Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 29 AÐSENDAR GREINAR NÝLEGA sat Siv Friðleifsdóttir fyrir svörum varðandi afstöðu hennar til breytinga í dreifingarað- ferðum íslendinga á áfengi. Þing- maðurinn var spurður að því beint, hvort hún gæti gengið framhjá vín- hillum í erlendum matvöruverzlun- um án þess að detta íða. Jú, mikil ósköp, Siv treysti sér til þess. En hún treysti mér ekki til þess. Þá veit ég það. Alla mína hundstíð, þá hef ég verið umkringdur af einhverju batt- eríi af höfuðsnillingum, sem hafa passað_ að ég færi mér ekki að voða. Ég minnist sérstaklega Ey- steins Jónssonar, Hermanns Jónas- sonar og Steingríms sonar hans, Ólafs Jóhannessonar, Halldórs E. Sigurðssonar, Guðna Ágústssonar, og núna Sivjar. Ég sé enn í hilling- um hinar horfnu stofnanir á borð við Fjárhagsráð og gjaldeyris- nefndina á Skólavörðustíg, skömmtunarskrifstofuna, verðlags- stjóra og gjaldeyriseftirlit seðla- bankans og það setur að mér hroll. Skyldi mörgum virkilega finnast að heimurinn hafi versnandi farið við það að þessar stofnanir hurfu? Ég hef stöku sinnum komið til útlanda á lífsleiðinni og séð að þar fæst bæði brennivín og tóbak á benzínstöðvum á fjórðungsverði miðað við hér. Ég skil ekki ennþá hvað varð þess valdandi að ég Hvar fengu þessir stjórrimálamenn, spyr Halldór Jónsson, alla þessa hæfíleika til bankastarfa? ranka við mér hér á landi við það að það er runnið af mér. Það hlýt- ur að hafa verið ástin sem ég bar í brjósti til þessa fólks, sem hefur teymt mig til þessara stranda. Ekki þarf ég að kalla það ættjarð- arást, því að þeir sem eiga landið og miðin hafa lögformlegt einka- leyfi á henni. Sjálfur má ég ekki tína ber á þessu landi, ekki tjalda, ekki veiða í vötnum, ám eða á haf- inu í kring án þess að greiða ein- hvetjum fyrir það sem á réttindin. Meðal-íslendingur er því bara hér án þess að finnast það gaman og þráir að komast burt i frí til út- landa svo hann geti lifað fijáls um stund og fengið eitthvað fyrir aur- ana sína án 24,5% virðisaukaskatts og vörugjalda. Suðumesjabúi má syngja égvil- elskamittland á 17. júní ef hann þegir þess á milli og lætur lands- byggðina um landsmálin. Honum er ekki treyst fyrir því að hugsa. Það er séð til þess að hann fær ekki að greiða atkvæði jafnt og þeir útvöldu sem ráða landinu. Hon- um er stýrt frá vöggu til grafar af einhveiju gáfufólki, sem sér til þess að hann detti ekki íða og fari sér að voða. Ég ætti í rauninni að vera orðinn hrútfúll yfir því, hvað þing- mönnum okkar finnst ég vera mikill afglapi og drykkjurútur. Súbj- ekt, sem þeir verða að stjórna, féfletta og halda í ánauð meðan þeir baka sig í lúxusn- um og vinna sig uppí bankastjórastöður, af því þeir eru svo miklu gáfaðri en ég. Hvar fengu þessir stjórnmálamenn alla þessa hæfileika til bankastarfa? Nema fyrir kosningar. Þá segja þingmennirnir mér að ég sé ákaf- lega gáfaður kjósandi, sem láti ekki plata sig til að gera eitthvað annað en þeir segja. Og ég geri það auðvitað þegar þeir biðja mig svona vel. „Þú ert alltaf að tala þarna niðrá þingi, Kristín. Umhva ert alltaf að tala?“ Svona spurði einn af pottfé- lögunum okkar í sundlaugunum alþingsimanninn. Ég held að hann hafi samt til skamms tíma alltaf verið að tala fyrir „húsfylli“ í fundasöl- um Alþingis. Og nú er Halldór Ásgrímsson búinn að ákveða fyrir okkur að ganga í Schengen svo að Norðurlandaráðs- menn þurfi ekki að geta dregið upp passa í Ósló. Vonandi fjölgar marglitum kjósendum hins íslenzka kerfis við þá ráðstöfun, sem aðr- ar Evrópuþjóðir stynja nú undan vegna þess sem á eftir hefur fylgt. Stórvandamál af glæpalýð. Og kvótinn skal blíva, óumbreyt- anlegur. Mikið gæti ég rekið glæsi- lega steypustöð hefði mér verið úthlutað hundraðshluta í steypu- sölu á höfuðborgarsvæðinu, Suður- nesjum og Suðurlandi 1984, byggt á aflareynslu, og fengið að kaupa upp kvóta þeirra sem fóru á haus- inn í greininni frá þessum tíma. Nákvæmlega hliðstætt kerfi nema mannfólk í stað þorska. Þá hefði mér kannske verið hampað fyrir „framsýni og dugnað“ I stað þessa þarf ég að basla við að lifa í ein- hveiju markaðskerfi, þar sem ein- hveijir aðrir fiska á mínum miðum og ráða ferðinni í verðlagningunni og geta gert allt ódýrara en ég. Og svo ætla þeir að stofna nýjan ríkisbanka sem þátt í einkavæðing- aráætlun ríkisstjórnarinnar og ræna eigendur fjárfestingarlána- sjóðanna eignum sínum. Bravó fyr- ir þessum snillingum öllum. Ellilífeyrisþegar hafa gert grein fyrir því hvernig ríkið hirðir um 85% af lífeyrisgreiðslum þeirra jafnharðan. Þeir hafa ekki önnur vopn en atkvæðabrotin sín, (þeir eru flestir hér sunnanlands). Unga fólkið er líka alið upp til vinnufjand- samlegrar afstöðu af fáránlegum jaðarsköttum. í næstu kosningum fær sá flokk- ur atkvæði sem líklegur er til að gera eitthvað í grunnvandamálum þjóðfélagsins annað en þetta sí- fellda þambaravambaraþambarí. Höfundur er verkfræðingur. a-------------■ SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Oáumo tískuverslun _ V/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 mm Þambaravambarþambarí Halldór Jónsson Eru hærri fasteignagjöld ríkinu að kenna? BORGARSTJÓRINN í Reykjavík hefur sent frá sér litprentaðan bækling með fasteig- nagjöldunum. Tilefni bæklingsins er greini- lega að halda því fram við borgarbúa að hækkanir á fasteigna- gjöldum borgarbúa séu ríkinu að kenna. Þar á hún við sérstakt gjald í Ofanflóðasjóð vegna sameiginlegs átaks landsmanna við að bæta þeim íbúum fjár- hagslegt tjón sem sá- rast hafa þurft að gjalda vegna snjóflóða. Borgarstjórinn hefur sent frá sér bækling með fasteignagjöldun- um. Árni Sigfússon telur að á skorti að allar upplýsingar komi þar fram. Öllu alvarlegra er að í litbækl- ingnum nefnir borgarstjóri ekki þær hækkanir sem eru af völdum R- listans. Úr því farið er í þann kostnað að hanna, litprenta og senda bækling til út- skýringa á hækkunum á seðlinum, skyldu menn ætla að þar sé allt útskýrt sem hækk- ar. En í bæklingnum minnist borgarstjóri ekki á að vatnsskattur hefur hækkað á milli ára. Þar er aðeins sagt að breytt vatnsgjald „geti ýmist leitt til hækkunar eða lækk- unar“. Ekki er sagt frá þeirri staðreynd að um er að ræða 11% heild- arhækkun á vatns- gjaldi. Þar á ríkið eng- an hlut að máli. Dæmi um fasteignagjöld á þijár íbúðir, sem gefin eru í litbæklingnum, reynast villandi. Þar er aðaláhersl- an á að vatnsskatturinn hafi ýmist hækkað eða lækkað. Minnast borgarbúar þess að hafa fengið litprentaðan bækling frá borgarstjóranum í Reykjavík þegar R-listinn setti á nýjan skatt, hol- ræsaskatt 1995? Þó er hann marg- falt hærri en fyrrgreint forvarna- gjald sem rennur nú í Ofanflóða- sjóð. Hefði ekki verið ærin ástæða til að útskýra það í náttúrulitum, því holræsaskatturinn hækkaði fasteignagjöldin um 26%? Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Árni Sigfússon Brúðhjón Allur liorðbúnaöiii Glæsileg gjafavdra Briíöarhjöna listcir VERSLVNIN Laugetvegi 52, s. 562 4244. Guörún Ýr Ölrún Marðardóttir iOkg síðan í sept '96 Sigrún Axeldóttir 12 kg síðan í sept '96 Olga H. Kristinsdóttir 15 kg síðan í júní '96 Ellen Elsa Sigurðardóttir 20 kg síðan í maí '95 Guðrún Ýr Birgisdóttir 8,5 kg síðan í sept '96 SKEIFAN I 108 REYKJAVÍK S. 533-3355 8-vikna fitubrennslu- námskeið: • Þjálfun 3-5x í viku • Fræðslu- og kynningarfundur • Fitumælingar og vigtun • Matardagbók • Uppskriftabókin “Léttlr réttir,, 150 frábærar uppskriftir • Nýr upplýsingabaekiingur: „i formi til framtíðar" • Mjög mikið aðhald • Vinningar dregnir út í hverri viku • Frítt 3ja mán. kort fyrir 5 heppnar og samviskusamar Kvöldhópar Daghópur Morgunhópur Framhaldshópar Barnagæsla Hefst 10. mars. Konan horfin! Sjötta konan jafngildir samanlögöu þyngdartapi kvennanna fimm á myndinni eöa 65,5 kg. Þessar konur byrjuðu allar á 8-vikna fitubrennslu námskeiöi hjá okkur. Þær breyttu fæöuvenjum sínum og æfa reglulega Vertu með, þetta er aðveldara en þú hyggur! wlmlm D6USTU & HRHFNS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.