Morgunblaðið - 12.03.1997, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 12.03.1997, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR ÞAÐ er gleðidagur í lífi hverrar fjölskyldu þegar lítið bam fæðist, foreldrar, systkini, afar og ömmur hafa beðið með mikilli eftir- væntingu eftir litla baminu. Allir gera ráð fyrir að barnið verði fullburða og heilbrigt. Þannig er það líka sem betur fer í flestum til- fellum. Stundum er barnið þó ekki heil- brigt. A hveiju ári fæðast 40-50 hjartveik böm. Það er misjafnt hvenær hjartagalli uppgötvast, oft á fósturstigi eða fljótlega eftir fæð- ingu, en stundum nokkm seinna. Það er ólýsanlegt áfall að fá þá vitneskju að litla nýfædda barnið sé með alvarlegan hjartagalla, þurfi að fara í aðgerð, oft strax og jafnvel að það þurfi að fara utan í aðgerð. Tvísýnt sé um líf bamsins. Eftir séu fleiri aðgerðir og jafnvel sé óvíst hvort barnið verði nokkurn tíma heilbrigt. Hver er réttur barnsins? Kona sem nýbúin er að fæða barn er afar illa undirbúin fyrir slíkt áfall. Ef aðgerðar er þörf strax tekur við sjúkrahúsdvöl barnsins. Það er aðskilið frá móð- urinni, það er ekki á brjósti, móðir- in þarf að mjólka sig í vél og halda mjólkinni svo barnið fái þó móður- mjólkina. Aðstaða fyrir foreldra á vökudeild Landspítalans er það bágborin að móðirin getur tæplega verið hjá baminu nema „koma í heimsókn" þannig að við taka ferð- ir í heimsóknir oft á dag. Aðstæður fjölskyldunnar ger- breytast, það má segja að „öll fjöl- skyldan veikist með barninu". Ef foreldrarnir þurfa ekki að fara utan með barnið er móðirin allan daginn að koma eða fara í heim- sóknir á spítalann, faðirinn reynir líka að komast í heimsóknir, en reynir jafnframt að sinna sinni vinnu. Við eigum rétt á að vera samtals 7 daga á ári heima hjá veikum börnum okkar. Hver er réttur barns- ins? Það er enginn tími fyrir hin börnin, það er yfirleitt enginn tími til neins, þrif, þvottar, fjármál, samvera fjöl- skyldunnar, allt má bíða þar til seinna. Öll athyglin og orkan beinist að litla veika barninu sem er að berjast fyrir lífi sínu, foreldrarnir eru sorg- bitnir, áhyggjufullir og örþrejrttir, oft tek- ur það marga mánuði að losna við þreytuna úr líkamanum. Engin áfallahjálp Þessi fjölskylda getur lent í mikl- um erfiðleikum, stundum býr fjöl- skyldan ekki á höfuðborgarsvæð- Aðstæður íj'ölskyldunn- ar gerbreytast, segir Hallfríður Kristins- dóttir. Það má segja að hún „veikist“ öll með barninu. inu, eldri bömin em í skólum í sinni heimabyggð og ekki auðvelt að flytja þau til Reykjavíkur, eldri börnin em því mjög afskipt og oft í langan tíma. Þau hafa líka orðið fyrir miklu áfalli og foreldrarnir geta ekki stutt þau, hafa hvorki orku né tíma eða hafa jafnvel þurft að flytja tímabundið til Reykjavík- ur. Það er ekki fyrr en litla bamið er farið að sýna vemleg batamerki að hægt er að fara að huga að þeim. Hvaða aðstoð fær þessi fjöl- skylda? Það er engin áfallahjálp í boði fyrir fjölskylduna. Sjúkrahús- presturinn veitir ómetanlega aðstoð en hann er oft störfum hlaðinn. í allra erfiðustu tilfellunum geta for- eldramir en ekki eldri börnin feng- ið aðstoð á geðdeild Landspítalans. Félagsráðgjafí er ekki starfandi á bamadeild Landspítalans hvað þá sálfræðingur. Mörg hjartveik böm þurfa að bíða árum saman eftir að fá bót meina sinna. Þessi börn þurfa mörg að nota hjartalyf, eru oft veik, og eiga í erfíðleikum með að fylgja jafnöldrum sínum í leik, geta til dæmis ekki spilað fótbolta. Þau eru oftast að bíða eftir aðgerð- um, eru sjálf kvíðin og foreldrarn- ir sífellt áhyggjufullir og kvíðnir vegna heilsu þeirra. Uppeldi veikra barna Hjartveik börn þurf mjög á fjöl- skyldu sinni að halda og þau fá mikla athygli. Foreldrar þeirra þurfa að takast á við uppeldisað- stæður sem þeir þekkja ekki af fyrri reynslu. Mjög lítið er til dæm- is almennt skrifað eða rætt um uppeldi veikra barna. Hvernig mætir svo grunnskólinn þörfum þeirra? Það væri mikill stuðningur að geta ráðfært sig við aðila með sérþekkingu á uppeldi barna við þessar aðstæður, bæði hjartveika barnsins og systkina þess. íslendingar vilja að vel sé búið að börnum sínum og mjög margt hefur verið bætt á síðustu árum hvað varðar aðbúnað þeirra. Mér finnst þó að þjóðfélagið geri alls ekki ráð fyrir börnum með lang- vinna sjúkdóma. Þau virðast ekki eiga neinn rétt hvorki til að hafa foreldra sína hjá sér í veikindum né t.d. aðstoð kennara heima hvað varðar nám. Áfallahjálp fyrir fjölskyldur ætti að vera sjálfsögð þegar barn grein- ist með jafn alvarlega sjúkdóma og hjartasjúkdómar eru. Nauðsynlegt er að félagsráðgjafí sé starfandi á bamadeild Landspít- alans foreldrum til aðstoðar, þegar svo alvarleg veikindi sem hjarta- gallar koma upp og líf fjölskyldna gerbreytist - oft um langan tíma. Nauðsynlegt er einnig að for- eldrar hafi aðgang að sálfræðingi sér að kostnaðarlausu, þegar svo erfiðar aðstæður verða í lífi fjöl- skyldunnar. Höfundur er skrifstofumaður og í stjórn Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna. Að eignast hjartveikt barn Hallfríður Kristinsdóttir Stofnun landssamtaka um beinvernd Á SEINNI árum hefur orðið ljóst að beinþynning er vaxandi heil- brigðisvandamál í vestrænum lönd- um. Niðurstöður íslenskra rann- sókna á beinþéttni og tíðni brota er tengjast beinþynningu, einkum meðal kvenna, benda til þess að vandamálið sé síst minna hér en í nágrannalöndunum. Reyndar er brotatíðnin hærri á Norðurlöndun- um en víðast hvar annars staðar í heiminum. Tíðni þessara brota meðal karla er helmingi minni en kvenna, en er samt umtalsverð. Þau beinbrot sem tengd eru beinþynn- ingu eru einkum brot á framhand- legg, hryggsúlu og mjöðm. Þannig á a.m.k. önnur hver kona sem náð hefur fímmtugsaldri eftir að hljóta eitt eða fleiri þessara brota. Fyrir- sjáanlegt er að með auknum fjölda aldraðra hér á landi á næstu árum kemur tíðni brotanna til með að vaxa verulega ef ekki er hægt að draga úr tíðni þeirra. Er jafnvel talað um faraldur 21. aldarinnar í því sambandi. Það er til mikils að vinna fyrir einstaklingana og þjóðfélagið að reyna að koma í veg fyrir beinbrot sem tengd eru beinþynningu og verða við lítinn áverka sem sterk í ávarpi í tilefni af stofn- un Beinverndar segir, að þekking nú til dags gefi góða von um, að draga megi úr tíðni beinbrota vegna bein- þynningar. bein þola. Á seinni árum hefur þekking okkar aukist verulega á eðli og orsökum beinþynningar og miklar framfarir orðið í greiningu og meðferð hennar. Þannig hefur hlutverk næringar, einkum kalks og D-vítamíns, sem hdst má fá úr mjólkurmat og lýsi, skýrst verulega enda þótt mörgum spurningum á því sviði sé enn ósvarað. Mikilvægi hreyfíngar og líkamsþjálfunar til vaxtar og viðhalds beinum hefur orðið ljósara en áður og er ef til vill sá þáttur í forvörnum sem á eftir að skila mestum árangri. Hér vantar þó enn rannsóknir á því hvaða þjálfun hentar best fyrir mismunandi aldurshópa. Mikilvægi eðlilegrar hormónastarfsemi fyrir vöxt og viðhald beina hefur einnig orðið ljóst og gildi hormónameð- ferðar eftir tíðahvörf hjá sumum konum er nú viðurkennd. Stór hluti kvenna hefur hins vegar það sterk bein að hormónameðferðar er ekki þörf og sumar konur þola ekki slíka meðferð. Nýlega er farið að nota aðra gerð lyfja (biphosphonate) sem ekki er hormónalyf en vernda bein og hindra frekara beintap. Þessi lyf lofa góðu en eru hins vegar ekki fylgikvillalaus og tals- vert dýr. Því þarf að skoða vel hvaða einstaklingum henta þessi lyf best. Best er að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann og leggja ríka áherslu á forvarnir meðal barna og unglinga og inn- ræta með þeim mikilvægi hollrar og góðrar næringar og hreyfíngar og það að láta tóbakið eiga sig. Það skiptir miklu máli að fínna þá einstaklinga sem eru með bein- þynningu til að geta gefið þeim ráð um breytt mataræði, meiri líkams- þjálfun, hormón eða önnur lyf. Ný tækni hefur gert það mögulegt að mæla beinþéttni og þannig er unnt að meta hættu á beinbrotum á svip- aðan hátt og gert er með blóðþrýst- Hjartveik börn á Norðurlöndum NEISTINN, styrkt- arfélag hjartveikra barna, var formlega stofnað 9. maí 1995 og varð 11. deild Landssambands hjartasjúklinga í sept- ember 1996. Enda þótt félagið sé ungt er mik- ill kraftur í því og var Neistanum meðal ann- ars boðið að taka þátt í Norðurlandaþingi sem foreldrafélög hjartveikra barna héldu í Gautaborg 20. - 22. september á liðnu hausti. Foreldrafélög hjartveikra barna á Norðurlöndum hittast árlega og er mikill akkur fyrir okkur foreldra á íslandi að kynnast grónu starfi þessara félaga. Félögin annarstaðar á Norður- löndum eru öll um og yfir tuttugu ára gömul og eru flest ríkisstyrkt. Þau eru mjög stöndug og á þeirra vegum er félagsmönnum boðið upp á félagslega og jafnvel sálfræði- lega þjónustu. Þetta vantar sárlega hér á landi vegna þess að langvar- andi veikindi barna hafa í för með sér gífurlegt álag á börnin sjálf og aðstandendur þeirra. Fjölskyld- urnar þurfa því bæði leiðsögn og aðstoð í erfiðri glímu. Hvenær verður hjartabarnið fullorðið? Aðalumræðuefnið á þinginu var spurningin um það hvenær hjarta- barnið verður fullorðið? Hvenær á að sleppa hendinni af barninu og láta það fara til „fullorðinslæknis“? Einn læknirinn sagði frá 35 ára gömlum sjúklingi sínum, sem kem- ur alltaf með móður sinni þegar hann fer í skoðun. Og alltaf er það móðirin sem svarar þegar læknir- inn spyr um líðan sjúklingsins. Foreldrum hættir til að ofvernda veiku börnin sín og við ræddum á þinginu leiðir til þess að gera þau sjálfstæðari. Það kom meðal ann- ars fram í umræðu unglinga frá Svíþjóð að þeir vilja ekki sitja á ingsmælingu m.t.t. heilablóðfalls og kólesterólmælingu m.t.t. hættu á kransæðasjúkdómum. Segja má að þekking okkar í dag gefi góða von um að draga megi úr tíðni beinbrota sem tengjast bein- þynningu. Til að svo megi verða þarf að miðla þeirri þekkingu til almennings og stjómvalda. A veg- um Landlæknisembættisins hefur hópur áhugafólks á þessu sviði und- irbúið stofnun landssamtaka um beinvernd. Að þessu verki hafa kom- ið lærðir og leikir, frá Kvenfélaga- sambandi Islands, Félagi eldri borg- ara, Gigtarfélagi íslands, Manneld- isráði, Heilsueflingu og ýmsum heil- brigðisstéttum. Megintilgangur slíkra samtaka yrði fræðsla til al- mennings, með fræðslubæklingum og fræðslufundum, ásamt hvatn- ingu til frekari rannsókna á þessu sviði á íslandi og til aukinna sam- skipta við sambærileg félög sem starfa víða um lönd. Slík erlend félagasamtök hafa einmitt orðið til þess að auka þekkingu almennings og stjómvalda vemlega á beinþynn- ingu og sú er einnig vonin með stofn- un Beinvemdar á Islandi. Stofnfund- ur Beinvemdar verður haldinn mið- vikudaginn 12. mars kl. 16 í Nor- ræna húsinu og em allir velkomnir. Ólafur Ólafsson landlæknir, Drífa Hjartardóttir formaður Kvenfélagasambandsins, Gunnar Sigurðsson prófessor, Anna Björg Aradóttir verkefnisstjóri Heilsueflingar. lækningastofum full- um af leikföngum og litlum börnum. Margt fleira var rætt á Norðurlanda- þinginu. Fjallað var t.d. um tryggingar á veikum börnum, en það er eitt af vanda- málunum að ekki er hægt að kaupa trygg- ingar fyrir veik börn. Þá var einnig tekin fyrir nauðsyn þess að koma á samstarfi lækna, íþróttakennara og íþróttafélaga, vegna þess að flest hjartveik börn langar til þess að stunda einhveijar íþrótt- ir og sum þeirra geta það innan vissra marka sem setja má í sam- starfí af þessu tagi. Síðast en ekki síst var rætt um líffæragjafir. Þetta er viðkvæmt mál en ákaflega nauðsynlegt að það sé rætt opin- Hjartveik böm og aðstandendur á íslandi, segir Ragna Svein- björnsdóttir, geta haft gagn af norræna samstarfinu. skátt og af alvöru hér á landi sem annarstaðar. Líf liggur við að sköp- uð sé jákvæð afstaða til líffæra- gjafa á íslandi. ísland með í sumarbúðastarf Sumarbúðastarf félaganna vakti athygli. NORD-KAMP heita árleg- ar sumarbúðir sem haldnar eru fyrir hjartveika unglinga og er okkur Islendingum boðin þátttaka í þeim næsta sumar. Löndin skipt- ast á um að hafa sumarbúðirnar og verða þær í Danmörku eða Finnlandi á sumri komanda. í Svíþjóð eru sumarbúðir fyrir foreldra hjartveikra barna, þar sem foreldrar hittast og ræða saman. Einnig eiga þeir þess kost að ræða við sálfræðinga og félagsfræðinga meðan börnin eru í leik og starfi ásamt aðstoðarfólki á sumarbúða- svæðinu. Eg átti þess að skoða bamagjör- gæsludeildina á Östrasjúkrahúsinu í Gautaborg undir leiðsögn Ragn- heiðar Alfreðsdóttur hjúkrunar- fræðings, sem þar starfar. Barna- spítalinn er mjög vel útbúinn á alla lund, fullkomin tæki, góð að- staða fyrir foreldra sem þurfa að dvelja með börnum sínum, og stór- kostlegur aðbúnaður fyrir börnin. Þetta minnti fremur á leikskóla en sjúkrahús. Það er óskandi að við eignumst svona vel búinn barna- spítala í framtíðinni. Þess skal getið að Ragnheiður sat með mér á þinginu ásamt Ásdísi Stefáns- dóttur hjartaþega, og Sigrúnu Sig- urðardóttur, móður Halldórs Ósk- arssonar hjarta- og lungnaþega, en Ásdís var til eftirlits á Sa- hlgrenska sjúkrahúsinu, og Hall- dór að bíða eftir líffærum. Þegar við komum til þings í september voru þau mæðgin búin að bíða í tæpt eitt ár þarna úti. Hjartveik börn á íslandi og að- standendur þeirra geta haft bæði gagn og gaman af þessu norræna samstarfi. Það sannfærðist ég um á þinginu í Gautaborg og af þeim fræðslugögnum og upplýsingum sem Neistinn, styrktarfélag hjart- veikra barna á íslandi hefur fengið frá félögunum annarstaðar á Norð- urlöndum. Höfundur er ritari Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna. Ragna Sveinbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.