Morgunblaðið - 14.03.1997, Síða 40

Morgunblaðið - 14.03.1997, Síða 40
40 FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Maðurinn minn, faðir okkar, sonur og tengda- sonur, PÁLL GARÐAR ANDRÉSSON, Vesturbergi 94, lést af slysförum þann 9. mars síðastliðinn. Kristjana Friðbjörnsdóttir, Friðbjörn Pálsson, Elísa Pálsdóttir, Valgerður Hrefna Gísladóttir, Andrés Gilsson, Kristín Ósk Óskarsdóttir, Friðbjörn Kristjánsson. t Ástkær eiginkona mín, RANNVEIG JÓNA ELÍASDÓTTIR, Hjarðarholti 8, Akranesi, lést miðvikudaginn 12. mars. Haraldur V. Magnússon og fjölskylda. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGA JENNÝ ÞORSTEiNSDÓTTIR frá Ölverskrossi, síðast til heimilis f Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, andaðist mánudaginn 10. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Sigríður S. Óskarsdóttir, Þórdís Óskardóttir Kámpe, Jakobína Óskarsdóttir, Örn Óskarsson, Auður Óskarsdóttir, Kjartan M. ívarsson, Áki Kámpe, Bergleif Joensen, Guðmundur Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, VALTÝR SÆMUNDSSON frá Stóru-Mörk, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarhsimilinu Sólvangi 12. mars. María Guðnadóttir, Kristbjörg Jónína Valtýsdóttir, Emil Þór Valdís María og Karen. Æst í'’ÉHI IgJHf : Eyjólfsson, t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA BERGÞÓRSDÓTTIR, Lindarsíðu 4, Akureyri, sem lést á heimili sínu föstudaginn 7. mars síðastliðinn, verður jarðsung- in frá Akureyrarkirkju mánudaginn 17. mars kl. 13.30. Guðni Friðriksson, Oiga Guðnadóttir, Kristján Halldórsson, Agnes Guðnadóttir, Konráð Alfreðsson, Þorbjörg Guðnadóttir, Steinunn Guðnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. INGIBJORG R UNÓLFSDÓTTIR + Ingibjörg Run- ólfsdóttir fædd- ist á Hausthúsum á Stokkseyri 13. jan- úar 1907. Hún and- aðist á Sjúkrahúsi Reylgavíkur, Landakoti, 7. marz síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Runólfur Jónasson og kona hans Sól- rún Guðmundsdótt- ir og var hún yngst fimm barna þeirra. Ingibjörg giftist 1. júní 1929 Ragnari Þorvaldssyni, f. 24.1. 1906, d. 3.1. 1991. Þau bjuggu lengi í Vestmannaeyjum og eignuðust þar fjögur böm: 1) Haraldur, f. 15.10. 1929, maki Svava Guð- mundsdóttir og eiga þau þrjú börn, níu barnabörn og eitt barnabarnabam; 2) Sólveig Kvatt hefur þennan heim hjart- kær tengdamóðir mín, Ingibjörg Runólfsdóttir, eftir hetjulega bar- áttu við vágest þann sem kallaður er krabbamein. Hún sýndi einstakt æðruleysi og kvartaði aldrei og verður því trúlega seint til jafnað sem og þakklætinu er hún ætíð lét í ljós fyrir hvert viðvik. Það var mikill léttir að hún skyldi halda andlegri reisn fram í andlátið. Tæp- um tveimur dögum áður en kallið kom, sagði hún við dóttur sína, sem hjá henni var, að nú væri víst kom- ið að svefninum langa hjá sér. Það reyndust orð að sönnu. Brosið, sem kom fram hjá henni þegar hún skildi við, yljar í minningunni og segir meira en fátækleg orð megna. Kynni okkar hófust fyrir fjörutíu árum og á þau bar aldrei skugga. Fyrstu árin, meðan hún og Ragnar bjuggu enn í Eyjum, var það ætið tilhlökkunarefni ef stinga átti þar við stafni. Á stundum var skipsfé- lagi með þegar knúð var dyra í Litla-Hvammi. Væru húsráðendur heima var ekki annað tekið í mál en að hann kæmi líka inn í kaffi og pönnukökur eða annað góðgæti. Slík var gestrisnin og ekki gerður neinn mannamunur. Eins og margt fólk af aldamóta- kynslóðinni var Ingibjörg einstak- lega dugleg og eljusöm enda vön því frá blautu barnsbeini að þurfa að taka ærlega til hendinni. Margt af því sem tíðkaðist í hennar æsku og uppvexti yrði víst á vorum dög- um kennt við þrældóm en ekki varð séð að það hefði gert henni neitt nema gott. Þau Ragnar höfðu búið í farsælu hjónabandi í hartnær 62 ár er hann féll frá. Eftir það bjó Þóra, f. 29.10.1935, maki Hafsteinn Guðmundsson en þau eiga tvo syni og einn sonarson; 3) Guðný, f. 12.8. 1940, maki Jón Steindórsson og eiga þau tvö börn og fjögur barna- börn; 4) Sólrún, f. 20.7. 1951, seinni maki Gunnar Þórir Þórmundsson, en í fyrra hjónabandi eignaðist hún tvær dætur og á einn dótturson. Ingibjörg og Ragnar fluttu til Reykjavíkur, í Safamýri 17, 1963 og áttu þar sitt heimili allt til dauðadags. Utför Ingibjargar verður gerð frá Grensáskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. Ingibjörg ein í Safamýrinni þar til í apríl á síðasta ári er hún fór á Borgarspítalann í rannsókn. Þaðan lá leiðin í júlí á Landakot þar sem hún andaðist í faðmi dætra og tengdadóttur. Börn hennar og tengdaböm heimsóttu hana nær daglega meðan á sjúkrahúsvistinni stóð og var hún afskaplega þakklát fýrir þann mikla stuðning. Einnig gladdist hún yfir heimsóknum ann- arra afkomenda, ættingja og vina. Sannaðist þar einkar vel, að svo uppsker sem sáir. Þær vom ófáar pönnsurnar, ör- þunnar og gómsætar, sem sporð- rennt var beint af pönnunni í eld- húsinu hjá Imbu. Uppskrift og að- ferð er varðveitt en síðar kemur í ljós hvernig til tekst. Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur vann hún við ræstingar hjá nokkmm fyrirtækj- um, lengst af hjá Loftleiðum hf. við þrif í skrifstofubyggingunni á Reykjavíkurflugvelli og einnig Sölu- félagi garðyrkjumanna. Hvarvetna var hreinlæti hennar og verklagi við brugðið að ógleymdri þeirri holl- ustu sem hún sýndi húsbændum sínum. Hún var afar heiðvirð og hrein- skilin og þrátt fyrir að hún kysi að halda sig til hlés lét hún skoðanir sínar í ljós á hógværan en hnitmið- aðan hátt. Léttleiki var hennar að- alsmerki, bæði andlega og líkam- lega, og síst að skapi að sífra. Ekki minnist ég þess heldur að hafa heyrt hana hnjóða um aðra, en það virð- ist fágætur eiginleiki í fari fólks. Ingibjörg var trúuð kona þrátt fyrir að ekki gæfust margar stund- ir til kirkjulegra iðkana. Hún var þess fullviss að hinum megin biði t S **v ; Vinur okkar, w HALLDÓR 1. ANDRÉSSON, Engjavegi 73, Selfossi, er lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn 3. mars sl., verður jarðsunginn frá Stokksey- rarkirkju laugardaginn 15. mars kl. 14.00. Aðstandendur. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu samúð og virðingu við andlát og útför ástkærrar systur okkar og frænku, SIGRÍÐAR J. JÓHANNESDÓTTUR frá Skálholtsvík, til heimilis á Austurbrún 2, Reykjavík. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SÓLVEIGAR PÉTURSDÓTTUR sjúkraliða, Njálsgötu 79, Reykjavík. Sérstakar þakkir til vinnufélaga hennar, starfsfólks Landspítalans, vina og annara, sem aðstoðuðu hana einstaklega vel í veikindum hennar. Systkini og frændfólk hinnar látnu. Aðstandendur. Ragnar, hinn tryggi lífsförunautur sinn, aðrir ástvinir og venzlamenn. Á kveðjustund er margs að minnast. Otal atvik og liðnir at- burðir koma fram í hugann og tengjast sérlega ljúfum minningum um elskuiegar manneskjur, tengdaforeldra mína, Ingibjörgu og Ragnar. Jón Steindórsson. Elsku amma mín. Það er erfitt að hugsa til þess að nú sért þú farin frá mér. Þú sem hefur ávallt verið mér svo kær, svo stór hluti af lífi mínu. Þú varst alltaf til stað- ar fyrir mig frá því að þú byijaðir að passa mig sem ungbarn og fram til síðasta dags. Hlýjar minningar streyma fram í hugann þegar ég hugsa til allra þeirra góðu stunda er ég átti með þér og afa í upp- vexti mínum. Það var alltaf svo ljúft og notalegt að koma í Safamýrina og þar gat ég dundað mér tímunum saman við hina ýmsu leiki. Við skemmtum okkur oft vel við að fara í gegnum fataskápana þína. Þú áttir svo marga fallega nátt- kjóla og ég fékk að velja einn sem var sérstaklega ætlaður mér þegar ég kæmi og gisti yfir nótt. Mér eru einkar minnisstæðar næturnar sem ég fékk að gista hjá þér, amma. Þá leið mér alltaf eins og „prinsessunni á bauninni". Ekk- ert var til sparað svo að ömmustelp- unni liði sem allra best. Dregnar voru fram þúsundir kodda sem rað- að var af umhyggju í kringum mig og þótti þér aldrei nóg. Við höfðum síðan fyrir venju að þylja saman fallegar bænir og sálma áður en við fórum að sofa. Ég hafði þig þó alltaf grunaða um að sofa lítið sem ekkert þessar nætur því að ef ég rumskaði þá varst þú strax risin upp og hafðir áhyggjur af því að það færi illa um mig. En þannig manneskja varst þú, amma. Þú barst velferð annarra sífellt fyrir bijósti og settir hana jafnan framar þinni eigin. Líf þitt var ekki allaf dans á rós- um en þú varst stolt og þér var mikilvægt að bera höfuðið hátt. Þú kenndir mér svo margt, og innrætt- ir mér að vera heiðarleg og sam- viskusöm, og fyrir það mun ég ávallt vera þér þakklát. Ég þakka guði fyrir þær stundir sem við áttum saman og megi þér líða vel á þeim stað sem þú dvelur nú á. Minningin um þig, elsku amma, mun að eilífu lifa í hjarta mínu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Hún amma mín er dáin. Þegar ég kom heim úr vinnu föstudaginn 7. mars kom pabbi minn til mín og sagði mér að amma mín væri dáin. Amma Imba eins og hún var alltaf kölluð var yndis- leg kona, sem sýndi mér alltaf mik- inn kærleik. Fyrir um tveimur árum greindist hún með krabbamein sem reyndist henni erfiður sjúkdómur. En hún kvartaði ekki þótt hún væri oft mjög þjáð. Amma tók alltaf vel á móti börn- um, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum sem heimsóttu hana. Það var alltaf gott að koma í Safamýri 17 og fá nýbakaðar pönnukökur og mjólk. Amma var mikil dugnaðarkona, til dæmis vann hún við ræstingar á skrifstofum Flugleiða og víðar og oftast gekk hún til og frá vinnu hvernig sem viðraði þegar afi Ragn- ar gat ekki keyrt hana. Mig Iangar að skrifa svo margt annað sem í hugann kemur en þær minningar ætla ég að eiga fyrir mig. Elsku Halli, mamma Þóra, Guðný, Solla, tengdabörn og aðrir ættingjar. Guð blessi ykkur í sorg-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.