Morgunblaðið - 12.03.1997, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 31
f
ísuvíkurberg við hrikalegar aðstæður að flaki Þorsteíns GK sem fórst þar í fyrradag
virðist þyngdaraflið vera á reiki, en þegar halli skipsins þar sem það liggur í ÞORSTEINN GK er með öllu ónýtur stjórnborðsmegin og þess ekki langt að bíða að brimið
ir bjarginu er tekinn með í reikninginn, er augljóst hvernig í pottinn er búið. berji hann í sundur.
Morgunblaðið/Golli
iist björgunarsveitarmönnum erfið yfirferðar og ekki bætti úr skák að olía hafði sest á hana með þeim
afleiðingum að grjótið var enn hálla en ella.
þótt erfitt sé að segja til um áhrif
þess á fuglalíf. Menn hafí ekki séð
dauða fugla af völdum olíunnar í
gær.
„Brimið sér um að farga flakinu
og að fenginni reynslu frá þeim tíma
þegar Steindór GK strandaði undir
bjarginu 1991, vitum við að það
mun ekki taka langan tíma að
hverfa.“
Leiguskip ekki á lausu
Guðmundur Þorsteinnson útgerð-
armaður Þorsteins GK segir að byij-
að sé að svipast um eftir nýju siripi
í stað þess sem fórst, en þær þreif-
ingar séu skammt á veg komnar.
Helst vilji útgerðin leigja traust
skip án áhafnar, en þau liggi ekki
á lausu.
Seinustu andartök
vertíðarbáts
SMÍÐ AVERK manna má sín lítils
gegn ógnarkrafti náttúruaflanna
eins og kom glöggt í ljós þegar
Þorsteinn GK strandaði undir
Krísuvíkurbergi á mánudag. Skip-
ið var um 800 faðma frá landi
þegar lögð voru net sem flæktust
skömmu síðar í skrúfunni, þannig
að skipið varð stjórnlaust og tók
að reka að landi.
Þorsteinn var um 600 faðma frá
Iandi þegar tókst að koma anker-
um út og stöðvaðist rekið í
skamma stund, eða um hálftíma.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var
komin á vettvang áður en skipið
slitnaði upp og 15.37 lenti hún á
bjargbrúninni og beið átekta. Sjö
mínútum síðar var byijað að hífa
sex skipveija um borð í þyrluna,
þegar seinna ankerið gaf sig og
Þorsteinn barst áfram til lands.
Meðan skipið færðist nær voru
seinustu fjórir mennirnir úr
áhöfninni hífðir upp.
Samk væmt tí mamælingum
áhafnar TF-LÍF liðu aðeins 23
mínútur frá því að sigmaður þyrl-
unnar yfirgaf skipið seinastur
manna klukkan 16.17, eftir að
hafa sótt skipstjóra Þorsteins, þar
til skipið hafði rekið upp í land
og tók að lemjast við stórgrýtið í
fjörunni.
Þegar sigmaðurinn var hífður
um borð í þyrluna, voru aðeins
um 150 metrar í að skipið færi í
bjargið og örskömmu síðar fylltist
það af sjó og valt á hliðina. Næsta
fylla fleygði skipinu upp í stór-
grýtið klukkan 16.42 þar sem
hnefi hafsins hefur barið á því
síðan og er það talið ónýtt.
ÞORSTEINN er kominn að landi á rúmlega tuttugu SKIPIÐ er oltið og brimið fleygir því eins og hveijum öðrum reka upp 1 stórgrýtið, þar sem þess bíður aðeins að liðast
mínútum og tugi metra hátt bjargið gnæfir yfír hann, í sundur. Ljóst þykir að einhver náttúruspjöll verði af flakinu og hefur olía meðal annars lekið út. Erfítt er þó að meta
örskömmu áður en náðarhögg sjávar ríður yfir. áhrif umhverfisspjallanna á fuglalíf.