Morgunblaðið - 12.03.1997, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 21
ERLEIMT
STUTT
60 ára
stjórnar-
samstarfi
slitið
ANNAR af stjórnarflokkunum
í Liechtenstein ákvað í gær
að ganga úr samsteypustjórn-
inni, sem hefur verið við völd
í hertogadæminu í tæp 60 ár.
Samþykkt var á landsfundi
Framsækna borgaraflokksins
(FBPL) að segja skilið við
Föðurlandssambandið (VU).
Flokkarnir hafa verið í sam-
steypustjórn frá árinu 1938,
en það ár var nágrannalandið
Austurríki innlimað í Þýska-
land.
FBPL hefur haft tvö sæti í
stjórninni á síðustu árum og
VU þijú. Búist hafði verið við
að FBPL sliti samstarfinu eftir
þingkosningarnar 2. febrúar,
þegar flokkurinn missti eitt
þingsæti til umhverfisverndar-
flokksins Fijálsa listans. FBPL
er nú aðeins með tíu sæti af
25 á þinginu en VU er með
13 sæti og hreinan meirihluta.
Eftirmaður
Gutierrez
skipaður
BANDARÍKJASTJÓRN
kvaðst í gær styðja þá ákvörð-
un Emestos Zedillos, forseta
Mexíkó, að
fela lítt
þekktum lög-
fræðingi,
Mariano
Herran Sal-
vatti, að
stjórna bar-
áttunni gegn
eiturlyfja-
smyglhring-
um. Hann tekur við því hlut-
verki af Jesus Gutierrez Re-
bollo hershöfðingja, sem var
handtekinn vegna ásakana um
að hafa þegið greiðslur af
eiturlyfjasmyglurum.
Bauby látinn
FRANSKI blaðamaðurinn Je-
an-Dominique Bauby, sem var
lamaður og mállaus, lést um
helgina, innan við viku eftir
útgáfu bókar sem hann hafði
lesið fyrir, staf fyrir staf, með
því að depla öðru auga. Hann
var áður aðalritstjóri kvenna-
blaðsins Elle og lést á sjúkra-
húsi nálægt París, 45 ára að
aldri.
Bauby lamaðist og missti
málið eftir hjartaáfall fyrir
fimmtán mánuðum og eftir það
gat hann aðeins hreyft vinstra
augnlokið. Bók hans, „Le
Scaphandre et le Papillon", eða
„Köfunarbúningurinn og fiðr-
iðldið", var skrifuð þannig að
aðstoðarkona hans fór yfír
stafrófið og Bauby deplaði
auganu þegar hún las réttan
staf. Bókin fjallar á gaman-
saman hátt um lömun höfund-
arins og vist hans á sjúkrahúsi.
Zedillo
Banana
‘ROAT
Reuter
Mæla sam-
setningu
Hale-Bopp
HALASTJARNAN Hale-Bopp
sést nú með berum augum á norð-
urhveli í heiðskíru veðri. Er hún
ein sú bjartasta sem sögur fara
af og með tvo hala. Vísindamenn
telja að hún geti varpað Ijósi á
hvemig heimshöfin urðu til.
Bandaríska geimvísindastofnun
NASA hefur afráðið að skjóta
nokkmm hljóðmælingarflaugum
á loft til þess að freista þess að
mæla samsetningu stjörnunnar.
Myndin til vinstri var tekin 3.
mars en hin 23. febrúar.
<£S
*tlQ
rvo«D
SPUNNAi
Biddu um Banana Boat
ef þú vilt spara 40-60%
í Vtkingalottóinu!
Að loknum útdrætti í dag verður aukaútdráttur í Víkingalottóinu
þar sem dreginn verður út einn stór vinningur.
Sami miðinn gildir í báðum útdráttunum svo að
þátttakendur fá tvö tækifæri til að vinna á sama miðann.
f
SPENNA
Fyrst verður útdráttur með hefðbundnu sniði.
###
FYRIR20KR.
í seinni útdrættinum verður dreginn út einn vinningur sem er
sameiginlegt framlag norrænu fyrirtækjanna sem standa að Víkingalottóinu.
Vinnufélagar,
starfsmannafélög
og vinnuhópar!
Munið eftir
hópleiknum.
Til þess að hljóta hann þarf að hafa sex tölur réttar.
V I K I N G A
V
3
.Je
Til mikils að vinna!