Morgunblaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997 31
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FORNIRNAR HAFA
SKILAÐ ÁRANGRI
ÞJÓÐIN ÖLL bjó við kreppuástand í efnahagsmálum
fyrrihluta þessa áratugar og endurspeglast það í
skýrslu um þróun launa og lífskjara árin 1990-1996, sem
forsætisráðherra, Davíð Oddsson, hefur lagt fram á Al-
þingi. Skýrslan sýnir, að þjóðin varð fyrir verulegri kjara-
rýrnun á þessum árum og skuldasöfnun heimilanna fór
vaxandi. Ekkert af þessu kemur á óvart.
Fyrri hluti áratugarins einkenndist af samdrætti i efna-
hagslífinu og minnkandi þjóðartekjum, svo og verulegri
verðbólgu, og atvinnuleysi hélt innreið sína. Þjóðarsáttar-
samningarnir, þeir fyrstu í febrúar 1990, miðuðu fyrst
og fremst að því, að kveða verðbólguna niður, enda var
hún að leggja atvinnufyrirtækin og heimilin í rúst. Öllum
var ljóst, að þjóðin yrði að færa umtalsverðar fórnir til
að koma efnahagslífinu á réttan kjöl og undirbúa nýja
hagvaxtarsókn. í því skyni var álögum létt af atvinnufyrir-
tækjunum og færðar yfir á einstaklinga, auk þess sem
ríkissjóður var rekinn ár eftir ár með miklum halla. Höfuð-
markmiðið var að sjálfsögðu það, að styrkja stöðu atvinnu-
lífsins og berjast þannig gegn vaxandi atvinnuleysi.
Samdráttur og stöðnun í efnahagslífinu stóð yfir í sjö
ár, frá 1988-1994, og óhjákvæmilega hafði það mikil
áhrif á almenn lífskjör í landinu. Atvinnufyrirtækin voru
knúin til endurskipulagningar og hagræðingar og kom
það ljóslega fram í versnandi atvinnuástandi. Efnahagslíf-
ið tók smátt og smátt að rétta úr kútnum, hagræðingin
skilaði öflugri og traustari atvinnufyrirtækjum. Síðustu
tvö árin hafa einkennzt af auknum hagvexti og kaupmátt-
araukningu. Samkvæmt fjárlögum verður ríkissjóður rek-
inn hallalaus í ár í fyrsta sinn frá árinu 1984.
Þjóðhagsstofnun birti nýlega tölur um helztu hagstærð-
ir á síðasta ári og sýna þær, að hagvöxtur nam 5,7%, sá
mesti frá 1987, kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst um
4,5% of hafði þá aukizt um 8% á tveimur árum. Atvinnu-
leysi minnkaði og verðbólgan var 2,3%. Þessar tölur sýna,
svo ekki verður um villst, að uppsveifla er í efnahagslíf-
inu. Ríkisstjórnin hefur nú boðað mestu skattalækkanir
um langt árabil og fyrstu kjarasamningar hafa verið gerð-
ir til allt að þriggja ára. Þetta er talið skila launþegum
allt að 10% kaupmáttaraukningu fram að aldamótum.
Óhætt er því að fullyrða, að þær efnahagslegu fórnir,
sem þjóðin þurfti að færa á kreppuárunum, hafa skilað
verulegum árangri og lagt grunninn að bættum lífskjörum
í næstu framtíð.
STYÐJUM HJARTVEIK
BÖRN
FYRSTA hjartaskurðaðgerðin hér á landi með aðstoð
sérútbúinnar hjarta- og lungnavélar fyrir börn var
gerð á Landspítalanum í fyrradag. Bjarni Torfason yfir-
læknir segir í viðtali við blaðið í gær að með aukinni sér-
þekkingu og fullkomnari tæknibúnaði verði framvegis
hægt að gera 75% skurðaðgerða á börnum með hjarta-
galla hér á landi í stað 25% áður. Þetta eru stórkostleg
tíðindi fyrir alla, er málið varðar, og sparar verulega fjár-
muni miðað við að senda hjartveik börn utan til aðgerða.
Eftir sem áður þarf að senda börn með flókna hjarta-
sjúkdóma til aðgerða erlendis. Það er mikil röskun á hög-
um ijolskyldna, sem fara þurfa utan með hjartveik börn
og dvelja vikum eða mánuðum saman við erlenda sjúkra-
stofnun. Ekki bætir gífurlegur kostnaður vegna ferðar
og dvalar úr skákinni, stundum samfara tekjumissi. Svip-
uðu máli gegnir um landsbyggðarfólk, sem leita þarf til
höfuðborgarinnar með hjartveik börn. Dæmi eru um að
fjölskyldur hjartveikra barna hafa lent í hrikalegum fjár-
hagserfiðleikum, ofan á annað álag, sem kringumstæðum
þeirra fylgir.
í dag fer fram landssöfnun til stuðnings hjartveikum
börnum. Yfirskrift söfnunarinnar er: „Gefum þeim von -
styrkjum hjartveik börn“. Söfnunin fer fram á Bylgjunni
og Stöð 2 og sérstakur söfnunarreikningur hefur verið
opnaður í SPRON. Afrakstur söfnunarinnar fer í styrktar-
sjóð, sem styðja á fjölskyldur hjartveikra barna er lent
hafa í fjárhagskröggum. Morgunblaðið hvetur lesendur
sína og landsmenn alla til að hlaupa undir bagga.
ÖRNÓLFUR Thorsson fulltrúi borgarstjóra í leikhúsráði segir erfiðleika Leikfélags Reykjavíkur
fyrst og fremst þröngan fjárhag og skipulagsvanda í nýju húsi, Borgarleikhúsinu.
Verður Leikfélag Reykja-
víkur reist úr öskustónni?
Leikfélag Reykjavíkur á undir högg að sækja.
Þessi elsta menningarstofnun borgarinnar,
sem í heila öld hefur veríð meginstoð í ís-
lensku menningarlífi, hefur á liðnum misserum
fengið hveija ágjöfína á fætur annarri, bæði
vegna meintra mistaka í rekstrí og listrænni
stjómun og þegar mest gekk á í fyrra munu
hafa komið fram hugmyndir um að hún yrði
hreinlega lögð niður, svo sem fram kemur í
umfjöllun Orra Páls Ormarssonar. Nú mun
hins vegar vera hafín ítarleg „naflaskoðun“ í
Borgarleikhúsinu sem vonast er til að eigi
eftir að leiða til betri tíðar, þó að sitt sýnist
hverjum um rót vandans, eðli og dýpt.
Sigurður
Karlsson
Hlín
Agnarsdóttir
Örnólfur
Thorsson
LEIKFÉLAG Reykjavík-
ur og Reykjavíkur-
borg hafa haft sam-
starf um leiklist í
rúma þijá áratugi,
fyrst í Iðnó en síðustu
árin í Borgarleikhús-
inu. Samstarfinu hef-
ur verið þannig háttað að borgin hef-
ur lagt fjármagn til starfseminnar en
Leikfélagið fagþekkingu og starfs-
krafta félaga sinna og annarra starfs-
manna. Framlag borgarinnar hefur
lengst af staðið undir rúmlega helm-
ingi rekstrarkostnaðar en Leikfélagið
hefur aflað þess sem á vantaði með
miðasölu og öðrum tekjum, svo að
vitnað sé í greinargerð leikfélagsins
frá því í apríl á liðnu ári.
Frá árinu 1963 hefur verið sam-
komulag um það að einn fulltrúi í
fimm manna leikhúsráði Leikfélags
Reykjavíkur, sem tekur allar meiri-
háttar ákvarðanir sem leikfélagið þarf
að taka, væri skipaður af borgarstjór-
anum í Reykjavík, þrír væru kosnir
af leikfélaginu og fimmti fulltrúinn
væri leikhússtjórinn, sem jafnframt
hefur veg og vanda af daglegum
rekstri. Hvorki mun hafa verið gerður
formlegur samningur um fjárframlag
borgarinnar né skipan leikhúsráðs,
heldur mun þetta hafa byggst á munn-
legu samkomulagi milli stjórnar LR
og borgaryfirvalda. Þegar Leikfélagið
og Reykjavíkurborg gerðu með sér
samkomulag árið 1975 um byggingu
leikhúss í Reykjavík var meðal annars
bundið í Stofnskrá fyrir Borgarleikhús
hvernig skipan leikhúsráðs væri hátt-
að en stofnskránni verður ekki breytt
nema með samþykki beggja aðila.
Svo sem listrænar stofnanir eiga
að venjast hafa verið sveiflur í rekstr-
inum — stundum hefur gengið vel,
stundum ekki. Fá ár, ef nokkurt, hafa
hins vegar verið LR jafn þung í skauti
og hið síðasta en óhætt er að fullyrða
að atburðir af félagslegum toga hafi
þá vakið meiri athygli út á við en hið
listræna starf í Borgarleikhúsinu.
Þykir nú mörgum mál að linni, svo
sem íjölmörg hlý orð sem féllu á aldar-
afmæli leikfélagsins á dögunum, gefa
til kynna, og svo virðist sem félags-
menn hafi nú hug á að blása til sókn-
ar, í það minnsta er „mikil naflaskoð-
un“ hafín þar á bæ, svo sem Theodór
Júlíusson leikari sagði að loknu mál-
þingi um innra starf leikfélagsins sem
haldið var í Borgarleikhúsinu nýverið.
Gagnrýni byggð
á misskilningi
En fyrir hvað hefur Leikfélagi
Reykjavíkur helst verið legið á hálsi?
Kemur gagnrýni á uppbyggingu fé-
lagsins fyrst upp í hugann, meðal
annars þess efnis að hún hæfi ekki
nútímalegu atvinnuleikhúsi — félags-
menn ráði of miklu.
Sigurður Karlsson formaður Leik-
félags Reykjavíkur segir að gagnrýni
af þessu tagi virðist oftar en ekki
byggjast á misskilningi eða vanþekk-
ingu á eðli uppbyggingar félagsins.
Leikfélag Reykjavíkur byggist á full-
trúalýðræði sem sé í grundvallarat-
riðum sambærilegt við Alþingi íslend-
inga og sveitarstjórnir landsins. „Fé-
lagsmenn í leikfélaginu kjósa fulltrúa
í stjórn á sama hátt og íslendingar
kjósa sér Alþingi og sveitarstjórnir.
Fulltrúarnir velja síðan
oddvitann, leikhússtjór-
ann í þessu tilfelli. Þegar
kjörtímabilið er á enda er
síðan kosið á ný og þá
leggja fulltrúamir störf
sín í dóm félagsmanna —
taka afleiðingum gerða
sinna.“
Að sögn Sigurðar er stjórn Leikfé-
lags Reykjavíkur, sem þrír menn skipa
hveiju sinni, eðli málsins samkvæmt
skyldug að hlusta á félagsmenn og
ráðfæra sig við þá líkt og alþingis-
mönnum og sveitarstjórnarmönnum
ber að taka tillit til umbjóðenda sinna.
Mislíki félagsmönnum störf stjórnar-
innar geti þeir einfaldlega hafnað
henni á næsta aðalfundi, líkt og kjós-
endur geti hafnað ríkis- og sveitar-
stjórnum í næstu kosningum. „Ég get
ekki skilið hvers vegna þetta lýðræðis-
lega fyrirkomulag, sem við búum við
í þjóðfélaginu, á allt í einu að vera
orðið svona ómögulegt hjá leikfélag-
inu enda hefur það virkað ágætlega
frá því atvinnumennska var tekin þar
upp árið 1962 — þótti meira að segja
til fyrirmyndar fyrir fáeinum árum
og miklu betra en fyrirkomulagið í
Þjóðleikhúsinu, þar sem stjórnmála-
menn skipa Þjóðleikhúsráð og starfs-
fólkið hefur ekkert um gang mála að
segja.“
Sigurður vísar í nærtækt dæmi úr
sögu Leikfélags Reykjavíkur, brott-
vikningu Viðars Eggertssonar leik-
hússtjóra í mars á liðnu ári, til að
lýsa fyrirkomulaginu nánar. „Brott-
vikning Viðars var ákvörðun stjórnar
félagsins og þar af leiðandi meirihluta
leikhúsráðs [sitjandi leikhússtjóri vék
vitaskuld sæti en fulltrúi borgarstjóra
var brottrekstrinum andvígur] sem
var sá aðili sem réði hann og eini
aðilinn sem hafði heimild til að segja
honum upp störfum. Áður en til þess
kom hafði hins vegar verið haldinn
félagsfundur þar sem fram kom skýr
vilji félagsmanna í þessu máli,“ segir
Sigurður en félagsfundur samþykkti
með miklum meirihluta að skora á
leikhúsráð að „endurskoða" ráðningu
Viðars.
Leikhúsráð sagði
Viðari upp
„Það er ekki óeðlilegt að vilji félags-
manna hafi áhrif á ákvörðun stjórnar-
innar, í þessu máli sem öðrum, en
breytir því ekki að það var leikhúsráð
en ekki félagsfundur sem sagði Við-
ari upp, svo sem margir virðast halda.
Hefði meirihluti leikhúsráðs verið
þeirrar skoðunar að ekki væri ástæða
til að víkja Viðari úr starfí hefði hann
vafalaust virt vilja félagsmanna, sem
fram kom á fundinum, að vettugi. Þá
hefði hann hins vegar þurft að taka
afleiðingum þeirrar ákvörðunar á að-
alfundinum um vorið,“ segir Sigurður
en hafa ber í huga að tveir af þremur
fulltrúum LR í leikhúsráði sem réðu
Viðar, Kjartan Ragnarsson og Sigrún
Edda Björnsdóttir, voru gengnir úr
skaftinu þegar hér er komið sögu og
varamenn komnir í þeirra stað, Sig-
urður Karlsson og Kristján Franklín
Magnús, auk þess sem kjörtímabil
þess þriðja, Þorsteins Gunnarssonar,
var á enda. Málið stóð því þannig að
kjósa þurfti nýja stjórn á aðalfundin-
um um vorið.
„Eins og landið lá í leikhúsinu á
þessum tíma hefðu án efa verið kjörn-
ir þrír menn í stjómina sem allir hefðu
verið yfirlýstir stuðningsmenn stefnu
félagsfundarins. Málið hefði því ein-
ungis dregist í tvo mánuði sem hefði
verið ennþá verra fyrir leikfélagið með
tilliti til verkefnavals fyrir Ieikárið sem
nú stendur yfir og undirbúning af-
mælishátíðarinnar," segir Sigurður.
Ólíkir hagsmunir
Viðar Eggertsson var reyndar fyrsti
leikhússtjóri leikfélagsins sem ráðinn
var af leikhúsráði en stjórn félagins
hafði annast það verk upp á eigin
spýtur allar götur fram til ársins 1995
er ákveðið var með lagabreytingu að
fela leikhúsráði — stjórn leikfélagsins
og fulltrúa borgarstjóra — ráðning-
una. Segir Sigurður leikfélagið hafa
samþykkt þá breytingu á þeirri for-
sendu að það hefði hreinan meirihluta
í ráðinu og réði þar af leiðandi mestu
um ráðningu leikhússtjóra. Þá hafi
komið fram að væru félagsmenn
ósáttir við ákvörðun stjórnarinnar
væri hægur vandi fyrir þá að kalla
saman félagsfund og grípa inn í mál-
ið. Óhætt er að fullyrða að farið hafi
verið nákvæmlega eftir þessari „upp-
skrift" þegar Viðari var
sagt upp störfum.
Hlín Ágnarsdóttir, leik-
stjóri og félagi í Leikfé-
lagi Reykjavíkur, segir að
uppsögn Viðars hafi verið
gott birtingarform hinnar
stóru móthverfu sem upp-
bygging leikfélagsins sé. Hagsmunum
félagsins hafi verið stillt upp gegn
hagsmunum hinnar listrænu forystu
og í þessu tiltekna máli, svo sem fleir-
um, hafi þeir ekki farið saman.
Reyndar hefur Morgunblaðið heim-
ildir fyrir því að það sé útbreidd skoð-
un innan leikfélagsins að með ráðn-
ingu Viðars hafi stjórn félagsins, með
Kjartan Ragnarsson, þáverandi for-
mann, í broddi fylkingar, ætlað sér
að stokka rekstrarfyrirkomulagið upp
með því að auka völd leikhússtjórans
á kostnað félagsfundar. Fór tilraunin
út um þúfur, einkum og sér í lagi þar
sem Viðar hugðist gera ýmsar róttæk-
ar breytingar, meðal annars á leikara-
hópnum, sem féllu miklum meirihluta
félagsmanna ekki í geð. Fyrir vikið
hafí Kjartan dregið sig í hlé, þegar
honum varð andstaðan við breyting-
arnar ljós. Hann dvelst nú „í útlegð“
í Mexíkó, svo sem einn viðmælenda
Morgunblaðsins komst að orði, og
ólíklegt er talið að hann eigi eftir að
koma til starfa hjá leikfélaginu á
næstunni.
Hlín fullyrðir að Viðarsmálið hafi
skilið eftir sig svöðusár sem muni lík-
ast til seint gróa. Mikil svartsýni hafi
gripið um sig í kjölfarið og jafnvel
komið fram hugmyndir um að Leikfé-
lag Reykjavíkur yrði lagt niður. Nú
sé ástandið reyndar orðið snöggtum
betra og í tengslum við málþing um
innra starf LR og vinnuna sem fram
hafi farið í framhaldi af henni hafi
komið fram skýr vilji félagsmanna til
að græða sárin og halda starfínu
áfram af fullum krafti. „Þessi krufn-
ing á starfínu sem er hafin hefur til
þessa verið ákaflega gagnleg. Fólk
er farið að viðra skoðanir sínar og
tala saman. Síðan hefur verið reynt
að fá unga fólkið til að verða virkara
í starfínu, sem sumt hvert er ekki
einu sinni félagar í leikfélaginu, og
til að skilja tilfínningar eldri kynslóð-
arinnar sem lagt hefur á sig ómælda
vinnu, oft og tíðum endurgjaldslaust,
í þágu LR, meðal annars meðan verið
var að byggja Borgarleikhúsið," segir
Hlín.
Breyta þarf ímyndinni
Hún er jafnframt þeirrar skoðunar
að umræðan um innra starf Leikfé-
lags Reykjavíkur þurfi að fá að fara
fram í friði — ekki síst þar sem það
sé ákaflega árfðandi á þessum tíma-
punkti að breyta ímynd félagsins út
á við. Það geti reyndar orðið þrautin
þyngri þar sem leikfélagið eigi sér
marga óvildarmenn, meðal annars í
röðum fólks sem ekki hafí náð að
festa sig í sessi þar á bæ. Þá sé stöð-
ugur og óhjákvæmilegur samanburð-
ur við Þjóðleikhúsið, þar sem verið
hefur mikil uppsveifla hin síðari miss-
eri, vitaskuld erfiður meðan leikfélag-
ið sé að sleikja sárin.
Hlín bindur engu að síður vonir við
að starfið sem nú er í algleymingi í
Borgarleikhúsinu eigi eftir að leggja
grunn að betri tíð — enda sé sjálfs-
gagnrýni, þegar öllu er á botninn
hvolft, besta gagnrýnin. Er hún þeirr-
ar skoðunar að affarabest sé að bylta
stjórnskipulaginu sem Leikfélag
Reykjavíkur býr við — en með skyn-
samlegum hætti. „Að líkindum yrði
best að skipta um stjórn — fá yngra
fólk til starfa. Þegar lyfta á grettis-
taki þarf fólk helst að byija með hreint
borð, laust við öll tengsl inn í flækjur
undangenginna ára og áratuga. í öðru
lagi verður að kippa samskiptunum
við borgina í liðinn og tryggja að fjár-
framlög verði í samræmi við starfsem-
ina sem halda á úti. Loks verður dug-
mikill stjómandi að vera til staðar sem
heldur utan um starfsemina og tengir
starfsmenn og stjórnendur saman.
Að mínu viti er hins vegar brýnt að
starfsmennirnir missi ekki áhrif sín.
Lýðræðið er af hinu góða, auk þess
sem ég hygg að það sé einstakt í hin-
um vestræna leikhúsheimi að leikarar
ráði svo miklu í atvinnuleikhúsi."
Erfiðleikar í rekstri
Örnólfur Thorsson fulltrúi borgar-
stjóra í leikhúsráði segir erfiðleika
Leikfélags Reykjavíkur fyrst og
fremst þröngan fjárhag og skipulags-
vanda í nýju húsi. Leikfélagið sé í
„fjárhagslegri spennitreyju" enda sé
aðsóknin minnkandi og samkeppnin
um hylli áhorfenda harðari en oftast
áður þar sem leikhúslíf í Reykjavík
og nágrenni sé með líflegasta móti
um þessar mundir.
Vísar hann í Stofnsamning um
Borgarleikhús máli sínu til stuðnings
en forsendur hafí breyst mikið frá því
hann var gerður árið 1975. „Vissulega
hækkaði styrkurinn sem leikfélagið
fékk frá borginni þegar flutt var úr
Iðnó í Borgarleikhúsið en staðreyndin
er hins vegar sú að það hefur ekki
fengið það opinbera framlag sem það
þarf til að reka fulla starfsemi í Borg-
arleikhúsinu. Ef til vill hefur leikfélag-
ið ekki náð að laga sig að þessum
þrönga fjárhag — en það er önnur
saga.“
Fjárþörf LR í Borgarleikhúsi hefur
verið vanmetin lengi, að mati Örnólfs,
bæði í erindum félagsins til borgarinn-
ar og framlagi opinberra aðila til
starfseminnar í húsinu. Samkvæmt
grein sem hann ritaði í Morgunblaðið
25. janúar síðastliðinn er heildarfram-
lag opinberra aðila til LR 150 milljón-
ir króna í ár en framreiknað var það
156 milljónir króna í fýrra, 137 millj-
ónir króna 1995, 126.4 milljónir króna
1994 og 126.9 milljónir króna 1993.
Árið sem leikfélagið flutti í Borgar-
leikhúsið, 1989, var framreiknað
heildarframlag til þess 79,1 milljón
króna.
í rabbi í Lesbók Morgunblaðsins
11. janúar á þessu ári segir Baldvin
Tryggvason, fyrrverandi fulltrúi borg-
arstjóra í Ieikhúsráði, að beint fjár-
framlag borgarinnar þyrfti að vera
nú að minnsta kosti 170 milljónir
króna, þar með talinn rekstur og við-
hald sjálfs hússins, miðað við áætlun
leikfélagsins um fjölda stöðugilda.
„Því miður hefur raunin hinsvegar
orðið sú að fjárhagsstuðningur borg-
arinnar hefur lítið vaxið á undanförn-
um árum eða frá því að Davíð Odds-
son lét af starfí borgarstjóra.“
Önnur rót vandans er, að sögn
Örnólfs, sú að reksturinn í Borgarleik-
húsinu er með allt öðru lagi en í Iðnó.
„Þar leigði félagið tiltölulega lítinn sal
til sinna sýninga, í Borgarleikhúsi
rekur það umsvifamikla starfsemi á
þúsundum fermetra, hefur tvo sali og
margfalt sætaframboð frá Iðnó. „Til
að skerpa þessar andstæður enn frek-
ar skilst mér að Iðnó kæmist fyrir í
heilu lagi á stóra sviði Borgarleikhúss-
ins,“ segir Örnólfur sem efast um að
leikfélagið hafi gert sér fulla grein
fyrir þessum aðstæðum þegar það
flutti í Borgarleikhúsið. „Það hefur
að sumu leyti skapað skipulagsvanda
í húsinu, að minnsta kosti er stjórn-
kerfið býsna óskýrt og þungt í vöfum,
boðleiðir langar."
Borgarleikhúsið illa nýtt
Hann nefnir einnig að salir Borgar-
leikhúss hafí einatt verið illa nýttir
og LR hafí haft lítinn áhuga á því
að auglýsa þá, eins og því þó bar að
gera tvisvar á ári, samkvæmt sam-
komulaginu við Reykjavíkurborg sem
féll úr gildi um síðustu áramót, og
færa með þeim hætti út kvíarnar.
„Reksturinn hefur jafnframt verið
sérstaklega sveiflukenndur. Af tölum
að dæma hefur verið mikið ósamræmi
milli þeirra áætlana sem leikfélagið
hefur gert og raunverulegrar af-
komu.“
Að mati Ömólfs hefði verið æski-
legt að LR hefði dregið lærdóm af
síðasta starfsári í Borgarleikhúsinu,
1995-96, sem hafí um margt verið
býsna „forvitnilegt ár“. „Þájókleikfé-
lagið starfsemina í húsinu með aukn-
um stuðningi frá borginni, bæði í
formi aukins reglulegs framlags og
sérstakrar fjárveitingar, og niðurstað-
an var sú að húsið var vel nýtt og
gestum fjölgaði stórlega — voru yfir
90 þúsund. Því miður var reyndar
ekki nema ríflega helmingur þeirra
gestir á hinar föstu sýningar leikfé-
lagsins en því má ekki gleyma að öll
starfsemin var á vegum þess og skipu-
Iögð af því, hvort sem það var Höf-
undasmiðja LR, þriðjudagstónleikar,
heimsóknir grunnskólabarna eða önn-
ur leikstarfsemi. Undir síðastnefnda
liðinn falla sýningar á borð við Sú-
perstar, Konur skelfa og BarPar sem
nutu mikillar hylli. í vetur hefur höf-
undasmiðjunni og tónleikaröðinni ekki
verið fram haldið og er það miður.“
Hlín Agnarsdóttir er jafnframt
fylgjandi aukinni starfsemi í Borgar-
leikhúsinu en áður en lengra er hald-
ið sé hins vegar nauðsynlegt að finna
samstarfsverkefnunum farveg. Ymsir
gallar hafí verið á framkvæmdinni í
fyrra, til að mynda hafi starfsfólki
ekki verið fjölgað og álagið á suma
starfsmenn hússins hafi því verið allt-
of mikið vegna þessarar auknu starf-
semi.
Á að hleypa öðrum inn?
Enginn vafí leikur á að Leikfélag
Reykjavíkur hefur forgangsrétt til
Borgarleikhússins en samkvæmt
stofnskrá þess á öll leiklistarstarfsemi
í húsinu að vera á þess vegum — allt
árið um kring. Dagskráin frá fyrra
ári sem Örnólfur nefndi og velgengni
sýninga á borð við Stone Free og
Svaninn, sem fijálsir leikhópar, Leik-
félag íslands og Annað svið hafa sett
upp í samstarfí við LR á þessu leik-
ári, hafa hins vegar vakið upp spum-
ingar um það hvort ekki sé ástæða
til að leyfa leikhópum af þeim toga
að koma sér upp aðstöðu í húsinu?
Þessu er Hlín fylgjandi að því gefnu
að verkaskiptingin verði skýr. „Þótt
leikfélagið eigi samkvæmt lögunum
að ráða ferðinni hefur samstarfíð til
þessa ekki verið nógu vel skilgreint.
Þetta hefur ruglað fólk í ríminu, bæði
innan LR og utan, enda vilja allir
ráða ferðinni til að gera veg síns leik-
hóps sem mestan."
Að viti Sigurðar Karlssonar er sam-
starf við aðra leikhópa ekki ráðlegt —
návígið yrði einfaldlega of mikið. „Það
er draumur leikfélags-
ins að geta nýtt mögu-
leikana sem Borgar-
leikhúsið hefur upp á
að bjóða til fulls og
verði hann að veru-
leika er vitaskuld ekki
þörf á því að aðrir
aðilar komi inn í hús-
ið. Til að geta nýtt
aðstöðuna sómasam-
lega þurfum við hins
vegar 180-190 millj-
óna króna fjárveitingu
á ári og þangað til það
gerist eru samstarfs-
verkefni á borð við
Stone Free og Svaninn
viss lausn. Við megum
ekki gleyma því að
þessar sýningar eru á
vegum leikfélagsins,
eins og öll önnur starf-
semi í húsinu, og hluti
leikaranna í báðum
sýningum eru fast-
ráðnir starfsmenn
þess.“
Örnólfur segir að
afstaða leikfélagsins
þurfi ekki að koma á
óvart. Markmið þess
sé „að færa upp sjón-
leiki í Reykjavík", svo
sem segi í íögum LR,
en ekki endilega að
vera rekstraraðili í
húsi sem sé nýtt til
fjölþættrar starfsemi.
Það sé hins vegar
vandséð að leiksýn-
ingar LR eigi eftir að
duga til að „fylla hús-
ið“. „Ég held þar af
leiðandi að það sé
vænlegri pólitík að
byggja á mörgu smáu
enda gerir það á end-
anum eitt stórt.“
Þennan vanda, sem
snýr að nýtingu þessa
„dýrasta menningar-
húss Reykjavíkur", verður, að dómi
Örnólfs, að leysa með einhveijum
hætti enda eigi borgarbúar heimtingu
á því að það sé í mikilli og góðri notk-
un. „Annars hljóta þeir að líta á þessa
miklu menningarhöll sem slæma fjár-
festingu."
Sýningar illa sóttar
En hvað með hina listrænu stjórn-
un, hefur hún á einhvern hátt brugð-
ist? „Ég ætla ekki að fella dóm um
það,“ svarar Örnólfur, „en almenning-
ur hefur að minnsta kosti ekki haft
nógu mikinn áhuga á að sækja sýning-
ar leikfélagsins undanfarin ár. Þetta
er slæmt þar sem leikfélagið á að
hafa allt með sér — húsið er glæsi-
legt, sagan löng og viðburðarík og
starfsemin vel kynnt.“
Örnólfur leggur hins vegar áherslu
á að það sé ekki stefna borgarinnar
að taka fram fyrir hendurnar á leikfé-
laginu. í hinum listrænu efnum eða
þrengja kost þess þar á nokkurn hátt.
„Það hefur til að mynda verið mín
afstaða, sem ég hygg að hafí einnig
verið afstaða Baldvins Tryggvasonar
sem sat iengi í leikhúsráði á undan
mér, að hafa engin afskipti af vali á -
leikritum, leikurum, leikstjórum eða
öðrum slíkum listrænum málefnum.
Pólitískt skipaðir fulltrúar eiga ekki
að stýra ferðinni þar. Hins vegar hef-
ur mér fundist full ástæða til að þessi
fulltrúi skattgreiðenda í leikhúsráði
hafí áhuga á að skipta sér af rek'strar-
málum í húsinu, ekki síst fjármálum,
meðal annars með því að setja fjár-
hagsramma sem gæti dugað.“
Þetta atriði sér Hlín í öðru ljósi en
að hennar mati eru borgaryfírvöld
farin að skipta sér í æ ríkari mæli
af hinu listræna starfí í Borgarleik-
húsinu. Það sé ekki góðs viti. Telur r
hún þessa áherslubreytingu eiga stór-
an þátt í því að samskipti Leikfélags
Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar
„standi í járnum“ um þessar mundir.
Segir Hlín samskiptin hafa versnað
til muna í kjölfar brottvikningar Við-
ars Eggertssonar en sú skoðun hefur
verið viðruð við Morgunblaðið að
borgin hafi verið fylgjandi því að dreg-
ið yrði úr áhrifum félagsfundar og
valdsvið leikhússtjórans aukið.
Líkir Hlín samskiptum LR og borg-
arinnar við samskipti Gregers Werle
og Ekdalfjölskyldunnar í hinu nafn-
kunna leikriti Henriks Ibsens, Villi-
öndinni, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu
þessa dagana. „Reykjavíkurborg
(Gregers) virðist líta á V
það sem skyldu sína
að segja „sannleik-
ann“ um leikfélagið
(Ekdalfjölskylduna) til
að „bjarga" því.“
Dóminó
vendipunkturinn?
Þrátt fyrir allt er
Hlín sannfærð um að
Leikfélag Reykjavíkur
eigi eftir að ná sér á
strik að nýju. Oft þurfi
kannski ekki nema
eina sýningu til að
valda straumhvörfum
— hugsanlega sé
Dómínó sú sýning í
þessu tilfelli en hún
mun hafa gengið von-
um framar. „Sálræni
þátturinn skiptir feiki-
lega miklu máli í leik-
húsi enda eru leikarar
yfírleitt tilfinningarík-
ar og viðkvæinar
manneskjur — í dag
ertu vinsæll en á
morgun vansæll. Það
segir sig því sjálft að
fari sýningar að
ganga betur eykst*
sjálfstraust leikfélags-
ins sem ætti að auð-
velda því að taka á
sínum málum, auk
þess sem umtalið mun
minnka. Ég er til
dæmis sannfærð um
að fjölmiðlar hefðu
ekki gert sér eins mik-
inn mat úr brottvikn-
ingu Viðars Eggerts-
sonar ef hið listræna
starf í Borgarleikhús-
inu hefði gengið bet-
ur.“
Örnólfur Thorsson
kveðst jafnframt
sannfærður um að
Leikfélag Reykjavíkur
eigi eftir að vinna sig út úr vandanum
og fyllast nýjum þrótti — vonandi
fyrr en siðar. Þá sé hann ekki í
minnsta vafa um að unnt sé að leysa
skipulagsvandann í Borgarleikhúsinu,
gefi menn sér tíma til að setjast niður
og ræða málin. „Þetta er ekki einung-
is brýnt Reykvíkinga vegna, eins og
ég kom inná áður, heldur og fyrir
Leikfélag Reykjavíkur, svo það fái
næði til að sinna sínu höfuðverkefni
sem er að færa góða leiklist á svið.“
Sigurður Karlsson dregur enga duka
á að undanfarin misseri hafí verið
Leikfélagi Reykjavíkur erfið — hrikt
hafi í stoðum og reynt á þolrifin. Nú
verði blaðinu hins vegar snúið við.
„Eftir þessi átök og erfiðleika sem
við lentum í á liðnum vetri fundum
við það vel í kringum afmælið á dög-
unum að við njótum mikils stuðnings
og velvilja meðal borgarbúa. Ég er..
því bjartsýnn á framhaldið."
Viðarsmálið
skildi eftir
sig svöðusár
Hvemig
gerast
menn fé-
lagar?
SAMKVÆMT 4. gr. laga
fyrir Leikfélag Reykja-
víkur geta félagar í leik-
félaginu orðið (a) list-
rænir starfsmenn sem
fastráðnir eru hjá félag-
inu, (b) listrænir starfs-
menn sem lausráðnir
hafa verið hjá félaginu í
a.m.k. tvö verkefni á
undangengnum þremur
árum og (c) annað starfs-
fólk sem hefur verið fast-
ráðið þjá félaginu sam-
fellt í a.m.k. eitt ár.
Stjórn félagsins fjallar
um inntökubeiðnir og er
innganga i félagið lög-
leg, ef meirihluti sljórn-
arinnar samþykkir hana.
Félagar sitja fyrir um öll
launuð störf í þágu fé-
lagsins, nema því aðeins,
að leikhússtjóri telji ann-
að nauðsynlegt. Þá skulu
félagsmenn láta félagið
hafa forgang að starfs-
kröftum sínum. Þeir fé-
lagsmenn, sem fastráðn-
ir eru þjá félaginu, mega
því aðeins taka þátt í eða
starfa að leiksýningum
utan félagsins, að þeir
hafi fengið til þess sam-
þykki leikhússtjóra.