Morgunblaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997 13
AKUREYRI
Fjölskyldan
í íslensku
samfélagi
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Akur-
eyri efna til fundar í Deiglunni í
kvöld kl. 20.30. Yfírskrift fundarins
er; Staða fjölskyldunnar í íslensku
samfélagi.
Frummælendur verða Pétur
Blöndal, alþingismaður, Gunnlaugur
Þór Þórðarson, formaður SUS og
varaþingmaður og Finnur Birigsson,
arkitekt á Akureyri.
Eftir að frummælendur hafa lokið
máli sínu verður gert hlé á fundinum
og þá mun Lýður Ólafsson gítarleik-
ari leika nokkur lög. Eftir hlé verða
fyrirspurnir og fijálsar umræður.
Fundarefnið, sem hefur verið mikið
til umræðu að undanförnu, skiptir
alla máli og eru bæjarbúar hvattir
til að fjölmenna á fundinn.
♦ ♦ ♦
Messur
LAUFÁSPRESTAKALL; Guðs-
þjónusta í Svalbarðskirkju sunnu-
daginn 16. mars kl. 14. Ferm-
ingarfræðsla í safnaðarstofu Sval-
barðskirkju á sunnudag kl. 11.
Kyrrðar- og bænastund í Grenivík-
urkirkju sunnudagskvöld kl. 21.
Láttu þér batna með Otriviri
10 ml
NftSESPRAY
BSffBO mibog/dosij
VítOUIrt
” mumi
■ U*/wi
Otrivin nefúðinn er fljótvirkur
og álirifaniikill.
Það er hægt að halda kvefinu í skefjum, án lyfseðils.
Þú ferð í næsta apótek og nærð þér í Otrivin nefúða.
Úðar einu sinni í hvora nös, allt að þrisvar sinnum á
dag. Þá losnar um stíflurnar, pú dregur andann
djúpt, vandræðalaust og lætur þér batna.
Otrivin nefúöinn og nefdroparnir innihalda xýlómetasólin sem vinnur gegn bólgu, nefstíflu og slfmmyndun vegna kvefs og bráörar bólgu í ennis- og kinnholum. Otrivin virkar fljótt og áhrifin
vara f 6-10 klst. Otrivin getur valdiö aukaverkunum, s.s. ertingu í slímhúö og sviðatilfinningu. Einnig ógleöi og höfuöverk. Otrivin má nota þrisvar á dag en ekki lengur en í 10 daga í senn.
Varúö: Langtímanotkun Otrivin getur leitt til þurrks ( nefslímhúö. Sjúklingar meö gláku eöa þeir sem hafa ofnæmi fyrir xýlómetasólin eða bensalkonklóriöi ættu ekki aö nota Otrivin.
Kynnið ykkur vel leiöbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið þar sem börn ná ekki til.
Framkvæmdaáætlun samþykkt
Fylgstu meb í
Kaupmannahöfn
Morgunblabib
fæst á Kastrupflugvelli
og Rábhústorginu
-kjarni málsins!
Meiri peningar í gatnagerð
og fráveitu en í fyrra
MUN meira fé verður varið til fram-
kvæmda á sviði gatnagerðar og
fráveitu á vegum Akureyrarbæjar
í ár en var í fyrra, eða samtals
155,3 milljónum en þær voru 118
árið á undan. Bæjarstjóm hefur
samþykkt framkvæmdaáætlunina.
Alls fara 27,1 milljón í endur-
byggingu gatna, þar af verður
Strandgata, frá Hríseyjargötu að
Lundargötu, endurbyggð og er
áætlaður kostnaður 15,4 milljónir.
Þá verður Hólabraut endurbyggð
sem og Klettaborg.
í nýbyggingu gatna fara 18,7
milljónir króna, þar er um að ræða
Smáragötu, Sjávargötu, Merkigil,
Skuggagil og Borgarbraut og þá
verður aðkoma gerð að Kjötiðnað-
arstoð.
Malbikað fyrir 18 milljónir
Götumar sem verða malbikaðar
í sumar em Hörpulundur, Hindar-
lundur, Brekkugata, Norðurgata og
svæði sunnan Strandgötu og austan
------♦"♦--♦-----
Fundur í Deiglunni
á Akureyri í kvöld
Glerárgötu, en alls verður 18,3
milljónum varið til malbikunar í ár.
Til gagnstétta og stígagerðar
verður varið um 7,5 milljónum
króna og 6,3 til ýmissa verka, m.a.
vegna breytinga á göngugötu. Til
umferðaröryggismála fara 2 millj-
ónir króna.
Unnið verður við lagnir í Gilja-
hverfi III og þá verður farið í að
undirbúa Giljahverfi V. Þessi verk-
efni eru skilgreind sem sérverkefni
og kosta 26,3 milljónir króna.
Bifreiðastæðasjóður kostar fram-
kvæmdir að upphæð 12 milljónir
króna. M.a. verða gerð bílastæði
við Strandgötu, vestan Hólabraut-
ar, við Smáragötu og vestan slysa-
varnahússins.
Þá verður unnið við fráveitufram-
kvæmdir í bænum fyrir alls 45
milljónir króna.
Stiórnarkiör:
í samræmi við lög félagsins og reglugerð ASÍ fer kjör
stjórnar, varastjórnar og trúnaðarmannaráðs, skoðunar-
manna og varamanns þeirra, fram að viðhafðri allsherjar-
atkvæðagreiðslu.
Hér með er auglýst eftir framboðslistum til ofangreindra
starfa og skal þeim skilað til skrifstofu félagsins, Skipagötu
14, Akureyri, eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi mánudaginn 24.
mars nk.
Á hverjum lista skulu vera nöfn 7 manna í aðalstjórn, 5 í
varastjórn, 40 í trúnaðarmannaráð (valdir meó tilliti til búsetu
sbr. samþykkt aðalfundar), tveggja skoðunarmanna og eins
til vara.
Þá skulu fylgja hverjum lista meðmæli 100 fullgildra
félagsmanna.
Akureyri 12. mars 1997.
Stjórn Verkalýðsfélagsins Einingar.