Morgunblaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Samkomulag við Elkem um breytta eignaraðild í Járnblendifélaginu
Hlutaféð metið á rúma
2,5 milljarða króna
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
SAMNINGURINN um breytt eignarhald Járnblendifélagsins og stækkun kynntur. Við
borðsendann er Sturla Böðvarsson og honum á vinstri hönd aðrir stjórnarmenn, þeir
Tryggvi Sigurbjarnason og Stefán Ólafsson, þá fulltrúi iðnaðarráðuneytisins, Halldór
J. Kristjánsson, Jón Sveinsson stjórnarformaður, Guðmundur Einarsson og M. Grönne-
setter frá Elkem og Kyo Onojima frá Sumitomo.
Náðst hefnr samkomulag milli
eigenda íslenska jámblendifé-
lagsins hf. um stækkun verk-
smiðjunnar að Grundartanga.
Felst það í því að Elkem greiðir
inn nýtt hlutafé, 932,5 milljónir
króna, til að ijármagna að
nokkru leyti þriðja ofn verksmiðj-
unnar. Með því eignast Elkem
meirihluta í félaginu.
HLUTUR íslenska ríkisins lækkar úr 55% í 38,5%
og hlutur Sumitomo i Japan lækkar úr 15% í
10,5% samkvæmt samkomulagi sem eigendur
íslenska jámblendifélagsins hf. hafa náð um
stækkun verksmiðju félagsins á Grundartanga.
Eignarhlutur Elkem eykst úr 40% í 51%.
Með stækkuninni eykst afkastageta verksmiðj-
unnar úr 70 þúsúnd tonnum í 110 þúsund tonn
á ári. Jafnframt var samið við Landsvirkjun um
að Jámblendifélagið geti nýtt sér forkaupsrétt á
raforku vegna stækkunarinnar.
Guðmundur Einarsson, fulltrúi Elkem, sagði
mikilvægt fyrir fyrirtækið að eignast meirihluta
til að geta haldið áfram uppbyggingu verksmiðj-
unnar og sagði hugsanlegt að hún yrði stækkuð
enn frekar á næstu 10 til 20 árum með því að
bæta við fjórða og fimmta ofni.
Fulltrúar íslenska járnblendifélagsins ásamt
fulltrúa ríkisins kynntu samninginn á fundi með
fréttamönnum í gær en þeir eru sammála um
matsverð hlutafjár félagsins, um breytta eignar-
aðild og stækkun en um þessi atriði, einkum verð
hlutafjárins, hefur verið nokkur ágreiningur.
Hlutafé félagsins er metið á 2.548 milljónir ís-
lenskra króna. Fjárfestingabankinn Salomon
Brothers International mat verðgildi hlutafjár
fyrir ríkið á bilinu 225 til 250 milljónir norskra
króna og Kaupþing og fyrirtækjasvið íslands-
banka mátu hlutaféð á 250 til 290 milljónir
NOK. Erlendu eigendumir létu einnig fleiri aðila
meta. Gengið verður frá hlutafjáraukningunni á
aðalfundi Jámblendifélagsins í næsta mánuði og
breytingum á samþykktum. Verða þær breytingar
á stjórn að Elkem fær nú fjóra fulltrúa, ríkið tvo
og Sumitomo verður áfram með einn mann.
Jón Sveinsson stjórnarformaður íslenska járn-
blendifélagsins kvaðst ánægður með þessi mála-
lok og sagði hann ekki síst mikilvægt að ákvæði
væri um að rannsóknar- og þróunarstarf yrði
treyst í sessi og að fyrirtækið yrði áfram leiðandi
á því sviði. Þá sagði hann að fram hefði komið
að íslendingur yrði áfram ráðinn í stöðu fram-
kvæmdastjóra. Um það sagði Guðmundur Einars-
son að hann yrði valinn úr 6-8 manna hópi sem
væri til skoðunar. Þeir sögðu enga breytingu fyrir-
hugaða á störfum hjá félaginu, framtíð verksmiðj-
unnar væri tryggari með þremur ofnum og þörf
yrði á um 30 nýjum starfsmönnum. Guðmundur
sagði að reksturinn væri nú með þeim hag-
kvæmustu sem þekktist, þar ynni hæft starfs-
fólk, óhrætt við að gera tilraunir og prófa sig
áfram með hlutina og góður starfsandi, jafnvel
betri en í verksmiðjum Elkem í Noregi.
Pjárfesting vegna stækkunar
2,7 milljarðar
Elkem greiðir 932,5 milljónir íslenskra króna
af eigin fé að sögn Guðmundar Einarssonar og
sagði hann Elkem hafa teygt sig ívið lengra í
því efni en ætlunin var. Fjárfestingin vegna þriðja
ofnsins er kringum 2,7 milljarðar króna og þær
1.800 milljónir sem vantar uppá verða fjármagn-
aðar með lánsfé.
Þá kom fram að ákveðið hefur verið að gera
íslenska jámblendifélagið að almenningshlutafé-
lagi á þessu ári og að það verði skráð á hluta-
bréfamarkaði hérlendis að undangengnu almennu
hlutafjárútboði. Verða hlutabréf ríkisins seld í
áföngum nema 12% hlutur sem erlendu eigend-
urnir eiga forkaupsrétt á verði tekin ákvörðun
um frekari stækkun með fjórða bræðsluofninum
fyrir 1. júlí 1999. Hefur Elkem kauprétt á 9%
hlut og er umsamið kaupverð hans 318 milljónir
króna sem samsvarar genginu 2,5. Sumitomo
hefur á sama hátt kauprétt á 3%. Miðað við þetta
gengi verður markaðsverð hlutafjár íslenska járn-
blendifélagsins um 3,5 milljarðar króna. Erlendu
aðilunum verður óheimilt að kaupa hlut á almenn-
um markaði fyrstu 9 mánuðina eftir að sala hefst.
Guðmundur Einarsson sagði að hjá Elkem
væru gerðar áætlanir 10-20 ár fram í tímann og
væri aukinn hlutur í verksmiðjunni á Grundart-
anga hluti af stefnu félagsins í langtímafjárfest-
ingum. Elkem rekur verksmiðjur í Noregi, Banda-
ríkjunum, Kanada og Brasilíu auk íslands. Frek-
ari stækkun umfram þriðja ofninn sagði Guð-
mundur hugsanlega innan 10 ára og að líklega
yrði það kísilmálmofn. Sagði hann horfur á 5-6%
árlegri aukningu í sölu á kísilmálmi en litla á
kísiljárni. Um horfurnar sagði Guðmundur líklegt
að verð á kísiljárni héldist óbreytt næstu eitt til
tvö árin en eftir að verndartollar ESB féllu niður
síðla árs 1998 mætti búast við verðlækkun, svo
og þegar á markað kæmi aukin framleiðsla Rússa
en þar væri afkastageta ekki fulinýtt.
Við umræður á Alþingi eftir að iðnaðarráð-
herra kynnti samninginn höfðu nokkrir þingmenn
á orði að í verksmiðjum Elkem væru uppi deilur
milli stjórnenda og starfsmanna og að forráða-
menn þess þættu harðsnúnir í viðskiptum sínum
við starfsmenn. Aðspurður sagði Guðmundur að
svo virtist sem íslenskir þingmenn vissu meira
um það en hann og hann kannaðist heldur ekki
við að Elkem væri þekkt fyrir að vera mengunar-
valdur. Fyrirtækið væri miklu fremur í forystu í
mengunarmálum og væri langt undir mörkum
hvað varðaði skaðleg efni sem sleppt væri út.
Elkem sendi upplýsingar um aukinn hlut sinn
í Járnblendifélaginu á hlutabréfamarkaði í Ósló
og Stokkhólmi og sagði Grönnesetter fulltrúi El-
kem það ekki óeðlilegt þar sem félagið væri á
hlutabréfamarkaði, rétt þætti að upplýsa um öll
meiriháttar fjárfestingaráform. í þeirri frétt kem-
ur fram að orkusala til Jámblendiverksmiðjunnar
sé tryggð með langtímasamningi og að verðið sé
undir 11 aurum norskum til ársins 2017.
Formaður starfs-
mannafélagsins
Áhyggjur
af breyttri
eignar-
skiptingu
STARFSMENN járnblendi-
verksmiðjunnar á Grundar-
tanga voru í fyrrakvöld
boðaðir til fundar í gærmorg-
un þar sem þeim var tilkynnt
um að samist hefði um
stækkun verksmiðjunnar og
að Elkem yrði eigandi meiri-
hluta hlutafjár félagsins.
Sigurður Guðni Sigurðs-
son formaður starfsmanna-
félagsins tjáði Morgunblað-
inu gær, að starfsmenn
hefðu áhyggjur af þessari
breyttu eignaraðild vegna
fregna um að starfsmanna-
stefna Elkem þætti hörð, en
rétt væri að gefa þeim tæki-
færi og sjá til.
„Við vitum hvað við höf-
um, samskipti stjórnenda og
starfsmanna hafa verið góð
gegnum tíðina og gagn-
kvæmur skilningur ríkt á
þörfum beggja aðila. Starfs-
menn hafa lagt fyrirtækinu
lið á erfiðleikaárum og það
hefur verið metið af stjórn-
endum,“ sagði Sigurður
Guðni Sigurðsson í samtali
við Morgunblaðið. „Ég held
að það sé ekki algengt að
starfsmenn taki á sig launa-
lækkun, en það gerðum við
í tvígang og það var síðan
metið þegar betur áraði. Fyr-
irtækið hefur einnig stutt vel
við félagsstarf og samskiptin
verið góð á alla lund,“ sagði
hann ennfremur.
Bíðutn átekta
Sigurður sagði starfSmenn
hins vegar hafa fregnir af
harðri starfsmannastefnu El-
kem í Noregi og þar lægju
áhyggjur þeirra hér, menn
myndu hins vegar bíða átekta
og leyfa þeim að sanna sig.
Iðnaðarráðherra, stjórnarfor-
maður og fulltrúi Elkem
hefðu reynt að fullvissa fund-
armenn um að engin breyting
yrði á stefnu fyrirtækisins.
Fyrirspurnir voru ekki leyfðar
á almenna starfsmanna-
fundinum en að honum lokn-
um var fundað sérstaklega
með trúnaðarmönnum og þar
gátu menn skipst að skoðun-
um, að sögn Sigurðar. Sagð-
ist hann ánægður með að af
stækkun verksmiðjunnar
myndi nú verða.
Fyrsti samningur um
Sultartangavirkjun
UNDIRBÚNINGUR fyrir Sultar-
tangavirkjun er hafinn en í gær
skrifuðu fulltrúar Landsvirkjunar
og ístaks undir verksamning um
gröft fyrir stöðvarhúsi virkjunar-
innar. Istak átti lægsta tilboðið,
246,6 milljónir króna.
Stjórn Landsvirkjunar sam-
þykkti að beiðni íslenska járn-
blendifélagsins heimild þess til
viðbótarorkukaupa vegna þriðja
ofns járnblendiverksmiðjunnar að
Grundartanga. Halldór Jónatans-
son forstjóri Landsvirkjunar sagði
að stækkunin væri ávinningur.
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra
gaf sl. miðvikudag út virkjunar-
leyfi fyrir Sultartangavirkjun og
sagði Halldór Jónatansson að
horfið væri til fyrri áætlana og
að tvær 60 MW vélasamstæður
virkjunarinnar yrðu teknar í notk-
un haustið 1999, um svipað leyti
og þriðji ofn járnblendiverksmiðj-
unnar. Aðspurður um hvort
Landsvirkjun hefði nálgast aðra
hugsanlega raforkukaupendur
vegna stóriðju meðan óvissa ríkti
um járnblendiverksmiðjuna, sagði
forstjórinn að aðilar vissu hver
um annan og ræddu óformlega
saman. Ef væntanlegur orkukaup-
andi félli frá hugmyndum sínum
væru oft aðrir aðilar tiltækir en
ekkert hefði verið frágengið í
þeim efnum nú en hefði ekki orð-
ið að stækkun hefði það til dæmis
getað ýtt á viðræður við Colombia
Ventures Corporation um hraðari
uPPbyggingu álvers.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
EFTIR undirritun fyrsta verksamningsins. Til vinstri eru Agnar Olsen og Halldór Jónatansson frá
Landsvirkjun og hægra megin Páll Siguijónsson og Loftur Árnason frá ístaki.