Morgunblaðið - 06.03.1997, Side 27

Morgunblaðið - 06.03.1997, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 27 Uppfinningar og aðrar listir MYNPLIST Nýlistasafnid BLÖNDUÐ TÆKNI Hjörtur Guðmundsson/Svava Skúla- dóttir/Níels Hafstein. Opið kl. 14-18 alla daga nema mánudaga til 9. mars; aðgangur ókeypis. ALÞÝÐU- og æskulist hefur verið nokkuð utangátta í íslenskum mynd- listarheimi, þrátt fyrir að vera ríkur hluti þeirrar myndhefðar sem hefur þróast með þjóðinni. Síðustu áratugi hafa þó ýmsir hér á landi orðið til að vekja athygli á fjölbreyttri list- sköpun af þessu tagi. Er þar skemmst að minnast bókar Aðalsteins Ingólfs- sonar um bernska lista- menn („Einfarar í íslenskri myndiist") og óþreytandi starfs Níelsar Hafstein við að finna iistamenn á þess- um vettvangi, safna verk- um þeirra og kynna þá fyrir alþjóð. Þetta starf Níelsar hefur þegar tekið á sig formlega mynd. Fyrir tveimur árum stofnaði hann „Safnasafn- ið“ (SASA) ásamt eigin- konu sinni, Magnhildi Sig- urðardóttur, og gáfu þau hjónin til þess um fimm hundruð verk eftir þijátíu höfunda, sem þau höfðu safnað í gegnum árin. Markmið safnsins er m.a. að safna alþýðulist og hlúa að henni með ýmsu móti, svo og að hýsa önnur söfn, t.d. á boðskortum, vindla- beltum, steinum, eld- spýtnastokkum og þjóð- búningadúkkum. Annar þáttur í starfí SASA er að efna til sýninga á verkum alþýðulistafólks, og nú standa yfír tvær sh'kar á vegum þess í efri sölum Nýlistasafnsins. Listafólkið á það sam- eiginlegt að hafa ekki notið form- legrar kennslu í listinni, og að hafa loks snúið sér að eigin listsköpun á efri árum. Áhuginn kann að hafa leynst hið innra alla ævi, en tækifær- ið til að hefjast handa hefur vantað. Nú, þegar þau eru komin hátt á sjö- tugs- og níræðisaldur, eru þeim hins vegar allar dyr opnar og bæði njóta sín með persónulegum hætti á þeim vettvangi, sem þau hafa kosið sér. Hjörtur Guðmundsson Islendingar hafa alla tíð borið mikla virðingu fyrir hagleiksmönn- um sem allt leikur í höndunum á, hvort sem það eru viðgerðir á tækj- um og tólum eða þjóðlegur útskurð- ur nytjahluta eða skrautmuna. Hjörtur hefur fyllt þennan flokk manna lengst af ævi sinni, en hefur síðan stigið skrefínu lengra í sköpun nýrra ímynda úr óvæntum efnum. Af mikilli hógværð vill hann frem- ur kalla þessa gripi sína „uppfinn- ingar“ en listaverk, sem þeir þó vissulega eru í aliri smæð sinni. Mest vinnur hann úr skeljum, kuð- ungum, homum og hvaltönnum, auk þess sem önnur efni koma við sögu; afraksturinn eru fjölskrúðug fíðrildi, fuglar og ýmsar smáverur, sem fylla hér sýningarskápa og borð. Frá hendi manns sem hefur unnið hörðum höndum alla ævi hefði ef til vill mátt búast við grófum vinnu- brögðum og stórgerðri formsýn, en það sem hér blasir við er hið gagn- stæða: þessar smáu „uppfinningar" eru hver annarri fínlegri, bæði hvað varðar úrvinnslu og formgerð, þar sem m.a. fiðriidi og englar verða til úr skeljum, kuðungum og títuprjóns- hausum. Það skín mikil einlægni af þessum verkum, eins og títt er um alla bernska list, og ekki ætti hún að vera dýr kostur fyrir áhugafólk um siík listaverk. Umgjörð þeirra hér er ef til vill nokkuð hrá, en vönduð vinna listamannsins og hugmynda- ríki í samsetningum ólíkra efna skil- ar sér engu að síður afar vel í þeim fjölbreyttu gripum, sem hér getur að líta. Svava Skúladóttir I SUM-salnum er að finna sýningu sem býður upp á gjörólíka hluti. Það er ekki fínleiki vinnubragðanna sem dregur gesti að verkum Svövu Skúladóttur, heldur sá óvænti og óbeislaði kraftur tjáningarinnar, sem þar fær útrás. Svava hefur áður tekið þátt í nokkrum samsýningum, en þetta er fyrsta einkasýningin á verkum henn- ar. Hér er um að ræða bæði vatns- litamyndir og verk unnin í leir, þar sem flest myndefnin eiga uppruna sinn í hlutveruleikanum, en öðlast sjálfstæða tilveru í höndum listakon- unnar. Vatnslitamyndirnar vísa inargar til náttúrunnar, þar sem blóm jafnt sem mannfólk vex upp úr landinu. Myndirnar eru skapaðar með fáum og breiðum dráttum, þar sem litur- inn hefur meira vægi en línan, sem oft leysist upp í þeirri birtu sem verkin enaurspegla. Leirverkin bera hins vegar með sér öfluga og persónulega úrvinnslu kunnuglegra forma, sem Svava tæt- ir utan af og raðar upp á nýjan leik eftir eigin höfði. Expressionismi hef- ur ekki verið mjög ríkjandi í högg- myndum hér á landi, en sú er vissu- lega raunin hér; formgerðin ber öll með sér þann persónulega kraft og starfgleði, sem listamenn hljóta ætíð að sækjast eftir. Níels Hafstein Það er ætíð ánægjuefni þegar bætist við sýninga- rými myndlistarinnar, en með breytingum innan- húss eru nú að bætast við tveir salir í Nýlistasafn- inu. Hinn fyrri þeirra (sem áður hýsti skrifstofu safnsins) nefnist „Bjarti salur“, og er vígður með sýningu á myndafiokki eftir Níels Hafstein. Listamaðurinn kveður flokkinn „Skýjaglópar I- VII“ vera riss með penna og sög, og ijalla um eftir- farandi fullyrðingu: „Mar- tröð fugls er að mæta skýjaglóp í glýju nálægð- ar.“ Viðfangsefnið er túlk- að bókstaflega með útsö- guðum fuglum annars vegar (kríu, önd, spóa, lóu o.s.frv.) og tússteikning- um af goðsagnaverum á endurskinspappa hins vegar. Það er af nógu að taka í síðari flokknum, enda hefur flugþrá mannsins lengi verið lista- mönnum yrkisefni. Sagan af íkarusi og föður hans tengist vængjuðum sendiboðum grísku og rómversku guðanna, sem voru afkomendur enn eldri ímynda á þessu sviði. Með teikningum sínum vísar Níels að nokkru í þessa fornu skýjaglópa ímyndunarinnar, en hér má einnig sjá aðra viðvörun. Hún á við þá glæstu draumóra mannsins sem byggja á skeytingarleysi um afleið- ingamar eða jafnvel einskærri gróðafíkn, sem oft getur endað sem martröð saklausra aðila sem „mæta þeim í glýju nálægðar". Við höfum nú sem endranær fyrir augunum fjölmörg dæmi um slíkt, hvort sem það kallast óbilgirni kvótakónga, kæruleysi ökufanta eða sinnuleysi stjórnvalda; oftar en ekki eru það hinir saklausu smáfuglar þessa heims (fiskverkafólk, vegfarendur, sjúklingar), sem fá að líða fyrir það þegar nýir íkarusar fljúga of nálægt sólinni. Afleiðingarnar blasa við allt í kringum okkur. Eiríkur Þorláksson VERK nr. 1 eftir Hjört Guðmundsson. BIODROGA Lífrænar jurtasnyrtívörur Nýtt dag- og næturkrem BIQDROGA öxýMn í FORyULA ÍODRÖGA OXYÖEN FOIíMULA ■ i'MfWKRKaít HAUí - PAÍItS ■ 1.995 Wnur. g tt Staðgreiðsluafsláttur. J£}t!/~Æ Póstkröfusendum. Ingólfsapótek, Kringlunni; Lilja, Stillholti, Akranesi; Bankastrætl 3> sími 551 3635 Stjörnuapótek, Ákureyri; Hilma, Húsavík. AÐALFUNDUR OLÍS 1997 Aðalfundur Olíuverzlunar íslands hf fyrir rekstrarárið 1996, verður haldinn í Sunnusal (áður Átthagasal) Hótel Sögu, fimmtudaginn 20. mars nk. kl. 16:00. Dagskrá: Samkvæmt 13. gr. samþykkta félagsins. Ársreikningur félagsins og gögn vegna fundar munu liggja frammi til sýnis á skrifstofu félagsins að Héðinsgötu 10, Reykjavík, 7 dögum fyrir fundinn. Stjórn Olíuverzlunar íslands hf. öll linimtudagskvöld Fræðsla V & fjör í Tölvukjör / 12 Itraða geisladrif með fjarstýringu með áður óþekktum möguleikum kr. 13.900 Venjulegt verð kr. 15.900 Tvíniælalaust eitt fullkomnasta hljóðkortið á markaðnum í dag! kr. 22.900 <Æ Venjulegt verð kr. 26.900 *• .Tölvukjör Tolvtlr verslun heimilanna Faxafeni 5 108 Reykjavík Sími 533 2323 Fax 533 2329 tolvukjor@itn.is Opið virka daga 12:00-18:30 fimmtudaga 12:00-22:00 og laugardaga 10:00-16:00 Æ rtímsýning á íslandi í kvöld kynnum við í fyrsta sinn hér á landi fráhærar nýjtingar frá Creative Labs sem framleiða m.a. hin heimsþekktu SoundBlaster hljóðkort. Til sýnis verður nýjasta línan í hljóðkortum, geisladrifum, hátölurum og öðrum margmiðlunarbúnaði. Sjón er sögu ríkari! SoundBlaster AWE 64 Gold Infra 1800 geisladrif

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.