Morgunblaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997 41 inni og guð blessi minninguna um ömmu Ingibjörgu og afa Ragnar. Ykkar dóttursonur, Guðmundur Hafsteinsson. Það sagði við mig kona þegar hún frétti að ég hefði verið að missa ömmu mína: Mikið er það nú ann- ars sérstakt að eiga ömmu svona lengi - og þegar ég velti þessu fyrir mér þá er þetta svo sannar- lega rétt. Ég er virkilega heppin að hafa átt hana ömmu jafnlengi og raun ber vitni. Reyndar er ég ekki elsta barnabarnið, sú er fædd 1951, sama ár og amma fæddi yngsta barnið sitt! Eins og nærri má geta er því aldursflóran í barna- hópnum sem frá ömmu og afa er komin ansi fjölbreytt. Amma varð ekki aðeins margföld amma og langamma, heldur einnig langa- langamma. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar ég minnist ömmu Imbu. T.d. þessi ótrúlega þijóska hennar að kveinka sér aldrei. Það var ýmislegt sem hijáði hana um ævina en að hún kvartaði - ó nei. Hún reyndi líka sitt besta til að koma þessu áleiðis til næstu kyn- slóða með því að hvetja börnin til að vera „hörð í haus“ ef henni fannst ekki tilefni til umkvörtunar. Hún gat þó svo sannarlega líka þurrkað tárin og fengið fram bros með glettni sinni sem hún hafði í svo ríkum mæli alveg fram undir það síðasta. Amma var með ótrúlega græna putta. Það lifðu bókstaflega öll blóm hjá henni í mikilli grósku til hárrar elli. Meira að segja gat hún haft afskorin blóm standandi miklu leng- ur en nokkur annar. Leyndarmálið? Jú, að tala við þau. Nostra við þau. Ef ég sagði henni frá því að stofu- blóm hefðu dáið hjá mér var svarið: Þú ert bara ekki nógu góð við þau. Þú átt að tala meira við þau! Amma gat verið óttaleg pjattrófa hvað útlitið varðaði. Reyndar á ynd- islega krúttlegan hátt. Hún fór helst ekki út úr húsi nema hafa sig til og á hælaháum skóm. Hún bar sig líka svo flott og var svo ungleg í fasi að yfirleitt var hún talin miklu yngri en árin sögðu til um. Reyndar var hún ekki mikið fyrir að „klína“ framan í sig „meiki og svoleiðis" og sagðist ekkert skilja í okkur ungu konunum að vera að þessu. Hún amma þurfti þess heldur ekki með, hún hafði svo slétta og fallega húð að hún bókstaflega geislaði. Pönnukökurnar hennar ömmu eru frægar innan fjölskyldunnar. Ég á ótal minningar úr eldhúsinu í Safamýrinni þar sem amma stend- ur við eldavélina og bakar pönnu- kökur sem hverfa jafnharðan ofan í nærstadda. Hún sagði líka stund- um ef ég leit óvænt til hennar: Gúnna mín, láttu mig svo vita næst þegar þú kemur, svo ég geti verið búin að hræra í pönnsur. Henni ömmu fannst alveg ótækt ef gestir vildu ekki þiggja eitthvað hjá henni. Það vantaði líka ekki að borðin svignuðu oftast undan kræsingun- um sem boðið var uppá hjá þeim hjónum í Safamýrinni. Amma missti afa Ragnar fyrir 6 árum. Það var mikil breyting fyrir hana eins og nærri má geta eftir meira en 60 ára sambúð. Hún bjó ein áfram í Safamýrinni alveg þar til fyrir tæpu ári að hún lagðist inn á Borgarspítalann vegna veikinda. Síðar fluttist hún á Landakot. Allan tímann sem hún dvaldi þar komu börn hennar og tengdabörn til hennar á hveijum einasta degi! Ég held ég megi fyrir hönd okkar hinna í fjölskyldunni færa þeim hér með alúðarþakkir fyrir alla umhyggjuna og ástúðina sem þau veittu ættmóð- ur okkar undir lok ævikvöldsins. Eins litum við hinir afleggjararnir inn til hennar alltaf annað veifið og mikið var hún ætíð glöð að sjá mann. Sérstaklega hafði hún gam- an af því þegar ungviðið var með í för. Þá kom gamla blikið í augun og bros færðist yfir. Nú verða heim- sóknirnar ekki fleiri. Við höfum kvatt ömmu hinstu kveðju. Hafí hún þökk fyrir allt og allt. Guðmunda Jónsdóttir. BJÖRG HARALDSDÓTTIR + Björg Haralds- dóttir fæddist á Austurgörðum í Kelduhverfi 24. september 1906. Hún lést á Dvalar- heimilinu Hlíð á Akureyri hinn 5. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Harald- ur Júlíus Ásmunds- son og Sigríður Sigfúsdóttir. Hinn 28. júní 1932 giftist Björg Karii Jónssyni frá Mýri í Bárðardal, f. 7. júní 1901, d. 1979. Foreldrar hans voru hjónin Jón Karlsson og Aðalbjörg Jónsdóttir. í rúmlega 30 ár bjuggu þau í Mýri og fluttu síðan til Akureyrar árið 1963. Mig langar í fáeinum orðum að minnast ömmu minnar. Það var eig- inlega ekki fyrr en ég varð fullorðin sem ég kynntist henni náið. Þannig áttum við saman yndislegar stundir nú mörg undanfarin ár, bæði hjá henni á Akureyri, en ekki síður hér hjá mér, þegar hún kom í heimsókn og var þá alltaf nokkra daga í senn. Þannig gafst okkur tækifæri til að kynnast enn nánar og eiginmanni mínum að kynnast henni líka, en þau gátu setið löngum stundum saman og spjallað um lífið og tilveruna, en ekki síður um liðna tíð hér áður fyrr. Synir mínir fengu einnig tækifæri Börn Bjargar og Karls eru: Sigríður, f. 4. nóv. 1933, hún býr á Akureyri; Jón Karl, f. 11. maí 1937, kvæntur Hólmfríði Friðriksdóttur, þau búa á Sauðárkróki og eiga þijú börn og sex barnabörn; Hild- ur Svava, f. 29. ágúst 1942, hún býr á Ak- ureyri og á fimm börn og fimm barna- börn; Aðalbjörg, f. 3. okt. 1943, gift Bjargmundi Ingólfs- syni, þau búa í Garðabæ og eiga þijú börn og eitt barnabam. Útför Bjargar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. til að kynnast langömmu sinni, en það tel ég vera forréttindi fyrir börn í dag að eiga langömmur og langafa. Þegar hún varð níræð sl. haust, hittist stórfjölskyldan með henni og áttum við saman góðan dag. Það var henni mikið hjartans mál að svo yrði og er gaman að eiga slíka minn- ingu nú. Að lokum vil ég svo þakka þér fyrir þessar stundir allár og ekki síður fyrir síðasta augnablikið sem við áttum saman fyrir örfáum dög- um. Ég kveð þig með virðingu og þökk, elsku amma. Björg. KRISTIN SIGUR- BJÖRNSDÓTTIR + Kristín (Ninna) Sigurbjörns- dóttir Nielsen, listakona i Kaupmannahöfn, fæddist i Reykjavík 28. september 1909. Hún lést í Kaupmannahöfn 20. febrúar síðastliðinn. Útför hennar var gerð frá Bronshoj- kirke 26. febrúar. Ég kynntist Ninnu árið 1929 þeg- ar ég sem ungur maður starfaði á íslandi. Við urðum sammála um að ganga saman lífsins veg. Það gerðum við næstu 68 árin og saman eignuðumst við ríkulegt líf. Ninna talaði góða dönsku og við- hélt sínu fagra íslenska móðurmáli. Við eigum fjóra góða syni sem hver um sig á sína góðu fjölskyldu. Náið samband hefur ávallt verið milli minnar dönsku fjölskyldu og hinnar stóru íslensku fjölskyldu Ninnu. Við höfum átt marga góða vini í báðum löndum. Ég þakka ykkur, ykkur öllum. Ég veit að þið með mér munuð varð- veita minninguna um Ninnu mína. Holger Nielsen. + Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, SVEINS ÞORSTEINSSONAR. Unnur Guðmundsdóttir, Reynir Sveinsson, Anna Kristín Jónsdóttir, Þórólfur Sveinsson, Sigríður Inga Kristjánsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns mins, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, SIGURGEIRS Ó. SIGMUNDSSONAR kaupmanns, Grund, Flúðum. Sérstakar þakkir til Karlakórs Selfoss og sr. Eiríks Jóhannssonar í Hruna. Sólveig Ólafsdóttir, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Magnús Gestsson, Ólafur I. Sigurgeirsson, Sigriður Björnsdóttir, Sigmundur G. Sigurgeirsson, Einar Logi Sigurgeirsson, Arnheiður S. Þorvaldsdóttir, Kárí, Sigurgeir, Kristín Eva, Sólveig Arna, Sigurður Sigmundsson og systkini. + Minningarathöfn um ástkæra móður okkar, tengdamóður og ömmu, HUGBORGU A. ÞORSTEINSDÓTTUR, dvalarheimilinu Jaðri, áðurtil heimilis í Sandholti 16, Ólafsvík, fer fram frá Ólafsvíkurkirkju föstudaginn 14. mars kl. 14.30. Jarðsett verður frá nýju kapellunni í Fossvogi mánudaginn 17. mars kl. 13.30. Alda Vilhjálmsdóttir, Þórður Viihjálmsson, Sigríður Vilhjálmsdóttir Þorsteinn Vilhjálmsson, Sigrún Viihjálmsdóttir, tengdabörn og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Kleifahrauni 2A, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmanna- eyjum laugardaginn 15. mars kl. 14.00. Haukur Kristjánsson, Ester Friðjónsdóttir, Jóna Sigríður Kristjánsdóttir, Birgir Sigurðsson, Guðbjörg Kristjánsdóttir, Jóhann I. Guðmundsson, Edda Kristjánsdóttir, Ester Kristjánsdóttir, Sigurður Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTJÁNS KRISTJÁNSSONAR skipstjóra, Höfðagrund 15, Akranesi. Guð blessi ykkur öll. Elín Frímannsdóttir, Guðrún Sigríður Kristjánsdóttir, Friðjón Edvardsson, Davið Kristjánsson, Sigrún Edda Árnadóttir, Kristján Kristjánsson, Ingibjörg Guðbrandsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Alúðarþakkir til allra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGVELDAR LÁRU KRISTJÁNSDÓTTUR, Aðalgötu 14, Stykkishólmi. Sérstakar þakkir færum við félögum í Hest- eigendafélagi Stykkishólms og auðsýnda virðingu við útför hennar. Guð blessi ykkur öll. Erla Guðný Sigurðardóttir, Þórólfur Danfelsson, Gyða Sigurðardóttir, Jóhannes Þórðarson, Jóhanna Kristín Sigurðardóttir, Sigurberg Árnason, Gerður Ruth Sigurðardóttir, Agnes Agnarsdóttir, Marinó Ingi Emilsson, bamabörn og bamabarnabörn. + Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tendamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU JÓHANNESDÓTTUR, Syðra-Langholti. Jóhannes Sigmundsson, Hrafnhildur Jónsdóttir, Kristjana Sigmundsdóttir, Brynjólfur Geir Pálsson, Sólveig Ólafsdóttir, Sigurður Sigmundsson, Sverrír Sigmundsson, Anna Bjarnadóttir, barnabórn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.