Morgunblaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997 39
Auður lék líka mjög vel á harmon-
iku og Ólöf pijónaði, heklaði og
saumaði listavel, og mátti segja,
að allt sem hún snerti á, yrði að
listaverki í höndum hennar. Á því
sviði var hún sívinnandi til hinstu
stundar og nutu barnabörn og
bamabarnabörn hennar góðs af því
þar sem hún var óþreytandi að
pijóna peysur, sokka og vettlinga
á þau, einnig heklaði hún lqóla og
hatta á brúður af mestu snilld, að
ógleymdum útsaumnum.
Ég minnist þess að þegar ég var
um það bil 12 ára, gaf Ólöf mér
eitt sinn lítinn borðdúk og ætlaði
að kenna mér útsaum, en lítið varð
víst úr þeim hannyrðum hjá mér,
því að sá góði bókakostur sem var
á þessu heimili freistaði mín miklu
meira. Og þá kem ég að þeim þætti
sem var svo ríkur í eðli Olafar, það
voru sívökul fróðleiksfýsn og bók-
menntaáhugi, enda var hún hafsjór
af þjóðlegum fræðum og minnið var
frábært til hinstu stundar. Ég veit
að þjóðháttadeild Þjóðminjasafnsins
naut góðs af þekkingu hennar, en
ég er líka viss um að mikið af þjóð-
legum fræðum hefur hún tekið með
sér héðan úr heimi. En mikinn arf
hefur hún líka skilið eftir hjá afkom-
endum sínum.
Ólöf mín varð oft fyrir miklu
andstreymi og sorg í lífi sínu. Auð-
ur eða Mími, eins og við kölluðum
hana, þessi fallega og listræna dótt-
ir hennar, lést aðeins 18 ára frá
eiginmanni og 6 mánaða dóttur.
Stuttu síðar slitu þau Ólöf og Páll
samvistir. Árið 1979 andaðist Pétur
sonur hennar, aðeins 47 ára að
aldri. Öll þessi áföll bar Ólöf af
miklu æðruleysi, einnig þegar
tengdasonur hennar Ingvar Ing-
varsson, sem var henni mjög kær,
lést af slysförum.
Þegar Ölöf hóf sambúð með Guð-
mundi Sigurðssyni um 1953 varð
það þeim báðum gæfuspor, því þótt
þau væru mjög ólík að eðlisfari og
uppruna, varð sambúð þeirra farsæl
og góð og Guðmundur annaðist
hana af mikilli umhyggju þegar
heilsa hennar fór versnandi. Einnig
reyndist hann frábær afi og langafí
og var oft gaman að sjá hvemig
hann lék sér við börnin. Eins vom
þau samhent í gestrisni og ástúð
við alla sem komu í heimsókn í
ívarssel, gamla húsið sem afi Ólaf-
ar byggði á sínum tíma. Þetta hús
á sér mikla sögu, þar var Ólöf og
öll systkin hennar borin og bam-
fædd og þar bjó hún og Guðmundur
til síðasta dags. Eins og áður segir
fluttist ég ung að ámm vestur í
Dali, bjó þar í 35 ár, og varð þá vík
á milli vina, en ekki brást tryggðin
hennar Ólafar, við skrifuðum hvor
annarri og heimsótti ég hana þegar
ég gat skotist hingað til Reykjavík-
ur. Um áramótin 1984-1985 þegar
ég og eiginmaður minn fluttumst í
Kópavog, hittumst við Ólöf oftar,
okkur til mikillar ánægju, báðar
höfðum við mikinn áhuga á góðum
bókmenntum og mesta freisting
okkar var að fara inn í fombóka-
verslanir.
Hún Ólöf min náði 90 ára aldri.
Þremur vikum fyrir andlátið gekkst
hún undir erfiða og tvísýna skurð-
aðgerð, og lést af afleiðingum henn-
ar aðfaranótt 10. mars sl.
Elsku Ólöf mín. Nú þegar ég
kveð þig að leiðarlokum vil ég
þakka þér af öllu hjarta fýrir allt
sem þú og börnin þín voru mér,
allt frá bemsku- og æskuáram og
ég bið Guð að styrkja Helgu dóttur
þína og alla þína afkomendur í sorg
þeirra og eftirsjá. Einnig þakkar
öldrað móðir mín vináttu og tryggð
margra ára.
Nú þegar ég fel þig Guði á hend-
ur vil ég kveðja þig með fáeinum
ljóðlfnum úr erfíljóði sem ég orti
eitt sinn eftir vinkonu mína en þess-
ar ljóðlínur eiga allt eins vel við þig.
Víst þú aldrei krafðist
verkalauna að kvðldi
fómarlundin þín var öllum fyrirmynd
æðruleysi í öllu
engan mann að lasta
svo hrein og tær
var hjarta þíns iind.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Ragnheiður Guðmundsdóttir.
MINIMIIMGAR
ANNAS.
LÁR USDÓTTIR
+ Anna Sigur-
björg Lárus-
dóttir fæddist á
Vaðli á Barðaströnd
11. september 1914.
Hún lést á heimili
sínu í Reykjavík, 3.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Lárus
Míkael Stefánsson
bóndi á Grænhól,
Skápadal og Vaðli,
fæddur á Dunki í
Hörðudal 22.9.
1871, d. í Reykjavík
13.4. 1930, og Jón-
ína Valgerður Engilbertsdóttir,
f. á Melgraseyri við Isafjarðar-
(^úp 11.1. 1875, d. á Vaðli 9.2.
1926. Þau hjón eignuðust fjórt-
án börn sem öll komust til
manns, en mörgum þeirra var
komið í fóstur um lengri eða
skemmri tíma. Systkini Önnu
voru: Gísli Hjörtur (1894-1964),
Krisljóna (1896-1924), Valgerð-
ur Guðrún (1898-1984), Stefán
Míkael (1900-1970), Halldóra
(1905-1985), Lára (1906-1989),
Aðalheiður Jenny (1907-1937),
Kristinn Janus (1908-1937),
María (1910-1992), Svava (f.
1911), Jóhanna (1913-1974),
Gústaf Adolf (f. 1917) og Valdi-
mar (f. 1920).
Árið 1934 tók Anna við heim-
ili Aðalheiðar systur sinnar og
ól upp fjögur börn hennar, þau
Sigurð (f. 1928),
Sverri (f. 1929),
Láru Jónínu (f.
1930) og Rafn
(1931-1966). Eftir
fráfall systur
sinnar gekk hún að
eiga mann hennar,
Magnús Jónsson
frá Selalæk f. 8.7.
1893, d. 19.6. 1959.
Eignuðust þau níu
böm. Þau era Hilm-
ar Thorberg leigu-
bílstjóri og útgerð-
armaður, f. 2.12.
1935; Áðalheiður
húsmóðir, f. 6.7.1941, gift Guð-
laugi Þórissyni bifreiðarstjóra;
Ágústa Jóna starfsmaður Lang-
holtsskóla, f. 9.3. 1943; Magnús
verkamaður f. 15.3. 1944,
kvæntur Birnu Einarsdóttur;
Jóhanna húsmóðir f. 16.12.
1945; Lárus verkamaður, f.
14.6. 1947; Rannveig húsmóðir,
f. 16.8. 1950; Kristinn Janus
verkamaður f. 9.4.1954, kvænt-
ur Herdísi Guðmundu Eiríks-
dóttur; og Hrafnhildur húsmóð-
ir, f. 1.10. 1956, gift Sigurði
Sigurðssyni málara. Barna-
börnin eru 22 talsins og
langömmubörnin sex.
Utför Önnu hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Hún var jarðsett í Fossvogs-
kirkjugarði við hlið eiginmanns
og stjúpsonar.
Þegar ég kveð Önnu Sigur-
björgu Lárasdóttur, stjúpu mína
og móðursystur, eftir langan, erf-
iðan og fómfúsan æviferil, era mér
efst í huga þolgæði hennar og
þrautseigja, jafnlyndi og geðfesta,
hvað sem á dundi. Hún var ein af
hógværam, hlédrægum og æðra-
lausum hetjum hvunndagsins, stóð
ævinlega einsog klettur í því öldu-
róti sem óhæg ævikjör bjuggu
henni lengi framanaf. Það var
sannarlega ekki heiglum hent að
taka að sér ijögur framvaxta böm
á tímum kreppu og atvinnuleysis
og ala þau upp sem væra þau
hold af eigin holdi. Að sönnu voram
við systurbörn hennar, en engan-
veginn gefið að það hafi gert við-
fangsefnið auðveldara.
Aðuren móðir mín fór til langrar
fjarvistar á Vífilsstaðahæli, tók
hún það heit af Önnu tvítugri, að
hún tæki að sér heimilið og kæmi
þannig í veg fyrir að systkinahóp-
urinn tvístraðist. Frá öndverðu tók
Anna þá stefnu að gera okkur
systkinin ekki tilfinningalega háð
sér, enda var ráð fyrir því gert að
mamma ætti afturkvæmt. Það fór
á annan veg, og þegar frá leið
hlaut að reka að því, að Anna tæki
í æ ríkara mæli að sér móðurhlut-
verkið. Vissulega skapaði það
margvíslegar tilfinningaflækjur,
einkanlega hjá mér, en Anna hafði
til að bera ástríki og langlundargeð
sem með tíð og tíma brutu á bak
aftur mótþróa minn og óþægð.
Lærðist mér smámsaman að meta
að verðleikum ást hennar, um-
hyggju og einstæðan hæfileika til
að semja sig að aðstæðum sem
með köflum máttu teljast nálega
óbærilegar.
Þegar ég rifja upp híbýlin sem
fjölskyldan bjó við fyrsta aldar-
fjórðunginn, Pólana, gisinn sum-
arbústaðinn á Kirkjulandi, þrengsl-
in á Oddshöfða og braggaskriflið
í Herskólakampi, sem hvorki var
raflýst né tengt vatnsæð, þá undr-
ar mig stórlega að Anna skyldi
halda heilsu framá efri ár. Ég man
hana varla öðruvísi en skúrandi
og skrúbbandi eða standandi við
eldavélina síhellandi uppá könnuna
handa gestum og gangandi, um-
kringda krakkaskara sem hún gaf
sér ævinlega tíma til að sinna.
Móðurhjartað var stórt og umvafði
afkvæmin blíðu og ástríki. Gesta-
gangur var stöðugur og öllum
umtölulaust boðið uppá kaffi og
meðlæti, hvemig sem á stóð. Var
engu líkara en gestrisnin væri
nokkurskonar andóf gegn þrot-
lausu baslinu.
Fyrir fáeinum áram færði ég
Önnu ljósmyndir sem ég hafði tek-
ið af börnum hennar ungum í
Herskólakampi eftirað ég var far-
inn að heiman. Þá lét hún falla orð
sem hafa orðið mér umhugsunar-
efni: „Sérðu hvað krakkarnir eru
kátir? Hvað er orðið um gleðina
sem var okkur svo eiginleg í gamla
daga, þráttfyrir allt baslið?“
I Uppvaxtarsögunni (1979-86)
ber Anna heitið Marta og er vitan-
lega tilvísun í Nýja testamentið.
Annar kaflinn í Möskvum morgun-
dagsins (1981) nefnist „Bjargvætt-
urin“ og fjallar um Önnu. Þar seg-
ir meðal annars:
„Það verður væntanlega Ijósara
eftir því sem á þessa sögu líður,
hver stoð og stytta Marta var jafnt
pabba sem okkur systkinunum.
Hún bjargaði heimilinu frá upp-
lausn og færði pabba þá ást og
umhyggju sem hann þurfti á að
halda, þó ekki yrði það til að breyta
uppteknum háttum hans að neinu
marki. Hvort sem hún skildi veik-
leika hans og útsláttarsemi betur
eða verr, þá umbar hún allt hans
framferði af undraverðu jafnaðar-
geði. Það var einsog þessi skap-
stóra kona hefði af djúpri eðlisávís-
un lært að beygja sig undir vilja
og duttlunga mannsins sem hún
hafði fórnað lífi sínu. Kannski þótti
henni á sinn hátt vænt um ístöðu-
leysi hans, þó það bakaði henni
margfalt angur, afþví hún gerði
sér ljóst að það var honum í blóð
borið, var partur af hlýju hans og
persónutöfram og á einhvem dul-
arfullan hátt sterkasti þátturinn í
vilja hans til að lifa.“ Anna var
komin á fimmtugsaldur þegar hún
komst loks í húsnæðí sem teljast
mátti mannabústaður. Síðustu
tæpa fjóra áratugi bjó hún við
gott atlæti á Skúlagötu 70 og
Austurbrún 6. Hinsta heimilið var
henni sérlega kært fyrir góðan
aðbúnað og dýrlega útsýn yfir
sundin og austanverða borgina.
Var sérstakt ánægjuefni að heim-
sækja snyrtilegt og gestkvæmt
heimilið á Austurbrún og rabba
við þessa lífsreyndu konu um liðna
daga. Hjá henni var engan kala
að finna vegna mæðusamra lífs-
kjara, heldur einskæra gleði og
þakklæti fyrir bættan hag og rækt-
arsöm böm. Anna var að eðlisfari
dul og fámál, en á efri áram var
einsog opnaðist æð sem lengi hafði
verið teppt. Lét hún þá gjama
hugann reika til æskuslóðanna við
Breiðafjörð og rifjaði upp atvik sem
voru henni hugstæð frá töfram
slungnum uppvaxtaráram. Kom
þá í ljós að hún var gædd ríkri
athyglisgáfu, djúpu innsæi og upp-
málandi frásagnarhæfni. Kannski
tengdist það því, að þessi atorku-
sama kona, sem aldrei féll verk
úr hendi framanaf ævi, fékk á
seinni árum tóm til að helga sig
lestri góðra bóka. Lagði hún sig
einkum eftir ljóðabókum sem virt-
ust vera henni óþrotleg uppspretta
ánægju og lífsfyllingar.
Heima hjá Önnu var ævinlega
mikil gestkvæmd, enda sóttu börn
hennar, stjúpböm, ömmuböm,
langömmuböm og annað vensla-
fólk mjög í skjólgóða og ástríka
návist hennar. Hún var í mínum
huga holdtekja þess sem helst
prýðir nærgætna og ástsæla móð-
ur.
Við Sigríður sendum afkomend-
um Önnu Sigurbjargar og öðram,
sem eiga á bak að sjá elskuríkum
ástvini, okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Blessuð sé minning
stjúpmóður minnar.
Sigurður A. Magnússon.
Kveðja frá dóttur
Frá öllum heimsins hörmum
svo hægt i friðar örmum
þú hvílist hels við lín. -
Nú ertu af þeim borin
hin allra síðstu sporin,
sem með þér unnu og minnast þín.
Með tryggð til máls og manna
á mátt hins góða og sanna
þú trúðir traust og fast
Hér er nú starfsins endi.
í æðri stjómarhendi
er það, sem heitt í hug þú barst.
Guð blessi lífc þíns brautir,
þitt banastríð og þrautir
og starfs þíns mark og mið.
Við hugsum til þín hljóðir. -
Að hjarta sér vor móðir
þig vefur fast og veitir frið.
(Einar Ben.)
Hafðu þökk fyrir allt.
Ágústa.
Þökk fyrir samfylgd um þroskabraut mína.
Þökk fyrir hjartað, sem gafst mér af ást.
Þökk fyrir tállausu tryggðina þína,
tryggð, sem að aldrei á leiðinni brást.
Þökk fyrir gleðina, ylinn og yndið,
umhyggjuræktina og góðvilja þinn.
Þökk fyrir elskulegt umbuióarlyndið,
allan sem fyrirgaf breyskleika minn.
(Þorskabítur.)
Guð blessi fóstra mína.
Lára Jónína Magnúsdóttir.
Kveðja frá ömmubörnum
stöddum í Bandaríkjunum
Elsku amma, nú ertu farin frá
okkur, og við eigum eftir að sakna T“~
þín mikið. En við vissum að þú
varst orðin þreytt og þráðir hvfld-
ina. Nú er ósk þín uppfyllt, og við
vitum að þér líður vel núna. Við
þökkum þér af öllu hjarta ástina
og hlýjuna, sem þú gafst okkur, og
kveðjum þig með litlu versi sem þú
kenndir okkur:
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Vertu sæl, elsku amma. Hvfl þú
í friði.
Anna Sigurbjörg,
Berglind og Junior.
Ég þakka frá okkar fyrstu kynnum
að yrði margt, ef telja skyldi það.
lífsins bók það lifir samt í minnum
er letrað skýrt á eitthvert hennar blað.
Ég fann í þínu hvíta, stóra hjarta
þá helgu tryggð og vináttunnar ljós
er gerir jafnan dimma daga bjarta,
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir)
Hún elskuleg amma okkar er
dáin. Þrátt fyrir veikindi hennar á
síðustu áram kom andlát hennar
okkur að óvöram. Líkami hennar
var orðinn lúinn og margs konar
sjúkdómar og þrautir gerðu vart
við sig, hvíldin var eflaust besta
lausnin. En sárt er að missa hana.
Amma var mjög sérstæð kona. Hún
lifði og hrærðist fyrir aðra, hafði
svo mikið að gefa. Bamahópurinn
hennar var stór. Hún talaði fátt
um sjálfa sig. Þess í stað beindi
hún umhyggju sinni, athygli og
hugsun að börnunum í fjölskyld-________
unni, bamabörnum sínum og
bamabarnabörnum.
Mínar fyrstu minningar um
ömmu Önnu vora þegar móðir mín
hóf sambúð með stjúpföður mínum
Rafni Magnússyni, en amma var
seinni kona afa Magnúsar. Ung að
áram hafði amma tekið að sér
heimili systur sinnar Aðalheiðar er
lést frá fjórum ungum börnum og
annaðist þau sem sín eigin, Rafn
var yngstur þeirra. Það rann upp
fyrir mér síðar að við voram ekk-
ert blóðskyldar, en ég var aldrei
látin finna það.
Amma var falleg kona. Frá henni
stafaði hlýju sem ekki er unnt að
lýsa með orðum. Og þessi ylur var-’
auðfundinn, hún miðlaði honum
hvernig sem á stóð. Hún var hvorki
hávær né margmál, en manngæska
hennar umvafði okkur öll. Sam-
verastundimar seinni árin hefðu
mátt vera fleiri.
Ég þakka ömmu samfylgdina,
kveð hana með söknuði og virð-
ingu. Vitandi að vel verður tekið á
móti henni á nýjum slóðum.
Sigurborg Sveinbjörnsdóttir
(Sísí).
HANS PETUR
CHRISTENSEN
+ Hans Pétur Christensen
fæddist í Reykjavík 4. maí
1961. Hann lést af slysförum
á Nýja-Sjálandi 18. febrúar
síðastliðinn og fór útför hans
fram frá Fella- og Hólakirkju
5. mars.
Mig langar að minnast í nokkr-
um orðum látins starfsfélaga. Mér
verður hann ætíð minnisstæður
fyrir hvað hann var duglegur verk-
maður og fróður um allt sem sneri
að vélum og tækni. Það var sama
hvað maður spurði hann um, alltaf
kom ég fróðari af hans fundi.
Hann hafði mjög gaman af því
að tala um byssur og ferðalög.
Hans hafði ferðast mikið um
Bandaríkin og var hann mikið hrif-
inn af þeim. Það var mjög gaman
að heyra hann lýsa sérkennilegum
stöðum, sem hann hafði séð á ferð-
um sínum.
Enginn vissi um þau örlög er
biðu hans er hann kvaddi okkur
glaður í lund og hélt í fríið. Það
var á ferð um ókunnar slóðir er
hann lést af slysföram, langt ui^a v
aldur fram. Það er mikill sjónar-
sviptir á mínum vinnustað að
Hansa, ég kem til með að sakna
þess að sjá hann ekki meir, þenn-
an stóra og góða dreng.
Ég vil votta foreldrum, bróður,
mágkonu og öðrum aðstandend-
um, mína dýpstu samúð. Megi al-
mættið styrkja ykkur. _
Öm.