Morgunblaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 56
x 56 FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MYNDBÖIMD/KVIKMYIMDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
HELGARMYNDIR SJOIMVARPSSTOÐVANNA
•■v
7>
Eg hlæ - þess vegna
er ég íslendingur
FIMM hundruð símtöl tryggðu Ron Howard leikstjóra og mynd á boðstólum, heldur alkadrama - reyndar með sigur-
Michael Keaton leikstjóra sigur í kvikmyndakosningum Sjón- vegaranum frá síðustu helgi, Michael Keaton í aðalhlut-
varpsins um síðustu helgi fyrir gamanmyndina Næturvaktin. verki, búningadrama um uppreisn á seglskipi, blóðveisla frá
Önnur þúsund símtöl fóru í hinar myndimar þrjár sem voru Brian DePalma og bandarísk kveniöggumynd. Ergó: Ég spái
af alvarlegra tagi. Ergó: Þjóðin vildi hlæja í fannfergi, kulda því að þjóðin segi annað hvort skál við Michael Keaton eða
og trekki og lái henni hver sem vill. Vonandi verður veðrið skjóti á blóðböðulinn A1 Pacino hjá DePalma. Hvort tveggja
skömminni skárra um þessa helgi því nú er engin gaman- er eins konar útrás.
Föstudagur
enzo Lamas leikur slíkan kappa sem
lögreglan fær til liðs við sig í viður-
eign við austræna glæpona. Leikstjóri
John Weidner.
Sýn ►23.20 Neðansjávarhasar varð
skammvinn tíska í Hollywood í lok
9. áratugarins, þar sem voru myndir
á borð við Leviathan og svo Hyldýpið
(The Abyss, 1989), tæknilega snjallt
undirdjúpaævintýri James Cameron
um glæfraför kafara til að bjarga
kjamorkukafbáti. Sú för er glæsilega
sviðsett af leikstjóranum en sagan
villist af leið undir lokin og hafnar í
langsóttum vísindaskáldskap. Góð af-
þreying samt. Aðalhlutverk Ed Harris,
Mary Elizabeth Mastrantonio og Mich-
ael Biehn. ★ ★ 'k
Laugardagur
Sjónvarpið ►22.00 Beverly D’Ang-
elo leikur fyrrum tugthúslim sem ger-
ist bamfóstra í gamanmyndinni
Ólátabelgir (Two Much Trouble, öðru
nafni The Crazysitter, 1994), en börn-
in era svo óþolandi að hún reynir að
losa sig við þau. Martin og Potter
segja þetta ansi grátt gaman og gefa
★ ★ (af fimm mögulegum). Leikstjóri
Michael James McDonald.
Sjónvarpið ►23.30 Og enn vitum
vér ei hvemig lýðræðislegt kjör milli
eftirfarandi fjögurra kvikmynda fer:
Úr viðjum vímunnar (Clean And
Sober, 1988). Meðferðardrama um
braskara sem orðinn er háður fíkniefn-
KYNNING Á TWINLAB
FÆÐUBÓTAREFNUM í
KÓPAVÖGS APÓTEKI
EIGINKONAN og faðirinn - Sissy Spacek og Jack Lemmon
leita týnds bandarisks rithöfundar í Missing.
Pólitískur tryllir
GRIKKINN Costa-Gavras, sem nú er 63 ára, vann sig smátt og
smátt upp metorðastigann í kvikmyndagerð, úr aðstoðarstörfum í
leikstjórastól. Fyrsta leikna bíómyndin hans, Morðin í svefnvagninum
(1965) var prýðilegur tryllir með franska leikaranum Yves Montand
í aðalhlutverki en hann varð upp frá því helsti samverkamaður leik-
stjórans í myndum á borð við Z og Játninguna, þar sem pólitískar
skoðanir hans fengu útrás í réttlátri reiði en áróðursgildið slóst við
það dramatíska og listræna. Fyrsta kvikmynd Costa-Gavras í Banda-
ríkjunum var Týndi sonurinn (Missing, 1982, SJÓNVARPIÐ, föstudag-
ur, 22.45), spennumynd sem náði bærilegu jafnvægi milli þess póli-
tíska og dramatíska. Jack Lemmon tók sæti Yves Montand í hlut-
verki Eds Horman, bandarísks föður sem lagði á sig miklar hremming-
ar tii að fínna son sinn í suður-amerísku einræðisríki - Chile eftir
fall Allendes er augljós fyrirmynd - og mætir þar ekki aðeins tálmun-
um stjómvalda heldur fálæti og lygum bandarískra sendierindreka.
Þarfur boðskapur, magnaðar sviðsetningar leikstjórans og ágætt
skemmtigildi, auk úrvalsleiks Lemmons og Sissy Spacek, einkenna
þessa mynd. Handrit hennar, sem byggt er á reynslu fyrmefnds
Hormans, fékk Oscarsverðlaun. ★ ★ ★ V2
Laugavegi 45,
Reykjavík,
sími 511 2555.
Opnum kl. 20.00
alla daga
Sýnishorn á internetinu
http://www.strippernet.com/iceland
SjónvarpiA ► 22.45 - Sjá umijöllun
í ramma.
Stöð2 ►l3.00og1.10BlakeEdw-
ards gerði þijár tilraunir til að halda
lífí í syrpunni um Bleika pardusinn
eftir lát snillingsins Peters Sellers; sú
fyrsta (Trail Of The Pink Panther) var
gerð úr afgöngum með Sellers í hlut-
verki Clouseaus lögregluforingja, önn-
ur tilraunin (Curse Of The Pink
Panther) var gerð með Ted Wass og
aukaleikurum úr gömlu myndunum,
sú þriðja, Sonur Bleika pardusins
(Son Of The Pink Panther, 1993) not-
ar einnig aukaleikara eins og Herbert
Lom og Burt Kwouk en skipar svo
ítalska grínistann Roberto Benigni í
hlutverk sonar Clouseaus. Þessi síð-
asta tilraun tókst ekki betur en hinar
tvær, þrátt fyrir hæfileika Benignis.
Edwards ætti að hætta að reyna að
græða á látnum snillingi, sem ekki
bað um útþynnt framhaldslíf. ★ 'h
Stöð 2 ►23.55 Leiksviðsupprani -
leikrit eftir Roger Hedden - bíómynd-
arinnar Rótleysi (Bidies, Rest & Moti-
on, 1993) dregur nokkuð úr áhrifa-
mætti lítillar sögu um fjórar ungar
manneskjur í bandarískum smábæ,
vonir og væntingar, rætur og rót-
leysi. Leikurinn er prýðilegur hjá Pho-
ebe Cates, Bridget Fonda, Tim Roth
o g ekki síst Eric Stoltz. Leikstjóri
Michael Steinberg. ★ ★
Sýn ^21.00 Engar umsagnir fínnast
um hasarmyndina Bardagakappinn
(Midnight Man, 1994), þarsemLor-
Einar Ólafsson, lyfjafræðingur,
gefur ráðleggingar um neyslu og
notkun vítamína og fæðubótarefna
í Kópavogs Apóteki föstudaginn
14. marsfrákl. 13.30 til 17.00.
Upplýsingar um fæðubótarefni og
vítamín fyrir íþróttafólk og
almenning.
20%
KYNNINGARAFSLÁTTUR
AF TWINLAB VÖRUM
um, prýðilega leikið af Michael Keaton
og Morgan Freeman. Leikstjóri Gien
Gordon Caron. ★ ★ 'h
Uppreisnin á Bounty (TheBounty,
1984). Þriðja útgáfan af frægri sögu
um dramatísk átök yfirmanna og und-
irmanna á seglskipi, fögur útlits og
grípandi, þótt Fletcher stýrimaður í
túlkun Mels Gibson sé veik persóna
en Anthony Hopkins er magnaður sem
Bligh skipstjóri. Leikstjóri Roger Don-
aldson. ★★★
Maðurinn með örið (Scarface,
1983). Umdeild glæpamynd Brians
DePalma með miklum blóðsúthelling-
um en A1 Pacino í fínu formi sem
kúbanskur bófi. Endurgerð mun betri
myndar Howards Hawks frá 4. ára-
tugnum. Allt of löng og Oliver Stone
handritshöfundur er öfgafullur að
vanda. ★ ★ 'h
Cagney og Lacey (CagneyAndLac-
ey: True Convictions, 1995). Sjón-
varpsmynd um kvenlöggur úr vinsælli
bandarískri þáttaröð, leiknum af Tyne
Daly og Sharon Gless. Leikstjóri er
John Patterson en umsagnir liggja
ekki fyrir.
Stöð 2 ^15 .00 Þrjúbíóið er endur-
gerð gamaliar Disneymyndar frá
1969, Tölva á tennisskóm (The
Computer Wore Tennis Shoes, 1995)
um slakan skólanemanda sem fær
tölvuheila eftir að hann verður fyrir
eldingu! Fyrirmyndin þótti dellufarsi
upp á tvær stjörnur en þessi útgáfa
er óþekkt stærð. Aðalhlutverk Kirk
Cameron og Dean Jones. Leikstjóri
Peyton Reed.
StöA2 ►21.00 Litli vinalegi teikni-
myndadraugurinn Casper er vakinn
upp frá dauðum í leikinni tæknibrellu-
mynd, Casper (1995), þar sem
draugahús, dulsálarfræðingur, gráð-
ugur eigandi og fleiri leiðindi vappa
um í andlausu handriti. Þéttskipaður
leikhópur fær ekki rönd við reist. Leik-
stjóri Brad Silberling. Krakkar gætu
skemmt sér. ★ 'h _
Stöð 2 ►22.45 Óðamála svart
löggupar með sóðakjaft, leikið af Will
Smith og Michael Lawrence, slæst við
giæpahyski um horfínn fíkniefnafarm
í grínspennumyndinni Pörupiltar
(Bad Boys, 1995). Leikstjórinn Mich-
aei Bay heldur uppi góðri keyrslu þótt
aðalpersónurnar séu þreytandi og
handritið klisjusafn. ★ ★
Stöð2 ►0.40 JeffFahey meðsín
neonbláu augu leikur fyrram löggu
sem hefur snúið sér að innbrotum en
blindast við slík störf í spennumynd-
inni í blindni (Blindsided, 1992). Þar
sem hann reynir að jafna sig á sjávar-
strönd hittir hann dularfulla konu.
Leikstjóri Tom Donnelly og aðrir leik-
arar Mia Sara og Ben Gazzara. Ég
hef ekki séð þessa en Martin og Pott-
er segja hana nokkuð langsótta og
gefa ★ ★ 'h (af fimm).
Sýn ^21.00 Gamla vísindahrollvekj-
an Flugan var rennilega endurgerð
af David Cronenberg (1986) en fram-
hald endurgerðarinnar, Flugan 2 (The
Fly II, 1989) er bara enn eitt vand-
ræðalegt og tilgangslaust framhald.
Leikstjórinn Chris Walas vann Óskars-
verðlaun fyrir förðun sína í fyrri mynd-
inni og ætti að halda sig við meikdoll-
urnar. ★
Sunnudagur
Sjónvarpið ►22.35 Evrópskt
kóngafólk og hversdagsraunir þess
era viðfangefni þýsk-austurrísku bíó-
myndarinnar Æskuár drottningar
(Maedchenjahre einer Königin). Engar
umsagnir liggja fyrir en leikstjóri er
Ernst Marischka og Schneider, Karl
Ludwig Diehl og Rudolf Vogel.
Stöð 2 ►23.05 Wesley Snipes og
Sean Conneiy rannsaka morðmál inn-
an valdamikils japansks stórfyrirtækis
í spennumynd Philips Kaufman
Rísandi sól (RisingSun, 1993), eftir
sögu Michaels Crichton. Flækjan er
grípandi, fléttan ekki alltof trúverðug,
ekki síst undir lokin, en þetta er vand-
virknislega gerð afþreying. Connery
er aldrei þessu vant frekar lummuleg-
ur. ★ ★ 'h
Sýn ►23.20 Stuart Gordon býr oft
til kyndugar hrollvekjur og vísinda-
skáldskap og hann er í miðlungsformi
í Brúðurnar (Dolls, 1987), þarsem
kjamafjölskylda leitar skjóls undan
óveðri í dularfullu húsi. Gestgjafínn,
leikinn af Guy Rolfe, býr til titilpersón-
urnar sem era ekki allarþar sem þær
era séðar og fást sem betur fer ekki
í leikfangabúðum. ★ ★
Árni Þórarinsson
MYNDBÖND
Mögnuð
þjóðfélagsádeila
Glæpur aldarinnar
(Crime ofthe Century)______
Spennumynd
★ ★★Vz
Framleiðandi: HBO Pictures. Leik-
stjóri: Mark Rydell. Handritshöf-
undur: William Nicholson, byggt á
bók eftir Ludovic Kennedy. Kvik-
myndataka: Toyomichi Kurita.
Tónlist: John Frizell. Aðalhlutverk:
Stephen Rea, Isabella Rosselini,
J.T. Walsh, David Paymer og Mich-
ael Moriarty. 108 mín. Bandaríkin.
Bergvík. Utgáfudagur: 11. Mars.
Myndin er bönnuð innan 12 ára.
Á SÍÐUSTU árum hefur verið
mikil uppsveifla í gerð sjónvarps-
mynda og margir handritshöfundar
og leikstjórar
telja þær betri
frásagnarmiðil
en kvikmyndina
því þær leggja
megináherslu á
góðan leik og vel
skrifuð handrit, á
meðan kvik-
myndirnar era
innantómar
tæknibrellur og háværar sprenging-
ar. „Crime of the Century“ er gott
dæmi um hágæða sjónvarpsmynd,
sem lætur engan ósnortinn.
Myndin, sem er sannsöguleg, ger-
ist á 4. áratugnum í Bandaríkjunum
og segir frá hvernig saklaus maður
lendir í klóm blindrar réttvísi, sem
svífst einskis til að knýja fram lausn
CIUMÍÍ omm, C.ENTURY
í máli Lindberghs barnsins. Stephen
Rea hefur aldrei verið betri, en hann
leikur manninn sem er ásakaður um
að hafa átt aðild að ráninu.
Þetta er gífurlega kröftug ádeila
á þjóðfélag þar sem allir menn eru
ekki skapaðir jafnir. Leikararnir
standa sig allir stórkostlega undir
öruggri stjórn Marks Rydells (On
Golden Pond). Eini gallinn við mynd-
ina er sá að annaðhvort eru persón-
urnar góðmennskan uppmáluð eða
siðspilltir framapotarar og verður
það til þess að trúverðugleiki þessar-
ar sannsögulegu myndar minnkar.
„Crime of the Century" er án efa
ein af bestu myndum sem koma út
á myndbandi á þessu ári.
Ottó Geir Borg.