Morgunblaðið - 12.03.1997, Page 23

Morgunblaðið - 12.03.1997, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 23 Tónleikar Karlakórsins Heimis Þing um tölvumálrækt Framtíð íslensk- unnar á tölvuöld KARLAKÓRINN Heimir heldur tónleika í Grindavík 13. mars kl. 21. og í íþróttahúsinu að Flúðum, föstudaginn 14. mars kl. 21. Að- göngumiðar verða seldir við inn- ganginn. Laugardaginn 15. mars kl. 17 verða tónleikar í Háskóla- bíói, sala aðgöngumiða er hafin. Óseldir miðar verða seldir við inn- ganginn. Söngstjóri Karlakórsins Heimis er Stefán R. Gíslason, undirleikar- ar Thomas Higgerson og Jón St. Gíslason, í einsöng og tvísöng koma fram Einar Halldórsson og Álftagerðisbræðurnir Gísli, Ósk- ar, Pétur og Sigfús Péturssynir. Skagfirskt söng- og skemmti- kvöld verður á Hótel Islandi laug- ardaginn 15. mars. Þar koma m.a. fram Karlakórinn Heimi og Álfta- gerðisbræður. Hljómsveit Geir- mundar leikur fyrir dansi. ÞING um tölvumálrækt verður haldið í þingsal Hótels Loftleiða í dag á vegum Fagráðs í upplýsinga- tækni. Á þinginu verður leitast við að svara spurningum um framtíð íslenskunnar á tölvu- og upplýs- ingaöld, svo sem eins og um það hvort mælt verði á íslenska tungu alla næstu öld, hver sporni gegn ásókn enskunnar, hvort íslenskan verði áfram inni í tölvum, hvað hafi verið gert fyrir íslenskt mál í tölvum og hvað þurfi að gera í nánustu framtíð. Málshefjendur verða fulltrúar fyrirtækja og stofn- ana sem hafa verið í fararbroddi þeirra er nota íslenskt mál í tölvum. Þinginu er ætlað að gefa heildaryfirsýn yfir þann árangur sem náðst hefur í að styrkja stöðu íslensks máls á tölvusviðinu. Margar stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar hafa unnið að fram- gangi íslenskunnar á þessu sviði og er ætlunin að meðlimir þessa „varnarliðs um íslenskt mál“ kynnist og geti orðið hver öðrum að liði. Að sögn Þorvarðar Kára Ólafs- sonar, sem staðið hefur að undir- búningi þingsins ásamt fleirum, er tilgangur ráðstefnunnar fyrst og fremst að vekja umræðu. „Það er mikilvægt að koma af stað um- ræðu um mál eins og til dæmis hvort séríslenskir stafir verði áfram inni á lyklaborðum tölva. Tyrkir sækja það mjög fast nú að koma sínum stöfum inn í tölvurnar og þá yrði það á okkar kostnað en við höfum hangið inni vegna aðildar okkar að Atlantshafs- bandalaginu. Á þinginu verður einnig fjallað um tölvumálið sjálft, stafatöflur, leturgerðir, orðasöfn, tölvutal, þýðingar og hvaðeina sem tengist íslensku máli á og í tölv- um.“ Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Þátttökugjald er 1.000 krónur. KARLAKÓRINN Helmlr Bragi Ásgeirsson sýnir í Listaþjónustunni Á SÝNINGU í Listþjónustunni sýnir Bragi Ásgeirsson teikningar sem unnar eru á árunum 1948-1959, þrettán módelmyndir og eina sjálfs- mynd. Sjálfsmyndin, sem gerð er 1948, hvarf af sýningu fyrir nokkrum árum. Hún fannst fyrir tilviljun í ruslagámi og barst í hendur Braga á ný eftir að hafa verið týnd í fjögur ár. Sýningin stendur fram til 6. apríl og eru allar myndirnar til sölu nema sjálfsmyndin. Bragi fæddist í Reykjavík 1931. Hann hóf nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1947 og síðan nam hann við Listaskólann í Kaup- mannahöfn 1950-1952, við Lista- háskólann í Ósló 1952-1953 og Listaháskólann í Munchen 1958- 1960. Hann stundaði einnig nám á Ítalíu. Bragi kenndi við MHÍ á rúmlega 40 ára tímabili og hefur verið lista- gagnrýnandi Morgunblaðsins í rúm 30 ár. Bragi er einn af frumkvöðlum í grafískri listgrein á íslandi og end- urreisti Félag íslenskra grafíklista- manna stofnað af nemendum hans í MHÍ. Jafnframt því að vinna að list sinni hefur hann skrifað fjölda greina um listir í íslensk og erlend blöð og tímarit. Bragi hefur haldið margar einka- sýningar smáar og stórar á Islandi og erlendis og tekið þátt í samsýn- ingum víða um heim, m.a. í öllum höfuðborgum Norðurlanda, Þýska- landi, Moskvu, Buenos Aires, New York, Connecticut og 10 öðrum ríkj- um Bandaríkjanna. Bragi á_ verk í öllum helstu lista- söfnum á íslandi og verk í eigu opin- berra stofnana, banka og fyrirtækja, einnig er verk eftir hann á einka- söfnum í Bandaríkjunum, Danmörku og Þýskalandi. Rittengsl grannþjóða Nýútkomin er bók eftir Julian D’Arcy, dós- ent við enskuskor heimspekideildar Háskóla íslands, sem fjallar um rittengsl milli skoskra höfunda og íslenskra fombókmennta. Sveinn Haraldsson hefur kynnt sér bókina, sem varpar nýju ljósi á samskipti þessara tveggja grannþjóða. sem fimm tungumál voru töluð í Skotlandi á tímum víkingaferða: norræna, enska, írska, péttneska (piktíska) og breska (veilska), hafa skoskir höfundar úr miklu að moða þegar velja á sér hentuga forfeður. Nú á tímum eru að sjálfsögðu aðeins tvö þessara tungumála enn við lýði, og hafa umbreyst í munni fólks Morgunblaðið/Ásdis Julian D’Arcy Togstreita hefur ríkt milli þeirra sem vilja leggja áherslu á germ- anskan arf og þeirra sem leita fanga í kelt- neskri fortíð. Inn í þetta blandast að á síðari öld- um hafa íbúar lágland- anna verið skoskumæl- andi en gelískan hljóm- að um hálöndin með öllum sínum sérskosku hefðum, þangað sem Skotar hafa sótt þætti SKOTAR hafa frá því á öndverðri átjándu öld haft sérstakan áhuga á íslandi og norrænum bókmenntum. Julian D’Arcy fjallar um þessi tengsl þjóðanna í nýútkominni bók sinni Scottish Skalds and Sagamen: Old Norse Influence on Modern Scottish Literature (Tuckwell Press, 1996), sem er að stofni til doktorsritgerð sem hann varði við Aberdeen- háskóla. Falsarinn frægi, James Macpherson, notaði atriði úr þessum norræna bókmenntaarfi í ljóðum þeim sem hann kenndi við Ossian; ljóðabálki sem naut þvílíkra vinsælda og hafði svo gífurleg áhrif innan rómantísku bókmenntastefnunnar að nafnið Oscar, sem Macpherson gaf einni aðalpersónunni, var notað jafnt á ríkisarfa í Svíþjóð og tilvon- andi skáld á írlandi og er nú al- gengt eiginnafn á íslandi þó Macp- herson og ljóðmæli hans séu flestum gleymd. Annar rithöfundur þesslendur og þekktari er Walter Scott en hann samdi útdrátt úr Eyrbyggju eftir latínu Gríms Jónssonar Thorkelín, en Grímur dvaldi í Skotlandi á níunda tug átjándu aldar. Eftir að hafa hlaupið á sögulegum og bók- menntalegum tengslum landanna í greinargóðu yfirliti, þar sem skil- merkilega er gerð grein fyrir heim- ildum, snýr Julian D’Arcy, sér að níu skoskum höfundum frá þessari öld og myndar umfjöllun um þá meginefni bókarinnar, eða níu kafla af tólf. Meginþema bókarinnar snýst um sjálfsmynd skoskra höfunda. Þar fyrir áhrif frá norrænu í skosku (scots) og skoska gelísku. Hentug- asti efniviðurinn í sögulegar skáld- sögur eru að sjálfsögðu Péttar þar sem minnst er um þá vitað, enda létu þeir ekki eftir sig ritaðar heim- ildir. Þeir eru því tilvaldir sem dæmi um frumstætt þjóðfélag í anda kenn- inga Rousseaus um hinn villta mann og hugmynda hinna skosku höfunda um heilbrigða fortíð. í sína sjálfsmynd og mótþróa gegn yfirgangi bræðra sinna sunnan landamæranna. Hinir níu skosku höfundar sem fjallað er um hvern í sínum kafla, Lewis Grassic Gibbon, Neil M. Gunn, Hugh MacDiarmid, John Buchan, David Lindsay, Naomi Mitchison, Edwin Muir, Eric Link- later og George Mackay Brown, eiga það sammerkt að vera þekkt nöfn í skoskum bókmenntum og að hafa notað fornnorrænar bók- menntir, sögur og kvæði, umtals- vert í verkum sínum. Julian D’Arcy greinir verk hvers þeirra frá þessu sjónarhorni, enda eru efnistök hvers fyrir sig mjög ólík. Tvö atriði vekja sérstaka athygli: dálæti þessara höfunda á Ameríku- ferðum norrænna manna og ýmis- legt sem kemur upp á yfirborðið í kaflanum um Orkneyinginn Edwin Muir, en í hann er aukið fróðleik um aðra sögulega þætti hjaltlenska og orkneyska, en eins og kunnugt er lifði norræn tunga þar lengur en á öðrum stöðum utan Norðurlanda. Linklater og Mackay Brown, sem fjallað er um í tveimur lokaköflun- um, eru líka frá Orkneyjum, en George Mackay Brown, sem er ný- látinn, var tilnefndur til Booker- verðlaunanna fyrir örfáum árum. Bók þessi er þarft framlag í sí- vaxandi undirflokk norrænna fræða, þ.e. móttaka og áhrif nor- rænna bókmennta erlendis. Verkið er einstaklega vandlega af hendi leyst og tilvísanir og efnisskrá sér- staklega greinargóðar. Þessi bók opnar íslenskum lesendum leið að fjölda ritverka sem hafa þegið af fornum arfi okkar og bendir ensku- mælandi lesendum á hve víðtæk áhrif fornnorrænar bókmenntir hafa haft á bókmenntir þeirra. Mestur er fengurinn fyrir skoska lesendur, sem geta sökkt sér í þetta efni sem standa ætti hjarta þeirra næst - þennan sérstaka þátt í myndun skosks þjóðarsjálfs. Reykvískt kirsuber í ljóði í VETRARHEFTI ljóðatíma- ritsins Nineties Poetry birtast þijú ljóð eftir Michael Dean Pollock. Hann yrkir m.a. um Reykjavík, Hallgrímskirkju sem situr efst uppi á hæð eins og kirsuber og Esjuna með dapurleg og letileg blá augu. í haustljóði dansa dauðir vík- ingar á frostbitnum himni. Heftið er tileinkað súrreal- íska málaranum Max Ernst (1891-1976), en meðal þeirra sem eiga ljóð í tímaritinu eru svokölluð Cobra-skáld (Karen Appel, Hugo Claus og fleiri), Pablo Neruda og Yugyo Ya- nagi. Ritstjóri er Graham Ackro- yd, útgefandi Lansdowne Press, 33 Lansdowne Place Hove BN3 ÍHF. Tímaritið kostar 4,95 pund. Myndir - tónar - bíó NÚ ER sýningu Hallgríms Helgasonar í Gallerí Miðhæð á Nellys café lokið og lista- maðurinn sem tekur við sýn- ingarsalnum er Gabriela Frið- riksdóttir. Sýnir hún þar lág- myndir. Sýning Gabrielu gengur undir nafninu „Þannig var það nú . .. “ og stendur yfir til 8. apríl. Á miðvikudagskvöldið er svo „Lítill laugardagur" á Nellys café og í þetta skiptið leika þeir Björn Thoroddsen á gítar og Róbert Þórhallsson á bassa. Á mánudögum kl. 21 verða sýndar bíómyndir sem Jón Sæmundur og Robert Dou- glas velja. Myndirnar eru sýndar á tjaldi í sýningarsal Gallerís Miðhæðar. Aldurs- takmark er 20 ára. Nýjar bækur Sögulegt feilspark SKÁLDSAGAN Ljómi eftir sænska skáldsagnahöfundinn Göran Tunström er komin út. „Á tólf ára afmælisdegi sínum verður Pétri Hall- dórssyni það á að sparka afmælisgjöf- inni frá föður sínum inn í garð franska sendiráðsins í Reykjavík, merkilegum og sögulegum fót- bolta. Þetta feilspark og það sem af því hlýst á eftir að móta lífshlaup Péturs á ýmsa lund og ekki reynist það síður afdrifaríkt fyrir Halldór föður hans sem er landsþekktur út- varpsmaður, fæddur 17. júní 1944, og á margan hátt jafnó- venjulegur og fótboltinn góði,“ segir í kynningu. Ljómi kom út í Svíþjóð síð- astliðið haust og hefur verið vel tekið þar í landi. Ljómi er þriðja bók Tunströms sem út kemur á íslensku, en hinar eru Jólaóratorían ög Þjófurinn. Þórarinn Eldjárn þýddi. „ Útgefandi er Mál og menn- ing. Bókin er 231 blaðsíða, unnin í Prentsmiðjunni Odda, hf. Kápuna gerði Margrét Laxness. Verð kr. 3.480.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.