Morgunblaðið - 06.03.1997, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 06.03.1997, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1997 4 7 BREFTIL BLAÐSIIMS Svo bregðast krosstré - jafnvel á fréttastofu Ríkisútvarpsins, hljóðvarps Frá Jóni Sigurðssyni: FRÉTTASTOFA Ríkisútvarpsins, hljóðvarps hefur unnið sér virð- ingu og traust landsmanna fyrir áreiðanlegan fréttaflutning og vönduð vinnubrögð. Það er þess vegna sárt að upplifa, að hún skuli bregðast hlustendum sínum. í fréttum kl. 19 að kvöldi 26. febrúar var það fyrsta frétt kvöld- frétta, að ríkissjóður hafi „greitt með rekstri“ járnblendifélagsins 4 milljarða króna. Þessi frétt er röng. Hið rétta er, að ríkissjóður hefur samtals frá 1977 fjárfest þessa upphæð sem hlutafé í járn- blendifélaginu. Að baki þeirri fjár- festingu stendur eignarhluti ríkis- sjóðs í félaginu. Um það má enda- laust deila, hvers virði sá eignar- hluti er. Strax meðan fréttir þess- ar voru fluttar hringdi undirritaður í fréttastofuna til að fá þessa skað- legu og mikilvægu ónákvæmni í fréttaflutningi leiðrétta. Höfundur fréttarinnar, Jóhann Hauksson, var farinn heim, en félagi hans, Hermann Sveinbjörnsson tók sím- talið, skildi undir eins slysið, sem orðið hafði og samdi í snatri leið- réttingu. Sú leiðrétting var ekki birt í 19 fréttunum, sem kannski var skiljanlegt, en hún var heldur ekki birt kl. 22 eða kl. 24. Upphaf- lega fréttin var nánast endurtekin. Að morgni 27. febrúar kom af- leiðing þessarar röngu fréttar strax í ljós, þegar Illugi Jökulsson lagði nær eingöngu, og eflaust í góðri trú, út af henni, eins og hún var flutt. Af sjálfu sér leiddi, að ályktanir hans af röngum forsend- um gátu ekki orðið réttar. Þegar loks náðist til Jóhanns Haukssonar, viðurkenndi hann mistök sín og samdi leiðréttingu og afsökunarbeiðni, sem birt var í fréttatíma kl. 10 að morgni. í fréttum á hádegi var viðurkennt, að fréttin kvöldið áður hafi verið „villandi", en þar við var látið sitja. Síðdegis náði undirritaður tali af fréttastjóra, Kára Jónassyni, og krafðist þess, að leiðréttingin og afsökunarbeiðni fréttastofu yrði birt í kvöldfréttum kl. 19 í því skyni að ná til hinna sömu hlust- enda frétta, sem heyrðu hina röngu frétt deginum fyrr. Frétta- stjóri vildi engu lofa, m.a. með þeim rökum, að Times birti leið- réttingar sínar á innsíðum! Það varð og raunin. Fréttastjóri kaus að sýna hlustendum sínum þá van- virðu og vinna járnblendifélaginu það tjón, að leiðrétta hvorki þá röngu frétt, sem hans menn höfðu flutt, né biðjast afsökunar á mis- tökunum. Þess eru ótal dæmi í fjölmiðlunarofboði okkar tíma, að ónákvæmar, rangar og jafnvel upplognar fréttir valda fólki miklu angri og stundum skaða. Slys geta orðið, en það er lágmarkskrafa til fjölmiðils, bæði af hálfu aðila máls og neytenda, að fjölmiðillinn geri allt sem hann getur til að bæta þar fyrir. I því dæmi, sem hér hefur verið rakið, var það ekki gert. Sein við- brögð, kattarþvottur og yfirklór eru hæfileg orð um það, sem gert var. Fréttastofan brást skyldum sínum við hlustendur og aðila málsins. Ég, sem þetta skrifa, hef með ýmsum hætti átt samstarf við fréttastofu hljóðvarps á fjórða áratug og minnist þess ekki að hafa fyrr reynt hana að slíku fram- ferði. Þetta er blettur á hennar starfi, en til allrar hamingju sjald- séður á þeim bæ. Brautryðjandi í skrúðgarðyrkju Frá Sveini Indriðasyni: Fáir njóta eldanna, sem fyrstir kveikja þá. Þessar ljóðlínur Davíðs Stefáns- sonar rifjuðust upp við lestur grein- ar Jóns H. Björnssonar í Morgun- blaðinu 22. febrúar. Þegar ég var nemandi á Garðyrkjuskólanum 1951-1953 var Jón kennari þar. Hann hafði lokið meistaraprófi í skrúðgarðyrkju frá Cornell háskól- anum í Bandaríkjunum og hafði síðan farið í fræsöfnunarferð til Alaska. Hann hafði í námi lagt áherslu á landslagsarkitektúr, sá fyrsti íslendinga. Veturinn 1952-’53 keypti Jón gróðurhús nálægt Miklatorgi og hóf þar starfsrekstur um vorið undir heitinu Alaska gróðrarstöðin. Þar hóf ég störf 15. apríl 1953 og var þá þar aðeins einn maður starfandi, Sigurður Albert Jónsson, núverandi forstöðumaður Grasagarðs Reykja- víkur. Fljótlega kom svo Sverrir Vilhjálmsson til starfa. Vafalaust hefur Jón viljað aðstoða okkur Sverri við að afla farareyris til Bandaríkj- anna. Oli Valur Hansson hafði verið við framhaldsnám við Comell há- skólann og hafði útvegað okkur starf, sem skiptinemar í garðyrkju > háskólabæ þeirra Jóns, íþöku. Mik- ið var starfað það vorið og vinnutím- inn ekki skorinn við nögl, enda nægði þénustan fyrir fargjaldinu. Vafalaust er það rétt hjá Jóni, að hann sé enginn sérfræðingur í fjármáium, en hann var sérfræð- ingur í að gera vel við starfsfólk. Hann réð fjölda fólks nýkomið úr Garðyrkjuskóla og gerði við það eins og þar færu snillingar. Hann greiddi góð laun fyrir langan vinnudag eða verktakalaun. Úr því að fréttastjórinn, sem í hlut á, hefur ekki manndóm í sér til að biðja hlustendur umræddrar fréttar afsökunar eins og honum ber skylda til, leyfi ég mér að gera það, þótt ég beri enga sök á hinni röngu frétt. Sérstaklega sé ég ástæðu til að biðja Illuga Jök- ulsson afsökunar. Hann hefði ekki lent eins langt úti í móa í pistli sínum, ef hann hefði vitað betur. JÓN SIGURÐSSON, Grundartanga. Ekki mun það of mælt að hann hafi komið' fótunum undir fjöl- marga þeirra, sem hæst ber í skrúðgarðyrkju og blómasölu nú til dags. Ahrif Jóns á landslags- arkitektúr og skrúðgarðyrkju verða vafalaust aldrei metin. Jón hugsaði ekki í árum, en öldum. Þegar Jóni fannst ekki nógu rúmt um fyrirtækið við Miklatorg keypti hann jörðina Breiðholt og hóf þar umfangsmikla ræktun. Þar var Jón langt á undan sinni samtíð, því venjulegir borgarbúar vissu hvarla hvar jörðin var. Þegar Breiðholt fór að byggjast, kom Jón þar upp blómaverslun í útihúsum. Það vill svo til, að Breiðholt er einn af fáum sögustöðum í úthverf- um Reykjavíkur. Þar var komin kirkja 1325, en ekki er vitað hve- nær hún var aflögð. Þangað flutt- ist Árni Helgason 1814, _er hann varð Dómkirkjuprestur. Árni var einn af þekktari kennimönnum landsins og kenndi meðal annarra Grími Thomsen undir skóla. Grím- ur skrifaði síðar um hann látinn. Slíkur sögustaður má ekki glat- ast. Því er það tillaga mín, að Reykjavíkurborg leysi til sín eign- irnar á Breiðholtslóðinni, láti gera þar almenningsgarð, endurbyggi kirkju og bæjarhús og láti ganga frá grafreit, sem þar er sannan- lega. Jóni H. Björnssyni verði svo gefinn kostur á lífstíðarbúsetu, endurgjaldslaust, í húsunum á staðnum. Þetta er lausn, sem ég trúi að allir væru sæmdir af. SVEINN INDRIÐASON, Árskógum 8. Hornafjöróur * Horn 2 0 j3jjj j y ísland að vetri býður upp á fjölmarga möguleika til afþreyingar og skemmtunar. Skíðaferðir, fjallaskoðun, listalíf, matur, menning og skemmtun. Flugleiðir innanlands bjóða flug, gistingu, skemmtun og ævintýri á einstöku Gjugg-verði fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki. Lífgaðu upp á tilveruna í vetur og skelltu þér í ógleymanlega helgarferð til Hornafjarðar með Flugleiðum innanlands. & KCFVNAFJCROUR HEiULAFVf -HwtMfjMtf-Rgyfqavft f»*á -irft 15.130 ■f • Flug fram og til baka. • Gisting í 2 nætur með 5 morgunverði. • Afsláttarhefti og flugvall- arskattur innifalinn. Verð pr. mann. VftSMrSS: Elskendahelgi á Hornafirði Sitt af hverju tagi fyrir fólk sem þykir vænt hvoru um annað. * 51 í Wm *j*j toí t - jöklaferðir á vélsleðum eða snjóbílum -jeppasafarí __ - bátsferðir út í Hornafjarðarós \ - hestaferðir á ís - heimsókn í sveitina - fjöruferðir \ -fuglaskoðun ... og svo má grípa gæsina á vorin! J n n r n & Menningin skipar stóran sess á árinu 1997 því við fögnum 100 ára afmæli byggðar á Höfn og mikið verður um að vera allt árið. Hápunkturinn verður 4.-6. júlí í sumar. < $ ORLANE

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.