Morgunblaðið - 12.03.1997, Side 8

Morgunblaðið - 12.03.1997, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞAÐ er hætt við að þetta sé alvarleg klikkun, dr. Sáli. Hann gengur enn með þá grillu í höfðinu að hann sé forsætisráðherra . . . Morgunblaðið/Gunnar Þór Hallgrímsson Tyrkjadúfa í Efstasundi STÖK tyrkjadúfa, Streptopelia decaocto, hefur tekið sér ból- festu í Efstasundi í Reykjavík og er þetta þriðji veturinn hennar á þessum slóðum. Tyrkjadúfur eru minni en húsdúfur og þekkjast frá þeim á einlitum ljósbrúnum lit og svörtum kraga sem er aftan á hálsinum. Tyrkjadúfur eru út- breiddar um Evrópu og hefur HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær þrítugan Reykvíking í átta mánaða fangelsi fyrir rán í sölutumi við Grundarstíg í septem- ber sl. Hann ógnaði afgreiðslu- stúlku með hnífi og komst undan með um 40 þúsund krónur. Pening- inn hafði hann notað til fíkniefna- kaupa og til að greiða skuld hjá fíkniefnasala. Maðurinn sagði fyrir rétti að hann hefði verið fíkniefnaneytandi og verið með fráhvarfseinkenni þegar brotið var framið. Hann hefði farið inn í búðina til að kanna að- stæður og snúið aftur 15 mínútum síðar. Þá hefði hann otað hníf að stúlkunni, en langt hafí verið á stofninn vaxið mjög hratt á síð- ustu áratugum. Tyrkjadúfur kjósa helst að verpa í barrtijám en einnig verpaþær oft í og við mannabústaði. Öfugt við marga fuglategundir verpir tyrlq'adúf- an óháð árstíma, þ.e. jafnt að sumri sem vetri. Tyrkjadúfur gætu vel lifað á íslandi og er það liklega tímaspursmál hve- nær að því kemur. milli þeirra. Peningana hafi hann ætlað að nota til að greiða skuld hjá fíkniefnasala til að komast hjá líkamsmeiðingum. Það hafi hann gert og keypt 3 grömm af amfetam- íni í leiðinni. Maðurinn kvaðst hafa verið á meðferðarheimili frá því í septem- ber, hann væri á leið á áfangaheim- ili, en ætlaði að því búnu að fá sér atvinnu. Dómarinn, Steingrímur Gautur Kristjánsson, dæmdi manninn í átta mánaða fangelsi, til að greiða 50 þúsund krónur í málsvarnarlaun, 40 þúsund í saksóknarlaun og til að greiða verslunareigandanum 41 þúsund krónur auk vaxta. Tæpur þriðjungnr ökumanna án belta LÖGREGLAN í Kópavogi gerði skyndikönnun meðal bifreiða sem óku suður Hafnarfjarðarveg í fyrra- dag, á um tuttugu mínútna tímabili, en þá fóru um veginn 403 bifreiðar. Af þeim voru 126 ökumenn án ör- yggisbelta og ljósabúnaði 42 bifreiða var áfátt. Þröstur Hjörleifsson, varðstjóri í lögreglunni í Kópavogi, segir að bif- reiðar hafí ekki verið stöðvaðar af þessum sökum í gær, en niðurstaða þessarar litiu könnunar gefí ærið til- efni til að grípa til aðgerða. Á næst- unni muni lögreglan því skoða þessi mál frekar, enda ástandið slæmt. Lögreglan í Reykjavík hefur einn- ig hugað að bílbeltanotkun öku- manna og farþega að undanförnu og er ætlunin er að sekta _þá, sem ekki nota slík öiyggistæki. Á síðasta ári voru 509 ökumenn og 20 farþeg- ar sektaðir fyrir að nota ekki bíl- belti eins og ætlast er til. Það sem af er þessu ári hafa 70 ökumenn og 4 farþegar verið kærðir. ------».------- Engar skemmd- ir á vél Venusar ENGAR skemmdir urðu á vél frysti- togarans Venusar frá Hafnarfirði þegar hann fékk veiðarfæri í skrúfuna á Boðagrunni um 40 sjómílur frá Garðskaga aðfaranótt mánudags. Frystitogarinn Rán dró Venus til hafnar í Reykjavík á mánudag en Venus var á útleið aftur í gærmorgun. „Við festum trollið í botni á mjög grunnu vatni og svo iosnaði pokinn á trollinu og fór í skrúfuna. Eftir það gátum við bara keyrt á fjögurra til fímm mflna ferð. Til þess að skemma ekki neitt vorum við dregnir í land, þar sem þetta var skorið úr skrúf- unni. Það urðu engar skemmdir á vélinni, ég held hún sé bara orðin betri ef eitthvað er,“ sagði Guðmund- ur Jónsson skipstjóri. Hann sagði ennfremur að hefði veðrið ekki verið eins slæmt og raun bar vitni hefði vel verið hægt að skera trollið úr skrúfunni úti á sjó. Atta mánaða fangelsi fyrir rán Málþing um framtíðarfræði Sjálfbær þróun og norrænt velferðar- kerfi til umræðu Vilhjálmur Lúðvíksson MÁLÞING um framtíðarfræði og norræna velferð- arsamfélagið verður hald- ið á Hótel Loftleiðum dag- ana 20. og 21. mars næst- komandi. Þingið er skipu- lagt af norrænum systur- stofnunum Framtíðar- stofnunar innan ramma Alþjóðlegu framtíðar- stofnunarinnar (World Future Studies Society). Er þetta í fyrsta sinn sem þessi samtök standa sam- eiginlega að málþingi. Að sögn Vilhjálms Lúðvíks- sonar, formanns undir- búningsnefndar, hefur málþingið vakið meiri at- hygli erlendis en hann átti von á. Menn víða að hafa tilkynnt um þátttöku s.s. frá Eystrasaltslöndunum, Japan, Kenýa, Bandaríkjunum, Ástralíu, Þýskalandi, Sviss og víðar auk þátttakenda frá ná- grannalöndunum. Daginn fyrir málþingið verður haldin náms- stefna undir handleiðslu Wendell Bells prófessors við Yale-háskóla í samvinnu við Endurmenntunar- stofnun Háskóla íslands. - Hvað verður fjallað um á námsstefnunni? „Menn geta ekki spáð um framtíðina í bókstaflegum skiln- ingi heldur einungis velt upp kostum og hugsanlegri þróun í von um að geta búið sig undir breytingar og tekið farsælli ákvarðanir. Wendell Bell, sem er félagsfræðingur að mennt og aðalræðumaður málþingsins, verður með námskeið um fram- tíðarfræði. Hann mótaði þetta svið við Yale-háskóla og hefur sennilega allra fræðimanna besta yfírsýn. Hann segir frá reynslu sinni og mun meðal annars kynna tveggja binda ritverk sem hann hefur skrifað um þessi mál.“ - En hver er tilgangur ráð- stefnunnar sjálfrar? „Hann er tvíþættur. Annars vegar að fara yfir stöðu framtíð- arrannsókna, sem menn telja móta þjóðfélagsþróun og sam- skipti þjóða á komandi árum. Hins vegar er ætlunin að ræða stöðu norrænna velferðarþjóðfé- laga með hliðsjón af þessum framtíðarvið- horfum." - Hver eru heistu umfjöllunarefnin ? „Fyrri dáginn verð- ur tekið á ýmsum grundvallarat- riðum sem munu hafa áhrif á framtíðina. Menn munu velta fyr- ir sér hvaða öfl eru að verki, s.s. breytingar á gildismati, áhrif vaxandi alþjóðahyggju og al- þjóðavæðing á öllum hugsanleg- um sviðum, sem er afleiðing þess að þjóðir tengjast hverri annarri í æ ríkara mæli; það sem gerist í einu heimshorni hefur áhrif á öll hin. í atvinnulífínu er allur heimurinn undir. Við íslendingar tökum þátt í atvinnurekstri um allan heim. Allt hefur þetta gerst á örskömmum tíma og hefur breytt viðhorfum okkar. Einnig eru menn að fást við hugsjónir um „einn heim“ sem lúti sam- ræmdri hugsun og stjórn, nokk- urs konar „sameinaðar þjóðir heimsins" á sameiginlegum sið- ferðisgrunni. Menn eru farnir að gefa þessu meiri gaum í fram- haldi af Brundtland-skýrslunni og Ríó-ráðstefnunni, m.a. vegna nauðsynjar þess að vernda um- ► Vilhjálmur Lúðvíksson fæddist 4. apríl 1940 í Reykja- vík. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Islands 1960 og stúdentsprófi frá stærðfræðideild Menntaskól- ans í Reykjavík 1961. Hann hélt síðan til Bandaríkjanna, lauk BS-prófi í efnaverkfræði frá háskólanum í Kansas 1964 og doktorsprófi frá háskólan- um í Wisconsin 1968. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs rikisins frá 1978 og Rannsóknarráðs ís- lands frá 1994. Vilhjálmur er kvæntur Áslaugu Sverrisdótt- ur, safnverði í Árbæjarsafni, og eiga þau tvær dætur. hverfið. Síðast en ekki síst verður sjálfbær þróun stór þáttur í um- fjöllun fyrri dagsins. Þar vil ég vekja sérstaka athygli á prófessor William Lafferty, sem mun segja frá reynslu Norðmanna við að leggja drög að heildaráætlun fyr- ir sjálfbært þjóðfélag." - Eru einhveijir íslenskir fyr- irlesarar? „Já, seinni daginn verður fjall- að um norræn velferðarsamfélög og stöðu þeirra í nýrri heims- mynd. Þar munu íslendingar fjalla um atvinnumál, menntamál og siðfræði velferðarríkisins.“ - Þegar rætt er um framtíðar- sýn í þessu tilliti, hvað er litið til margra ára? „Menn eru að tala um eitthvað fram á næstu öld, kannski 30-40 ár.“ - Hvernig kemur ráðstefna sem þessi til með að nýtast að þínu mati? „Fyrir okkur er þetta alveg nýtt og við erum að læra. íslend- ingar eru búnir að ná sæmilegum tökum á efnahagslífínu og geta því farið að hugsa til langs tíma, sem aldrei var tími til áður. Mál- efni eins og „sjálfbær þróun“ mun skipta okkur máli og við munum þurfa að færa hana í hagnýtan búning í efnahagslífi okkar á komandi árum. Þetta er því kjör- ið tækifæri til að setja okkur inn í það sem gert hefur verið annars staðar. Það er fyrst og fremst hugmyndafræðilegt viðfangsefni á þessu stigi en á eflaust eftir að koma meira inn í efnahags- stjórnun, ef allar spár um gróður- húsaáhrif og umhverfísvandamál eru réttar. Ekki er víst að hvert eitt þjóðfélag geti verið sjálfbært út af fyrir sig heldur verði að stefna að því að gera heildar- samninga þar sem flestar þjóðir eiga hlut að máli.“ Kjörið tæki- færi fyrir ís- lendinga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.