Morgunblaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ljóðin kölluðu á
að vera sungin
Sólveig Anna Jónsdóttir og Anna Júlíana Sveinsdóttir æfa fyrir
tónleikana á laugardaginn.
Með vífið
í lúkunum
LEIKLISTARDEILD UMFT á
Tálknafírði sýnir leikritið „Með
vífíð í lúkunum" 14. mars.
Verkið er eftir Ray Cooney í
þýðingu Árna Ibsen.
Þessi uppfærsla er að því
leyti ólík öðrum sviðsetningum
að leikstjórinn Ingibjörg
Bjömsdóttir hefur, með leyfi
þýðanda heimfært verkið upp á
íslenskar aðstæður.
Leikarar eru 7, en alls era
aðstandendendur sýningarinn-
ar 14. Sýningin verður sett upp
víðar á sunnanverðum Vest-
fjörðum.
Tónleikar
Tónmennta-
skólans
TÓNLEIKAR verða á vegum
Tónmenntaskóla Reykjavíkur
laugardaginn 15. mars kl. 14.
Þetta era árvissir tónleikar
ýmissa hijómsveita skólans.
Fram koma yngri og eldri
strengjasveit og yngri og eldri
blásarasveit ásamt léttsveit
skólans. Efnisskráin er fjöl-
breytt. Aðgangur að tónleikun-
um er ókeypis og öllum heimill
meðan húsrúm leyfír.
Tónleikar í
Reykholts-
kirkju
TÓNUSTARFÉLAG Borgar-
fjarðar stendur fyrir tónleikum
í Reykholtskirkju sunnud. 16.
mars kl. 16.00. Flutt verður
fjölbreytt tónlist m.a. barokk-
og þjóðlagatónlist. Flytjendur
eru: Sverrir Guðjónsson
kontratenór, Camilla Söder-
berg, blokkflautu, og Snorri
Öm Snorrason, lútu.
Þóra sýnir í
Galleríi list
ÞÓRA Sigurþórsdóttir leirlist-
arkona er listamaður mánaðar-
ins í Galleríi List, Skipholti 50b.
Þóra hefur undanfarin ár
rekið eigin vinnustofu á Ála-
fossi í Mosfellsbæ. Hún hefur
tekið þátt í fjölda samsýninga
og haldið margar einkasýning-
ar. Sýning Þóra verður opnuð
í dag, föstudag.
Sýningarlok
í Kirkjuhvoli
SÝNINGU Gæflaugar Bjöms-
dóttur og Bjöms Halldórsson-
ar gullsmiðs í Listasetrinu
Kirkjuhvoli lýkur sunnudaginn
16. mars.
Listasetrið er opið virka
daga frá kl. 19-21 og um
helgar frá kl. 15-18.
Brúðubíllinn
í Hveragerði
BRÚÐUBÍLLINN sýnir í
Hveragerði laugardaginn 15.
mars kl. 3, í sal grunnskólans,
og í Hvoli, Hvolsvelli, sunnu-
daginn 16. mars kl. 3. Sýnd
verða leikritin „Bibbi-di-babbi-
di-bú“ og „Gaman er á gæsló“.
Venus/Mars í
Valaskjálf
SÝNING á Venus/Mars eftir
Eddu Björgvinsdóttur sem
byggður er á bókinni Karlar
eru frá Mars - konur eru frá
Venus verður á Egilsstöðum
sem hádegisleikhús í Vala-
skjálf laugardaginn 15. mars.
ANNA Júlíana Sveinsdóttir
mezzósópran og Sólveig Anna
Jónsdóttir píanóleikari halda
tónleika í Kirkjuhvoli í
Garðabæ laugardaginn 15.
mars kl. 17. A efnisskrá eru
ítölsk sönglög frá fyrri hluta
17. aldar, verk eftir Robert
Schumann, Richard Strauss og
Sigvalda Kaldalóns og frum-
flutt verður verkið Fjögur
Andalúsiuljóð eftir Jónas Tóm-
asson.
Anna Júlíana Sveinsdóttir
sagði í samtali við Morgunblað-
ið, að hún hefði kynnzt Anda-
lúsíouljóðunum i þýðingu Daní-
els Á. Daníelssonar og hrifizt
af þeim. „Þetta eru svo falleg
ljóð,“ sagði hún. „Ég fann
strax að þau kölluðu á að vera
sungin.
Svo kom hann Jónas Tómas-
son á tónleika hjá okkur í
SÝNING á verkum Sæmundar
Valdimarssonar verður opnuð í
aðalsal Hafnarborgar, menningar-
og listastofnunar Hafnarfjarðar,
laugardaginn 15. mars kl. 14. Á
sýningunni verða fimmtíu högg-
myndir unnar í rekavið.
Um 1970 fór hann að setja sam-
an myndir úr steinum og rekaviði.
Þessar myndir voru fyrst sýndar
í Gallerí SÚM árið 1974 á sýningu
á alþýðulist. Um það leyti hóf
hann að vinna stærri skúlptúra
úr rekaviði. Fyrstu einkasýningu
sína hélt Sæmundur árið 1985, en
sýning hans í Hafnarborg nú er
sú þrettánda, þar af var ein í Osló
í október 1989.
Sigrún Harðar
í Sverrissal
Sama dag og á sama tíma verð-
ur opnuð í Sverrissal Hafnarborg-
ar sýning á verkum Sigrúnar
Harðardóttur. Sýning þessi er
unnin út frá þema um hvemig
„hin músíkalska hlið hversins er
dregin fram í rythmisku innsetn-
ingsverki, en hughrifum, formum
SÉRSTÆÐ sýning verður opnuð í
anddyri Norræna hússins. Sýningin
ber heitið Tákn dagrenningar og
er um Ólaf helga og hlutverk hans
og er hún gerð í tilefni af 1000
ára afmælishátíð Þrándheims. Höf-
undur sýningarinnar er arkitektinn,
pýramídafræðingurinn og rithöf-
undurinn Bodvar Schjelderup.
Hann heldur fýrirlestur á
norsku við opnun sýningarinnar
og nefnist fyrirlesturinn: Reisen
inn mot midten og det evige sprá-
ket.
í kynningu segir: „Sýningin er
sjónræn framsetning á þeim tákn-
um og fyrirboðum sem sýna mikil-
vægi norska þjóðardýrðlingsins
Ólafs helga lífs sem liðins. Tákn-
Stykkishólmi í fyrra og ég
sagði honum frá þessum ljóð-
um og hversu mjög mig lang-
aði til að syngja þau. Hann var
ekkert að tvínóna við hlutina
og nokkrum dögum seinna
færði hann mér lög við fjögur
þessara ljóða. Og nú er komið
að okkur að flytja þau.“
Andalúsíuljóð arabískra
ljóðskálda á Suður - Spáni
voru ort á tíundu, elleftu og
tólftu öld og sagði Anna Júl-
íana að þessi skáld hefðu ver-
ið forverar trúbardoranna.
Eftir Schumann flytja þær
Anna Júlíana og Sólveig Anna
ljóðaflokkinn við Ijóð Maríu
Stuart Skotadrottningar, en
ljóðin orti hún er hún beið
dauða síns fangi frænsku
sinnar, Elísabetar Englands-
drottningar og sagði Anna
Júlíana þau tjá örlög hennar,
og litum gerð skil í olíumálverk-
inu,“ segir í kynningu.
Sigrún nam við Myndlista- og
handíðaskóla íslands 1978-1982
og síðan við Rijksakademie van
Beeldende Kunsten í Amsterdam
í Hollandi 1982-1986. Sigrún hef-
ur sýnt og tekið þátt í sýningum
bæði hérlendis og erlendis, má þar
helst nefna þátttöku í alþjóðlegri
hátíð kvikmynda- og myndbands-
listakvenna í Montreal, Kanada,
1990, og samsýningu í borgar-
listasafni Amsterdam 1983. Sig-
rún sýndi videoinnsetningsverk í
Öskjuhlíð árið 1986, en það verk
var síðan sýnt í Ríkissjónvarpinu
í janúar 1987. Síðast sýndi Sigrún
hér á landi árið 1988 í listasalnum
Nýhöfn. Frá 1988 hefur Sigrún
málið er t.d. mjög greinilegt í stóra
pýramídanum (Giza) og sýnir að
tölur, mál, rúmfræði og táknmynd-
ir eru mikilvæg verkfæri við miðlun
upplýsinga um tilgang lífsins og
markmið alheimsins. Sýningin var
fyrst til sýnis á Ólafshátíð í Þránd-
heimi 1995. Sýningin í Norræna
húsinu verður opin daglega kl.
9-19, nema sunnudaga 12-19 og
stendur hún til 9. aprfl.“
Bodvar Schjelderup er fæddur
1932 á Eiði í Norðurmæri. Hann
hlaut menntun sína í arkitektúr
við Tækniháskólann í Þrándheimi.
Bodvar hefur starfað sem arkitekt
í fjóra áratugi og kennt við
tækniháskólann í Þrándheimi í
rúma tvo áratugi. Hann hefur lagt
angist og bænir. ítölsku söng-
lögin er frá fyrri áratugum
17ndu aldar og eru í útsetn-
ingu Norðmannsins Arne Dör-
umsgaard.
Anna Júlíana Sveinsdóttir
hefur oft komið fram á lóða-
tónleikum hérlendis og erlend-
is og sungið við Ríkisóperuna
í Aachen í Þýskalandi og í
óperuuppfærslum hér heima.
búið og starfað í Montreal í
Kanada en frá janúarbyijun í ár
hefur hún verið gestur í gistivinnu-
stofunni í Hafnarborg og síðastlið-
ið vor dvaldi hún í þijá mánuði í
gestavinnustofu Hvergerðinga.
Smámyndir Elíasar B.
Halldórssonar
SÝNING á smámyndum Elíasar
B. Halldórssonar verður opnuð
sama dag í kaffístofu Hafnarborg-
ar.
Elías er fæddur á Borgarfirði
eystri 1930. Hann hóf nám við
Handíða- og myndlistaskólann
1954 og naut m.a. leiðsagnar Sig-
urðar Sigurðssonar listmálara.
Eftir að hafa lokið námi hér heima
fór hann utan til frekara listnáms,
stund á fjölmörg önnur fræði m.a.
pýramídafræði, táknfræði, korta-
og tölfræði. Segja má að rann-
sóknir hans eigi margt sameigin-
legt með kenningum Einars heitins
Pálssonar. Bodvar Schjelderup
hefur skrifað nokkrar bækur um
þessi hugðarefni sín.
Nýjasta bók hans Loggbok for
en helgen kemur út í maí í ár, og
er þar fjallað um nýjar hugmyndir
varðandi Ólaf helga og hlutverk
hans.
Bodvar Schjelderup heldur ann-
an fyrirlestur á ensku í Norræna
húsinu mánudaginn 17. mars kl.
20. Nefnist fyrirlesturinn: „Three
Keys to The Great Pyramid."
Aðgangur er ókeypis.
Hún starfar við tónlistar-
kennslu í Reykjavík og Kópa-
vogi.
Sólveig Anna Jónsdóttir nam
píanóleik á Isafirði, Akureyri,
Reykjavík og Texas í Banda-
ríkjunum. Hún hefur starfað
við tónlistarkennslu og píanó-
leik og m.a. leikið með Sinfó-
níuhljómsveit Islands, Kamm-
ersveit Reykjavíkur.
fyrst til Stuttgart í Þýskalandi og
síðan til Danmerkur, þar sem hann
nam við listaakademíuna í Kaup-
mannahöfn undir leiðsögn Hjort
Nielsen og fleirri.
Elías hélt fyrstu einkasýningu
sína í Bogasal Þjóðminjasafnsins
1960 og síðan hefur hann haldið
fjölda sýninga. Elías hefur áður
sýnt verk sín í Hafnarborg og árið
1993 færði hann safni Hafnar-
borgar veglega listaverkagjöf, en
þar var um að ræða eintak allra
þeirra grafíkverka sem hann hefur
unnið. Elías hefur enn bætt við
það safn síðar.
Á sýningunni í Hafnarborg að
þessu sinni eru smámyndir, bæði
afstraktverk og landslagsmyndir
og auk þess ein stór olíumynd þar
sem viðfangefnið er Njarvíkur-
skriðurnar, en Elías fæddist og
ólst upp á bænum Snotrunesi, sem
er næsti bær við þann fræga stað.
Sýningamr standa til 7. apríl
og eru opnar virka daga frá kl.
9-18 en 12-18 um helgar. Lokað
verður á föstudaginn langa og
páskadag.
Heklumyndir
í Galleríi
Smíðar og
skart
LISTAMAÐUR mánaðarins í
Galleríi Smíðar og skart,
Skólavörðustíg 16a, er Hekla
Björk Guðmundsdóttir. Hekla
lauk námi frá fjöltæknideild
Myndlista- og handíðaskóla
íslands árið 1994 og lagði einn-
ig stund á framhaldsnám í
Hochschule fúr bildende kunst
í Hamborg í Þýskalandi.
Verkin sem eru unnin með
olíu á striga árið 1997, túlka
á léttan og einfaldan hátt land-
ið og sveitina með sauðkindina
í aðalhlutverki. Kynningin
stendur til 18. mars og er opin
á verslunartíma.
Sæmundur
Sigpnán
Þrjár sýningar
í Hafnarborg
Elías
Tákn dagrenningar