Morgunblaðið - 06.03.1997, Side 40

Morgunblaðið - 06.03.1997, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Alfreð Kristins- son var fæddur í Reykjavík 13. október 1927. Hann lést 24. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Karólína Á. Jósefsdóttir, hús- móðir.f. 26.11.1903 á ísafirði, dáin 14.3. 1984, og Kristinn Halldór Kristjáns- y son, vörubifreiða- stjóri, f. 23.4. 1892 í Reykjavík, dáinn 3.3. 1952. Systkini: Anna Fanney, hús- móðir í Kaupmannahöfn, f. 17.7. 1924, Karólina Ágústa, kennari, f. 13.10. 1926, var ætt- leidd tveggja ára til Danmerk- ur, Krisiján Karl, f. 3.06. 1929, fórst með togaranum Max Pemberton í júní 1944, Gunnar, hitaveitusljóri, f. 1.11. 1930, Jósep, bifvélavirki, f. 3.8. 1932, Jónína, iðnverkakona, f. 30.10. 1934, og Þorfinnur Kristinn, f. 19.2. 1938, d. 21.4. 1938. Alfreð kvæntist Steinunni Bjarnadóttur, leikkonu, árið 1950 og eignuðst þau tvo drengi. Þeir eru: Bjarni Geir, f. 30.5. 1951. Hann er í sambúð með Herdísi Björnsdóttur og eiga þau eina dóttur, Bjarneyju, f. 7.2. 1992. Dóttir Bjarna frá fyrra hjónabandi er Katrín Ösp, f. 26.09. 1980. Kristinn, f. 5.3. 1958. Hann á fimm börn. Alfreð og Steinunn skildu. y, Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, ^ Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Pabbi, Bjami, Sigga og fjölskyld- ur ykkar. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Blessuð sé minning afa, megi sál hans hvíla í friði. Áslaug Rut Kristinsdóttir, Þýskalandi. Látinn er í Reykjavík Alfreð Kristinsson æskuvinur minn. Báðir vorum við fæddir í byijun krepp- unnar miklu og ólumst upp í bygg- ingarfélagshúsum við Bergþómgöt- una. íbúðirnar við Bergþómgötuna _* vom ekki stórar fyrir þær barn- mörgu fjölskyldur er þar bjuggu. Ibúðirnar voru aðeins eins eða tveggja herbergja auk eldhúss en Alfreð var í sam- búð með Ingunni Sigríði Sigurðar- dóttur, f. 28.5. 1937, d. 19.2. 1969. Þau eignuðust eina dóttur, Sigríði, f. 25.2. 1962. Sigríður á þrjú börn, Evu, f. 9.8. 1980, Krist- ínu Köru, f. 14.7. 1988, og Daníel, f. 11.7. 1990. Ingunn átti áður Kristínu, f. 22.10. 1956. Hún er gift og á þijú börn, Heiðu, Sigþór Inga og Egil. Alfreð og Ingunn slitu samvistir. Alfreð var síðar í sambúð með Júlíu Ólafsdótt- ur, f. 20.7. 1924 . Þau slitu sam- vistir. Alfreð ólst upp fyrstu æviár- in á Berþórugötu en fluttist síð- ar ásamt foreldrum og systkin- um í Skipasundi 36, Reykjavík. Hann hóf ungur leigubílaakst- ur, fyrst hjá Steindóri árin 1949-1953 en árið 1954 færði hann sig yfir til Hreyfils þar sem hann var leyfishafi og fé- lagi til dánardags eða í alls 43 ár. Alfreð var einnig ökukenn- ari í u.þ.b 20 ár. Síðustu árin aðstoðaði Alfreð son sinn Bjarna Geir við rekstur Árnest- is og síðar Veitingasölunnar í Umferðarmiðstöðinni. Útför Alfreðs fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. þarna bjó gott fólk við erfiðar að- stæður. Alfreð eða Alli eins og hann var kallaður var þriðji í hópi sjö systk- ina. Foreldrar hans þau Karólína og Kristinn vom ágætis manneskj- ur. Karólína móðir hans þótti vera einstök hannyrðakona. Á þeim tímum er við Alli vorum að alast upp gátu drengir annað- hvort fengið vinnu sem sendlar eða farið í sveit. Alli vann hjá L.H. Múller og síðar fékk hann vinnu hjá Efnagerð Reykjavíkur og vann þar við sælgætisgerð. Eftir það vann hann á ýmsum stöðum, m.a. við bílaréttingar hjá Agli Vilhjálms- syni. Á öllum þeim stöðum er hann vann eignaðist hann góða vini er kunnu að meta létta lund hans og vináttuþel. Hinn 11. janúar 1944 varð það hörmulega slys að Kristján yngri bróðir Alla fórst einungis 15 ára gamall með togaranum Max Pemb- erton og var þetta reiðarslag fyrir fjölskyldu og vini. En þetta sama ár var líka ár gleði hjá okkur vinun- um því þann 17. júní sýndum við fimleika á Þingvöllum ásamt flokki ungra manna. Og lífíð hélt áfram og fyrr en varði fengum við bílpróf og var ákveðið að kaupa bíl. Fyrir valinu varð Studebaker Baker, gamall leigubíll og var hafist handa við að gera bílinn upp. Vinnuaðstaða var í bragga í Múla Camp er móður- bróðir Alla átti. Fleiri bílar fylgdu í kjölfarið en alltaf áttum við saman þessa bíla og aldrei urðum við ósátt- ir vegna þessarar sameignar okkar. Vináttan var ofar peningum. Alli var nú farinn að keyra leigu- bifreið hjá Steindóri. Vildum við vinimir nú kanna önnur lönd og var haldið í siglingu. Haldið var til Kaupmannahafnar 1950, þar tók Addi bróðir minn á móti okkur og dvöldum við hjá honum og Diddu eiginkonu hans. Fórum við víða og dvöldum í þijá mánuði hjá Helgu föðursystur minni í Sórey við land- búnaðarstörf. Við fórum einnig til Noregs og Svíþjóðar ásamt Adda bróður mínum og var þetta ógleym- anleg ferð er oft var rifjuð upp og hlegið yfir þeim ævintýmm er við lentum í. Á heimleiðinni kynntist Alli Steinunni Bjarnadóttur leik- konu er seinna varð eiginkona hans. Alli og Steina hófu búskap við erfiðar aðstæður því framboð á leiguhúsnæði var lítið. Þau hjón eignuðust tvo drengi: Bjarna Geir og Kristin Halldór. Drengirnir voru hjá föður sínum eftir að foreldram- ir skildu. Alli reyndi að gera allt það besta fyrir drengina sína og studdi þá af megni. Sigríður einka- dóttir hans ólst upp hjá honum eft- ir fermingu. Alli var sá besti vinur sem maður getur eignast og alltaf var hann boðinn og búinn að aðstoða ef mað- ur var hjálparþurfi. Öll þau ár sem við þekktumst féll aldrei skuggi á vináttu okkar. Minningar um góðan dreng og einlægan vin geymast i hjarta mínu og í huga ásamt þakk- læti fyrir liðnar samverustundir okkar félaganna við leik og störf. Fjölskyldu og ástvinum öllum sendi ég samúðarkveðjur. Erlendur Erlendsson. Vegir skiptast - allt fer ýmsar leiðir inn á fyrirheitins lönd. Einum lífið arma breiðir, öðrum dauðinn réttir hönd. Einum flutt er árdagskveðja, öðrum sungið dánarlag, allt þó saman knýtt sem keðja, krossför ein með sama brag. Veikt og sterkt í streng er undið, stórt og smátt er saman bundið. (E. Ben.) í dag er kvaddur hinstu kveðju föðurbróðir minn Alfreð Kristins- son. Mig langar með örfáum orðum að minnast hans. Alli frændi, eins og við systkinin kölluðum hann ávallt, hefur verið hluti af mínu lífi svo lengi sem ég man. Hann var alltaf til staðar líkt og foreldrar mínir og systkini og nú þegar hann er okkur horfinn fyllist hjarta mitt söknuði og sorg. Það er svo skrítið með okkur mann- fólkið að dauðinn kemur okkur ávallt á óvart þótt við vitum að allt hafi upphaf og endi og það að heilsast og kveðjast sé lífsins saga. Alli var alltaf kátur og hress og hafði alltaf tíma til að gantast við okkur systkinin og spjalla um heima og geima. Öll börn hændust að Alla og oftar en ekki kom það fyrir að lítil hnáta eða drengur hljóp upp í fang- ið á Alla frænda og hélt sig örugg- an í fangi afa Gunnars. Þegar mis- tökin uppgötvuðust kom stundum skeifa á lítinn munn en Alli vissi sem var að „eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt" og allir tóku gleði sina á ný. Alli var leigubílstjóri alla sína starfsævi. Einnig fékkst hann við ökukennslu og vorum við ófá systk- inabörnin og jafnvel vinir. okkar, sem fengum að njóta leiðsagnar hans. Eitt helsta afrek hans í kennslunni vann hann þegar hann fékk móður mína, þá 47 ára gamla, til að setjast undir stýri og bakka út úr innkeyrslunni. Vantrúuð vor- um við heimilisfólkið en Alla tókst sitt ætlunarverk. Með þolinmæði og einstakri lagni tókst honum að fá mömmu til trúa því að þetta gæti hún líkt og allt annað sem hún hafði tekið sér fyrir hendur. Og auðvitað hafði hann rétt fyrir sér. Á unga aldri var Alli strax mjög pólitískur en fylgdi þó ekki föður sínum að máli í þeim efnum. Afi Kristinn var mikill sjálfstæðismað- ur en Alli aðhylltist vinstri stefnuna og gerðist eldheitur alþýðubanda- lagsmaður. Hann lét sig ekki þrátt fyrir fortölur föður síns og svo fór að afi sagðist ekki líða neinn „kommúnista" í sínum húsum. Þar með var Alli farinn að heiman að- eins 18 ára gamall. Aldrei varð ég þó vör við kala í garð afa vegna þessa, þótt honum hafi eflaust þótt viðbrögð hans hörð. Reyndar man ég ekki eftir að Alli hafi hallmælt nokkrum manni og fyrirgefið öllum þeim sem á hans hlut gerðu. Og svo fór að Alli lét allan póli- tískan ágreining lönd og leið. Hann gekk í Sjálfstæðisflokkinn árið 1994 til geta kosið frænku sína, er þetta skrifar, og Þórhall Jóseps- son, bróðurson sinn, í prófkjöri sjálfstæðimanna í Reykjavík fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Með sínu fólki skyldi hann standa og engin fórn var of stór. Lífið var Alla mínum enginn dans á rósum og oftar en ekki gekk hann upp brattann með storminn í fangið. En aldrei gafst hann upp, áfram skyldi haldið. Fyrir u.þ.b. 10 árum fékk Alli al- varlegt hjartáfall en náði sér þokkalega og átti nokkur góð ár þar sem hann naut elsku og um- hyggju barna sinna, þeirra Bjarna Geirs, Didda, Siggu og barnabarna. Alla frænda hitti ég oftast á heimili foreldra minna í Garðabæ, einhvern veginn fór ég aldrei í heimsókn til hans. Þó kom hann nokkrum sinnum í heimsókn til mín út á Álftanes, þáði hjá mér kaffisopa og mola og gantaðist með strákunum. Okkar síðasti fundur var hjá mömmu og pabba daginn áður en hann dó. Mér fannst hann líta betur út en síðast þegar ég sá hann, og vonaði með sjálfum mér að nú færi hann að hressast. En það átti ekki eftir að verða. Hans tími hér á jörð var útrunninn og þó lífið hafi oft leikið hann grátt fór „sláttumaðurinn slyngi" mjúk- um höndum um hann. Hann varð bráðkvaddur að loknum vinnudegi, í bílnum sínum, sem hafði verið hans vinnustaður í nær hálfa öld. Kærum frænda þakka ég sam- fylgdina og allt það góða sem hann gaf mér og börnum mínum. Fyrir mína hönd, barna minna, systkina og foreldra minna sendi ég börnum Alla, Bjarna Geir, Didda og Siggu, bamabörnum, systkinum og öðrum ástvinum innilegustu samúðarkveðjur. Megi algóður Guð sefa sorg ykkar og gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Minning hans mun ætíð með okkur lifa. Frá öllum heimsins hörmum, svo hægt í friðar örmum þú hvílist hels við lín.- Nú ertu af þeim borinn hin allra síðustu sporin, sem með þér unnu og minnast þín. (E.Ben.) Katrín Gunnarsdóttir. Elsku Alli frændi. Nú ertu farinn yfir móðuna miklu til þinna ástvina þar. Minningamar streyma að. Ég er lítil telpa og gleðst yfir heim- sókn þinni. Alltaf ertu tilbúinn að taka mig í fangið og tala við mig. Ég bið aftur og aftur um að þú takir mig í „kleinu“ og ég fæ eina enn. Þær em ófáar „kleinurnar" sem ég fæ hjá þér þar til ég er orðin of stór í slíkar lyftingar. Við systkinin hengjum okkur utan á þig og þú færð varla frið til að drekka kaffið sem þér er boðið upp á. Þolinmæði og jafnlyndi er það sem ég tengi við þig, elsku Alli frændi. Þú hefur alltaf verið hluti af tilveru minni þar til nú, þegar skorið hefur verið á lífslínu þína hér á jörð. Þakka þér fyrir þá sam- leið sem við áttum og guð blessi þig. Þessi eftirfarandi orð frá Hall- grími Péturssyni langar mig að eigna þér á þessari lokastund. Ég sendi Bjarna Geir, Didda og Siggu mínar innilegustu samúðarkveðjur svo og öllum öðrum aðstandendum og vinum. Legg þú mig nú á náðarbijóst, nafnfrægi Guð, sem heitir ljóst hjúkrun, aðstoð og hjálparlið, hjartanu gef nú sannan frið. Sigrún Bryndís og fjölskylda. Alli fékk að yfirgefa þennan heim snöggt þegar hjártað gekk ekki lengur. í bland við söknuð og trega voru það góðar fréttir. Hann hafði átt í erfiðleikum með hjartað í nokkur ár, en gengið hægagang- inn í rólegheitunum þar til slokkn- aði á því, kannski á sama augna- bliki og hann slökkti á vélinni í bílnum sem hann sat í þegar hann kvaddi. Alli átti ekki alltaf sæla daga og mátti þola margt mótlæt- ið um dagana. Heimilið leystist upp og um nokkurra ára skeið var það fastur punktur í tilverunni að Alli og Diddi komu til jólahalds með okkur. Það var ekki fyrr en löngu seinna að við krakkarnir áttuðum okkur á hvað lá að baki. Þrátt fyrir þetta var Alli þó jafnan glað- lyndur og hafði lag á að sáldra kátínu í kringum sig og greiðvikinn með afbrigðum. Á æskuárum mínum var Alli bróðir, eins og pabbi kallaði hann, eitt af undrum veraldarinnar fyrir þá sök að hann átti gullfallegan rauðan og hvítan bíl. Leigubíl. Á þessum tíma voru bílar nú ekki beinlínis á hveiju strái og ekki á mínu heimili. Þetta var Dodge og sjálfskiptur. Varla var hægt að ímynda sér meira ævintýri en að sitja í þessum glæsivagni. Og það kom vissulega fyrir að við fengum að sitja í, þessum og síðari vögnum Alla, því að hann var eins og ævin- týravættirnar sem maður las um í Grimmsævintýrunum og sögðu við söguhetjuna: Nefndu nafn mitt þegar þér liggur lítið við. Ef til hans var leitað var hann kominn. Alltaf tilbúinn að fórna tíma sínum. Kannski var hann of fórnfús og hjálpsamur alla tíð, en svona var þetta nú, fólkið í fjölskyldunni hjálpaðist að. Hann átti bara meira af hjálpseminni en flestir aðrir. Taldi það jafnvel ekki eftir sér að hjálpa auralausum frænda að kom- ast heim í Hafnarfjörð eftir ball, þótt vitlaust væri að gera í taxan- um. Lífið gekk auðvitað upp og ofan. í minningunni er Alli frændi sá sem vakti gleði með samferðafólkinu, þótt fullorðinn maður sjái nú, að á bak við glaðlyndið hafi verið al- vara erfiðrar lífsbaráttu. En þó að glaðlyndið hafi verið hans aðals- merki, átti hann llka önnur ein- kenni sem ekki öllum líkaði jafn vel, hann hafði sinn eigin hraða á hlutunum og fór sér gjarnan hægt. Virtist hreinlega ekkert geta kom- ið honum úr jafnvægi þegar hann hélt sínu striki, t.d. að aka bílnum á 50 fyrir Hvalljörðinn. En þó að hann pirraði fólk stundum með sérvisku eða hæglæti, gat hann samtímis komið manni til að hlæja og ergelsið gleymdist. Alli var reglumaður á vín, en vindillinn var óaðskiljanlegur hluti af honum fram á síðari ár þegar læknarnir bönnuðu honum að halda þeim ósóma áfram, enda heilsan farin að bila. Hann lifði svosem aldrei eftir forskriftum heilsupostula, sat undir stýri í bíl mestan partinn, lengst á leigubíl frá Hreyfli, en einnig á allskyns öðrum bílum. Hreyfði sig lítið og varla þætti nú mataræðið alltaf til fyrirmyndar, kaffi og vínarbrauð í miklu uppáhaldi. Síðustu árunum varði hann að mestu með Bjarna syni sínum, að aðstoða hann við eitt og annað tilfallandi í veitinga- rekstrinum. Síðustu árin var aug- ljóst, að líf hans snerist um bömin og að vera þeim innan handar eft- ir því sem heilsa og geta leyfðu. Þannig man ég Alla, alltaf fús að leggja lið. Nú kveð ég Alla frænda með þakklæti fyrir að hafa auðgað líf mitt og okkar allra sem kynntumst honum. Þórhallur Jósepsson. Stór-Útsala1 veröhrun! PllS Jakkar Kápur 999. 1*999« 1.999. MiKid úrval. Einnig stórar stæróir. ZKéibtisttlttn Snorrabraut 56. S. 562 4362 ALFREÐ KRISTINSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.