Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.03.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1997 39 — ekki iengur fögur. Kynni okkar Herdísar Bimu voru ekki löng. Vissulega þekkti ég hana eins og alþjóð enda var hún kunn af störfum sínum á Stöð 2 og Bylgj- unni. Hins vegar kynntist ég henni ekki náið fyrr en við ferðuðumst saman til Sarajevo skömmu fyrir þarsíðustu jól. Sú ferð varð einstak- lega minnisstæð fyrir margra hluta sakir. Atburðir sem þar gerðust urðu til þess að sauðimir voru skild- ir frá höfmnum meðal ferðafélag- anna. Við Dísa þreyttum ekki aðeins kapphlaup upp á sjöundu hæð sund- urskotins Hoiiday Inn hótelsins við leyniskyttutröð í Sarajevo. Við urð- um vinir og naut ég þess þegar ég sætti þungum ásökunum síðar í kjöl- far ferðarinnar að geta leitað til hennar. Dísa var á þeim tíma í starfi hjá „andstæðingnum“ þar sem ég vann fyrir Ríkissjónvarpið en hún á „that other channel“ eins og við sögðum þá. Dísa studdi mig heils- hugar - ekki vegna þess að hún hefði af því nokkurn hag, heldur af því að hún var sammála mínum májflutningi. Óhætt er að segja að áhugi hafi kviknað hjá mér á Stöð 2 vegna Sarajevo. Frásagnir Dísu vom þess eðlis að mér leist ekki illa á þann félagsskap. Þegar mér bauðst starf þar nokkmm mánuðum síðar, hringdi ég samstundis í hana. Hún sagði mér kost og löst á starfinu og hennar ráðum treysti ég fullkom- lega. Mér er til efs að ég starfaði á Stöð 2 nú, ef hennar hefði ekki notið við. Þegar á Stöð 2 var komið, komst ég að raun um að Dísa sjálf var líf- ið og sálin í þeim félagsskap sem mér hafði litist svo ágætlega á. Svo gott var skap hennar, æðmleysi, kímnigáfa, nærgætni og skarp- skyggni að manni fannst það góð byrjun á degi að komast að því að morgni dags að Dísa væri á vakt- inni. Allt þar til mér barst símtalið til Ródos. Tíminn varð naumari en nokkur ætlaði. Símhringingarnar urðu of fáar. Það leið of langt á milli þess að við hittumst. Eiginlega vildi enginn viðurkenna að þú værir sjúklingur og kannski hjálpaði æðmleysi þitt og hreysti mörgum okkar við að ala á þeirri sjálfsblekk- ingu að allt færi vel að lokum, og að stundaglasið væri ekki að renna út. Síðast þegar ég hringdi varstu með geísti og þú ætlaðir að hringja aftur. Ég bíð enn eftir því símtali og reyni að sætta mig við að það komi aldrei. Dísa, þú áttir yndislega fjöl- skyldu, það höfum við séð á undan- förnum mánuðum. Foreldrum þín- um, Emi Bjamasyni og Áslaugu Guðbrandsdóttur, flyt ég samúðar- óskir okkar Ásdísar. Umfram allt er hugurinn hjá dóttur þinni, Ömu. Henni get ég fátt sagt til huggun- ar, ókunnur maðurinn, annað en að hún átti frábæra móður og það var mér heiður að vera vinur hennar. Okkar bíður nú að tína spegilbrot minninganna úr hjartastað og raða þeim saman í eina heild og varð- veita hana sem ævarandi minningu okkar um þig. Árni Snævarr. Hún kom máske ekki ýkja óvænt, fregnin sem barst hingað austur á Iand um að hún Dísa væri dáin. En hversu sem hún og aðrir voru við því búnir að þessi yrði endirinn á baráttu hennar fyrir lífi sínu verður hann aldrei ásættanlegur og aldrei skiljanlegur. Það fær engin mannleg hugsun skilið og ekkert hjarta með- tekið að fólk í blóma lífsins skuli mega lúta í lægra haldi fyrir dauð- anum með svo grimmilegum hætti. Við sem eftir stöndum svo miklu fátækari undrum okkur á miskunn- arleysinu, en reynum um leið í gegn- um harminn að lofa það sem mikils var vert, líf þessarar yndislegu konu sem gaf öllum svo mikið sem kynnt- ust henni. Það eru ófáar minningar sem þjóta í gegnum hugann; hjól- reiðatúramir, snjósleðaferð upp á jökul með krökkunum, heimsóknirn- ar á Selfoss eða bara kertaljósin ótalmörgu í stofunni þeirra Örnu. Liturinn í þeim minningum er mjúk- ur og tónninn sleginn hjartahlýju, bjartsýni og lífsgleði sem Dísa átti öðrum meira af. Mikilli lífsgleði, sem við fáum nú ekki lengur notið vegna atburðarás- ar sem var hraðari og óttalegri en támm taki. Enginn átti meira skilið en Dísa að njóta langra og fullra lífsdaga, enginn átti meira tilkall til hamingjunnar, einmitt af því að hún kunni öðmm betur að lýsa upp lífið með nærvem sinni. Og brosinu sínu mjúka. Það er sárt að kveðja. Enn er margt ósagt sem verður ekki sagt úr þessu. Margt ógert sem aldrei verður. En þökk sé fyrir það sem var. Hjartans Arna: Við Stefán hugsum hlýlega til þín í þeirri ein- lægu trú að minningin um ástríka mömmu verði það veganesti sem bezt mun reynast. Fjölskyldunni allri vottum við okkar dýpstu samúð. Karl Th. Birgisson. Hvar eru þau pll, sem hrynja yfir mína sorg, hálsar, sem skýla minni nekt með dufti? í svartnætti eilífðarinnar flýgur rauður dreki og spýr eitri. Sól eftir sól hrynja í dropatali og fæða nýtt líf og nýja sorg. (Jóhann Siguijónsson) Hún Dísa var hetja, ein af þessum manneskjum sem em stærri og sterkari en lífíð sjálft. En samt þurfti hún að fara. En ekki langt. Því þegar maður lítur upp í svartan himininn finnst manni að ný og skær stjarna hafi kviknað. Stjarnan hennar Dísu. Hún mun leiða okkur fram og vaka með okkur. Við þökkum Dísu fyrir góðar stundir. Elsku Ama, foreldrar, systkini, Guð veri með ykkur og styrki ykkur í sorginni._ Áslaug Snorradóttir, Páll Stefánsson. Elsku Dísa. Þú hljóðláta mær með skarpa sýn á tilvemna. Þú leiðst um með ljúft íbyggið bros. Aldrei sá ég þig óða- mála en oft hugsandi um hvað færi frá þér í orðum og oftar en ekki fylgdi ljúft bros á eftir. Sannur lífskúnstner, kunnir að meta tímalaust augnablikið og njóta fegurðar lífsins. Fegurð hafðir þú gaman af og naust vel en yfírborðsmennska var ekki þér að skapi. Fegurðin laðaði fram fallegan þráð í þér. Því varð ég oft vitni að. Takk fyrir að leyfa mér að sjá þann þráð. Svo kom kallið stóra of fljótt, alltof fljótt. Æðmleysi þitt að lífs- lokum er mér reynsla sem mun verða mér lærdómsrík og dýrmæt minning. Ég hélt ekki að það væri til það hugrekki sem þú sýndir þeg- ar það var ljóst að þú yfírgæfír þetta líf. Takk fyrir að leyfa mér að verða vitni að svo miklum mannlegum styrk sem þú sýndir. Þú komst falleg í þennan heim. Gafst af þér í 33 ár. Stærsta gjöf þín er Ama Ösp. Þú kvaddir þennan heim hugrökk og falleg. Þess óska ég innilega að allar þínar óskir um góða framtíð Ömu Aspar í lífínu megi rætast. Eg vona að Guð og góðar minn- ingar sefí sáran söknuð aðstandenda þinna. Takk fyrir samverustundimar, Dísa mín. Vertu sæl. Heba Helgadóttir. Dísa hafði stundum á orði að hún kynni ekki að vera veik. Þótti henni skjóta skökku við að hún, sem vart hafði orðið misdægurt á ævinni, og ekki fengið kvef svo heitið gæti, þyrfti nú að liggja í rúminu, svona án alls undirbúnings. Eitt það síð- asta sem hún sagði við mig var, að nú væri hún öll að hressast, mér yrði „ekki undankomu auðið“ og neyddist því til að hitta hana áður en ég héldi í sollinn utan landstein- anna, hún væri í nýrri lyfjameðferð, aukaverkanimar væm „svotil eng- ar“ og svo væri hún líka komin með nýtt hár í ofanálag, „eins og fíðrað- ur fuglsungi". Þannig var Dísa þar til yfír lauk; gaf öllum barlómi langt nef. Dísa gaf eigin þjáningum líka lít- inn gaum, en vakti þess í stað at- hygli á ýmsu óréttlæti sem hún taldi veikt fólk og aðstandendur þess beitta. Hún þreyttist líka seint á að lofa starfsfólk sjúkrahúsanna og dáðist að atorku þess við aðstæður sem henni þóttu lítt fallnar til árang- urs. Ekki fór hún varhluta af áhrifum sumarlokana og þurfti reyndar að liggja úti á gangi fyrir allra augum, í algerri óvissu um eigin afdrif, áður en sjúkdómsgreining lá fyrir. Þá munaði minnstu að hún missti móð- inn, sagði hún. Það gerði hún auðvit- að ekki og ekki heldur þegar hún þurfti til skamms tíma að styðjast við hækju vegna kvala í fæti. Þá mátti líka minnstu muna, sagði hún jafnframt. Ekki var heldur að finna á henni bilbug þegar hver meðferðin á fætur annarri brást. Þannig var Dísa og þegar meininu óx ásmegin í lík- amanum óx hún bara í andanum í staðinn. Hún gleymdi ekki að hafa áhuga á velferð annarra, þótt ólýs- anlegur sársauki væri hennar dag- lega brauð, lifði sig af einlægum áhuga inn í það sem var á döfínni hjá hveijum og einum og gerði sér sérstakt far um að sýna meiri ástúð og hlýju en nokkru sinni fyrr. Þá gerði hún hnyttnar athuga- semdir um hvaðeina og mælti til dæmis fjálglega gegn skrifum starfssystur sinnar um gervihnatta- leiðsögu og hávaðamælingar og spurði hvers rúmliggjandi lesendur ættu eiginlega að gjalda. „Góða skemmtun í vinnunni, ég hugsa til þín með djúpri vorkunn," bætti hún við. „Heyrumst glaðar," sagði hún líka og stríðnislegur hláturinn mun enduróma í minningunni um ókomna tíð. Við Dísa kynntumst fyrir 12 árum í Háskólanum, enda ekki annað hægt en að laðast að þessari björtu og fallegu konu, með kankvislegt brosið og grænleit augun full af glettni, að gáfum hennar og mann- kostum öðrum ólöstuðum. Aldrei hef ég séð 159 sentímetrum betur varið. Dísa skaut föstum en meinlausum skotum að vinum sínum og gantað- ist stundum með stærðarmuninn sem á okkur var, bæði langsum og þversum. Stundum sagði hún sög- una af því þegar hún var næstum fokin út í buskann í einhveiju illviðr- inu, ekki ólíkt Ömmu skógarmús í Hálsaskógi. Ekki man ég lengur hvað við vorum að flækjast milli húsa í fár- viðrinu en Dísa fauk af stað og því ekki annað að gera en að henda hana á lofti og halda fast þar til veðrinu slotaði. Hins vegar gat eng- inn mannlegur máttur haldið henni „Ömmu mús“ þegar aðrir vindar og meinlegri feyktu henni í burtu frá ástvinum sínum. Þeir sem eftir sitja geta ekki annað en minnst hennar með aðdáun, þakklátir fyrir að hafa fengið að njóta nærveru hennar um lengri eða skemmri tíma. Ég votta þeim mína innilegustu samúð. Dísa reyndi að rugla manninn með ljáinn í ríminu sem henni frek- ast var unnt. Hún mætti örlögum sínum af stakri hugprýði og var oftar en ekki að heiman, líkt og hún vildi segja: „Afsakið, ligg banaleg- una. Skrapp frá. Kem aftur eftir kortér.“ Þótt ég hefði ekki nema brota- brot af þeirri reisn sem einkenndi Dísu mætti ég vel við una. Fram- ganga hennar er svo sannarlega til eftirbreytni. Hvíli hún í friði. Helga Kristín Einarsdóttir. Með nokkrum orðum vil ég segja hvað Dísa frænka var góð. Hún var aldrei reið og skammaði engan og hún var gædd góðri kímnigáfu. Nú vona ég að henni líði vel hjá Guði. Nú getur hún talað við ömmu og afa. Við skulum passa Ömu sem henni þótti vænst um af öllu í heim- inum. Guð geymi Dísu frænku. Jóhann Birkir Guðmundsson. + TRYGGVI JÓNSSON frá Skeggjabrekku, Ólafsfirði, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstudaginn 7. mars. Jarðsungið verðurfrá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 15. mars kl. 14.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans er bent á dvalarheimilið Hornbrekku. Aðstandendur. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EYJÓFLUR KONRÁÐ JÓNSSON, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 14. mars kl. 13.30. Guðbjörg Benediktsdóttir, Benedikt Eyjólfsson, Margrét Beta Gunnarsdóttir, Sesselja Auður Eyjólfsdóttir, Guðmundur Ágúst Pétursson, Jón Einar Eyjólfsson, Herbjörg Alda Sigurðardóttir og barnabörn. 4f. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVAVAR HALLDÓRSSON verslunarmaður, Dyngjuvegi 14, Reykjavík, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans 26. febrúar sl. Útför fór fram í kyrrþey 6. mars. Við þökkum af alhug öllu því starfsfólki, sem veitti honum læknishjálp og hjúkrun. Ættingjum okkar og vinum þökkum við samúð og vinarhug. Björg Jónsdóttir, Kristín Svavarsdóttir, Svavar Svavarsson, Jón Pétur Svavarsson, Halldór Trausti Svavarsson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og stjúpfaðir, ALFREÐ JÚLÍUSSON, Víðilundi 24, Akureyri, sem lést fimmtudaginn 6. mars, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju á morgun, fimmtudaginn 13. mars kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. 'r* Lukka Ingibjörg Þorleifsdóttir, Margrét Alfreðsdóttir, María Alfreðsdóttir, Þór Valtýsson. + Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur okkar, mágkonu og frænku, MAGNEU ÁRNADÓTTUR, Kirkjuvegi 11, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Sjúk- rahúsi Suðurnesja fyrir þá elsku og umönnun sem henni var sýnd Svava Árnadóttir, Halldóra Árnadóttir, Guðrún Árnadóttir, Páll Árnason, Dóróthea Friðriksdóttir, Þuríður Halldórsdóttir og systkinaböm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.