Morgunblaðið - 12.03.1997, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Lygin
afhjúpuð
LEIKLIST
Lcikfclag Fljótsdals-
hcraðs og Lcikfclag
Mcnntaskólans á
Egilsstöðum
ÞETTA SNÝST EKKI
UM YKKUR
Höfundar: Leikstjóri og leikliópurinn
Leikstjóri: Gunnar Gunnsteinsson
Aðstoðarleikstjóri: Hrefna Guð-
mundsdóttir Leikmynd: Leiksljóri og
Sigurgeir Baldursson Búningar:
Leikstjóri og Kristrún Jónsdóttir
Ljósahönnun: Guðmundur Stein-
grímsson Hljóð: Arnþór Reynisson
Leikendur: Bára Siguijónsdóttir,
Agnes Vogler, Elva Amadóttir, Elfa
Hermannsdóttir, Gyða Gunnarsdótt-
ir, Þráinn Sigvaldason, Stefán Vil-
helmsson, Sigurgeir Baldursson,
Unnar Unnarsson, Helga Guðlaugs-
dóttir, Hulda Emilsdóttir, Þórunn
Sigurðardóttir, Halldóra Pétursdótt-
ir, Hjördís Albertsdóttir Valaslgálf,
9. mars.
„ÞAÐ VAR nóg af hugmynd-
um“. Þessi orð eru höfð eftir leik-
stjóranum Gunnari Gunnsteinssyni
og þau eru bæði sönn og gleðileg.
Gleðileg vegna þess að þessi leik-
hópur á Héraði hefur tekið sig til,
einn fárra hópa á þessari leiktíð,
og unnið verk alveg frá grunni.
Það eitt út af fyrir sig ber sköpun-
argáfu, elju og metnaði þessa unga
fólks fagurt vitni. Og jafnvel enn
betra er að þetta hafa þau gert
vegna þess að þau hafa eitthvað
að segja. í „Þetta snýst ekki um
ykkur“ er fjallað um sjálfsblekk-
ingu, kynferðislegt ofbeldi, sjálfs-
víg og samkynhneigð. Þetta eru
stór umfjöllunarefni og viðamikil,
og ekki minni menn en Tennessee
Williams og Henrik Ibsen fjalla um
þau á stóra sviði Þjóðleikhússins
um þessar mundir. Ungmennin á
Austurlandi taka á þeim með sínum
hætti, af metnaði og alvöru, svo
að verður þeim til sóma.
Vitaskuld má sitt hvað að sýn-
ingunni fínna: Framvindan mætti
vera hraðari, efnistök þéttari,
framsögn og einbeiting sumra leik-
enda skýrari, en það sem skiptir
meginmáli er að þarna er allt það
til staðar sem gerir sýningu að
Morgunblaðið/ Anna
FRÁ sýningu á Þetta snýst
ekki um ykkur.
sýningu, lætur sögu líða um svið.
Það er markverður árangur sem
ber vott um þekkingu á dramatík
og listrænan vöxt.
Leikritið hefst á því að sex manns
hittast við jarðarför eins úr hópnum.
Eftir jarðarförina fara þau í sumar-
bústað og rifja þar upp fortíðina og
kemur ýmislegt óvænt í ljós. Leik-
myndin er einföld og í skýrum litum
og ópersónuleg eins og það um-
hverfi sem leikritið gerist í og lýs-
ingin skerpir atriðaskipan.
Leikhópurinn er mjög jafn og
vaxa örugglega allir af þátttöku
sinni í þessari sýningu. Sum hlut-
verk gefa færi á meiri kímni en
önnur og sýna þau Gyða, Þráinn
og Helga ágæt tilþrif á þeim vett-
vangi, en í viðkvæmum og alvar-
legri atriðum standa þeir Stefán
og Unnar sig með prýði. Og ekki
má gleyma yngsta leikaranum,
Halldóru Malín Pétursdóttur, sem
sjóaðist vel á sviði í hlutverki Önnu
Frank í fyrra. Hún fer hér með
eitt erfiðasta hlutverkið og gerir
því góð skil.
Þetta er í fyrsta skipti sem Leik-
félag Fljótsdalshéraðs og Leikfélag
Menntaskólans á Egilsstöðum leiða
saman krafta sína. Útkoman er
báðum þessum félögum til mikils
sóma og verður eflaust til þess að
auka enn kraftinn í áhugaleik-
mönnum þar eystra.
Guðbrandur Gíslason
LISTIR_______________
Blóðheitur Brahms
TÓNLIST
Bústaðakirkja
KAMMERTÓNLEIKAR
Kvintettar og sönglög eftir Johannes
Brahms. Alína Dúbik sópran, Einar
Jóhannesson, klarínett, Richard
Simm, píanó, Sigrún og Sigurlaug
Eðvaldsdætur, fiðlur, Helga Þórar-
insdóttir, víóla & Richard Talkow-
sky, selló. Bústaðarkirkju, sunnudag-
inn 9. marz kl. 20.30.
SJÖTTU tónleikar vetrarins á
vegum Kammermúsíkklúbbsins í
Bústaðakirkju sl. sunnudagskvöld
voru tvímælalaust með þeim eftir-
minnilegri á þegar eftirminnilegu
fertugasta starfsári félagsskapar-
ins. Þó ekki sé kannski lenzka að
rísa úr sætum fyrir jafninnhverfa
tónlistarupplifun og kammermúsík
veitir, gat undirritaður a.m.k. ekki
á sér setið í lok seinni hálfleiks,
þegar siðustu tónar klarínettkvint-
ettins Op. 115 dóu út morendis-
simo eftir hreint út sagt framúr-
skarandi túlkun ofangreindra
strengjaleikara ásamt Einari Jó-
hannessyni, og hafa tónlistarunn-
endur oft rokið úr sætum fyrir
minna. Og hafi sumir hlustendur
fram að því látið sligast af
hyldjúpri lotningu gagnvart ein-
hveiju virtasta kammertónskáldi
allra tíma sem lézt einmitt fyrir
réttum hundrað árum, þá kom hér
fram svo engum gat dulizt, að
„síðasti vínarklassíkerinn" var
ekki einungis réttnefnt eftirlæti
tónguða á Ódáinsvöllum, heldur
einnig maður af holdi og blóði.
Ekki skal hér eytt dálkarými í
að útlista lífsferil tónskáldsins,
hvað þá heldur æskuár hans sem
krárpíanista á vafasömum hafn-
arknæpum Hamborgar. Hefði
hann alið unglingsárin tæpri öld
síðar í rauðluktahverfi Storyvilles
í New Orleans, hefði hann
kannski orðið jafningi Tatums og
Wallers á jasspíanó. í staðinn
varð Brahms málsvari fornra
dyggða meðal íhaldssamra tón-
kera í Vín, þangað sem hann flutt-
ist 1863. Þó að áhuginn á lærðu
handverki pólýfóníunnar ágerðist
með árunum, eins og hjá svo
mörgum þýzkum meisturum fyrr
og síðar, hélt hann ávallt jarðsam-
bandi við þjóðlagið og það sem
ónefndur landi vor hefur kallað
hina „blæðandi melódiu,“ enda
kvað Brahms hafa óttazt hin efri
ár að senn væri tími tónlistar (les:
laglínunnar) allur.
Þetta jarðsamband kraftbirtist
í eldfjörugum flutningi hljómlistar-
manna umrætt sunnudagskvöld.
Fyrst var leikinn kvintettinn fyrir
píanó og strengjakvartett Op. 34
frá 1868, sem þrátt fyrir frekar
dökkleita tóntegund (f-moll) ber
bjartsýnan og tápmikinn heildar-
svip. Má af þessu dýrðlega verki
kenna innblástur tónskáldsins frá
vínarmeisturum, sígaunamúsík og
sumardvöl í náttúrufegurð Lic-
htentals við Baden Baden þar sem
Clara Schumann átti bústað.
Hópnum tókst í leik sínum að sam-
eina markvissan aga og blóðheita
ástríðu, svo unun var á að hlýða.
Sígaunablóðið ólgaði óheft
skammt undir meitluðu yfirborð-
inu í Allegro non troppo. Andante-
þátturinn var sérlega vel mótaður,
þó að strokvíbratóið væri kannski
í sætara lagi, og funheitir kviku-
strókar frussuðu óspart í hryn-
sterku hottandi Scherzóinu, svo
maður óttaðist að Guarneriusar-
fiðla Sigrúnar yrði að ösku þegar
mest lét (reyndar fipaðist henni
aðeins í lokin af einskærri innlif-
un). Dulúðugt upphaf lokaþáttar
var kyrrlát ögurstund íhugunar,
en brátt tók feiknarlegt orku-
streymi aftur að leika lausum
hala, og mannskapurinn lauk
þessum þéttriðna og vandmeð-
farna lokaþætti með sannkölluð-
um bravúr.
Richard Simm er einn af þessum
makalausu erlendu píanistum sem
sezt hafa hér að á undanförnum
árum, ekki sízt til ágóða fyrir
landsbyggðina, en Simm mun hafa
starfað fyrir norðan; síðustu árin
sem kennari Tónlistarskóla Akur-
eyrar. Hann hélt öllum þráðum
skýrt og yfirvegað í hendi sér í
Op. 34 sem hinn fæddi samleiksp-
íanisti, og ekki reyndist hann síðri
undirleikari í næsta dagskrárlið
með Alínu Dúbik mezzosópran í
sönglögunum Botschaft, Sapp-
hische Ode, Von ewiger Liebe,
Gestillte Sehnsucht og Geistlisches
Wiegenlied. Píanótónninn var
mjúkur en skýr og ávallt í réttu
jafnvægi við umhverfið; hinn full-
komni rammi fyrir hina seiðandi
dimmleitu en hljómfögru rödd
söngkonunnar, sem leiddi hugann
að velmektartíð Janet Baker.
„Chalumeau“-svið Alínu, ef svo
mætti kalla, kom vel fram í Sapph-
ische Ode, og hefði alt-unnandinn
Brahms örugglega kunnað að
meta slíka affetuoso nobile túlkun.
Hæst reis þó flutningurinn í Von
ewiger Liebe, þar sem röddin náði
ótrúlegri fyllingu í bland við klið-
mjúk „hornaköll“ píanósins, svo
og í seinna laginu af síðustu tveim,
þar sem Helga Þórarinsdóttir lék
n.k. fylgirödd (= obbligato) með á
víólu, í seinna tilviki sem cantus
firmus upp úr jólazálminum gamla
In dulci jubilo.
Hafi mátt finna einhverjar örður
í upphafi prógrammsins ef leitað
væri með smásjá, þá varð slíkt
næsta vonlaust í lokaáfanga tón-
leikanna þar sem strengjakvart-
ettinn ásamt Einari Jóhannessyni
lék hið vinsæla meistaraverk,
Klarínettkvintettinn Op. 115 frá
1891, þegar Brahms var orðinn
58 ára og „nokkuð ellimóður," eins
og tónskráin vildi meina. En sam-
tímaklarínettsnillingurinn Richard
Múhlfeld reif tónskáldið upp úr
mæðunni svo úr varð líklega mesta
perla tónbókmennta fyrir þessa
hljóðfærasamsetningu eftir kvint-
ett Mozarts.
Og nú vandast málið, því farið
er að ganga á stóru orðin og flutn-
ingur þeirra fimmmenninga að
viti undirritaðs sem næst fullkom-
inn. Hafi leynzt einhveijir snöggir
blettir, voru þeir svo músíkalskt
fram reiddir, að maður varð þeirra
ekki var. Það er sama hvar borið
er niður; túlkunin var af því tagi
sem kom kjálkum til að síga af
undrun og höfuðhárum til að rísa
af hrifningu. Væri aðeins til að
skekkja heildarmyndina að nefna
sýnishorn, og þó að freistandi
væri að tala um t.d. yfnjarðneska
unaðsstemmningu í Adagio-kaf-
lanum í anda Orfeifs, Evridísar
og Kömu Sútru, þá skal það ekki
gert, heldur aðeins sagt, að þrátt
fyrir fullyrðingu Einars Ben. um
hið gagnstæða, þá gerist einmitt
á slíkri stundu, að íslenzkan á ekki
orð.
Ríkarður Ö. Pálsson
Erlíf
eftir stúdent?
FRÁ sýningu Fjölbrautaskólans á Akranesi.
•ÞÝSKA tónskáldið Karlheinz
Stockhausen, sem var lengi vel
eftirlæti þeirra sem hlýddu á
nútímatónlist, hefur fengið af-
leita dóma fyrir nýjasta verk
sitt sem flutt var á tónlistarhá-
tíðinni í Huddersfield. Um var
að ræða brot úr tónverkinu
„Licht“ (Ljós), sjö óperum,
einni fyrir hvern dag vikunnar.
Segja gagnrýnendur útgáfuna,
sem flutt var í Huddersfield,
rifna úr öllu samhengi og upp-
setninguna „furðulega kjána-
lega og mógðandi við áhorf-
endur og þá sem komu fram í
henni,“ eins og segir í The
Guardian. Bætir gagnrýnandi
blaðsins því við að svo virðist
sem Stockhausen hafi alger-
lega tapað áttum. Gagnrýnandi
The Daily Telegraph sýnir
jafnlitla miskunn og segist hafa
„fyllst skelfingu" á sýningunni.
•BANDARÍSKI kvikmynda-
leikstjórinn Woody Allen ákvað
að fara með kvikmyndina og
söngleikinn „Everyone Says I
Love You“ á kvikmyndahátíð-
ina í Feneyjum, til að styðja
endurbyggingu óperuhússins
þar en það eyðilagðist í elds-
voða á síðasta ári. Rann allur
ágóði af sýningu myndarinnar
til hússins.
LEIKLIST
Fjólhrautaskólinn
á Akrancsi
ÞÚ ERT í BLÓMA LÍFSINS,
FÍFLIÐ ÞITT
Eftir Davíð Þór Jónsson. Leikslj.
Sigrún Valbergsdóttir. Leikarar:
Sign'ður Víðis Jónsdóttir, Páll Mar
Magnússon, Maria Bergmann, Gunn-
ar H. Ólafsson, Jónína Margrét Sig-
mundsdóttir, Viggó Ingimar Jóns-
son, ÓIi Óm Atlason, Ása Valgerður
Eiríksdóttir, Katla Guðlaugsdóttir,
Reynir Jónsson, Knútur Öm Bjama-
son, Rósa Guðrún Sveinsdóttir, Berg-
lind Reynisdóttir, Ingvar Om Ing-
ólfsson, Geir Guðjónsson, Eiríkur
Jónsson o.fl. Iíljómsv.: Pétur Sigurðs-
son, Þorsteinn Hannesson, Hrafn
Ásgeirsson, Amþór Snær Guðjóns-
son. Fjölbraut Vesturlands, Akra-
nesi, 8. marz.
ÞÚ ERT í blóma lífsins, fíflið
þitt, er átta ára gamalt verk eftir
fremsta poppheimspeking lands-
ins, Davíð Þór Jónsson. Segja má
að það sé þroskasaga ungrar
stúlku, Lillu, og vina hennar.
Fylgst er með Lillu frá getnaði
til „loka lífs hennar“, stúdents-
prófs.
Eiginlega var þroskasagan með
öfugum formerkjum. T.a.m. voru
krakkarnir sérlega meðvituð um
fjárhag fjölskyldna sinna, þegar
þau voru 10 ára en síðár meir,
þegar á unglingsárin kom, virtist
svarið við spurningu lífsins og til-
verunnar vera næsta helgi, eða
næsta ball eða partý. Kannski er
það einmitt þroski; að geta lokað
á allrahanda áhyggjur og notið
lífsins meðan það er? Ég skal ekki
segja.
Leikarar voru hver öðrum betri
og sýndu góðan leik og sannfær-
andi verkið út í gegn. Sigríður
Víðis Jónsdóttir fór á þvílíkum
kostum í hlutverki Lillu að ég
þori ekki að segja hana efnilega,
hún er greinilega komin yfir það
og orðin virkilega fær. Hún túlk-
aði Lillu allt frá því hún var fóstur
í móðurkviði þar til lífið kvaddi
og sendi hana út á vinnumarkað-
inn. Leikritið var fært til nútím-
ans, þar sem höfundurinn sjálfur
fékk sín skot sem spyrill spurn-
ingakeppni framhaldsskólanna.
Ljósabúnaðurinn í salnum var
mikill en hefði getað verið betur
nýttur á stundum.
Hljómsveitin Gróskumikill-
garnabrúskurinnbærðistíand-
varanum (þetta er víst eitt orð þó
íslenzkar stafsetningarreglur segi
annað) sá um tónlist, sem var
bæði frumsamin og „aðfengin".
Þó sýningin væri ekki söngleikur
var tónlistin stór þáttur í henni.
Hún var vel leikin og léttilega,
með góðum trommum og bassa í
grunninn.
Þetta er góð og umfram allt
skemmtileg sýning sem nemendur
FVA setja upp á Skaganum og
gaman væri að sjá víðar í framtíð-
inni.
Heimir Viðarsson