Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 7 ÍTR 32 skipta 20,6millj. BORGARRÁÐ hefur staðfest samþykkt íþrótta- og tóm- stundaráðs um rúmlega 20,6 milljóna króna styrkveitingu til 32 aðila. Skátasamband Reykjavíkur hlýtur hæsta styrkinn 4,5 milljónir króna og KFUK og KFUM fá 4 milljónir en aðrir minna. Samþykkt var að veita 2,2 millj. til Afreks- og styrktar- sjóðs Reykjavíkur, 2 millj. í rekstrarstyrk til Taflfélags Reykjavíkur til eflingar á barna- og unglingastarfí og Félagsstarf í Gerðubergi fær eina milljón í styrk. Skáksam- band íslands fær 510 þús. vegna Reykjavíkurskákmóts og Alþjóðleg ungmennaskipti fá 500 þús. í rekstrarstyrk, íþróttafélag fatlaðra fær sömu upphæð í rekstrarstyrk og styrk vegna þjálfunarkostnaðar. Tafl- félagið Hellir, Bridgefélag Reykjavíkur og Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey, fá einnig 500 þús. Félag áhugafólks um íþróttir fatlaðra fá 400 þús. í rekstrar- styrk og Kramhús Hafdísar fær 350 þús. og 300 þús. fá íþrótta- félagið Ösp, Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurpróf- astdæmi og Reykjavíkurmara- þon. íslenski fjallahjólaklúbbur- inn fær 200 þús., Komið og dansið, íþróttir fyrir alla, Fræðslumiðstöð í fíknivömum og SÁÁ, vegna knattspymu, fá sömu upphæð. Sportkafarafélagið fær 180 þús., Ungt fólk með hlutverk fær 165 þús., Listskautadeild Skautafélags Reykjavíkur fær 160 þús., Þingstúka Reykjavík- ur fær 150 þús. og Bamaheill fær sömu upphæð. Unglingastarf Fíladelfíu, Púttklúbbur Ness Reykjavík, Skíðasamband íslands, Æsku- lýðsfélag Fella- og Hólakirkju og Bandalag ísl. sérskólanema fá 100 þús. hvert félag. Loks fær Ölduselsskóli í rekstrar- styrk laun vegna ferðahóps unglinga í skólanum. Fræðslumiðstöð Rúmar 15,7 millj. í styrki BORGARRÁÐ hefur staðfest samþykkt fræðsluráðs Reykja- víkur um úhlutun á 12 styrkj- um, samtals að upphæð 15.782.000 krónur. Tónskólinn Do Re Mi, fær hæsta styrkinn 3,5 millj. og Myndlistaskólinn í Reykjavík fær 3 millj. Leikfélag Reykjavíkur og ís- lenski dansflokkurinn fá 2,5 millj. í styrk, Samfok fær 1,8 millj., Söngsmiðjan ehf. fær 1,3 milli. og Tómstundaskólinn fær 1,2 millj. Danskennsla í skólum fær 800 þús., Nýi mússíkskólinn fær 700 þús., Nýsköpunar- keppni grunnskóla fær 382 þús., Nýi söngskólinn Hjartans- mál fær 300 þús. og Landakots- skóli vegna afmælis 150 þús. Dagvist barna Sex fá styrki BORGARRÁÐ hefur staðfest samþykkt stjórnar Dagvistar barna um að styrkja sex aðila um samtals 1.450.000 krónur. Samþykkt var að styrkja Furðuleikhúsið, Leikhúsið 10 fíngur, Sögusvuntuna og Mögu- leikhúsið um 300 þús. krónur hvert. Jafnframt að styrkja Ráðstefnu um öryggi barna um 200 þús. krónur og Pétur Finn- ; bjömsson um 50 þús. krónur. FRÉTTIR Morgunblaðið/Júlíus HOLLENSKU björgunarmennirnir fóru með dælubúnað um borð í Vikartind í gær og verður byrjað að dæla olíunni í tanka í dag. Gámar á bilfari Vikartinds í hættu hreinsun strandarinnar en rifnir gámar og innihald þeirra hefur dreifst um alla Þykkvabæjarfjöru og langt inn á land. Á sunnudag losnaði gámur með ýmiskonar hættulegum efnum, s.s. tréspíra, hreinsuðu bensíni og naglalakkseyði, en að sögn full- trúa heilbrigðiseftirlits Suður- lands unnu björgunarsveitarmenn að hreinsun efnanna úr fjörunni á sunnudag og mánudag og er talið að meirihluti þess hafi fund- ist. Aftur á móti hafi um 100 kíló af festiefnum í málningu lent í sjónum en ólíklegt sé að þau valdi skaða vegna þess hversu lítið magn var um að ræða. Þá fór af skipinu gámur með smurolíutunn- um sem björgunarsveitarmenn hreinsuðu einnig í burtu og sjást engin ummerki eftir olíuna í fjör- unni né á yfirborði sjávar, að sögn lögreglunnar. Innihald flestra gámanna sem fóru fyrir borð er ónýtt eða mjög illa farið þannig að tjón eigenda farmsins er gífuriegt þar sem margir þeirra voru ótryggðir. VIK ARTINDUR er við það að brotna í tvennt og verður að öllum líkindum dæmdur ónýtur af vá- tryggingarfélaginu. Engir gámar hafa losnað af þilfari Vikartinds undanfarna tvo sólarhringa en að sögn þeirra sem fóru um borð í skipið í gær má lítið út af bera þar sem allar gámafestingar eru að gefa sig. Talið er að 75-80 gámar af tæp- lega 400 hafi fallið af skipinu og þ'óst er að hætta er á að mun fleiri fari í sjóinn og reki á land ef ekki verður fljótlega farið að afferma Vikartind. Fulltrúar stjórnvalda og út- gerðarinnar fóru um borð í Vik- artind í gær til þess að sækja gögn vegna sjóprófa og innsigla vistar- verur skipveija. Starfsmenn hol- lenska björgunarfyrirtækisins WijsmuIIer Salvage fóru einnig um borð með dælubúnað og undir- bjuggu dælingu olíu úr skipinu en áætlað er að hún byiji í dag. Að sögn Fokko Ringeersma, eins hollensku björgunarmann- anna, er gert ráð fyrir að það FÉLAGAR í Flugbjörgunarsveitinni á Hellu hafa undanfarna daga fjarlægt hættuleg efni í Þykkvabæjarfjöru. taki um tvær vikur að dæla úr skipinu og segist hann vongóður um að þeim takist einnig að hreinsa olíu úr lestum Vikartinds. Hann segir annars vonlaust að segja ákveðið til um hversu langan tíma taki að dæla úr skipinu vegna óstöðugs veðurfars á strandstað, en starfsmenn Wysmuller verði einungis um borð í skipinu á fjöru af öryggisástæðum. Mikið starf er fyrir höndum við Utandagskrárumræður á Alþingi um strand þýska flutningaskipsins Vikartinds Erfiðleikum bundið að draga úr valdi skipstjóra DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir alþjóðlegar skuldbindingar standa í vegi fyrir því að dregið verði verulega úr valdi skipstjóra við neyðaraðstæður í landhelgi íslands og einnig gætu íslenskar sérreglur í þessum efnum valdið ruglingi. Hann bendir á að ekki sé alltaf hægt að grípa fram fyrir hendur skipstjóra jafnvel þótt vilji sé til þess. Davíð telur að íhlutun stjórnvalda á frelsi til siglinga utan hafnarsvæða orki alltaf tvímælis. Þetta kom fram við umræður utan dagskrár á Al- þingi í gær um strand flutninga- skipsins Vikartinds. Ymsir þingmenn lýstu áhyggjum sínum af mengunarhættu á strand- staðnum og var gagnrýnt að hreins- unaraðgerðir hefðu ekki hafist fyrr. Kristín Halldórsdóttir Kvennalista sagði það óviðunandi að nauðsynleg- ir aðgerðir tefðust vegna spurninga um ábyrða á framkvæmdum og kostnaðar. ísólfur Gylfi Pálmason sagði að nánast engin hreinsun hefði farið fram á staðnum nema á spilli- efnum. Hann sagði að rusl hefði dreifst á 50-70 ferkílómetra svæði sem næði allt austur undir Eyjafjöll. Fara þarf með gát við hreinsun Guðmundur Bjarnason umhverfis- ráðherra sagði að fjárhagslegir hagsmunir hafi ekki ráðið því að ekki var hafíst fyrr handa. „Það hlýt- ur að vera öllum ljóst sem sjá að- stæður á strandstað að það þarf að fara með gát að hlutunum og gera það á skipulegan hátt. Við viljum vera fullvissir um að þarna sé staðið rétt að málum.“ Guðmundur benti á að að fyrst yrði að gæta að því að hreinsa olíu og eiturefni og því hefði annað sýnilegra rusl að nokkru leyti verið látið mæta afgangi. Ólafur Örn Haraldsson, þingmað- ur Framsóknarflokks, sem var upp- hafsmaður umræðunnar, lagði ýms- ar spurningar fyrir forsætisráðherra um mengunarhættu vegna strands- ins og um aðgerðir til að tryggja að atburðurinn endurtaki sig ekki. Davíð sagði að hingað til hefði ekki verið talin nauðsyn til að setja regl- ur um siglingaleiðir flutningaskipa sem sigldu meðfram ströndum landsins. Hann sagði að hins vegar hefði vinnuhópur á vegum Siglinga- málastofnunar kannað hvort þörf væri á slíkum reglum þegar fluttur væri hættulegur farmur. Því starfi hefði ekki verið lokið en það yrði nú tekið upp að nýju. Meðal þess sem tekið yrði tillit til í þeirri athugun væri hvernig verja mætti klak- og hrygningar- slóðir helstu nytjafiska og stór fuglabjörg og önnur friðlýst svæði við strendur landsins. Forsætisráðherrann telur viðbún- að stjórnvalda til að mæta mengun- arslysum við landið allgóðan. Við meiri háttar mengunaróhöpp verði þó að treysta á aðstoð erlendis frá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.