Morgunblaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997 27
LISTIR
„Þjóðhátíð Islendinga erlendis“
Sex íslenskir kórar er starfa erlendis
héldu nýlega tónleika í Kaupmannahöfn.
Sigrún Davíðsdóttir forvitnaðist um þessa
íslensku menningarstarfsemi erlendis
og heyrði að kórstarfíð einkennist af
nútímalegum og framsæknum flutningi.
Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir
LUNDÚNARKÓRINN á æfingu undir stjórn Erlu Þórólfsdóttur.
KÓRSTJÓRARNIR fyrir utan kirkjuna, Jón Ólafur Sigurðsson,
Brynhildur Auðbjargardóttir, Örnólfur Kristjánsson, Erla
Þórólfsdóttir, Ferenc Utassy og Kristinn Jóhannesson.
UM 180 íslendingar, búsettir erlend-
is, sungu á kóramóti í sneisafullri
Sankti Pálskirkju í Kaupmannahöfn
á laugardaginn. Kórarnir voru frá
Kaupmannahöfn, Lundi, Gautaborg,
Ósló, London og Lúxemborg. Þeir
hafa hist undanfarin ár, mótin farið
stækkandi, en stærst var mótið nú.
Og það var á þátttakendum að heyra
að mótið væri sérlega ánægjulegt,
því það gæfi kórunum bæði mark-
mið og eins væri áhugavert að bera
sig saman við aðra. Og fyrir áheyr-
andann var ánægjulegt að heyra að
kórarnir eru metnaðarfullir í starfi
sínu. Þeir leggja sig ekki aðeins fram
við sönginn, heldur takast á við
nútímatónlist og gömul lög í nýjum
útsetningum, auk hefðbundinna ís-
lenskra sönglaga.
Barátta milli gleðinnar
og gæðanna
Kóramótið byijaði með því að
kórinn í Lundi og Gautaborg hitt-
ust. Mótið spurðist út, áhugi vakn-
aði víða og síðan hefur fjölgað í
hópnum, svo vísast verður mótið
fastur liður. Gautaborgarkórinn er
undir stjórn Kristins Jóhannessonar
lektors í bókmenntum við Gauta-
borgarháskóla, en Kristinn hefur
einnig lært söng. Honum til aðstoðar
er finnsk eiginkona hans, Tuula Jó-
hannesson píanóleikari og Kristinn
kynnir hana með þeim orðum að það
sé hún, sem hafi vit á tónlistarhlið-
inni. Svo mikill kraftur er í kórstarf-
inu að kórinn hefur gefið út geisla-
disk með hinum táknræna titli
„Fyrst".
Gæði kóranna mótast einnig af
því að það er fagfólk í tónlist sem
leiðir þá. Jón Ólafur Sigurðsson kór-
stjóri í Lundi er orgelleikari í Lundi,
æfir þar þrjá kóra auk íslenska kórs-
ins og leggur einnig stund á tónlist-
arsagnfræði. í vetur segir hann kór-
inn eingöngu hafa æft samtímatón-
list og hann heldur að jafnaði þrett-
án tónleika á ári. Aðeins tveir þeirra
eru fyrir Íslendinga, hinir eru al-
mennir tónleikar. „Ætli íslending-
arnir séu ekki bara búnir að fá nóg
af okkur“, segir Jón Ólafur sposkur,
en það er sennilega nærri lagi að
kórinn er fastur liður í tónlistarlífi
Lundar.
Erla Þórólfsdóttir söngnemi í
Trinity College stjórnar kómum í
Lundúnum. Sá kór er nokkuð ein-
stakur, því hann er fjölskipaður
söngnemum í námi í London og er
því næstum því einsöngvarakór. Sem
stendur eru sex söngnemar í kórn-
um, en einnig er Bergþór Pálsson
söngvari með í kórnum í ár, því
hann er í leiklistarnámi í Lundúnum
í vetur. Aðrir söngvarar í kórnum
eru Björn I. Jónsson, tenór, sem
þegar er orðinn kunnur meðal ís-
Íenskra söngáhugamanna og Þóra
Einarsdóttir sópransöngkona og eig-
inkona Björns, en hún syngur um
þessar mundir í Brúðkaupi Fígarós
í Lundúnum og komst ekki á mótið
sökum anna. I kórnum syngja líka
tveir „tengdasynir" Islands, ungir
menn giftir íslenskum stúlkum og
tveir breskir íslenskunemar.
Ferenc Utassy kórstjóri og orgel-
leikari stjórnar Lúxemborgarkórn-
um. Hann gjörþekkir íslenskt tónlist-
arlíf eftir að hafa búið þar og starf-
að í átta ár og hefur ekki aðeins
góð tök á íslenskum tónmenntum,
heldur aðdáunarverð tök á íslensk-
unni. Hann býr núna skammt frá
Saarburg í Þýskalandi og er ánægð-
ur með að stjórna Lúxemborgar-
kórnum til að viðhalda málinu,
tengslunum við ísland og lögin, sem
honum þykir vænt um. Kórinn þarna
er aðeins eins árs, í honum eru 35
manns, en Ferenc segir gott að ná
fimmtíu prósent mætingu, því marg-
ir kórmeðlimir eru í flugáhöfnum og
mikið í burtu.
Brynhildur Auðbjargardóttir tón-
menntakennari stjórnar Óslóarkórn-
um og segir mótið vítamínsprautu
fyrir kórinn, sem var endurvakinn
haustið 1995 eftir nokkurra ára hlé.
Hún var bæði með barnakór og
kvennakór í Hafnarfirði, en stýrir
nú leikskóla í Ósló, þar sem sérstök
áhersla er lögð á tónmennt. Það gild-
ir almennt um kórana, að allir kom-
ast að sem vilja. Sönggleðin situr í
fyrirrúmi, segir Brynhildur, en viður-
kennir að það sé svolítil barátta
milli gleðinnar og gæðanna og þetta
tvennt reyni hún að sameina.
Kaupmannahafnarkórinn er sá
stærsti og honum stjórnar Örnólfur
Kristjánsson sellóleikari. Þar hefur
ljölgað mikið í vetur, svo nú eru um
fjörutíu manns í kórnum. Undirbún-
ingur mæddi á heimamönnum, sem
skiptu verkefnum á miiii sín og ekki
var annað að sjá og heyra að mönn-'
um þætti erfiðið og álagið vel þess
virði.
Kórarnir - helsta íslenska
menningarstofnunin
utan Islands
íslenskt sönglíf er ekki aðeins
gott á Íslandi, heldur setur svip sinn
á samveru íslendinga erlendis, er
víða kjarninn í samveru þeirra og
félagsstarfí og það er æft vikulega
yfir veturinn. Þeir eru helsta íslenska
menningarstofnunin utan íslands,
eins og einhveijum verður að orði.
Kórarnir eru iðulega uppistaðan í
starfi íslensku safnaðanna og halda
uppi veglegum kirkjusöng, en takast
einnig á við veraldleg verkefni þess
á milli. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson
prestur í Gautaborg og sr. Jón A.
Baldvinsson prestur í London eru
ekki aðeins ánægðir með að hafa
kórana við guðsþjónustuna, heldur
taka þeir þátt í kórstarfinu af lífi
og sál og voru því einnig með á
kóramótinu.
Sr. Jón Dalbú hikar ekki við að
líkja mótinu við þjóðhátíð íslend-
inga erlendis. Hann segir kórstarfið
kærkomið tækifæri fyrir íslendinga
í vinnu erlendis til að hitta landa
sína, halda við málinu og hinu þjóð-
lega og ekki síst sé það svo gaman
að syngja. Af öflugu starfi megi
líka glögglega sjá að áhuginn sé
mikill. Mótin hafi svo enn orðið til
að efla starfið, því það gefi kórstarf-
inu takmark að stefna að. „Þetta
er starf á uppleið," segir hann bros-
andi. „Fyrir okkur prestana er kór-
starfið ómetanleg stoð fyrir kirkju-
starfið og ber uppi kirkjulífið."
Sr. Jón A. Baldvinsson í London
segir Lundúnakórinn upphaflega
stofnaðan til að halda uppi vegleg-
um söng við messur og hann hefur
sungið við messur víða um Bretland
og utan þess, „en við syngjum nú
líka veraldleg lög inn á milli,“ bæt-
ir hann við. Bæði sr. Jón og dóttir
hans syngja í kórnum. Hann gerir
lítið úr sínu framlagi, enda sterkt
söngfólk í kórnum.
Eins og fleiri kórfélagar segir
Inga Svala Jónsdóttir lektor í
plöntulíffræði við háskólann í
Gautaborg að kórinn sé mikilvægur
vettvangur fyrir íslendinga erlend-
is. „Og fyrir okkur, sem ekki eru
mikið tónlistarfólk er kórinn
skemmtileg leið til að vera með.“
Og undir þetta taka þau Helga Jóns-
dóttir, Stefán Einarsson og Kristín
Hjörleifsdóttir kórfélagar Ingu
Svölu.
Á tónleikunum sungu kórarnir
sex bæði einir sér og saman og
dagskránni lauk með að þeir sungu
íslenska þjóðsönginn. Tónleikarnir
voru ekki aðeins eftirminnilegir fyr-
ir þá sem heyra annars sjaldan ís-
lenska tónlist flutta, heídur ekki
síst fyrir faglegan flutning. Og það
kom skemmtilega á óvart að tónlist-
in var ekki stöðnuð útgáfa íslenskra
sönglaga, heldur nútímalegur og
ferskur flutningur. Kórarnir bera
þann titill með sóma að þeir séu
merkilegasta íslenska menningar-
sfofnunin utan íslands.
M'-r'
NOATUN
Sviöaveisla!
Hreinsuð svið
Verslanir Nóatúns eru opnar til kl. 21, öll kvöld
NOATUN
NÓATÚN117 • ROFABÆ 39 • LAUGAVEG1116 • HAMRABORG 14 KÓP. • FURUGRUND 3, KÓP.
ÞVERHOLTI 6, MOS. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68