Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.03.1997, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÁTÖKIN í ALBANÍU UPPREISNARÁSTANDIÐ í Albaníu sýnir glögglega, hversu erfitt það er að koma á lýðræði og markaðsbú- skap í fyrrum kommúnistaríkjum Austur-Evrópu. Ástæð- urnar eru margvíslegar og nokkuð breytilegar eftir lönd- um, en mestu erfiðleikarnir stafa af efnahagslegu hruni í flestum þeirra og niðurníðslu opinberra stofnana. Lýð- ræðisleg hefð er ekki til i sumum þessara landa og rétt merking hugtaksins varla til í hugum almennings, því um áratugaskeið notuðu kommúnistar það um alræði Flokks- ins. Það er því engin furða, að uppbygging lýðræðislegra stjórnarhátta að vestrænni fyrirmynd taki lengri tíma en margir vonuðust til eftir fall kommúnismans í þessum heimshluta. Kveikjan að ólgunni í Albaníu, sem er fátækasta land Evrópu, var gjaldþrot svonefndra píramítasjóða, sem fjárglæframenn notuðu til að ginna auðtrúa almenning til að fjárfesta í með fyrirheitum um mikinn hagnað. Fjöldi fólks glataði þannig aleigu sinni og komst á vonarvöl. Forseti landsins, Sali Berisha, og ríkisstjórn hans er talin bera ábyrgð á gjaldþroti sjóðanna og því beindist reiði almennings gegn stjórnvöldum. Mótmælin hafa síðan breytzt í vopnuð átök og talið er, að tugir manna hafi fallið í þeim. Algjört uppreisnarástand hefur ríkt á sumum lands- svæðum. Berisha forseti, sem þingið endurkaus í byijun vikunnar sem forseta næstu fimm árin, hefur fyrirskipað her og lögreglu að láta til skarar skríða gegn mótmælend- um. Neyðarlög gilda í landinu, sem sviptir fólk réttindum sínum, og fjölmiðlar eru allir undir hæl stjórnvalda. Það er til marks um, hversu alvarlegt ástandið er í landinu, að erlendir fréttamenn hafa flestir horfið á brott. Erfitt er því að fá réttar upplýsingar um framvindu mála í Alban- íu. Bandaríkjastjórn hefur mótmælt endurkjöri Berisha forseta og setningu neyðarlaga, sem að hennar mati eru sett til að koma í veg fyrir tjáningarfrelsi og réttmæt mótmæli almennings. Engar líkur eru þó á íhlutun í Alban- íu af hálfu Bandaríkjastjórnar eða ríkja Evrópusambands- ins. Framkvæmdastjóri NATO, Javier Solana, hefur og vísað á bug slíkum hugmyndum og segir samningaviðræð- ur einu leiðina til lausnar á vanda Albana. Enn er óljóst, hvort ástandið í Albaníu leiðir til endan- legs uppgjörs við hina kommúnísku fortíð landsins. Það virðist ætla að taka allmörg ár í sumum þeirra ríkja, sem áður töldust leppríki Sovétríkjanna. DEILA ÍSRAELA OG PALESTÍNUMANNA * AKVÖRÐUN ríkisstjórnar Israels um byggingu nýs íbúðarhverfis fyrir gyðinga í austurhluta Jerúsalem hefur verið harkalega gagnrýnd af ríkisstjórnum víða um heim. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, hefur for- dæmt ákvörðunina, og sagt hana brot á samþykktum Sameinuðu þjóðanna og á Hebron-samkomulaginu, sem Bandaríkin hafa ábyrgzt. Clinton Bandaríkjaforseti harm- aði þetta skref ísraelsstjórnar strax á fimmtudag og sagði: „Ég hefði viljað að þessi ákvörðun hefði ekki verið tekin vegna þess að ég tel hana ekki skapa traust, ég tel hana skapa tortryggni." Þessi ummæli viðhafði forsetinn áður en fundurinn hófst í Hvíta húsinu. Stjórn Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra Israels, virðist m.a. vera að reyna á þolrifin í Bandarikjastjórn með ákvörðun sinni um að reisa 6.500 íbúðir á hæð milli Jerúsalem og Betlehem. ísraelar náðu Austur-Jerúsalem á sitt vald í stríðinu við araba 1967 og líta á alla borgina sem höfuðborg sína, en Palestínumenn vilja gera Austur- Jerúsalem að höfuðborg ríkis síns þegar fram líða stundir. Það er hættuspil, sem ísraelar leika nú og tilræði við friðarferlið í Austurlöndum. Framkoma þeirra eykur ekki á traust manna á þessum slóðum, sem er grundvöllur þess að Palestínumenn og ísraelar geti búið saman í sátt og samlyndi. Sú var tíðin, að ísraelar áttu óskipta samúð Vesturlandabúa í átökum þeirra við araba. Það á ekki lengur við og ástæðan er fyrst og fremst sú7 að umheimin- um ofbýður hvað eftir annað framferði Israelsmanna í þessum deilum. Það er augljóst, að núverandi stjórnvöld í Israel verða af pólitískum ástæðum heima fyrir að ganga lengra en góðu hófi gegnir. Það er hins vegar ekki til framdráttar málstað Israelsmanna á alþjóða vettvangi. * Tekist á um einsetningu skóla í Arbæjarhverfi SÚ hugmynd hefur m.a. komið fram að skipta Árbæjarskóla í tvo sjálfstæða og ótengda skóla, annars vegar barnaskóla og hins vegar unglingaskóla sem yrði jafnframt safnskóli hverfisins. Morgunblaðið/Sverrir Skiptar skoðanir um nýjan skóla norðan Hraunbæjar Unnið er að því innan Rey kj avíkurborgar að koma á einsetningu skólanna í Arbæjarhverfí. Ýmsar hugmyndir eru uppi en ekki eru allir á eitt sáttir. Ama Schram kynnti sér m.a. sjónarmið foreldra og skólastjóra í þessu máli. IGRUNNSKÓLALÖGUM er stefnt að því að allir grunnskól- ar landsins verði einsetnir fyrir árið 2003. Á höfuðborgarsvæð- inu vantar einna mest upp á að þetta markmið náist og að sögn Sigrúnar Magnúsdóttur, formanns Fræðs- luráðs Reykjavíkur, eru þijú hverfí hvað erfiðust, en þau eru Árbæjar- og Laugarneshverfið og vesturbær- inn. Að sögn Sigrúnar er það m.a. vegna þess að þar eru litlar skólalóð- ir og því erfitt að koma við viðbygg- ingu við skólana til að koma á einsetn- ingu. í Árbæ eru þrír skólar sem taka við börnum á grunnskólastigi og eru þeir allir tvísetnir. Selásskóli á Selás- braut tekur við nemendum frá 1. og upp í 7. bekk. Ártúnsskóli í Ártúns- holti tekur_ við nemendum á sama aldri, en Árbæjarskóli við Rofabæ tekur við nemendum frá 1. og upp í 10. bekk. Til þess að kanna hvernig einsetja megi skólana hafa þeir allir verið metnir út frá sömu forsendum, að sögn Sigrúnar, til dæmis hefur rými þeirra verið skoðað og væntan- leg jbúaþróun. „Í framhaldi af því hefur komið í ljós að til þess að hægt verði að gera Artúnsskóla og Selásskóla heild- stæða, þannig að þeir geti tekið á móti nemendum frá 1. til 10. bekk, þarf að bæta töluvert við byggingu þeirra. Til þess er landrými í kringum þá of lítið og því hefur þurft að leita annarra leiða," segir hún. Ýmsum möguleikum hefur verið velt upp, af foreldrum, skólastjórum og Fræðs- luráði og hafa þijár hugmyndir eink- um verið nefndar í því sambandi. I fyrsta lagi að byggja nýjan skóla sem tæki á móti nemendum frá 1. til 7. bekk og jafnframt því að hafa Árbæj- arskóla einungis unglingaskóla eða svokallaðan safnskóla, sem tæki við öllum unglingum frá barnaskólunum þremur í hverfinu. í öðru lagi að byggður yrði nýr unglingaskóli sem einnig yrði safn- skóli hverfisins, en að Árbæjarskóla yrði breytt í barnaskóla. í þriðja lagi að Árbæjarskóla yrði skipt í tvo sjálfstæða og ótengda skóla, annars vegar barnaskóla og hins vegar unglingaskóla sem yrði jafnframt safnskóli hverfisins. Ef sú hugmynd verður ofan á að byggja nýjan skóla, að sögn Sigrún- ar, verður að byggja þann skóla á lóð norðan Hraunbæjar, en samkvæmt | mati frá Borgarskipulagi er það eina svæðið sem kemur til greina í hverf- inu. Nokkur samstaða um einn safnskóla Fulltrúar foreldra og skólastjórar í skólum Árbæjar virðast sammála þeirri hugmynd að í Árbæ verði einn safnskóli en þrír barnaskólar, en í dag er það þannig að Árbæjarskóli er bæði barnaskóli hverfísins í kring en jafnframt unglingaskóli eða safnskóli hinna barnaskólanna tveggja. Að sögn Sigrúnar er Fræðsluráð einnig á því að núverandi fyrirkomulagið sé óæskilegt,„því það verði m.a. til þess að erfiðara sé fyrir suma nemendur úr litlum barnaskólum að kom í heimaskóla til annarra krakka, þar sem þau hafa verið alla sína skóla- göngu“, segir hún. Aðrir benda líka á að safnskólar í öðrum hverfum borgarinnar hafí gef- ið góða raun, til dæmis Hagaskóli í vesturbæ sem er safnskóli fyrir Mela-, Vesturbæjar-, og Grandaskóla. Ellert Borgar Þorvaldsson, skóla- stjóri Ártúnsskóla, segir marga kosti fylgja því að hafður sé einn safnskóli í hverfinu sem taki við nemendum úr þremur bamaskólum. í einum safnskóla yrðu fleiri nemendur en það ýti undir fjölbreytileika náms og gefi aukna möguleika á valgreinum. „Auk þess tel ég að í stórum safnskóla verði öll stjórnun og kennsla mark- vissari þar sem um sé að ræða svip- aða aldurshópa." Þá segir Þorsteinn Sæberg, skóla- stjóri Árbæjarskóla, að með einum safnskóla fylgi auk þess sá kostur að öll börn í hverfinu sitji við sama borð, því „þannig komi þau öll úr sín- um barnaskólum til sameiginlegrar skólavistar í unglingskóla“, segir hann. Þó flestir séu á einu máli um kosti þess að hafa einn safnskóla og þrjá barnaskóla eru skiptar skoðanir um það hvernig hægt verði að koma slíku á. Annars vegar eru hugmyndir uppi um það að byggður verði barnaskóli norðan Hraunbæjar, en hins vegar að þar verði byggður unglingaskóli. Barnaskóli eða unglingaskóli norðan Hraunbæjar Eftir fund með skólastjórum í Árbæ síðasta haust ákvað Sigrún að fylgja eftir þeirri hugmynd að barnaskóli yrði þyggður norðan Hraunbæjar og að Árbæjarskóli yrði unglingaskóli barnaskólanna þriggja. Þorsteinn Sæberg, skólastjóri Árbæjarskóla, hefur verið hlynntur þessari hugmynd og segir að verði sú ákvörðun tekin að byggja viðbótarskóla í Árbæjar- hverfí sé skynsamlegasta leiðin að byggja lítinn barnaskóla. „Húsnæði Árbæjarskóla eins og það er í dag mun með mjög góðu móti rúma fímm hundruð nemendur á unglingastigi, en það er líklega of stórt fyrir þijú hundruð nemendur á barnaskóla- stigi,“ segir hann. Þorsteinn segist ennfremur treysta borgaryfirvöldum fullkomlega til að standa þannig að skólabyggingu norðan Hraunbæjar að til fyrirmyndar verði hvað aðgengi varðar. Fulltrúar foreldra í hverfinu hafa hins vegar verið óánægðir með þá hugmynd að byggja barnaskóla norð- an Hraunbæjar og kom sú andstaða berlega í ljós á nýlegum hverfísfundi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra Reykjavíkur. Lára Kristjánsdóttir, formaður for- eldrafélags Selásskóla, segir að lóðin norðan Hraunbæjar sé á afar óheppi- legum stað fyrir yngstu börnin því ef þar yrði barnaskóli þyrftu börnin m.a. að fara yfír Bæjarbrautina, hættulega umferðargötu. „Við hjá foreldrafélaginu teljum að betra sé að byggja unglingaskóla norðan Hraunbæjar og að Árbæjarskóli verði barnaskóli," segir hún. „Árbæjarskóli er mjög vel staðsettur og þaðan er stutt í ýmsa þjónustu fyrir skólaböm, eins og til dæmis sundlaugina og fé- lagsmiðstöðina. Þannig þyrftu yngstu börnin ekki að þeytast fram og til baka yfir stórar götur til að sækja skóla og aðra þjónustu," segir hún. Páll Árnason, formaður foreldrafé- lags Árbæjarskóla, tekur undir þetta sjónarmið Láru og segir að þar sem komið hafí í ljós að ekki sé hægt að byggja heildstæða grunnskóla við Selás- og Ártúnsskóla sé hann þeirrar skoðunar að æskilegast sé að nýr unglingaskóli verði byggður á svæð- inu norðan Hraunbæjar. „Við hjá for- eldrafélaginu teljum það eina valkost- inn í stöðunni núna,“ segir hann. Sigrún segist hins vegar hafa beð- ið byggingardeild Borgarverkfræð- ings um að láta arkitekt athuga hvort skólabygging kæmist fyrir á títt- nefndu svæði norðan Hraunbæjar. „Samkvæmt þeirri athugun gæti barnaskóli og jafnvel leikskóli sem væri eitthvað samnýttur vel komist fyrir á þessu svæði,“ segir hún. „Á hinn bóginn yrðu fleiri böm í ungl- ingaskólanum og því þyrfti sú bygg- ing að vera stærri og þar með yrði ef til vill þröngt á þingi." Sigrún segist hins vegar ætla að taka tillit til þessara sjónarmiða for- eldra og leggur áherslu á að hún muni ekki leggja til að barnaskóli verði byggður norðan Hraunbæjar við slíka andstöðu. „Því þarf að skoða aðrar leiðir betur til dæmis þá að skipta Árbæjarskóla í tvo sjálfstæða skóla,“ segir hún og leggur áherslu á að enn hafí engin ákvörðun verið ' tekin. Sigrún segir að stefnt sé að því að Fræðsluráð taki endanlega ákvörð- un um þessi mál í lok mánaðarins. „Áður en af því verður munum við kynna tillögurnar fyrir foreldrum í Árbæjarhverfi,“ segir hún. Óánægja með að skóli verði byggður yfir jarðstreng Þá hefur eitthvað borið á óánægju meðal foreldra í Árbæ að skóli verði yfír höfuð byggður norðan Hraunbæj- ar vegna þess að undir því svæði ligg- ur háspennustrengur og hafa sumir bent á hugsanlega skaðsemi þess fyr- ir heilsuna. Áhöld eru reyndar um það hvort háspennustrengur undir íbúðarhúsi geti haft slæm áhrif á heilsu manna. Að sögn Ivars Þor- steinssonar, yfirverkfræðings hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, liggja engar rannsóknir fyrir sem sanna slíkt. Fulltrúar foreldra hafa hins vegar skoðað þessi mál og segir Páll Áma- son eðlilegan hluta af því að gera lóð- ina tilbúna til byggingar að annað- hvort verði farið í það að skerma af strenginn eða færa hann til. „Hvort tveggja er hægt og er einfaldlega hluti af lóðaframkvæmdunum," segir hann. Samkomulag aðila vinnumarkaðar um heimild til fyrírtækjasamninga Trúnaðarmenn í forsvari en félögin til ráðgjafar S AMNINGS AÐILAR á almenna vinnumarkað- inum náðu samkomulagi í ^rradag um sérstakan kafla í væntanlegum kjarasamningum lands- sambanda og verkalýðs- félaga innan ASÍ við vinnuveitendur um heim- ild til að gera fyrirtækja- * ___________________ samninga. Omar Frið- riksson kynnti sér samningsdrögin. SAMNINGSAÐILAR á al- menna vinnumarkaðinum hafa náð samkomulagi um sérstakan kafla í væntanleg- um kjarasamningum um heimild til að gera fyrirtækjasamninga. Þykir sú niðurstaða tíðindum sæta, þar sem ekki hefur áður verið samið um ramma um formbundið samstarf starfsmanna og fyrirtækja í viðræð- um heildarsamtaka um gerð kjara- samninga. Skv. heimildum Morgunblaðsins voru það fýrst og fremst verkalýðsfé- lögin Dagsbrún og Framsókn sem leiddu þetta mál til lykta fyrir hönd launþegafélaga, sem hafa sýnt gerð fyrirtækjasamninga áhuga en Dags- brún og Framsókn hafa gert sér- samninga á stórum vinnustöðum ára- tugum saman og sýndu þessum þætti samningsgerðarinnar töluverðan áhuga. Minni áhugi er á gerð slíks samkomulags innan annarra verka- lýðsfélaga VMSÍ á landsbyggðinni og er óvíst að þau muni nýta þessa heimild. Samkomulagið verður ekki undirritað fyrr en ljóst er hvort sam- komulag næst um gerð kjarasamn- inga í yfirstandandi viðræðulotu, skv. upplýsingum blaðsins. Viðræður undir friðarskyldu í samningsdrögunum segir að sett verði heimildarákvæði inn í kjara- samninga um samninga í fyrirtækj- um um aðlögun ákvæða samningsins að þörfum og hagsmunum fyrirtæk- isins og starfsmanna. „Markmið fyr- Morgunblaðið/Kristinn ÓVISSU og talsverðrar spennu gætti í húsnæði sáttasemjara um framgang kjaraviðræðna í allan gær- dag. Á annað hundrað samningamenn voru í húsinu og ræddu menn málin í öllum herbergjum og á göngum. Á myndinni má sjá Þórarin V. Þórarinsson, framkvæmdastjóra VSÍ, Arnar Sigurðmundsson, formann Samtaka fiskvinnslustöðva, Víglund Þorsteinsson, varaformann VSÍ, og Halldór Grönvold, skrifstofustjóra ASÍ spá í stöðuna. irtækjaþáttar kjarasamnings er að efla samstarf starfsfólks og stjóm- enda á vinnustað með það fyrir aug- um að skapa forsendur fyrir bættum kjörum starfsfólks með aukinni fram- leiðni," segir í textanum. „Viðræður um fyrirtækjaþátt fara fram undir friðarskyldu almennra kjarasamninga og skulu teknar upp með samkomulagi beggja aðila. Þá komi skriflega fram til hverra samn- ingnum sé ætlað að ná. Þegar við- ræður hafa verið ákveðnar ber að tilkynna það hlutaðeigandi verka- lýðsfélögum og samtökum vinnuveit- enda, VSÍ eða VMS. Rétt er báðum aðilum, starfsmönnum og forsvars- mönnum fyrirtækis, að leita ráðgjaf- ar hjá samningsaðilum. Þeir geta í sameiningu ákveðið að kalla hvor sinn fulltrúa til ráðuneytis við samn- ingsgerð. Náist ekki samkomulag innan fjögurra mánaða getur hvor um sig án samráðs kallað ráðgjafa til þátttöku í viðræðunum." Samnignsaðilar gera ráð fyrir að hlutverk trúnaðarmanna verði styrkt en skv. samkomulaginu eiga trúnað- armenn að vera i forsvari fyrir starfs- menn í viðræðum við stjómendur fyrir- tækis. Þeir geta einnig látið kjósa 2-5 menn til viðbótar i samninganefnd, sem njóti sérstakrar vemdar í starfi. Stjórnendur upplýsi um afkomu og starfsmannastefnu Áður er gengið er til gerðar fyrir- tækjasamnings skulu stjómendur upplýsa trúnaðarmenn og aðra í samninganefnd um afkomu, framtíð- arhorfur og starfsmannastefnu fyrir- tækisins. Trúnaðarmaður á rétt á upplýsingum um launagreiðslur á vinnustað. Samkomulag er um hvaða efnis- þætti semja má um í fyrirtækjasamn- ingum og víkja frá aðalkjarasamn- ingum. Hér er m.a. um að ræða heim- ild til að Ijúka fullum vikulegum vinnuskilum dagvinnu á íjórum virk- um dögum. Heimilt verði að taka upp vaktavinnu til skamms tíma með minnst mánaðarfyrirvara, Heimilt verði að færa hluta yfírvinnuálags í dagvinnugrunn og semja um að safna saman yfirvinnutímum og taka í stað þeirra orlof í jafn margar klst. á virk- um dögum utan háannatíma. Yfírvin- nutímarnir komi til uppsöfnunar og greiðist síðar í dagvinnu en yfír- vinnuálagið á að greiða út. Einnig verði heimilt að semja um annað fyr- irkomulag neysluhléa og ráðstafa hluta orlofs til að draga úr starfsemi eða loka á tilteknum dögum utan háannatíma. Þá verði heimilt að þróa afkastahvetjandi launakerfí án form- legra vinnurannsókna þar sem það þykir henta. Stéttarfélög fari yfir sanminginn Starfsmenn eiga að fá hlutdeild í þeim ávinningi sem fyrirtæki hefur af breytingum vegna vinnustaða- samninga og getur hlutur starfs- manna m.a. komið fram í fækkun vinnustunda án skerðingar tekna, greiðslu fastrar upphæðar á mánuði eða ársfjórðungi, hæfnisálagi, pró- sentuálagi eða fastri krónutölu á tímakaup. Gera á skriflega fyrirtækjasamn- inga sem bomir verði upp í leyni- Iegri atkvæðagreiðslu og teljast sam- þykktir með stuðningi meirihluta greiddra atkvæða. Mikilvægt ákvæði er í samningnum sem segir að hlut- aðeigandi stéttarfélag skuli ganga úr skugga um að umsamin frávik og endurgjald fyrir þau, heildstætt metið, standist ákvæði laga og kjara- samninga um lágmarkskjör. Komi upp ágreiningur innan fyrir- tækis um fyrirtækjasamninga sem ekki tekst að leysa milli aðila á vinnu- stað er starfsmönnum heimilt að leita aðstoðar stéttarfélags eða fela því málið til úrlausnar. Mikil óvissa á löngum fundum í Karphúsinu Samkomulag um að taka upp nýtt kauptaxtakerfi FULLTRÚAR og samninganefndir landssambanda og stærstu verka- lýðsfélaga innan ASÍ biðu spenntir í allan gærdag og fram eftir kvöldi eftir að vinnuveitendur legðu fram gagntilboð að heildarkjarasamningi svo viðræður um launalið samninga gætu hafíst af alvöru. Um mið- nætti lá fyrir að tilboðið yrði ekki tilbúið fyrr en langt yrði liðið á nóttu og tók ríkissáttasemjari þá ákvörðun um að fresta frekari fundahöldum til morguns og halda viðræður áfram kl. 9 í dag. Samningafundir hófust kl. 9 í gærmorgun og stóðu nánast sam- fellt fram á kvöld. Mikil óvissa var meðal samningamanna innan laun- þegahreyfingarinnar sem rætt var við í gær um hver viðbrögðin yrðu við launatilboði atvinnurekenda, sem væntanlega verður lagt fram í upphafi viðræðna í dag. Fram eftir gærdeginum var unn- ið að samkomulagi um nokkur sér- mál sem ekki hafði tekist að ljúka í einstökum hópum og náðist sam- komulag í einu af erfiðari deilumál- unum varðandi hvíldartímaákvæði síðdegis. Talið var afar mikilvægt að ryðja öllum hindrunum úr vegi áður en viðræður gætu hafist um launaliðinn. Fækkun launaflokka og starfsaldursþrepa Viðræður um launabreytingar í væntanlegum samningum tengjast samkomulagi sem náðist fyrr í vik- unni um aðferð við tilfærslu launa- taxta nær greiddu kaupi. Ekki hef- ur hins vegar enn náðst samkomu- lag um upphæðir sem færðar verða á milli í nýju kauptaxtakerfí. í endanlegum texta sem sam- komulag náðist um segir m.a.: „Til að færa taxtakaup nær greiddu kaupi eru aðilar sammála um að taka upp ný kerfi kauptaxta sem komi að öllu leyti í stað eldri kaup- taxta. Mikilvægur þáttur í þessari breytingu er að hækka hlut dag- vinnukauptaxta. Þetta gerist m.a. með fækkun launaflokka og starfs- aldursþrepa eins og fram kemur í kaupgjaldsákvæðum samningsins. Á móti taxtahækkun lækka áíags- og aukagreiðslur sem eru bundnar í kjarasamningum og/eða ráðning- arsamningum,“ segir í samkomu- lagi sem náðst hefur milli vinnu- veitenda og landssambanda um þetta mál. Þar kemur einnig fram að nýir kauptaxtar eigi ekki að leiða til meiri hækkunar á launum þeirra sem vegna álags- eða auka- greiðslna hafa jafn hátt kaup eða hærra en skv. nýju kauptöxtunum, en sem nemur almennri launa- hækkun skv. samningnum. Heimilt að halda álags- eða aukagreiðslum óbreyttum Kjósi starfsmaður sem nýtur álagsgreiðslna umfram það sem kjarasamningar kveða á um að halda þeim álags- eða aukagreiðsl- um óbreyttum, þannig að þær gangi ekki inn í reglubundin dag- vinnulaun, skal hann tilkynna vinnuveitanda sínum það skriflega innan 45 daga frá gildistöku samn- ingsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.