Morgunblaðið - 12.03.1997, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Besta rekstrarár í 40 ára sögu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað
Hagnaður nær
500 millj. ífyrra
Arðsemi eigin flár 47% samanborið við 25% árið áður
REKSTUR Síldarvinnslunnar hf.
í Neskaupstað skilaði 494 milljóna
króna hagnaði á síðasta ári, sem
er tæplega 330 milljónum króna
meiri hagnaður en árið á undan
þegar hagnaðurinn var 165
milljónir króna. Arðsemi eigin fjár
á árinu var 47% samanborið við
25% árið áður. Þetta er verulega
betri útkoma en gert var ráð fyrir
í rekstraráætlun ársins og besta
ár í rekstri fyrirtækisins í fjörutíu
ára sögu þess, að sögn Finnboga
Jónssonar, framkvæmdastjóra
Síldarvinnslunnar.
Finnbogi sagði þijár meginskýr-
ingar á þessari góðu afkomu. í
fyrsta lagi hefði reksturinn gengið
mjög vel á árinu og hagnaður fyr-
ir afskriftir og vexti aukist úr 434
milljónum króna í 625 milljónir eða
um nær 200 milljónir króna milli
ára. Skýringin á því væri að loðnu-
veiðar og -vinnsla hefðu gengið
mjög vel á öllu síðasta ári og mun
betur en árið á undan. I öðru lagi
hefði gengishagnaður verið 43
milljónum króna hærri á síðasta
ári en árið 1995 og í þriðja lagi
hefði söluhagnaður hlutabréfa
numið 155 milljónum króna á ár-
inu, en Síldarvinnslan seldi í fyrra
hluta af eignarhlut sínum í Hrað-
frystistöð Eskifjarðar sem keyptur
var árið áður.
Mjög ánægður
„Ég er mjög ánægður með
þessa útkomu. Þetta er auðvitað
sérstaklega gott ár og ekki hægt
að gera ráð fyrir að svona ár komi
aftur á næstunni," sagði Finnbogi.
Síldarvinnslan hefur ráðist í
miklar fjárfestingar að undan-
förnu. Bæði hefur nýtt frystihús
verið byggt og loðnuverksmiðjan
verið endurnýjuð að miklu leyti.
Finnbogi sagði aðspurður að þeir
hefðu verið að byggja fyrirtækið
upp á undanförnum árum og búa
það undir framtíðina. Hann væri
bjartsýnn á að útkoman á þessu
ári yrði þokkalega góð, „en það
eru miklar sveiflur í loðnuveiðum
og vinnslu og það eiga eftir að
koma erfið ár þar,“ sagði Finn-
bogi.
360 starfsmenn
Rekstrartekjur Síldai’vinnslunn-
ar námu 3.539 milljónum króna i
fyrra og hækkuðu um 35% milli
ára. Heildarvelta félagsins nam
rúmum 4,2 milljörðum króna að
meðtöldum innlögðum eigin afla.
Eigið fé í árslok nam 1.656 millj-
ónum króna og jókst úr 28% í
ársbyrjun í 37% í árslok.
Síldarvinnslan h/ Úr reikninaum 1996 f
Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1996 1995 Breyt.
Rekstrartekjur 3.539 2.620 +35,1%
Rekstrargjöld 2.913 2.375 +22,7%
Hagnaður fyrir afskriftir 626 435 +43,9%
Afskrittir 233 190 +22,6%
Fjármagnsgjöld 50 96 ■47,9%
Hagnaður af reglulegri starfsemi 343 149 +130.2%
Hagnaður tímabilsins 494 165 +199.4%
Efnahagsreikningur 31. des.:
j Eignir: \ Milljánir króna
Veltuf jármunir 920 640 +43,8%
Fastafjármunir 3.573 2.538 +40,8%
Eignir samtals 4.493 3.178 +41,4%
I. Skuidir og eigid té: i Skammtímaskuldir 1.009 621 +62,5%
Langtímaskuldir 1.828 1.652 +10,7%
Eigið fé 1.656 905 +83.0%
Skuldir og eigið fé samtals 4493 3.178 +41,4%
Kennitölur
Eiginfjárhlutfali 37% 28%
Arðsemi eigin fjár 47% 25%
Veltufé frá rekstri Milljónirkróna 497 285 +74,4%
Síldarvinnslan gerir út einn ís-
fisktogara, _tvo frystitogara og tvö
nótaskip. í landi rekur félagið
frystihús, loðnuverksmiðju, salt-
fískverkun, _ síldarsöltun og
dráttarbraut. Á síðasta ári störf-
uðu að meðaltali 360 starfsmenn
hjá félaginu og námu heildarlau-
nagreiðslur 965 milljónum króna.
Aðalfundur félagsins verður
haldinn laugardaginn 19. apríl
næstkomandi.
Morgunblaðið/Golli
SIGURÐUR Helgason, forstjóri Flugleiða hf., og Mike Starkings,
framkvæmdastjóri CODA, undirrituðu samninga fyrirtækjanna.
Flugleiðir kaupa
CODA tölvukerfi
FLUGLEIÐIR hf. hafa undirritað
samning um kaup á fjárhagsupp-
lýsinga- og rekstrarstjórnunar-
kerfi frá breska fyrirtækinu
CODA. Hér er um að ræða upplýs-
ingakerfí sem getur tengst ýmsum
sérhæfðum tölvukerfum félagsins
og skipst á upplýsingum við þau.
Þannig getur kerfíð t.d. tengst
birgðakerfi í flug-, hótela- og bíla-
leigurekstri, upplýsingakerfi
tæknisviðs, framleiðslukerfí í flug-
eldhúsi, fraktkerfí, tekjuupplýs-
ingakerfi og söluuppgjörskerfi.
Flugleiðir eru með starfsemi
víða um lönd og kerfið tengir fjar-
lægar vinnustöðvar og skrifstof-
urnar við höfuðstöðvarnar um al-
netið, að því er segir í frétt frá
félaginu.
Fram kemur að einn höfuðkost-
ur kerfisins að mati Flugleiða er
hversu auðveldlega það getur
tengst við önnur töivukerfi. CODA
fjárhagsupplýsingakerfið fellur
ennfremur vel að nýju skipulagi
og vinnubrögðum sem Flugleiðir
eru að innleiða í rekstrinum. Fé-
lagið hefur ákveðið að byggja
starfsemina í vaxandi mæli upp
sem keðju afkomueininga sem
hver um sig fær skýra rekstrar-
og afkomuábyrgð. Þetta krefst
afar fullkominna rekstrarupplýs-
inga og leysir CODA þetta vel af
hendi, að mati félagsins.
Það réð ennfremur vali Flug-
leiða, að CODA kerfið þótti afar
sveigjanlegt, notendaviðmót gott
og hægt að vinna samtímis með
fjölda gjaldmiðla.
Að hluta til íslenskt
Um 1.400 fyrirtæki hafa tekið
í notkun CODA-fjárhagsupplýs-
ingakerfí, en meðal þeirra eru
Avon-snyrtifyrirtækið, Caterpill-
ar, HMV-samsteypan, Rolls Royce
o.fl. CODA-kerfið er að hluta til
íslenskt sem rekja má til kaupa
breska fyrirtækisins á hluta af
fyrirtækinu íslenskri forritaþróun
hf. á síðasta ári. Sá hluti kerfisins
ber heitið CODA Enterprise og
gefur hann m.a. möguleika á al-
netstengingu. Þá gerir þessi hluti
kleift að stjórna vinnuferlum í fyr-
irtækinu og framsetningu á ýmiss
konar stjórnunarupplýsingum.
Undirbúningur að kaupum Flug-
leiða á nýju upplýsingakerfi hefur
staðið yfir í u.þ.b. eitt ár, en gert
er ráð fyrir að það verði komið í
notkun um næstu áramót.
Hagnaður Jarðborana
óx um tæpan fjórðung
JARDBORANIR HF
Úr reikningum ársins 1996
Rekstrarreikningur Miiijómr króna 1996 1995 Breyting
Rekstrartekjur 317,4 241,6 +31,4%
Rekstrargjöld 274.5 206.4 +33.0%
Rekstrarhagnaður án fjármagnsliða 42,9 35,0 +22,6%
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (0,3) (1,9)
Haqnaður fyrir skatta 42.6 33.1 +28.7%
Hagnaður ársíns 37,9 30,8 +23,1%
Efnahagsreikningur Miiijónir króna 31/12'96 31/12 '95 Breyting
| Eignir: I
Veltufjármunlr 264,5 221,7 +19,3%
Fastafjármunir 332,6 322,7 +3,1%
Eignir samtals 597,1 544,4 +9,7%
I Skuldir og eiaið tó: I
Skammtímaskuldir 75,7 51,5 +47,0%
Langtímaskuldir 10,6 11,0 -3,6%
Eigið fé 510,8 48.1,9 +6,0%
Þar af hlutafé 236,0 236,0 -
Skuldir og eigið fé samtals 597,1 544,4 +9,7%
Sjódstreymi 1996 1995
Veltufé frá rekstri Milijónir króna 67,2 57,4 +17,1
HAGNAÐUR Jarðborana hf. árið
1996 var 37,9 milljónir króna, sam-
anborið við 30,7 milljónir árið á
undan og hefur því vaxið um 23,5%
milli ára. Hagnaðurinn nam tæplega
12% af heildartekjum. Þetta var
nokkuð betri niðurstaða en gert var
ráð fyrir þegar gengið var frá rekstr-
aráætlun ársins.
Að sögn Bents S. Einarssonar,
framkvæmdastjóra Jarðborana nam
heildarvelta Jarðborana 317 milljón-
um króna á sl. ári ogjókst um 31,4%
frá árinu á undan. Jarðboranir hf.
hafa því aukið heildarveltuna um lið-
lega 65% á undanförnum tveimur
árum. Síðastliðin átta ár hefur af-
koma félagsins verið jákvæð. Hann
segir þennan árangur byggjast á
markvissum aðgerðum til að efla og
auka starfsemi Jarðborana hf., er-
lendis sem innanlands, sterkri sam-
keppnisstöðu og ekki síst á sífelldri
hagræðingu sem leitt hafí til betri
rekstrarárangurs. Hina batnandi af-
komu megi einkum rekja til vaxandi
verkefna innanlands og stöðugra
erlendra verkefna, en starfsemi er-
lendis á árinu var um 12% af heild-
arveltu félagsins.
Leitar verkefna
á írlandi
Erlend verkefni fólust í borun á
7 holum eftir fersku vatni á Azoreyj-
um. Verkkaupar voru sveitarfélög á
eyjunum auk bandarískrar herstöðv-
ar á eyjunni Terceira. Sem fyrr var
unnið í samstarfi við fyrirtæki á
Azoreyjum, Intertec Agores Lda.
Framkvæmdir á Azoreyjum standa
enn yfír, en nú líður að lokum þeirra.
Segir Bent að félagið hafi því leitað
verkefna á fleiri mörkuðum. Nýlega
hafi félagið boðið í borun á 8 vatns-
holum i tengslum við námufram-
kvæmdir á írlandi. Niðurstöður þess
útboðs liggi ekki enn fyrir.
Eigið fé félagsins var 510,8 millj-
ónir króna í lok ársins 1996. Eigin-
fjárhlutfall var 85,6% og veltuijár-
hlutfall 3,5. Veltufé frá rekstri var
67,2 milljónir en var 57,4 milljónir
árið á undan.
Ríkissjóður seldi öll sín hlutabréf
í félaginu á síðasta ári og þykir
markmiðið með sölu hlutabréfanna
um dreifingu á eignaraðild hafa
náðst að fullu, þar sem hluthafar í
fyrirtækinu eru nú orðnir á ellefta
hundraðið. Eftir þessa sölu er félag-
ið í hópi tíu fjölmennustu hlutafélaga
á íslandi, að verðbréfasjóðunum frá-
töldum.
Gengi hlutabréfa í Jarðborunum
hf. hækkaði um 32% á Verðbréfa-
þingi íslands á árinu 1996. Það sem
af er árinu 1997 hefur gengi hluta-
bréfa í félaginu hækkað um liðlega
17%.
Skráð viðskipti með hlutabréf
námu 190 milljónum króna hjá Verð-
bréfaþingi á árinu 1996. Viðskipti
með hlutabréf í félaginu á Verð-
bréfaþingi voru samtals 237 á iiðnu
ári.
Aðalfundur Jarðborana hf. verður
haldinn 18. mars.
Hlutabréf
í Granda
lækkuðu
GENGI hlutabréfa í Granda hf. lækk-
aði í gær í kjölfar upplýsinga um að
fyrirtækið hefði skilað 43 milljón
króna minni hagnaði en árið áður.
Gengi hlutabréfa í félaginu í byij-
un dags var 3,85, en hafði lækkað
í 3,60 í Iok viðskipta. Lækkunin nem-
ur 6,49%, en heildarviðskipti dagsins
voru um hálf milljón króna að nafn-
virði.