Morgunblaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997
MORGUNBIAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Flugleiðir stefna að því að velta fyrirtækisins nálgist 27 milljarða árið 2000
Mikil verkefni fram-
undan á öllum sviðum
Þátttaka í uppbyggingu og rekstrí íslenskrar
ferðaþjónustu tryggir að félagið getur sótt
af meiri krafti inn á alþjóða ferðamarkaðinn
og boðið fram flölbreyttari þjónustu, sagði
Hörður Sigurgestsson, stjómarformaður fé-
lagsins á aðalfundi þess í gær.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HÖRÐUR Sigurgestsson, stjórnarformaður Flugleiða, Sigurður
Helgason forstjóri og Grétar Br. Krisljánsson varaformaður á
aðalfundi félagsins í gær.
MIKIL verkefni eru fram-
undan á öllum sviðum
rekstrar Flugleiða í sarh-
ræmi við nýja stefnumót-
um. Félagið hefur m.a. sett sér það
markmið að hagnaður fyrir skatta
verði 5,5% af veltu árið 2000 og að
velta fyrirtækisins nálgist 27 millj-
arða það ár. Hún nam á sl. ári rösk-
um 20 milljörðum. Stefnt er að því
að erlendum ferðamönnum fjölgi um
7% á ári næstu 10 árin. Þá hyggst
félagið leggja mikla áherslu á aukna
sölu viðskiptafargjalda. Flugleiðir
flytja hlutfallslega færri farþega á
viðskiptafargjöldum, en nokkurt ann-
að flugfélag í Evrópusambandi flugfé-
laga. Markmiðið er að Saga Class
farþegum fjölgi um helming á næstu
ijórum árum.
Þetta kom m.a. fram í ræðu Harð-
ar Sigurgestssonar, stjómarformanns
Flugleiða, á aðalfundi félagsins í
gær. í upphafi ræðu sinnar sagði
Hörður að árið 1996 hefði verið ár
nýrrar sóknar og nýrra tækifæra í
rekstri Flugleiða. „Félagið jók starf-
semi sína á flestum sviðum, bætti við
nýjum áfangastöðum erlendis, bætti
flugvél við flugflotann, styrkti mark-
aðsstarf bæði hér heima og erlendis
og lagði grunn að nýskipan reksturs
innanlandsflugs.
Jafnframt voru hlutverk fyrirtæk-
isins og helstu markmið tekin til end-
urskoðunar. Skipulag fyrirtækisins
þarf að styðja stefnuna og því var
einnig hafíst handa um róttæka end-
urskoðun á uppbyggingu fyrirtækis-
ins og skipulagi. Tilgangurinn er að
skapa öfiugra tæki til að ná nýjum
markmiðum og að tryggja að fyrir-
tækið sé enn betur í stakk búið að
takast á við síbreytilegar kringum-
stæður og vinna úr nýjum tækifær-
um,“ sagði Hörður m.a.
Verulegur bati á afkomu
Velta Flugleiða, móður- og dótt-
urfyrirtækja, jókst um nær 20% á
árinu og varð samtals 20,3 milljarðar
króna. Félagið flutti 13% fleiri far-
þega á árinu 1996 en árið áður.
Þeir voru tæplega 1 milljón og þrjú-
hundruð þúsund og hafa aldrei verið
fleiri. í millilandaflugi fjölgaði far-
þegum um 16%.
Þá vék Hörður að afkomu Flug-
leiða og kom fram að hagnaður árs-
ins var samtals 632 milljónir króna.
Hagnaður fyrir tekju- og eignarskátt
af móður- og dótturfélögum nam
tæpum 846 milljónum, þar af var
hagnaður af sölu eigna 438 milljónir
króna. „Þegar horft er á endanlega
Stjórn
Flugleiða
endur-
kjörin
STJÓRN Flugleiða hf. var öll
endurkjörin á aðalfundi félags-
ins í gær. Hana skipa eins og
áður þeir Árni Vilhjálmsson,
Benedikt Sveinsson, Grétar Br.
Kristjánsson, Halldör Þór Hall-
dórsson, Haukur Alfreðsson,
Hörður Sjgurgestsson, Indriði
Pálsson, Ólafur O. Johnson og
Páll Þorsteinsson.
í varastjórn voru kjömir þeir
Björn Theódórsson, Jón Ing-
varsson og Þorgeir Eyjólfsson.
Stjómin skipti með sér verkum
og var Hörður Sigurgestsson
kjörinn formaður. Þá samþykkti
aðalfundurinn tillögu stjórnar
um að hluthöfum yrði greiddur
7% arður af hlutafé.
afkomu ársins er rétt að hafa í huga
að afkoma af reglulegri starfsemi
gaf svigrúm fyrir félagið til að taka
á sig verulega hækkun a eldsneytis-
verði og reiknaðan tekjuskatt sem
var ekki í reikningum félagsins árið
áður. í reynd batnaði því afkoman
af reglulegri starfsemi árið 1996
verulega frá fyrra ári, sem er jákvæð
þróun,“ sagði hann.
Samkeppni fer vaxandi
Hörður fjallaði jafnframt töluvert
um alþjóðlegt rekstrarumhverfi
Flugleiða og benti á að aukin sam-
keppni þrýsti niður einingatekjum,
þ.e.a.s þeim tekjum sem flugfélögin
hefðu fyrir að fljúga hveijum farþega
tiltekna vegalengd. „Líkt og önnur
fyrirtæki í alþjóðarekstri fást Flug-
leiðir við áhrif lækkandi eininga-
tekna. Árið 1996 höfðu tekjur Flug-
Tillaga felld
um notkun á
nafni Loft-
leiða
AÐALFUNDUR Flugleiða felldi
með miklum meirihluta atkvæða
tillögu um að nafnið Loftleiðir
yrði tekið upp í flugrekstri á veg-
um Flugleiða á svipaðan hátt og
nafn Flugfélags íslands hefur
verið tekið upp.
Tillagan kvað á um að nafn
Loftleiða yrði notað á leiðum þar
sem Loftleiðir flugu mest bæði í
Bandaríkjunum og Evrópu. Hún
var borin upp af Kristjönu Millu
Thorsteinsson, stjórnarformanni
Fjöleignar ehf. og spunnust um
hana nokkrar umræður á fund-
inum.
Af hálfu forráðamanna Flug-
leiða var því eindregið vísað á
bug að notkun á nafni Flugfélags
íslands hf. í innaniandsflugi fæli
í sér brot á samkomulagi sem
gert var þegar Flugfélag íslands
og Loftleiðir voru sameinuð árið
1973. Þá væri það mjög
óskynsamlegt fjárhagslega og af
mörgum öðrum ástæðum að
breyta nafninu á Flugleiðum eða
á hluta af rekstri félagsins.
leiða af því að flytja hvern farþega
tiltekna vegalengd lækkað að raun-
gildi um 20% á fimm árum. Engin
ástæða er til að ætla að einingatekj-
ur hækki. Þvert á móti má gera ráð
fyrir að þær muni halda áfram að
lækka enn. Samkeppni fer vaxandi,
fyrst og fremst við flugfélög með
einfaldan og ódýran rekstur, leigu-
flugfélög á heimamarkaðnum og við
evrópsk og amerisk félög í flugi yfir
Norður-Atlantshaf.
Við slíkar kringumstæður geta
stjórnendur fyrirtækja ekki leyft sér
þann munað að bíða þess, sem fram-
tíðin ber í skauti sér. Þeir verða að
freista þess að móta framtíðina og
hafa áhrif á hlutskipti sitt. Forráða-
menn Flugleiða verða því stöðugt að
fást við mótun nýrrar framtíðar-
stefnu. Það er verk sem í raun lýkur
aldrei. Fyrirtækið er ekki einasta að
fást við áhrif af aukinni samkeppni.
í rekstri Flugleiða gætir líka sérstak-
lega víðtækra áhrifa af tæknivæð-
ingu í markaðs- og sölustarfi og
myndun alþjóðlegra markaðsbanda-
laga flugfélaga."
ísland er hornsteinn
Það kom fram hjá Herði að hin
nýja skiigreining Flugleiða er þessi:
FLUGFÉLAG íslands hf. og Græn-
landsflug hafa undirritað samning
um náið samstarf í áætlunarflugi
milli Islands og Grænlands. Þar er
gert ráð fyrir að félögin hefji i sam-
einingu áætlunarflug á tveimur flug-
leiðum, annars vegar milli Kulusuk
og íslands og hins vegar milli Con-
staple Pint og íslands.
Áð sögn Páls Halldórssonar, fram-
kvæmdastjóra Flugfélags íslands hf.,
sem tekur formlega við rekstri innan-
landsflugs Flugleiða þann 1. júni nk.,
hafa Flugleiðir hingað til ekki haft
áætlunarleyfí í flugi til Grænlands,
en hafa haldið uppi reglubundnu
leiguflugi sex sinnum í viku á sumr-
in. Þar hefur einungis verið um að
ræða dagsferðir með ferðamenn, en
Grænlandsflug og Flugfélag Norður-
lands hafa haft áætlunarleyfið.
„Flugleiðir eru ferðaþjónustufyrir-
tæki, sem hefur hagsmuni viðskipta-
vina að leiðarljósi og leggur áherslu
á vöxt og arðsemi með því að bjóða
verðmæta þjónustu þar sem Island
er hornsteinn.
ísland, staðsetning landsins mitt
í Atlantshafi og íslensk ferðaþjónusta
tryggja Flugleiðum þá sérstöðu sem
fyrirtækið þarf til að geta sótt fram
af endurnýjuðum krafti."
Hvað þýðir þetta í raun og veru?
Flugflutningar verða áfram stærsti
þáttur starfseminnar en félagið telur
að framtíðararðsemi og nauðsynleg
stærð verði best tryggð með beinni
þátttöku í starfsemi á fleiri sviðum
ferðaþjónustu. Þátttaka í uppbygg-
ingu og rekstri íslenskrar ferðaþjón-
ustu tryggir að félagið getur sótt af
meiri krafti inn á alþjóða ferðamark-
aðinn og boðið fram fjölbreyttari
þjónustu. Fyrirtækið hefur lengi tek-
ið þátt í ákveðnum greinum ferða-
þjónustunnar, en mun nú vinna að
uppbyggingu og þróun þeirra með
meiri krafti og skýrari markmið."
Stjórnarformaður Flugleiða skýrði
hluthöfum frá því að nýjar flugleiðir
félagsins til Boston í Bandaríkjunum
og Halifax í Kanada hefðu skilað sínu
vel og sértaklega væri ánægjulegt
hversu vel gengi á flugleiðinni milli
Halifax og Evrópu nú um háveturinn.
Tengt auknu flugi vestur um haf
væri stóraukin ferðatíðni til Bret-
landseyja. Flugleiðir fljúga nú sex
sinnum í viku til Glasgow og sjö sinn-
um til London."
10 þotur í notkun árið 1999
Flugleiðir hafa selt og leigt aftur
flórar farþegaþotur á Iiðlega tveimur
árum. Samanlagður hagnaður af
þessum ljórum vélum nemur 1.486
milljónum. Árið 1997 starfrækir fé-
lagið átta þotur, fjórar Boeing
737-400 og Qórar Boeing 757-200.
Af þeim eru þijár í eigu félagsins
en fimm í leigu. Félagið hefur þegar
samið um kaup á Boeing 757-200
þotu í janúar á næsta ári og samning-
ar eru á næsta leiti um kaup á vél
sömu tegundar í apríl 1999. Þá yrðu
10 þotur hjá félaginu. Hörður Sigur-
gestsson sagði allt benda til þess að
félagið myndi fyrst og fremst vaxa
með kaupum á fleiri Boeing 757
vélum. Þar væri nú um að velja tvær
gerðir. í fyrsta lagi væri um að ræða
200-gerð, sem er sú gerð sem fyrir-
tækið hefur notað undanfarin ár og
flytur 189 farþega og í öðru lagi
300-gerð, en sú vél getur flutt 20%
fleiri farþega en 200-gerðin.
Samningurinn gerir ráð fyrir að
Grænlandsflug muni á hveijum
fimmtudegi fljúga frá Nuuk til Kulu-
suk og þaðán til Keflavíkurflugvall-
ar. Flogið verður til baka sömu leið.
Flugfélag íslands mun síðan halda
uppi flugi á föstudögum og laugar-
dögum með Fokker_ 50 vélum eða
Metro Fairchild milli íslands og Kulu-
suk. Á föstudögum tengist þetta flug
við flug Grænlandsflugs milli Kulu-
suk, Kangerlussuaq og Nuuk. Á
laugardögum tengist flugið á sama
hátt við flug Grænlandsflugs frá
Nuuk. Á heildina litið verður minnst
flogið þrisvar í viku á milli íslands,
Kulusuk og vesturstrandar Græn-
lands.
Yfir sumarið fjölgar ferðum í áætl-
unarflugi um 3-5 í viku miili Islands
og Kulusuk, þannig að nánast verður
Góðar horfur í rekstr-
inum á þessu ári
Lausafjár-
staðan betri
en nokkru
sinni fyrr
LAUSAFJÁRSTAÐA Flugleiða var
í lok árs 1996 betri en nokkru sinni
fyrr og nam handbært fé fyrirtækis-
ins 3,4 milljörðum króna eða sem
svarar til helmings allra langtíma-
skulda. Jókst handbært fé um 1
milljarð á síðasta ári. Góðar horfur
eru í rekstri félagsins á þessu ári
og rekstraráætlun gerir ráð fyrir
hagnaði, að því er fram kom í máli
Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flug-
leiða, á aðalfundi félagsins í gær.
Sigurður lagði m.a. á það áherslu
í ræðu sinni hversu fjárhagsstaða
félagsins hefði styrkst frá því í lok
árs 1992. Þannig hefði eigið fé vax-
ið um 59% eða úr 4,1 milljarði í 6,6
milljarða. „Eigið fé hefur vaxið
vegna hagnaðar af rekstrinum
vegna söluhagnaðar af flugvélum
og nú í lok árs 1996 vegna útboðs
á nýju hlutafé. Eiginfjárhlutfall hef-
ur á þessum sömu 5 árum vaxið út
17,9% í 33,2%,“ sagði hann.
I janúar á þessu ári var seld Bo-
eing 757-200 flugvél og er hagnaður
af sölu hennar áætiaður 429 milljón-
ir. Þá sagði Sigurður að ætla mætti
að verulegt dulið eigið fé væri fólgið
í þeim þremur flugvélum sem félag-
ið ætti í dag.
Rekstur innanlandsflugs á árinu
1996 var með hefðbundnum hætti,
en farþegafjöldi jókst um 5,3% og
varð meiri en nokkru sinni fyrr eða I
281 þúsund. Hins vegar varð um
90 milljóna króna tap af rekstri inn-
anlandsflugsins, en afkoman batnaði
þó mjög milli ára.
Búist við að bótakrafa
verði felld niður
Forstjóri Flugleiða vék einnig í
ræðu sinni að dómi sem kveðinn var j
upp í New York í janúar um að Flug-
leiðir skyldu greiða bætur til banda-
rísks borgara og dóttur hans á þeim I
forsendum að félagið hefði með ólög-
legum hætti átt hlut að því að móð-
ir bamsins flutti það til íslands,
þótt hún væri í farbanni í Bandaríkj-
unum. Félagið ætti samkævmt þess-
um úrskurði kviðdómsins að greiða
feðginunum liðlega 1 milljarð króna
í skaðabætur. Sagði Sigurður að
tryggingarfélag Flugleiða, sem ,
tryggir félagið fyrir skaðabótakröf-
um, hefði haldið uppi vörnum í mál- '
inu á sinn kostnað og myndi fylgja >
þvf eftir. „Það er eindregið álit for-
svarsmanna tryggingafélagsins að
bótakrafan verði felld niður og lög-
fræðingar tryggingafélagsins eru
sömu skoðunar.“
um daglegt flug að ræða á þessari
flugleið.
Þá verður flogið á fimmtudögum
og laugardögum milli Constaple Pint ,
og íslands með Metro Fairchild-vél-
um. Á fimmtudögum tengist flug frá f
Constaple Pint við flug til Nuuk og k
Kaupmannahafnar, en á laugardög-
um verður hægt að fljúga frá Nuuk
og Kaupmannahafnar til Constaple
Pint með viðkomu í Keflavík. Hingað
til hefur einungis verið flogið einu
sinni í viku yfír sumartímann til
Constaple Pint.
1 samningnum er gert ráð fyrir
að félögin annist bókanir og sölu
hvort fyrir annað, en jafnframt mun I
Flugfélag íslands annast afgreiðslu k
fyrir Grænlandsflug hér á landi. l
Samningurinn tekur gildi þann 31. "
mars nk. og gildir til ársloka.
Flugfélag íslands og Grænlandsflug hefja náið samstarf
Daglegt áætlunarflug i
til Grænlands ísumar