Morgunblaðið - 06.03.1997, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
HL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reylgavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbi.is
Gakktu hægt
um gleðinnar dyr
Frá Kjartani Helgasyni:
SEGIR einhvers staðar og er orð
að sönnu. Eins mætti snúa þessu
við og segja gakktu hægt um sann-
leikans dyr.
Mér duttu þessi orð í hug reyndar
hvorutveggja þegar ég hlustaði á
lögfræðing, að nafni Ragnar Tóm-
asson, í sjónvarpinu um daginn, þá
sem hann var að tíunda sinn hlut í
„sáttum“ stöðvanna 2 og 3 o.s.frv.
Manni skildist að þama hefði verið
unnið mikið góðverk. Má svo vel
vera. Einhvers staðar lét hann í það
skína að báðar stöðvamar og fylgi-
fiskar þeirra stefndu óðfluga fram
af hengifluginu. Tekist hefði að
stöðva hmnið á síðustu stundu. Eitt-
hvað nefndi hann yfirvofandi tjón
upp á hundmð milljónar. Þeir tala
helst ekki í lægri tölum þessir menn.
Manni skilst einna helst að þama
hafí verið forðað „ragnarökum" með
ragnarsrökum. Aðferðin var að Stöð
tvö keypti Stöð 3 eða eitthvað í þá
áttina. Þannig varð Árvakur eigandi
1% í Stöð 2 í stað 10 í Stöð 3. Nú
skal ég ekkert segja um hvort þetta
eina prósent sé álíka upphæð og tíu
vora á Stöð 3. Það liggur ekki fyrir
opinberlega. Vonandi hafa þeir Ár-
vakursmenn ekki látið hlunnfara
sig.
Ut af fyrir sig eru landsmenn
orðnir vanir svona tilburðum, þeirra
sem velta. Skal ekki ýjað að því
hvernig þessum útreikningum hefur
verið varið. Væntanlega kemur
þetta allt fram í skattskýrslunum.
Ætla ég rétt að vona að ekki verði
leikinn sami leikurinn og forðum
hjá Vífilfelli og Framsóknarflokkn-
um.
Eiginlega hélt maður að nú væri
einkaframtakinu borgið. Lands-
menn gætu horft á sína knattspyrnu
og glæpamyndir o.s.frv. Viti menn.
Era ekki Jón Ólafsson og Sigurjón
í Los Angeles farnir að ýja að því
að selja sína hluti þ.e.a.s. af þeir
fá nægilega mikið fyrir sinn snúð.
Ekki má gleyma garminum honum
Katli, ameríska bankanum, sem
óður vill selja á svipuðum kjöram.
Hvað kemur til? Rétt eftir að búið
er að gleypa óvininn. Er von að
menn spyiji. Er gróðavonin ekki
meiri _en þetta eftir pyrrhosarsigur-
inn? Eg bara spyr. Það er von að
Davíð spyrji í opnu viðtali á sjón-
varpsrás hvort hann eigi að hafa
skoðun á þessu. Ég skil Davíð
mæta vel. Hann verður að hafa
skoðanir á allt öðru núna. Nefnilega
hvemig hann eigi að koma bragði
á launamenn. Til þess eru refirnir
skornir. Ekki má tefla góðærinu í
tvísýnu. Góðæri hvers? Góðæri lág-
launafólks, bænda og opinberra
starfsmanna, sem kvarta nú ótt og
títt um að þeirra hlutur sé eftir.
Davíð hefur talið þessar stéttir gera
miklar kröfur. Gefíð sér að 2-3%
séu allt, sem hægt sé að láta af
hendi. Auðvitað eru þessar prósent-
ur ekki miðað við sömu upphæðir
og 1 prósentið eða tíu prósentin.
Þá færi allt á hausinn. Það er aug-
ljóst mál. Þarna gæti verið um það
að ræða að kippa láglaununum,
55-60 þús., í 70 þús. Að vísu nokk-
uð mörg % það er rétt. Stærðfræði-
kunnáttan er þarna á réttu róli hjá
Davíð, enda munu þeir hafa verið
góðir í raunfræðum í „Gaggó west“.
Davíð er auk þessa góður „bridge-
spilari". Þeir eru ekki að sýna kort-
in sín í upphafi spils. Þó ekki væri.
Þessa speki kunna verkalýðsforingj-
amir ekki að meta. Kjarabaráttan
er nefnilega enginn leikur. Davíð
heldur að hann geti komist upp með
að segja sagnirnar eftir að farið er
að spila. Þannig gengur þetta ekki
fyrir sig. Ekki einu sinni í „bridge".
Menn verða tjá sig um „samkomu-
lag“ um hvað eigi að spila. Væri
ekki tilraun að Davíð segði sínar
sagnir svo hinir geti svarað. Ég
veit að þetta skilur Davíð þó hann
skilji ekki spilareglur daglauna-
mannsins. Verkalýðsforustan hefur
varað við og jafnvel sumir óttast
að allt fari úr böndunum. Það er
mikil ábyrgð. Þó hún sé mikil í rú-
bertunni, þá er þama um enn meiri
ábyrgð að ræða. Ætli Davíð að
halda leikreglur ber honum að segja
frá kortum sínum á einn eða annan
hátt. Hvort sem hann er með litla
lauf eða grandspil í höndunum.
Þórarinn, sem er ef til vill minni
„bridgespilaH“ heldur að það sé nóg
að bjóða duldu greiðslurnar, sem
samninga. Hann ætti að vita að þær
fylgja á eftir eins og máni fylgir
jörð. Það þýðir ekki að bjóða slíkt
og er það að vísu slæmt. Að vísu
era ekki allir þannig settir. Það
kemur hins vegar alltaf betur og
betur í ljós að duldar greiðslur era
orðnar æði stór hluti í launagreiðsl-
um og enn er ekki búið að finna
nein ráð við þeim. Þetta veit Þórar-
inn mæta vel. Þarna er það framboð
og eftirspurn sem ræður. Vanti sér-
hæfðan mann á vinnumarkaðinn,
þá þarf að bjóða undir borðið. Síð-
ustu dagar hafa sýnt okkur svart á
hvítu hver vandinn er. Að þessu
leytinu skilur Þórarinn mæta vel.
Hitt er svo að enginn talar um í
þessum umræðum að til skuli vera
atvinnuleysi. Þó er verið að ræða
eitthvað um að skömmtun bóta eigi
að flytjast frá bæjarfélögum til rík-
is. Bóndinn á Höllustöðum segir það
eðlilegt. Þeir borgi brúsann. Má vel
til sanns vegar færa. Málið er hins
vegar það, að þeir eru ekki að borga
þessar bætur úr eigin vasa. Atvinnu-
vegirnir og jafnvel launamenn hafa
greitt þetta í gegnum árin. Hitt er
svo öllu alvarlegra að til skuli vera
atvinnuleysi. Kunna landsmenn ekki
að meta það? Eða er þetta kannske
eitthvað sem Efnahagsbandalagið
krefur menn um svo þeir geti talist
meðlimir í því heilaga bandalagi.
Að vísu þykjast þeir vera að berjast
á móti slíku og eiga ekki nógu fög-
ur orð til að hæla sér af árangrin-
um. Þó eru þeir í Þýskalandi eitt-
hvað famir að kveinka sér, þótt
ekki hafi þeir náð landsmetinu frá
því Hitler tók við völdum.
Stærsti Skotabrandari sögunnar
hefur heyrst. Siðanefndir og postul-
ar vita ekki sitt ijúkandi ráð. Að
vonum. Ekki vildi ég fjölfalda núver-
andi ríkisstjórn.
KJARTAN HELGASON,
Langholtsvegi 184, Reykjavík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.