Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR yy '**«TOV RÆKJUFARMURINN dreifðist niður hlíðina fyrir neðan veginn, allt að 300 metra. Yörubíll valt á Ströndum Rækja dreifðist um allt VÖRUFLUTNINGABIFREIÐ með festivagni fór út af vegin- um um Forvaða í Kollafirði á Ströndum skömmu eftir mið- nætti á mánudag með þeim afleiðingum að allur farmur vagnsins, um 20 tonn af fro- sinni rækju, dreifðist um 300 metra leið niður snarbratta hlíð og alveg niður í fjöru. Festivagninn fór niður fyrir veg og stöðvaðist í um 30 gráðu halla en sjálf vöruflutningabif- reiðin hékk á blábrún vegar- ins. Gert að sæta umsjón og neyta ekki áfengis eða fíkniefna Dæmdur fyrir árás með hamri o g rán úr verslun ÞAÐ var mikil vinna fyrir Strandamenn að safna saman rækjukössunum. Að sögn Höskuldar B. Erl- ingssonar lögregluvarðstjóra á Hólmavík var blindbylur og erfið færð í Kollafirði þegar slysið varð, en ökumaður slapp ómeiddur og lítið tjón varð á vöruflutningabifreiðinni og festivagninum. Eftir að bif- reiðin og vagninn höfðu verið dregin upp á veg vann björg- unarsveitin Dagrenning á Hólmavík að því alla nóttina ásamt fleiri mönnum að bjarga farminum. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 17 ára pilt í 18 mán- aða fangelsi fyrir að ráðast að af- greiðslustúlku með hamri, slá hana tvívegis í höfuðið og ræna úr kassa verslunarinnar. Þá var hann dæmd- ur til að greiða stúlkunni 400 þús- und krónur í bætur. Fimmtán mán- uðir af refsingunni eru skilorðs- bundnir í fimm ár. Frestun refsing- ar er bundin því skilyrði, að piltur- inn sæti umsjón og neyti ekki áfengis eða fíkniefna á skilorðstím- anum. Pilturinn réðst grímuklæddur með hamar að vopni inn um bakdyr söluturns við Hraunberg í júlí í fyrra. Hann kvaðst hafa séð að enginn viðskiptavinur var inni í versluninni og barið á bakdyr. Þeg- ar afgreiðslustúlkan kom til dyra sló hann til hennar með hamrinum. Náði hún að bera hönd fyrir höfuð sér og fékk þungt högg á úlnlið, en næsta högg lenti ofarlega á enni hennar miðju, svo hún féll við. Stúlkan sagði að pilturinn hefði hótað að drepa hana ef hún hreyfði sig. Pilturinn opnaði síðan af- greiðslukassa og tók peninga og greiðsluseðla. Þegar piitur hafði látið greipar sópa sagði hann afgreiðslustúlkunni að standa upp og ganga á undan sér inn eftir gangi. Þar sló hann hana þriðja höggið, í hnakkann. Um svipað leyti kom maður inn í verslunina, hrópaði að árásarmann- inum sem tók til fótanna og elti maðurinn hann þar til hann sá hann hverfa inn um svaladyr á húsi í nágrenninu. Pilturinn sagði að hann hefði ekki ætlað sér að slá stúlkuna, held- Umræður á Alþingi um frumvarp um breytingar á bankakerfinu Róttækasta hagræðingin á fjármagnsmarkaðnum FINNUR Ingólfsson viðskiptaráð- herra segir þær breytingar sem verið sé að gera á ríkisbönkunum og fjárfestingalánasjóðunum um þessar mundir vera róttækustu hagræðingu sem farið hafi fram á íslenskum fjármagnsmarkaði. Stjórnarandstaðan telur að í frum- varpi um breytingu bankanna í hlutafélög sé ekki nægilega tryggt að eignaraðildin dreiflst á þeim hlutabréfum sem seld verða. Þetta kom fram í fyrstu umræðu um frumvarpið sem fram fór á Alþingi í gær. Ýmsir þingmenn lýstu áhyggjum af því að „Kolkrabbinn" svonefndi gæti náð yfirráðum yfir bönkunum. Einnig höfðu stjórnar- andstæðingar áhyggjur af því að- hlutabréfín yrðu seld á undirverði. Jón Baldvin Hannibalsson, Þingflokki jafnaðarmanna, sagðist styðja breytingarnar en taldi að skoða yrði betur hvaða leiðir hægt væri að fara til að dreifa eignar- haldi bankanna. Benti hann í því sambandi meðal annars á þá leið sem Tékkar fóru við einkavæðingu ríkisfyrirtækja eftir fall kommún- istastjórnarinnar. Þar voru öllum landsmönnum send hlutabréf í fyr- Stjórnarandstaða telur ekki tryg-gt að næg dreifing verði á eignaraðild irtækjunum til fullrar ráðstöfunar. Jón Baldvin taldi einnig að tryggja mætti eignadreifinguna með því að selja að ákveðinn hlut bankanna til erlendra aðila. Hann sagði þó að gera yrði skipulagsbreytingar á bönkunum til að þeir yrðu væn- legur fjárfestingarkostur og nefndi þar sem dæmi að ákveða yrði fjölda bankastjóranna. Oll völd í hendur viðskiptaráðherra Steingrímur J. Sigfússon, Al- þýðubandalagi, lét í ljósi miklar efasemdir með þá leið sem farin hefði verið í endurskipulagningu bankakerfisins. Undir formerkjum þess að verið væri að losa bankana undan stjórnmálamönnum væri þeim í raun öllum komið í hendur eins stjórnmálamanns, Finns Ing- ólfssonar viðskiptaráðherra. Hann gerði að umtalsefni þann fjölda bankaráðsmanna og stjórnar- manna í ýmsum ríkisfyrirtækjum sem verið væri að breyta í hlutafé- lög sem ráðherrann sæi nú einn um að skipa. Steingrímur sagði að betra hefði verið að fara þá leið í endurskipu- lagningunni að sameina Búnaðar- banka og Landsbanka og hefði þá mikil hagræðing náðst. Hann benti á að Björgvin Vilmundarson, einn bankastjóra Landsbankans, hefði lýst stuðningi við þessa hugmynd og einnig hefði henni verið vel tekið í leiðara í Morgunblaðinu fyrir ári. Loks nefndi hann að Steingrímur Hermannsson seðla- bankastjóri hefði verið henni hlynntur fyrir nokkrum árum. Ríkisbanki nauðsynlegur í litlu samfélagi Kristín Ástgeirsdóttir, Kvenna- lista, tók undir hugmyndir Stein- gríms, og lýsti efasemdum um það að hægt væri að komast af án ríkisbanka í svo litlu samfélagi. Hún benti meðal annars á það að ríkisábyrgð gæfi bönkunum möguleika á hagstæðari lánum ur hefði hamarinn lent í henni þeg- ar hann teygði höndina inn til að þvinga hurðina upp. í framburði geðlæknis kom fram að erfiðleikar hefðu verið í fjöl- skyldu piltsins, hann hefði geð- lægðareinkenni og hefði neytt vímuefna, en verið í meðferð frá því í október 1996. Vegna undan- farandi neyslu hefði hann líklega verið raunveruleikafirrtur, sem lýsti sér í ranghugmyndum og hömlu- leysi. Þegar hann hafi komið í með- ferð hafi hann haft sjúkleg ein- kenni, svo sem minnisleysi og verið í geðlægð. Fólskuleg árás Dómarinn, Hjördís Hákonardótt- ir, segir í niðurstöðu sinni að við refsimat verði að líta til þess að verknaðurinn var fólskulegur, ham- ar sé hættulegt vopn og sú aðferð sem hann beitti, að slá til höfuðs stúlkunnar, lífshættuleg. íhuga verði alvarlega þá skoðun læknisins að hann hafi verið raunveruleika- firrtur að einhveiju marki, en slíkt ástand hins vegar verið afleiðing vímuefnaneyslu sem hann sjálfur bar ábyrgð á og virkaði því ekki til lækkunar refsingar. Dómarinn virti hins vegar ungan aldur piltsins, sem var nýorðinn 17 ára þegar hann framdi brotið, að hann átti við depurð að stríða og erfiðleikar voru í fjölskyldu hans, hann hafi farið í meðferð og stund- að vinnu síðan. Átján mánaða fang- elsi væri hæfileg refsing, en miðað við þessar forsendur væri rétt að skilorðsbinda hluta refsingarinnar, gegn því að hann sætti umsjón og neytti ekki áfengis og fíkniefna. erlendis. Hún sagði það sérstak- lega varasamt að veikja Lands- bankann, sem væri bakhjarl út- gerðarinnar. Guðni Ágústsson, Framsóknar- flokki, sem verið hefur andstæð- ingur einkavæðingar bankanna, lýsti því yfir að hann myndi styðja frumvarpið, enda væru í því ákveðnir varnaglar. Til dæmis væri tryggt að ekki yrðu seld nema 35% af eignarhlut ríkisins í bönk- unum á næstu árum. Hann sagði að of mikið hefði verið gert úr óhagkvæmni ríkisbankanna og benti sérstaklega á að Búnaðar- bankinn hefði staðið sig betur en bæði Landsbanki og íslandsbanki. Óvissu eytt Geir H. Haarde og Einar Oddur Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, röktu kosti þess að breyta ríkis- bönkunum í hlutafélög. Einar sagði núverandi kerfi steinrunnið og helmingi dýrara í rekstri en bankar í nágrannalöndunum. Geir sagði nauðsynlegt að eyða þeirri óvissu sem verið hefði um ríkis- bankana undanfarin ár vegna umræðu um einkavæðingu þeirra. Einstaklingur stefnir sjávarút- vegsráðherra Var synjað um fisk- veiðileyfi VALDIMAR Jóhannesson hef- ur stefnt Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra fyrir að synja sér leyfis til að hefja fisk- veiðar í atvinnuskyni. Gerir stefnandi þær kröfur að dæmd verði ógild sú ákvörðun sjávarútvegsráðu- neytisins frá 10. desember í fyrra að synja honum þessa leyfis. Stefnandi hyggur á útgerð með 250 til 300 smálesta fjöl- veiðiskipi og sótti 9. desember 1996 um almenn fiskveiðileyfi og um sérstakt leyfi til að veiða 500 tonn af þorski, 100 tonn af ýsu, 150 tonn af ufsa, 50 tonn af steinbít og minna af nokkrum öðrum tegundum, auk 1.200 tonna af síld og 5.000 tonna af loðnu. Sjávarútvegsráðuneytið hafnaði erindinu daginn eftir á þeim forsendum að leyfi til veiða í atvinnuskyni sé alfarið bundið við fiskiskip og verði ekki veitt einstaklingum eða lögpersónum. Lúðvík Emil Kaaber, lögmaður stefnanda, segir að stefndi leiði hjá sér álitaefni eins og eignarétt yfir auðlindinni og tengd atriði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.