Morgunblaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997 47 I 1 I 1 I i i i i i i i ( ( ( ( ( ( I ( I I j i _______________BRÉF TIL BLAÐSIIMS Vont er ykkar ranglæti, enn verra ykkar réttlæti Frá Guðmundi Jóhannssyni: MÉR finnst þessi yfirskrift við hæfi og eiga vel við þegar rætt er um aðfarir stjórnvalda að hinum öldruðu undanfarin ár þar sem þau hafa fundið upp hinar ótrúlegustu reiknikúnstir til að reyta fjaðrirnar af þeim og herða sultaról þeirra. Þótt af mörgu sé að taka, verður eitt atriði fremur öðru gert hér að umræðuefni, en það er aftengingin á greiðslu frá Tryggingastofnun ríkisins við almenna launaþróun í landinu. Á fundi sem Framsóknar- flokkurinn stóð fyrir með öldruðum á Hótel Borg 21. febrúar lýsti heil- brigðisráðherra Ingibjörg Pálma- dóttir því yfir að þegar samningar væru komnir í höfn hjá launastétt- unum yrðu laun aldraðra tekin til endurskoðunar og samræmd öðrum launum. Nokkrum dögum síðar heyrði ég fjármálaráðherra Friðrik Sophusson lýsa úr ræðustól Alþing- is mjög áþekkri afstöðu. Fjármála- ráðherra lét okkur aldraða hins vegar vita það að búið væri að greiða okkur 2% frá áramótum og það væri meira en nokkur annar hefði fengið og var hann býsna drýldinn yfír því örlæti. Frá Ólafi Oddssyni: EFTIR það sem á undan er gengið í umræðum um stóriðjuhugmyndir stjórnvalda á Grundartanga og gagnrýni á störf Hollustuverndar ríkisins, sér framkvæmdastjórinn sig knúinn til að réttlæta stefnu stofn- unarinnar í blaðagrein í Morgunblað- inu 7. mars undir yfirskriftinni „Vakning í umhverfismálum og hlut- verk Hollustuverndar ríkisins". I greininni gerir hann mjög lítið úr sjónarmiðum mótmælenda stór- iðjuuppbyggingar á Grundartanga og það svo að undrun sætir sem ábyrgur opinber starfsmaður. Misskilningur Hermann byijar á að vitna í gaml- an bandarískan kennara sinn sem hann virðist hafa misskilið hrapal- lega, þegar hann hefur eftir honum „að alla þætti umhverfísmála þyrfti að setja á mælistiku og helst af öllu verðleggja í tengslum við mat á umhverfisáhrifum". Hermann dreg- ur þá ályktun að mótmælendur ál- vers á Grundartanga séu eingöngu að hugsa um „eiginhagsmuni í formi skaðabóta". Þetta er ekki rétt. Odd- Nú er það hér um bil víst að verð- andi kjarasamningar sem nú eru yfir- standandi koma til með að gilda, frá því að fyrri samningar féllu úr gildi, þ.e.a.s. frá síðustu áramótum, þannig að ég fæ ekki séð, að örlæti ráðherr- ans skipti öllu máli, hvort greiðslum- ar komi 2 mánuðum fyrr eða seinna. Þegar umræddir kjarasamningar eru í höfn kemur að ráðherranum að standa við yfirlýsingar sínar og að óreyndu vil ég trúa því að þeir standi við orð sín. Gangi það eftir er mér spum í huga; hver var tilgangur stjórnvalda með þessari aftengingu? Hvers vegna - til hvers? Heyrt hef ég þá skýringu af vör- um ráðherra, að ekki hafi þótt rétt að greiðslur frá Tryggingastofnun kæmu „átomatískt" til hinna öldr- uðu, það er að þær fylgdu launaþró- un í landinu. Eg spyr hvers vegna ekki? Við höfum engan samnings- rétt og því engin vopn til að berj- ast með til varnar okkar kjömm, annað en atkvæði okkar og orðsins brand. Ég furða mig á blindni og ósvífni stjórnvalda að ætla að skammta þessum hópi skít úr hnefa, eða hluta af því sem samið er um vita Kjósarhrepps voru boðnar bætur á fundi með umhverfísnefnd Alþing- is en hann hafnaði þeim staðfast- lega. Þeir sem em meðmæltir álver- inu hugsa um peninginn. T.d. upp- lýsti bæjarstjóri Akraness á sama fundi að hann vænti þess að ríkið mundi kosta gerð nýs vatnsbóls fyr- ir Akurnesinga enda væri núverandi vatnsból vart nothæft vegna meng- unar frá Járnblendinu. Þá er oddviti Hvalfjarðarstrandarhrepps eigandi þess lands sem ætlunin var að setja álverið niður. Hann hefur fengið 18 millj. króna fyrir skikann. Þín stofnun, Hermann, ætti að taka upp þau vinnubrögð að meta afleiðingar af staðsetningu stóriðju í miðju landbúnaðar-, útivistar- og ferðaþjónustusvæði. Það er eflaust það sem kennari þinn hefur átt við. Óðruvísi er ekki hægt að vinna. Þú verður að vita hveiju er fórnað og fyrir hvað. Þess vegna verður þú að skoða Hvalfjörðinn í heild, ekki bara næst Grundartanga. Önnur vandamál Það er á þér að skilja að við sem mótmælum stóriðju höfum ekki © á hinum almenna markaði, eins og þeir hafa gert að undanfömu, er það ákveðið markmið stjórnvalda að svipta aldraða almennum mann- réttindum? Nei, ágætu landsfeður, beinið spjótum ykkar og valdi eitt- hvert annað en á lítilmagnann, því þar er ekki breiðu bökin að finna. Skattar í því samningaferli sem nú stend- ur yfir um kjör launafólks, hefur Alþýðusambandsforustan gert til- lögu um að sett verði á tvö skatt- þrep, þessu hefur ríkisstjómin tekið þunglega og telur því allt til for- áttu, því spyr sá sem ekki veit, hveijir eru aðalþröskuldarnir þar í vegi? Á þeirri tækni- og tölvuöld getur það varla verið stórt mál að búa til „prógramm" þar sem hafr- arnir eru síaðir frá sauðunum. Hin- ir almennu skattar snerta líka aldr- aða, að ónefndum hinum illræmdu jaðarsköttum. Ég teldi það verðugt verkefni löggjafans að smíða skattalög sem tækju tillit til efna- hags og ástæðu einstaklingsins. GUÐMUNDUR JÓHANNSSON, eftirlaunamaður. áhyggjur af öðmm umhverfisvanda- málum. Þú ert greinilega að óska eftir stuðningi, en um leið ertu að benda á að fyrst það sé fullt af öðr- um vandamálum, sé í lagi að bæta við fleiri vandamálum - meiri meng- un. Þá gefur þú það í skyn að við séum tilbúin til að hverfa til fornra búskaparhátta, af því að við viljum ekki stóriðju á Grundartanga. Ég hef nú ekki heyrt fornlegri sjónar- mið lengi. Þú ættir að kynna þér sjálfbæran rekstur í landbúnaði og ferðamannaiðnaði í nágrannalönd- unum og nútíma umhverfissjónar- mið. Þá mundir þú e.t.v. skilja af hveiju við mótmælum. Það kallast ekki atvinna í þínum augum að stunda búskap, ferða- mennsku, tijárækt og uppeldisstörf eins og gert er við Hvalfjörð. í stað þess viltu að íslendingar séu áfram „stórtækir og miskunnarlausir í samskiptum við náttúru landsins til að ná sem bestum lífskjörum“, eins og þú segir sjálfur. Er það ekki óholl- ustuvernd? Það vill svo til að ég tíni ávexti af mfnum tijám í Kjósinni og hef mikla ánægju af og vil alls ekki þurfa að efast um að þeir séu ómeng- aðir. Þess vegna þarf ég ekki stór- iðju til að „lifa mannsæmandi lffi“ eins og þú álítur að þjóðin þurfi. ÓLAFUR ODDS8ÓN, uppeldisráðgjafi og ræktandi í Kjós. © ® „Ohollustuvernd ríkisins“ Misrétti Frá Jóni Hafsteini Jónssyni: AF HVERJU þurfa þeir, sem eru utan trúfélaga að gjalda Háskóla íslands skatt umfram þá sem til- heyra einhveijum trúarsöfnuði? Ég vil hér með beina spurning- unni hér að ofan til löggjafarvalds- ins og annarra sem láta sig jafn- rétti þegnanna einhveiju varða. Ég hef þegar borið þessa spurningu upp við umboðsmann alþingis og fengið það svar að honum beri ekki að leggja mat á réttmæti þessa ákvæðis. Hins vegar sendi hann í svari sínu útskrift úr stjórnarskrá og stjórnarskipunarlögum íslands, og þar á meðal er þetta. „Öllum er fijálst að standa utan trúfélaga. Enginn er skyldur til að inna af hendi persónuleg gjöld til trúfélags, sem hann á ekki aðild að. Nú er maður utan trúfélaga og greiðir hann þá til Háskóla íslands gjöld þau, sem honum hefði ella borið að greiða til trúfélags síns. Breyta má þessu með lögum.“ í spurningunni minni felst m.a. undrun yfír því að gæluverkefni Háskóla íslands skuli fremur eiga að vera á framfæri trúleysingja en trúaðra. Ég vil benda á að í Há- skóla íslands er guðfræðideild og starfslið hennar hefur sitt að segja við ráðstöfun þessara gjalda. Skrít- in tillitssemi við gjaldendurna! Hvers eiga þeir að gjalda sem af- neita trúarbrögðum? Ég er ekki að kvarta yfir þeim gjöldum sem á mig eru lögð, heldur einungis að fara fram á að fá - rétt eins og þeir trúuðu - íhlutunarrétt um til hvaða starfsemi „sóknargjöldum" mínum er varið. Skyldi ekki fleirum en mér finnast hér skorta á jafn- rétti þegnanna? JÓN HAFSTEINN JÓNSSON, fyrrv. menntaskólakennari, Stangarholti 7. Gallabuxur str. 44-58 Tllboðsverð 5.500, föstud., laugard. og mánud. STÚRI-LISTINN Baldursgötu 32, sími 562 2335 Aðrir söluaðilar Akureyri: Versl. Camela, Ráðhústorgi 9- Egilsstaðir: Versl. Gríma, Bjarkarhlíð 6. Stykkishólmi: Versl. Ella, Borgarbraut1. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrnpflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! Bæjarhrauni 14, Hafnarfirði Sími 565 3900 * "* Kr. 49d. - Frábær listi fullur af glæsilegum vorfatnaói Afgreióslutími frá aóeins 3 dögum! Erum að taka upp nýjar vðrur Seljum á næstu dögum eldri vörur með ótrúlegum afslætti; Dragtir, úlpur, kjóla o.fl. m hil Kortatimaw JOSS Laugavegi 20, sími 562 6062. Opið laugardag kl. 10-16 -k dcjŒi tctuorur 'Uertu fíyrir atui vióó um c^œcíin k innu-ocj ahucjaljoómLjndara (ioómundara ! Heimilistæki hf -- SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 OO _
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.