessi hægi þáttur mjög vel
fluttur af þeim félögum.
Nú skipti um, því leikið var á
A-klarínett Fantasiestucke op. 73,
eftir meistara Schumann, en fyrri
verkin öll höfðu verið leikin á B-
klarínett. Vegna fyrispurnar eins
hljómleikagests, er ef til ekki úr
vegi að láta þess getið, að klarínett
eru tónflytjandi hljóðfæri, þ.e. að
munur er á rithætti og hljóman. Það
Daginn eftir hóf hann verkið, en
konan sat fyrir í öðru herbergi en
málarinn vann í. Var tjald á milli sem
dregið var frá um klukkustund á
degi hveijum. Urbieta segist hafa
málað í fjóra daga áður en hann var
fluttur til Oaxaca-borgar og honum
greiddir um 250 dalir fyrir verkið.
Að sögn málarans brottnumda var
konan á aldrinum 20-25 ára, með
sítt svart hár, vel vaxin en andlitið
sá hann aldrei. Rannsókn stendur
nú yfir á þessu einkennilega máli til
að komast að því hver konan og vit-
orðsmenn hennar voru, en frásögn
málarans virðist ekki dregin í efa.
hentar betur fyrir B-klarínett, að
leika verk rituð fyrir tóntegundir
með lækkunarmerkjum en á A-klar-
ínett, ef tónverkin eru rituð í tónteg-
undum með hækkunarmerkjum.
Þetta fallega verk var að mörgu leyti
vel leikið þó nokkuð vantaði á hrað-
ann í lokaþættinum, sem ber yfir-
skriftina „Rasch und mit Feuer“ en
í þeim kafla er ýmislegt nokkuð erf-
itt fyrir píanóið, sem Kristinn var.
einum of þunghentur á.
Eftir hlé voru nýrri verk, fyrst
sónatína eftir Honegger, samin 1921
og var þetta stutta og smellna verk
ágætlega flutt. Meginverk tónleik-
anna var sónata eftir Hindemith,
samin 1939, mjög gott verk, sem var
í heild nokkuð vel flutt, sérstaklega
fyrsti og þriðji þátturinn, en sá síðar-
nefndi er sérlega fallega unnin tón-
list. Aftur er það píanóið, sem var á
köflum of sterkt. Fyrstu þrír kaflar
verksins eru mjög vel unnir en sá
síðasti, Kleines Rondo, er af hálfu
tónskáldsins frekar stuttaralegur og
vantaði þann endahnykk, sem hefði
hæft fyrri köflum verksins.
Tónleikunum lauk með þjóðlegum
dönsum eftir Lutoslawsk frá 1959
og er þetta verk til í þremur gerðum
sú fyrsta fyrir klarínett og píanó,
önnur fyrir klarínett og kammer-
sveit og sú þriðja, fyrir kammer-
sveit án einleiksklarínetts.
Þetta eru leikandi skemmtilegir
dansþættir, sem þarf að leika með
slavneskri hrynjandi og þó margt
væri vel gert hjá þeim félögum, náðu
þeir ekki að túlka hinn slavneska
dansgalsa, sem er aðall þessa verks.
Jón Aðalsteinn Þorgeirsson er
góður klarínettuleikari, leikinn en
tónmyndunin er svolítið einlit og á
köflum án þeirrar mýktar, sem klar-
ínettið er frægast fyrir. Hann bætir
þetta upp með músíkalskri túlkun.
Kristinn Órn Kristinsson hefur einn-
ig oft sýnt það að hann er góður
píanóleikari en var að þessu sinni
mun harðhentari en oft áður og er
einnig farinn að nota pedalann of
mikið, þannig að „fraseringar" urðu
á köflum ógreinilegar. Mikil endur-
óman salarins hefur líklega haft
nokkur áhrif á flutninginn en þrátt
fyrir þetta voru tónleikarnir í heild
góðir.
Jón Asgeirsson
Aðdáandi rænir listamanni
Morgunblaðið/Einar Falur
„ÞETTA er mjög raunsætt verk en í því verða einnig atburðir
sem lúta ókunnari lögmálum; sumir hafa viljað kalla verkið
draumaraunsæi," segir Björn Ingi Hilmarsson um leikritið Svan-
inn sem sýningar eru að hefjast á aftur í Borgarleikhúsinu.
Með honum á myndinni er María Ellingsen í hlutverki Dóru.
Svanurinn
flýgur á ný
SÝNINGAR á Svaninum eftir
Elizabeth Egloff hefjast að nýju
á litla sviði Borgarleikhússins
næstkomandi föstudag en sýn-
ingin hætti fyrir fullu húsi í
byrjun febrúar síðastliðinn.
Fjórar sýningar eru fyrirhugað-
ar í mars en að uppfærslunni
standa leikfélagið Annað svið
og Leikfélag Reykjavíkur.
I Svaninum er sögð ævintýra-
leg ástarsaga Dóru hjúkrunar-
konu og Kevins mjólkurpósts
sem María Ellingsen og Björn
Ingi Hilmarsson leika en líf
þeirra umturnast þegar Svanur-
inn, sem Ingvar E. Sigurðsson
leikur, flýgur í gegnum glugg-
ann hjá þeim og skiptir um ham.
Draumaraunsæi
Björn Ingi sagði í samtali við
Morgunblaðið að verkið væri
allsérstætt. „Þetta er mjög raun-
sætt verk en í því verða einnig
atburðir sem Iúta ókunnari lög-
málum; sumir hafa viljað kalla
verkið draumaraunsæi. Persón
an sem ég leik verður fórnar-
lamb aðstæðna og er neydd til
uppgjörs við sjálfa sig. Svanur-
inn breytist í mann eftir að hafa
flogið inn um gluggann hjá við-
haldi Kevins, Dóru. Smámsaman
vakna tilfinningar með Svanin-
um og Dóru og Kevin verður
að gera upp við sig hvort hann
ætlar að halda henni eða sleppa;
hann ákveður að skilja við konu
sína og reyna að halda í Dóru.“
Björn Ingi segir að það hafi
verið sérstaklega skemmtilegt
að vinna með bandaríska leik-
stjóranum, Kevin Kuhlke, að
uppsetningu Svansins. „Hann
vinnur mjög mikið út frá spuna
sem hentaði mér afar vel. Is-
lensk leikhús ættu að gera mun
meira að því að fá erlent leik-
húsfólk til samstarfs við sig. Við
erum svo einangruð hérna að
við verðum að opna okkur fyrir
framandi áhrifum."
Lausamennskan
veitti valfrelsi
Björn Ingi er Dalvíkingur að
uppruna og steig fyrstu spor
sín í leiklist með leikfélagi
bæjarins. Hann útskrifaðist úr
Leiklistarskóla íslands árið 1990
og vann sem leikari í lausa-
mennsku allt til síðasta árs er
hann fór á samning við Borgar-
leikhúsið.
Björn Ingi segir að lausa
mennskan hafi verið afar
skemmtileg þótt í fyrstu hafi ef
til vill ekki verið of mikið að
gera. „En fljótlega komst heil
mikill skriður á hlutina og ég
hafði lengst af nóg að gera.
Kosturinn við lausamennskuna
var að maður var að gera hluti
að sínu eigin frumkvæði, vinna
í eigin hugmyndum. Auk þess
að vera í verkefnum hjá Leik-
félagi Akureyrar, Reykjavíkur
og Þjóðleikhúsinu tók ég þátt í
sýningum með Islenska dans-
flokknum og íslensku óperunni.
Eg tók þátt í uppfærslunni á
Niflungahringnum og svo
auðvitað á Rocky Horror. Eg
vann skemmtilegar sýningar
með leikhópi sem heitir Augna-
blik og fór með honum á
erlendar leiklistarhátíðir. Þá
gerði ég sýninguna Lofthræddi
Ominn hann Örvar ásamt
sænska látbragðsleikaranum og
leikstjóranum Peter Engqvist
og tók þátt í rannsóknarverk-
efni í Finnlandi, þar sem ís-
lenskir og finnslrir leikarar
settu upp sýningu á tveimur
tungumálum. Sömuleiðis hef ég
fengist við að leikstýra í áhuga-
leikhúsum. Þannig að maður var
í hinu og þessu og reyndi um-
fram allt að gera það sem mann
langaði til. Það fylgir því vissu-
lega óöryggi að vera í lausa-
mennsku en á hinn bóginn hefur
maður ákveðið valfrelsi."
Um þessar mundir er Björn
Ingi að æfa í nýju verki eftir
Sigurð Pálsson sem heitir Völ-
undarhúsið og verður frumsýnt
í Borgarleikhúsinu 14. mars.
„Það er að mörgu leyti gott
að vera kominn á samning. Það
er vitanlega meira atvinnu-
öryggi fólgið í því og svo er líka
spennandi að taka þátt í því að
efla Leikfélag Reylgavíkur og
styrlya. Og vonandi fær maður
síðan tækifæri til að fram-
kvæma eitthvað af þeim hug-
myndum sem maður hefur
verið að móta með sér undan-
farin ár.“
Vatnagarðar 24 - s.568 9900