Morgunblaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997 23
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
VEL fór á með brezku þingmönnunum og forseta Alþingis. Frá vinstri: Mildred Gordon, Sir Roger
Sims, Sir Timothy Sainsbury, formaður nefndarinnar, Olafur G. Einarsson, forseti Alþingis, Mike
Watson, David Young og James Cran.
Segja harða kosninga-
barátta framundan
HINGAÐ til lands kom í upphafi
vikunnar sex manna nefnd brezkra
þingmanna, í boði forseta Alþingis,
Ólafs G. Einarssonar. Þingmennirnir
áttu meðal annars fundi með utan-
ríkismálanefnd Alþingis og fulltrú-
um utanríkis- og heilbrigðisráðu-
neyta, auk þess að þiggja heimboð
forseta íslands að Bessastöðum.
Þeir halda utan í dag, föstudag.
Blaðamaður Morgunblaðsins hitti
tvo þeirra, Sir Roger Sims, þing-
mann íhaldsflokksins, og Mike Wat-
son, þingmann Verkamannaflokks-
ins, að máli og fékk þá til að segja
álit sitt á kosningabaráttunni, sem
nú er í uppsiglingu í Bretlandi.
„Þetta verður hörð kosningabar-
átta,“ segir Sims. „Allar nýjustu
skoðanakannanir benda til sigurs
Verkamannaflokksins. ... Ég held
að það sé óumflýjanlegt, að þegar
einn flokkur er búinn að vera iengi
við stjórnvölinn hefur hann skapað
sér óvinsældir hjá vissum hópum
þjóðfélagsins, sem studdi flokkinn
áður.“ Sem þingmaður íhaldsflokks-
ins segir Sims, sem hættir nú á þingi
eftir 23 ára setu, flokk sinn samt
eiga skilið að vinna kosningarnar,
en hann skilji aftur á móti vel, að
sumum þyki tími kominn til breyt-
inga eftir að sami fiokkur hafí stjórn-
að landinu í átján ár samfleytt.
Við síðustu kosningar segir Sims
marga hafa verið óánægða með
stjórn íhaldsflokksins, en þar sem
kjósendur hafi þá í ríkum mæli ekki
treyst stefnu Verkamannaflokksins
hafí honum verið kleift að vinna
þrátt fyrir það.
Verkamannaflokkurinn færzt
til hægri
„Núna er staðan sú, að Verka-
mannaflokkurinn hefur færzt til
hægri og tekið upp ýmislegt af
stefnumálum íhaldsmanna," segir
Sims, og bætir við: „Og Tony Blair
höfðar til miklum mun breiðari hóps
fólks en Neil Kinnock [sem leiddi
Verkamannaflokkinn í síðustu kosn-
ingabaráttu]."
Mike Watson tekur undir að það
sé kominn tími til umskipta í stjórn
Bretlands. Hann viðurkennir, að
Verkamannflokkurinn hafi breytzt á
síðustu árum, og að hann hafi færzt
nokkuð til hægri í stefnumiðiim sín-
um frá því sem áður var. Án þess
að vera hinum breyttu áherslum öll-
um sammála segir Watson þær hafa
verið nauðsynlegar.
„Ég er mikill knattspyrnuaðdá-
andi,“ segir Watson til útskýringar.
„Ef knattspyrnulið leikur fjóra leiki
og tapar þeim öllum getur það ekki
leyft sér að halda sama þjálfara,
framkvæmdastjóra og leikmönn-
um.“ Hann segir ljóst vera, að við
síðustu kosningar hafi mörgum kjós-
endum ekki litist á þann kost að
kjósa Verkamannaflokkinn. Flokk-
urinn hafi því verið knúinn til að
leggja niður fyrir sér hvers vegna
svo var, og breytast í samræmi við
það, svo að kjósendur öðluðust traust
á flokknum og vilja til að ljá honum
atkvæði sitt. „Það er það sem ég
trúi að gerist í þetta sinn,“ segir
Watson.
Telja að seinka
beri EMU
Innanflokkseijur íhaldsmanna
hjálpa líka til, segir Watson, en eins
og kunnugt er hafa þær að miklu
leyti snúist um stefnuna gagnvart
Evrópusambandinu. Þetta viður-
kennir Sims. En báðir eru þingmenn-
irnir sannfærðir um, að réttast væri
að fresta stofnun Efnahags- og
myntbandalags Evrópu, EMU, ef svo
fer sem horfir, að einungis örfá að-
ildarríki muni uppfylla hin ströngu
skilyrði fyrir aðildinni, sem sett voru
í Maastricht-sáttmálanum.
Önnur megináherzlumál kosn-
ingabaráttunnar eru þingmennirnir
sammála um að verði efnahagsmál,
atvinnumál, menntamál, lög og regla
og málefni heilbrigðisþjónustunnar.
tNÝTT
á íslandi
ÆIQÐ[L°TJ=[L®(E[]S®
Hágæöa lyklakerfi
EINN LYKILL
- endalausir möguleikar
Öryggiskerfi sem uppfyllir allar kröfur
um öryggi í kerfislæsingum.
T'S"-J.114JJI 1 LU.I 'MM Jfjjtm
Skútuvogi 1 0 E • Sími 588-0600
Kynni ng í Hafnarfjarðarapóteki
í dag kl. I4-I8
Skemmtileg sumartaska með þremur lúxusprufum
fylgir kaupum á nýja kreminu Lift Activ eða
ef keypt er fyrir kr. 2000 eða meira *
VICHYI
LABORATOIRES
HEILSULIND HÚÐARINNAR
Fæst eingöngu í apótekum
Alllr f á A/iuniug!
Með hverri 101 Daknation kippu af
2. lítra Coke eða Diet Coke fylgir
skafmiði sem allir gefa frábæra
vinninga. Þú gætir unnið
101 Dalmatian jakka, bakpoka,
bíómiða, sælgæti, Coca-Cola og
síðast en ekki síst Renault Mégane.
Tryggðu þér kippu í tíma og þú
getur ekki annað en unnið, því
allir fá vinning.
Ath. Takmarkað upplag. Skafmiðar fylgja
aðeins sérmerktum 101 Dalmatian kippum
af 2. lítra Coke eða Diet Coke.
Allar upplýsingar eru á skafmiðanum.
IBaIL