Morgunblaðið - 06.03.1997, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997
MININIINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Erla Guðmunds-
dóttir fæddist á
Auðunarstöðum í
V estur-Húnavatns-
sýslu 28. apríl 1921.
Hún andaðist á
Landspítalanum 24.
febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Guð-
mundur Jóhannes-
son frá Hörgshóli
og Kristín Gunnars-
dóttir frá Valdarási.
Systkini hennar
voru: Ingibjörg, f.
16.4. 1914, Jóhann-
es, f. 13.2. 1916, d. 8.4. 1996,
Sophus Auðunn, f. 6.4 1918,
Kristín, f. 20.7. 1919, d. 29.9.
1944, Gunnar, f. 10.9. 1923,
Hálfdán, f. 24.7 1927.
Erla stundaði nám við
Kvennaskólann á Laugalandi í
Eyjafirði veturinn 1942-1943.
Hún giftist Birni Lárussyni frá
Grímstungu í Vatnsdal 25.10.
1945, sama ár hófu þau búskap
á Auðunarstöðum. Árin 1979-
Margar af mínu fyrstu minning-
um átti ég með ömmu minni, Erlu
frá Auðunarstöðum. Það fylgdi því
alltaf mikil tilhlökkun að fara norð-
ur til afa og ömmu á vorin og
sumrin. Ég var oft hjá þeim yfir
sauðburðinn og mesta annatímann
í heyskapnum. Það var alltaf nóg
að gera í sveitinni og skemmtileg-
ast þótti mér að glíma við bagg-
ana. Það var oft svo mikið kapp
að ná inn öllu heyinu áðúr en það
færi að rigna. Eftir átökin var
gott að koma inn í hlýjuna til
ömmu. Hún tók alltaf vel á móti
manni og var svo hress og lífsg-
löð. Hennar yndi var að taka vel
á móti gestum og gangandi og hún
sá til þess að enginn fór burt frá
borðinu svangur. Hún var mjög
ósérhlífin og var oft ansi erfitt að
fá hana til að setjast niður og slaka
á með okkur hinum.
Amma og afi fluttu til Reykja-
víkur 1985 í Safamýrina. Það var
ánægjulegt þegar þau fluttu í
bæinn, þá gat ég komið oftar til
þeirra. Margar ferðir á unglingsár-
unum niður í bæ enduðu í Safamýr-
inni. Var ég þá oftar en ekki með
félaga mína með mér og nutum
við allir gestrisni ömmu minnar.
Eftir að ég byijaði í menntaskóla
fórum við Margrét unnusta mín
oft til ömmu þegar eyða var í
stundatöflunni. Þá áttum við oft
góðar stundir með ömmu. Við
gleymdum okkur oft í þessum
„eyðum“ því það var svo gaman
að spjalla við hana um daginn og
veginn. Hún sá jákvæðar hliðar á
öllum málum og eyddi ekki tíma í
að velta sér upp úr erfiðleikum.
Það var aðdáunarvert að fylgj-
ast með því hvað hún amma náði
sér vel eftir að hún veiktist fyrir
fjórum árum. Eftir veikindin fluttu
afi og amma á Sléttuveg. Amma
hefði líklega ekki náð sér jafnvel
ef afi hefði ekki verið hennar stoð
og stytta. Hann var afskaplega
duglegur að drífa hana út að ganga
með sér um Fossvoginn. En sjaldan
er ein báran stök, seinni aldan var
of kröftug til að amma stæðist
brotið.
Við viljum þakka fyrir þann
dýrmæta tíma sem Guð gaf okkur
með ömmu. Hennar jákvæðu líf-
sviðhorf hafa verið okkur ung-
mennunum ómetanlegt veganesti
út í lífið. Við kveðjum hana með
djúpum söknuði en vitum í bijósti
okkar að henni mun líða vel á þess-
um nýja áfangastað.
Elsku afi, við samhryggjumst
þér innilega að vera búinn að missa
þinn ástkæra lífsförunaut og biðj-
um Guð að styrkja þig í sorg þinni.
Magnús Guðmundur,
Margrét.
1985 starfaði hún á
Saumastofunni í
Víðihlíð. Þau flutt-
ust til Reykjavíkur
1985 en dvöldu
ávallt einhvern
hluta úr sumri á
Auðunarstöðum.
Eftir búflutningana
starfaði Erla hjá
saumastofu Max og
Efnalauginni
Björgu. Einkabarn
þeirra er Kristín, f.
8.6. 1948. Börn
hennar eru Hulda
Magnúsdóttir, f.
27.5. 1968, Björn Jakob Magn-
ússon, f. 10.9. 1971, Magnús
Guðmundur Magnússon, f.
22.12. 73 og fósturbarn David
Örn, f. 10.11. 1979. Sambýlis-
maður hennar er Jón Valdimar
Ottason, f. 12.8.39.
Erla verður jarðsungin frá
Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30. Jarð-
sett verður í Gufuneskirkju-
garði.
Móðir mín tilkynnti mér þá sorg-
arfrétt að amma mín væri dáin 24.
febrúar síðastliðinn. Þú sem varst
mér alltaf svo góð og skilningsrík.
Hvað það var skemmtilegt þegar
við vorum saman í eldhúsinu á
Auðunarstöðum og þú hafðir mat-
inn til. Við spjölluðum um allt
mögulegt meðan afi og hinir voru
niðri á engjum að heyja. Eftir að
þið fluttuð til Reykjavíkur heim-
sóttuð þið mig oft. Hvað það var
gott að spjalla við þig vegna þess
að þú komst alltaf fram við mig
sem jafningja og þú varst besti
vinur minn. Elsku afi, Guð veiti
þér styrk í sorginni.
Maigs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Hulda Magnúsdóttir.
Elsku amma mín, sú yndislega
góða kona, hefur nú kvatt okkur.
En nú hefur hún horfið til annars
heims og henni líður örugglega
betur þar. Hún var alltaf svo elsku-
leg og hjálpsöm og alltaf svo kát
og hress þegar maður kom í heim-
sókn til hennar. En fráhvarf þitt
er mikill missir og mun ég ætíð
minnast þín. Guð blessi þig og
vemdi þig.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé loi fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Björn Magnússon.
Erla Guðmundsdóttir er látin.
Ég hef þekkt Erlu frá því ég var
átta ára gömul og kom í fyrstu
sumardvöl mína af sjö að Auðunar-
stöðum í Víðidal, en þaðan er Erla
ættuð og þar bjó hún myndarlegu
búi ásamt eiginmanni sínum Birni
Lárussyni stærstan hluta ævinnar,
en þegar árin færðust yfir, fluttu
þau til Reykjavíkur. Minningarnar
eru margar og allar eru þær um
heilsteypta, velviljaða konu sem
hafði gott lag á að umgangast
börn og ungt fólk. Það var svo
gaman að vinna með Erlu hvort
heldur var í heyskapnum, fjósinu
eða við uppvaskið, það var alltaf
gantast og vinnugleðin var mikil.
Ég held að allir sem hún hefur
fóstrað um ævina séu mér sam-
mála um það að hún var óspör á
hrósið. Ég nefni sem dæmi fyrsta
verkið sem ég vann fýrir Erlu, að
halda í halann á kúnni Grímu á
meðan hún mjólkaði, ég er alveg
viss um að hvorki fyrr né síðar
hefur nokkurt barn haldið eins vel
í hala.
Um leið og ég kveð Erlu og
þakka samfylgdina bið ég Guð að
blessa minningu hennar og styrkja
fjölskyldu hennar.
Aslaug Jónsdóttir.
Það var fyrir hartnær 45 árum
að ég kom fyrst að Auðunarstöðum
í Víðidal. Þar var tvíbýli, á öðrum
bænum bjó Jóhannes Guðmunds-
son og Ingibjörg Ólafsdóttir, kona
hans, en á hinum bænum bjuggu
hjónin Erla Guðmundsdóttir og
Björn Lárusson. Ég var nýlega
gift yngsta bróður Erlu og Jóhann-
esar og nú átti að kynna mig fyrir
fjölskyldunni. Ég var dálítið kvíðin,
allt var svo ólíkt því sem ég hafði
vanist og mín viðhorf og skoðanir
aðrar en míns tengdafólks. Kvíði
minn reyndist ástæðulaus, mér var
tekið opnum örmum og þótt Erla
mágkona mín væri seintekin urð-
um við vinkonur svo til frá okkar
fýrstu kynnum.
Tengdaforeldrar mínir höfðu
hætt búskap og flust til Hvamms-
tanga en einu eða tveimur árum
seinna reistu Bjöm og Erla nýtt
íbúðarhús og innréttuðu litla íbúð
á efri hæð handa foreldrum henn-
ar. Þar dvöldu þau til dánardags.
Þetta var á þeim tíma þegar börn
úr þéttbýli voru send í sveit á sumr-
in og var oft margt um manninn
á báðum bæjum, heimabörn,
„kaupafólk“ og gestkomandi börn.
Ókkar börn áttu vísan sumardval-
arstað hjá Erlu og Birni og dvöldu
þar fleiri og færri sumur, hvert á
fætur öðru. Ég hafði sjálf verið í
sveit á sumrin sem bam og vissi
hve ómetanlegt uppeldisgildi slík
sumardvöl hefur. Það veganesti
sem þau hjón gáfu bömum okkar
verður aldrei fullþakkað. Við sjálf
fómm norður flest sumur í heim-
sókn og í nokkur ár vom réttirnar
fastur liður. Þá var gaman að vera
til og glatt á hjalla. Oft sátum við
Erla langt fram á nætur i borð-
króknum og kjöftuðum - bændur
okkar stundum líka. Gestrisni
þeirra hjóna var viðbmgðið og
mjög gestkvæmt á heimili þeirra.
En allt er í heiminum hverfult
og fyrir nokkram árum bragðu þau
búi og fluttu suður. Enda átti þá
einkadóttirin, Kristín, sitt heimili
í Reykjavík með börnunum þrem-
ur. Jóhannes mágur minn andaðist
í fyrra, svo nú má heita að búskap-
ur sé enginn lengur á Auðunar-
stöðum.
Erla fékk heilablæðingu fyrir
nokkrum áram og var lengi að ná
sér. En nú eftir áramótin fékk hún
annað áfall sem dró hana til dauða.
Jóna, dóttir mín sem búsett er
í Hollandi, náði að hitta Erlu rétt
áður en hún fékk síðara áfallið.
Henni var mikil ánægja að hitta
frænku sína létta og káta án þess
að gruna að það væri í hinsta sinn.
Að lokum vil ég þakka Erlu
mágkonu minni fyrir allt sem hún
gerði fyrir mig og mína fjölskyldu
og votta Birni mági mínum, Krist-
ínu og fjölskyldu samúð mína.
Anna Margrét Jafetsdóttir.
Hugurinn hvarflar norður í
Húnaþing fyrir hartnær hálfri öld.
Fimm ára pjakkur hafði heijað út
nokkurra vikna dvöl hjá Erlu
föðursystur sinni og Birni bónda
hennar á Auðunarstöðum I í Víðid-
al. Þetta var í fyrsta skipti, sem
ég fékk að fara einn í sveitina.
Þegar þangað kom, var mér tekið
með þeirri hlýju, sem jafnan ein-
kenndi heimili þeirra hjóna. Næstu
sjö sumrin var ég í sveit hjá Jó-
hannesi bróður Erlu og Ingibjörgu
konu hans, en þau bjuggu á Auð-
unarstöðum II. Óll þessi sumur var
hópur frændsystkina við leik og
störf á bænum. Þegar þau eldri
tóku að vinna önnur sumarstörf
komu yngri systkini í þeirra stað
og síðan nýjar kynslóðir. Dvöl hjá
frændfólkinu á sumram var fastur
liður í tilveranni eins og skólinn á
vetrum. Auðunarstaðir vora okkar
annað heimili.
í hugann koma minningar um
ótal atvik frá þessum áram. Ég
minnist sérstaklega stundanna
þegar við söfnuðumst saman í eld-
húsinu hjá Erlu, hláturmildu
frænkunni með brosið í augunum,
sem alltaf var tilbúin til að taka
þátt í glensi okkar krakkanna. Á
svipstundu gat eldhúsið breyst í
kappræðufund, þar sem þrumandi
ræður vora fluttar. Skömmu síðar
var sami staður orðinn gamanleik-
hús, þar sem eftirhermur voru
stundaðar af kappi - eða tónlistar-
höll, þar sem nýjustu dægurlögin
voru sungin. Og í þessum hópi
urðu kvöldsögumar í útvarpinu
kynngimagnaðri en endranær. Þótt
hópurinn breyttist frá ári til árs,
var andinn ætíð sá sami. Síðar
átti reyndar eftir að koma í ljós,
að eldhúsið hennar Erlu reyndist
ekki aðeins vera æfingabúðir fyrir
upprennandi stjórnmálamenn,
verkalýðsforingja og háskólakenn-
ara svo eitthvað sé nefnt, - því
að þar sló einnig í gegn hjá afasyst-
ur sinni bamung söngkona, sem
samdi og söng eigin lög og er í
dag heimsfrægur listamaður. í
návist Erlu og Bjössa, náttúru-
barnsins sem þekkti húnvetnsku
heiðarnar eins og hendurnar á sér,
vorum við frjáls og gleðin var í
fyrirrúmi. Samverustundirnar á
Áuðunarstöðum eru því dýrmætar
perlur í sjóði æskuminninganna.
Erla var fædd á Auðunarstöðum
og bjó þar lengst af ævi sinnar.
Þar höfðu foreldrar hennar áður
búið og á undan þeim amma henn-
ar og afi. Eftirlifandi eiginmaður
hennar er Björn Lárusson frá
Grímstungu í Vatnsdal, en þau
voru þremenningar. Nú, þegar
Erla er farin yfír móðuna miklu,
vottum við Birni, Kristínu dóttur
þeirra og fjölskyldu hennar samúð
okkar. Megi góður Guð blessa
minningu hennar.
Friðrik Sophusson.
Föðursystir mín, Erla Guð-
mundsdóttir húsfreyja á Auðunar-
stöðum, hefur kvatt okkur. Ég er
af þeirri kynslóð sem komst í sveit
á unglingsárum og var hjá Erlu
og Birni hvert sumar frá því að
ég var níu ára til 16 ára aldurs.
Þá var þörf fyrir margar vinnandi
hendur á bóndabæjum, tæknivæð-
ingin var skammt á veg komin. Á
Auðunarstöðum var oft mann-
margt á sumrin og húsmóðurhlut-
verkið því mikið og flókið starf.
Margt var brallað af borgarbörn-
um, fáfróðum um búpening og
störf á bóndabæjum, og oft var
það ekki að skapi heimamanna.
Erla þurfti því oft að vera í hlut-
verki uppalandans eða að koma í
móðurstað.
Þegar við Erla hittumst á
undanförnum árum, voru rifjuð
upp atvik frá þessum áram. Mér
er minnisstæð sú kvöð Erlu um
að maður færi í ullarnærfötin þeg-
ar komið var norður í sveitina á
vorin. Því fylgir nánast óbærilegur
kláði fyrstu dagana sem gengið er
í slíkum fötum innst klæða. Eða
þegar ég ætlaði á Hrapp að ná í
kýrnar, en hann var svo staður við
túnhliðið, að þegar ég fór á bak
gekk hann aftur á bak inn í gegn-
um hliðið og ég fór af baki og
teymdi hann út um hliðið að nýju
kom honum fyrir milli þúfna og
skreið á bak og þetta endurtók sig
aftur og aftur, þrátt fyrir að núver-
andi fjármálaráðherra kæmi og
hottaði kröftuglega á Hrapp. Há-
grátandi af vonsku og ráðleysi
sneri ég honum við og ætlaði þá
að fara á honum aftur á bak eftir
kúnnum en þá tók hann á sprett
ERLA
G UÐMUNDSDÓTTIR
heim á hlað og sinnti í engu þótt
ég reyndi að snúa honum við.
Ég man er ég var að fíflast við
Rauðku á básnum þegar ég var
að búa mig undir mjaltir og hún
slengdi hausnum til mín og hornin
komu í enni mér og ég steinlá
rotaður í flórnum. Eða þegar ég
var sendur á Stórhóls-Brún yfir á
næsta bæ að sækja nagla og hann
tók flugið þegar á Harðeyrarnar
var komið og tók svo krappa
beygju við ána að ég sveif í stóram
boga fram af bakkanum út í Víði-
dalsá.
Ég man þegar ég var sendur
heim úr réttunum teymandi undir
einum góðbóndanum í dalnum,
sakir þess að hann hafði heilsað
einum of hraustlega upp á Bakkus
konung. Hann festist í þvervírnum
í hliðinu niðri á engjum og þegar
hesturinn gekk undan honum,
hékk hann þar syngjandi ættjarð-
arljóð, án þess að gera sér grein
fyrir þeirri stöðu sem hann var í.
Ég varð að teyma hestinn undir
hann aftur og klifra síðan á bak
fyrir aftan hann til þess að losa
kátan karl úr sjálfheldunni. Hann
faðmaði mig svo kröftuglega að
sér, þegar ég var kominn á bak,
að ég komst vart til þess að losa
úlpuna úr vírnum og svo ultum við
báðir af baki í götuna er hann losn-
aði. Þá tóku við mikil vandræði
við að koma honum í hnakkinn
aftur og allan tímann söng hann
fullum hálsi.
Glettnin og góðsemin skein úr
augum Erlu þegar hún tók á móti
mér eftir þessi atvik og hláturstár-
in steymdu niður kinnar okkar
þegar við rifjuðum upp þessi atvik.
Ég minnist þess þegar Erla gekk
flekk úr flekk með okkur bræðurna
og fleiri börn á eftir sér og sneri
við heyjunum með hrífunum. Við
þurftum að vera með vettlinga þó
um hásumar væri, vegna þess að
við voram öll með blöðrar á hönd-
unum eftir hrífurnar. Við gengum
á eftir rakstrarvélunum, rökuðum
upp dreifarnar og söxuðum saman
föngin og settum síðan upp sætin
hvert af öðru. Aldrei mátti sjást
nein dreif á túnunum í verklok.
Slíkt var í augum Erlu sem óbæri-
legur sóðaskapur og illa farið með.
Svo að kvöldi er búið var að ná
saman öllum flekknum, sneram við
heim á leið og horfðum þá á dala-
læðuna skriða inn dalinn norðan
úr Hópinu. Víðidalsfjöllin stóðu
roðaslegin í kvöldsólinni upp úr
hvítri þokuslæðunni sem fyllti dal-
botninn. Kyrrðin var svo mikil að
hávær samtölin og hlátrasköllin
af næstu bæjum rannu saman við
dirrindí og vell fuglanna.
Kýrnar lágu í haganum og jórtr-
uðu og horfðu með stóískri ró upp
í himinhvolfið og maður hafði það
á tilfinningunni að þær væra að
velta fyrir sér vandamálum Fram-
sóknarflokksins, sem var vinsæl-
asta umræðuefnið þegar heim í
eldhúsið var komið. Allt angaði af
vel verkaðri töðunni sem stóð í
fallegum sætum í skipulegum röð-
um um allar eyrarnar og við vorum
á leið heim til þess að borða heima-
bökuð brauð Erlu, sem voru þau
bestu í heiminum.
Aldrei var maður þó svo þreytt-
ur að ekki væri sætt færi og kerti
stolið og lesnar þær bókmenntir
spjaldanna á milli, sem vora í bóka-
skáp Bjössa. Helst vora það íslend-
ingasögurnar. Einhverra hluta
vegna virtist Erla ekkert vita af
þessu fyrr en eftir liðlega klukku-
stund. Þá birtist hún og þóttist
vera vond yfir hvers vegna sífellt
væri verið að stelast til þess að
vaka fram á rauða nótt til þess
að lesa, en alltaf gekk maður að
nýjum kertum á sama stað.
Góðar minningar flæða um hug-
ann þegar ég minnist Erlu. Dapur
hugsa ég til þess að vélvæðingin
hefur svipt bömin mín möguleikan-
um á þessum unaðslegu stundum.
Takk fyrir, Erla. Ég sendi ásamt
konu og börnum, Birni og Stínu
og fjölskyldu hennar hugheilar
samúðarkveðjur.
Guðmundur Gunnarsson.