Morgunblaðið - 14.03.1997, Page 29

Morgunblaðið - 14.03.1997, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997 29 Nornir í leir og hulinn harmur í flæðarmáliiiu MYNDPST Norræna húsid — sýningarsalur og anddyri LEIRLIST Samsýning/Lena Cronqvist Opið kl. 14-19 alla daga til 16. mars; aðgangur kr. 200 - sýningarskrá kr. 200. NORRÆN samvinna verður ekki aðeins til fyrir tilverknað opinberra aðila og nefnda, heldur ekki síður fyrir framtak einstaklinga, sem eiga sér sameiginleg markmið. Sýn- ingin sem nú stendur yfir í sölum Norræna hússins er af síðara tag- inu, en hér hafa tólf leirlistarkonur frá öllum Norðurlöndunum tekið sig saman um farandsýningu undir yf- irskriftinni „Norrænar nornir“. Sýningin var fyrst sett upp af Borreby sýningarsalnum í Dan- mörku í fýrra, en mun auk viðkom- unnar hér fara til Finnlands, Nor- egs, Hollands og mögu- lega Frakklands, allt fram á næsta ár. Þannig mun þessi kynning ná nokkuð út fýrir Norður- löndin, eins og vera ber. I hópi sýnenda eru fjórar listakonur frá Nor- egi, þrjár frá Danmörku, tvær frá Finnlandi og íslandi og ein frá Sví- þjóð. Flestar eiga þær langan feril að baki, enda kemur fljótt í ljós við skoðun sýningarinnar að hér eru leidd saman verk þroskaðra listamanna, sem hver fyrir sig hefur þróað sína eigin myndsýn í átökum við form og efni. Þrátt fyrir það má hér víða sjá skyldleika við efnistök annarra listamanna, þannig að þessi listsköpun er í sterku samhengi við margt sem er að geijast í öðrum miðlum í mynd- listinni. Leirlistin er löngu komin inn á svið höggmyndalistarinnar fremur en að vera bundin við gerð nytja- muna, og það sést vel hér. Þær lista- konur sem nýta form nytjahluta gera það til að skapa sjálfstæð lista- verk, eins og sést t.d. í fínlegum vösum Kristínar Andreassen, þar sem vinnsla ytra byrðis minnir öðru fremur á fjölbreytta ásýnd yfirborðs jarðskorpunnar. Tilvísun Marit Tingleff í stórar eldhússkálar er á sama hátt auðsæ, en virkar fremur sem virðingarvottur við upprunann en eftiröpun á honum. Fötur Tove- Lise Rokke Olsen eru heldur engar venjulegar fötur, heldur sjálfstæðir skúlptúrar byggðir á kunnuglegu formi. Önnur verk tengjast oft öðrum listmiðlum. Má þar líta til málverks- ins varðandi frásagnarverk Birgit Krogh og til grafíklistar eða korta- gerðar í forvitnilegum verkum Unn- ar Margrethe Johnsen, en báðar þessar listakonur líta mjög til leturs og ritmáls sem hráefnis fyrir sína listsköpun. Flestar hinna sýnendanna eru í reynd að skapa fjölbreyttar högg- myndir í leir. Postulínsegg Kolbrún- ar Björgólfsdóttur (Koggu) njóta sín vel í „Spíral lífsins" (þó ekki séu þau 258 talsins), og nákvæm upp- röðun þeirra vísar til þess viðkvæma jafnvægis, sem fjöregg tilverunnar búa við. Guðný Magnúsdóttir hefur leitað aftur til fornra rita um texta á verk, sem er þrungið „Fræ“ þess sem síðar á eftir að þróast; „Ræt- ur“ hennar vísa til villtra íslenskra jurta, en formið er kunnuglegt frá annarri leiriistarkonu. Öskjur og kistur Betty Engholm eru þungar og sterkar, og þessi grófu og eilítið bjöguðu form eru greinilega byggð á minnum fornra menningarheima; nornirnar henn- ar hafa orðið að vörumerki sýn- ingarinnar, þar sem þær sitja og gapa eða syngja framan í tilver- una. Karin Windnas-Weckström sýnir hér afar tæra formvinnu, og Nina Karpov leggur til svifverk, þar sem leirinn er í óvæntu hlut- verki. Loks er kvenímyndin í aðalhlut- verki hjá Ninu Hole, en hún gerir nornir einnig að viðfangsefni sínu, auk formsterkra turna, sem vísa einnig til sögunnar með sínum hætti. Þessi sýning nýtur sín ágætlega í rými sýningarsalanna, og persónu- leg einkenni hverrar listakonu koma vel fram. Samsýningar af þessu tagi eiga dijúgan þátt í að gefa landsmönnum tækifæri til að fylgj- ast með þróun hinna ýmsu listmiðla hér á landi jafnt sem annars stað- ar, og eru listunnendur því hvattir til að nýta sér þetta tækifæri sem best. KRISTIN Andreassen: Vasi. GRAFÍK OG HÖGGMYNDIR í anddyri Norræna hússins stend- ur yfir sýning á nokkrum verkum frá hendi sænsku listakonunnar Lenu Cronqvist. Af næmri meðferð viðfangsefnisins má ráða að hér fer reynd listakona, enda á hún rúm- lega þijátíu ára sýningarferil að baki. Á sýningunni eru þijár högg- myndir úr bronsi og tuttugu grafík- myndir, flestar unnar með þurrnál. Myndefnið er hið sama í öllum verkunum, þ.e. telpa eða telpur í sínum eigin sakleysislega heimi - að leik, með dúkkur og ketti, eða framan við górillur í búrum sínum. Þetta er unnið með einföldum hætti sem hentar grafíkmiðlinum vel, og er síðan fært yfir í höggmyndir þannig að rýmið er vel afmarkað og þrengir í raun að myndmálinu með svipuðum hætti og stærð graf- íkplötunnar gerir í hinum verkunum. Á bak við barnslega og fremur grófa framsetningu þessa einfalda efnis má þó greina aðra og eymdar- legri lífssýn en þann leik æskunn- ar, sem liggur í yfirborðinu. Hér þarf aðeins að líta á fjarrænan og gleðisnauðan svip stúlknanna í flestum verkanna eða t.d. með- höndlun telpunnar á mömmu- og pabbadúkkum (nr. 6 og 7) til að sjá að ekki er allt sem skyldi; að baki liggja ógnvænlegir leyndar- dómar um svikna æsku og sakleysi sem hefur verið leikið grátt. Þessi heildarhrif um hulinn harm styrkj- ast af þeim andstæðum ljósra og dökkra flata sem marka rýmið i myndum eins og nr. 10, þar sem telpan stendur fyrir framan búr górilluapa. Þessi sýning setur þannig fram athyglisverðan undirtón við einfalt myndefni, og lýsir því glögglega að í listum - eins og í lífinu sjálfu - er ekki allt sem sýnist. Eiríkur Þorláksson LEIKLIST Leikfélag Ilveragcrðis SALKA VALKA eftir Halldór Laxness. Leikstjóri: Inga Bjamason. Aðstoðarleikstjórar: Anna Jórunn Stefánsdóttir og Svanhildur Jóhananesdóttir. Ljós: Inga Bjamason, Bjarki Sigin-ðarson, Grétar Einarsson. Búningar: Margrét Kristjánsdóttir og Jóna Guðjónsdóttir. I aðalhlutverk- inn: Sólveig Jónsdóttir, Svala Karlsdóttir, Margrét Ásgeirsdóttir, Sævar Þór Helgason, Sigurður Blöndal, Magnús Stefánsson, Steindór Gestsson, Rannveig Hjálmarsdóttir, Grétar Einarsson. Hótel Hveragerði 11. mars. LEIKFÉLAG Hveragerðis á fimmtíu ára afmæii um þessar mundir og minnist þess með því að setja Sölku Völku á svið. Það er einkar vel til fundið, bæði vegna þess að talsverður fjöldi leikara á öllum aldri stígur þar á svið, og einnig vegna þess að í verkinu er rammíslensk taug rétt eins og í leikfélaginu sjálfu (og reyndar áhugaleikhúsum um allt land). Þetta er fólk sem lætur ekki skammta sér skemmtun á gervihnattaöld heldur skapar hana og stýrir henni sjálft. í því hlýtur sjálfstæði íslenskrar menn- ingar að vera fólgið. Það er skemmst frá því að segja, að mjög vel hefur til tekist til með þessa sýningu á Sölku Völku. Sviðsetning er einföld, látlaus, atriðaskipting hröð og ljósabeiting markviss og áhrifa- rík. Búningar eru sérstaklega góðir og staðsetja verkið í tíma. Gaman þótti mér að sjá gömlu gúmmískóna aftur, en þó fannst mér blessunin hún Sigurlína, móðir Sölku, einum of vel skóuð. Búningar yfirstéttarunganna Bogesens og förðun þeirra voru með ágætum. Nú er það svo að frá leikrænu sjónarmiði er Salka Valka tvískipt verk. Fyrir hlé fjallar verkið um umkomuleysi mæðgnanna Sigurlínu og Sölku, andlegar freistingar þeirra og holdlegar, en eftir hlé sjáum við ást þeirra Sölku og Arnalds tvinnast við samfélagsátök tímans og hugsjónaeld. Því er ekki að leyna að fyrri hluti verks- ins hefur ætið höfðað meira til mín, og svo var einnig hér. Þar er ekki síst fyrir að þakka stór- leik Svölu Karlsdóttur sem Sig- urlínu. Svala hefur ágæta fram- sögn, sterka nánd á sviði, og þetta þriðjudagskvöld sýndi- hún tilfinningalega dýpt og lék af innlifun sem var bæði sönn og grípandi. Áhugaleikur verður ekki öllu betri. Önnur stjarna kvöldsins er tvímælalaust Magn- ús Stefánsson sem Steinþór Steinsson. Magnús sýndi líka mikla innlifun og talsverða innri togstreitu og var í öllu fasi trú- verðugur í hlutverki sínu. Hann skapaði eftirminnilegan persónu- leika á sviðinu, íslendinginn í flæð- armálinu sem er sjálft flæðarmál- ið, mitt og þitt, breyskur en ekta. Þótt þessir tveir leikarar hafi fangað athyglina hvað mest, er rétt að geta þess að allur leikhóp- urinn var góður og framsögn yfir- leitt til fyrirmyndar. Sólveig Jóns- dóttir og Margrét Ásgeirsdóttir fóru vel með hlutverk Sölku, Sól- veig sem sú yngri, en Margrét sem hin eldri. Steinþór Gestsson er æfður leikari sem býr yfir tals- verðri tækni. Hann var góður bæði sem Guðmundur Jónsson kadett og Jóhann Bogesen kaup- maður. Sævar Helgason lék Arn- ald yngri ágætlega, flutti draum- sýnahjal hins unga manns vel og var spaugilegur sem Beinteinn í Króknum. Og það sópaði að Rannveigu Hjálmarsdóttur sem Toddu truntu. Sigurður Blöndal lék Arn- ald eldri og hafði erfitt hlutverk að túlka eldhug baráttumannsins og tilfinningalega bælingu hans. Stefán Sigurðsson lék lækninn og mælti fram hans furðulegu og frægu yrðingar með hiki sem hæfir hlutverkinu vel. Stefán var elsti leikari sýningarinnar, 96 ára (segi og skrifa), en sá yngsti var 5 ára. Þannig má segja að þetta sé sýning fyrir fólk á öllum aldri. í salnum var einnig fólk á öllum aldri og skemmti sér vel. Sunn- lendingar alla leið vestur á land og austur á firði: Sjáið þessa sýn- ingu og rifjið upp hvað það er að vera íslendingur. Það gefast ekki betri tækifæri til þess en einmitt Salka Valka í Hveragerði. Guðbrandur Gíslason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.