Morgunblaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D 61. TBL. 85. ÁRG. FÖSTUDAGUR14. MARZ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Upplausnin og stjórnleysið í Albaníu breiðist út um allt landið Ný stjórn allra flokka biður um aðstoð NATO Aukið bil í Bretlandi London. Reuter. SAMKVÆMT skoðanakönn- un ORP-stofnunarinnar fyrir breskt veðmangarafyrirtæki hefur bilið milli fylgis Verka- mannaflokksins og íhalds- flokksins aukist. Bilið milli flokkanna er 24% samkvæmt könnun ORP og hefur aukist úr 19% frá sam- bærilegri könnun stofnunar- innar fyrir tveimur mánuðum. Fylgi Verkamannaflokksins er í dag 53% en fylgi íhalds- flokksins 29%, samkvæmt könnuninni. Fylgi íhaldsflokksins hefur minnkað úr 32% í 29% frá því í janúar en fylgi Verkamanna- flokksins aukist úr 51 í 53% á sama tíma. ■ Segja harða/23 Lezhe, Moskvu, London. Reuter. SALI Berisha, forseti Albaníu, og allir stjórnmálaflokkar í landinu báðu í gær um aðstoð Atlantshafs- bandalagsins, NATO, við að koma á lögum og reglu í landinu. Ókyrrðin í Albaníu hefur nú breiðst til norður- hluta landsins þar sem vopnum var rænt úr herstöð skammt frá Tirana, höfuðborginni. í hjálparbeiðninni, sem send var Vestur-Evrópusambandinu, varnar- samtökum Vestur-Evrópuríkja, sagði, að öll stjórnmálasamtök í Albaníu væru sammála um, að ut- anaðkomandi hernaðaraðstoð væri nauðsynleg „til að koma á lögum og reglu og tryggja fullveldi ríkis- ins“. Var beiðnin send aðeins nokkr- um klukkustundum eftir að bráða- birgðastjórn undir forsæti sósíalist- ans Bashkims Fino sór embættiseið. Stjórnleysið í Albaníu virðist vera að breiðast út um allt landið en fram að þessu hefur uppreisnin takmark- ast við suðurhlutann. í gær var vopnum stolið úr herstöð skammt frá Tirana en þar voru að verki stuðningsmenn Berisha. Talið er, að þeir séu að vopnast vegna hugs- anlegra átaka í landinu. Þá hefur mikið verið rænt og ruplað í Tir- ana, ekki síst matvælum, sem fólk hamstrar af ótta við upplausn og átök. Engu er líkara en albanski herinn hafi gufað upp og margir hermenn eru flúnir til héraða sinna. Þar hafa þeir gengið til liðs við uppreisnar- menn eða aðra flokka, sem ráða hveijum stað. Vopnabirgðir hersins eru nú í hvers manns höndum og stundum hjá glæpamönnum, sem uppreisnarmenn hafa sleppt úr fang- elsi. Áhafnir þriggja albanskra varð- skipa gáfu sig í gær fram við ítalska sjóherinn og tvær albanskar herþyrl- ur lentu í ítölsku borginni Brindisi. Voru þá aðrar fjórar á leiðinni. Þá var kaupskip, sem_ Albanir höfðu rænt, á leiðinni til Ítalíu. Tvö börn Berisha forseta, piltur og stúlka, bæði á þrítugsaldri, voru sögð meðal þeirra sem komu með skipi til Bari á Ítalíu í gær. Voru þau með vegabréf stjórnarerindreka og í fylgd fimm lífvarða. Italir, Rússar, Bandaríkjamenn og Bretar fluttu í gær landsmenn sína og aðra útlendinga frá Albaníu. Reuter ÍSRAELSKAR stúlkur, sem komust lífs af úr skotárásinni, fá útrás fyrir tilfinningar sínar. Arásin gæti leitt tilmein Jerúsalem. Reuter. MESTA mildi þykir að ekki skyldu fleiri deyja er jórdanskur landa- mæravörður hóf fyrirvaralaust skothríð á hóp ísraelskra skóla- stúlkna í gærmorgun. Sjö stúlkur biðu bana og a.m.k. sex særðust. Óttast er að sambúð ísraela og Jórdana versni enn vegna atviksins. Hópur nemenda úr skóla í Beit Shemesh, borg láglaunafólks skammt frá Jerúsalem, var á ferð um jórdanskt landamærahérað, sem gengið hefur undir nafninu Friðar- eyjan og ísraelar leigðu með friðar- samningum við Jórdani árið 1994. Skyndilega hóf vörðurinn, sem stóð á hól fyrir ofan hópinn, vélbyssu- skothríð. Tæmdi hann skothleðsluna á hópinn og gerði tilraunir til að hlaða hann að nýju en var þá yfir- bugaður af félögum sínum. Hila Ivri, 14 ára stúlka sem spennu særðist en komst Iífs af, sagðist hafa horft til landamæravarðarins, sem er 26 ára, í þann mund sem hann hóf skothríðina. „Mér varð litið á hann. Hann hélt á vopninu og miðaði, hleypti af nokkrum skot- um, svo hóf hann stanslausa skot- hríð ... illmennið með stóru aug- un, “ sagði hún. Kennarar skipuðu hópnum að fleygja sér til jarðar og reyndu nokkrar stúlkur að skjót- ast inn í runna til að dyljast. Hússein Jórdaníukonungur og Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra ísraels, fordæmdu báðir at- vikið. Hússein vísaði á bug gagn- rýni ísraelskra ráðherra þess efnis að hann bæri óbeint ábyrgð á verknaðinum með yfirlýsingum sín- um undanfarið um vaxandi hættu á ofbeldi vegna áforma ísraela um ný landnemahverfi í Jerúsalem. Fyrrverandi blaðafulltrúi Bandaríkjaforseta birtir umdeilda skýrslu Skaut sjóherinn þotu TWA? París. Washington. Reuter. FULLTRÚAR Öryggisstofnunar samgöngu- mála í Bandaríkjunum (NTSB) og alríkislög- reglunnar (FBI) vísuðu í gær á bug þeirri full- yrðingu Pierres Salingers, blaðafulltrúa Johns F. Kennedys, fyrrverandi forseta, og hóps rannsóknarblaðamanna, að bandaríski flotinn hefði skotið niður Boeing-747 þotu flugfélags- ins TWA eftir flugtak frá New York 17. júlí í fyrra. Salinger sagðist hafa sannanir fyrir fullyrð- ingum sínum en þar er fyrst og fremst um að ræða myndband með upptökum af ratsjám flug- umferðarstjóra á Kennedy-flugvellinum í New York. Myndirnar voru birtar í franska vikurit- inu Paris Match, sem kom út í gær, og er að finna á heimasíðu þess (http://www.paris- Reuter PIERRE Salinger skýrir frá niðurstöðum rannsóknar sinnar á hvarfi TWA-þotunnar. líklega hafi verið skotið frá kafbáti og átti að elta uppi fljúgandi skotmark, hafí hæft þotuna. Hefði miðunarbúnaður þess ruglast vegna merkja frá rafeindabúnaði þotunnar, sem feng- ið hafði fyrirmæli um að fljúga óvenju lágt. Á blaðamannafundinum spilaði Salinger einnig segulbandsupptöku sem sögð er geyma játningu bandarísks sjóliða sem harmar aðild sína að því að skjóta þotu TWA niður. Jim Hall forstjóri NTSB og James Kallstrom, aðstoðarforstjóri FBI, sem fengu skýrslu Salingers fyrir íjórum dögum, sögðu innihald hennar og staðhæfingar „tóman þvætting" sem ætti enga stoð í raunveruleikanum. Stofnanirn- ar tvær hafa unnið að rannsókn slyssins en ekki komist að niðurstöðu. match.com) á alnetinu. í 69 síðna skýrslu, sem Salinger kynnti fréttamönnum í gær, er því haldið fram, að bandaríski flotinn hafí verið við leynilegar æf- ingar undan Long Island og skotið þotuna nið- ur fyrir slysni. Málið hafi síðan verið þaggað niður. Segir í skýrslunni, að flugskeyti, sem Salinger heldur því nú öðru sinni fram að flugskeyti hafi grandað TWA-þotunni. í nóvem- ber byggðist sú kenning hans á vafasömum upplýsingum sem hann fann á alnetinu. Reuter Harðræði GEÐHJÚKRUNARFRÆÐINGAR fengu óblíðar móttökur er þeir efndu til mótmæla í París í gær. Lögregluþjónar létu höggin dynja á þeim en hjúkrunarfræðingarnir mótmæltu þeirri ákvörðun ríkis- stjórnarimiíu- að afnema sérstöðu geðþjúkrunar í heilbrigðiskerfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.