Morgunblaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LAIMDIÐ
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
FORSVARSMENN samstarfsnefndar Háskóla íslands og Vestmannaeyjabæjar ásamt hönnuði Sig-
mundsbaujunnar og framkvæmdastjóra Þróunarfélags Vestmannaeyja. Frá vinstri: Gísli Már Gísla-
son, Guðjón Hjörleifsson, Þorsteinn Ingi Sigfússon, Sigmund Jóhannsson og Bjarki Brynjarsson.
Ný neyðarbauja frá
Sigmund í lokaþróun
Þróunarfélag Vestmannaeyja gerir samstarfssamning
við þýskt fyrirtæki um verkið.
Vestmannaeyjum - Samstarfs-
samningur hefur verið undirritaður
milli Þróunarfélags Vestmannaeyja
og þýska fyrirtækisins Comet Gmbh
um lokaþróun og markaðssetningu
á neyðarbauju fyrir skip og báta.
Hugmyndin að neyðarbaujunni,
sem nefnd hefur verið Sigmunds-
baujan, er komin frá uppfínninga-
manninum Sigmund Jóhannssyni
sem er þekktur fyrir áhuga á örygg-
ismálum sjómanna og uppfínning-
um tengdum þeim.
Neyðarbaujan samanstendur af
þremur neyðarflugeldum, ljósgjafa
og rafeindabúnaði sem skynjar
stöðu baujunnar í sjó og ræsir flug-
eldana í ákveðinni tímaröð. Baujan
er útbúin sjálfvirkum sleppibúnaði
sem losar hana frá skipi ef það
sekkur. Frumhugmynd Sigmunds
að baujunni var þróuð áfram af
Guðjóni Guðjónssyni, eðlisfræði-
nema við Háskóla íslands, sem vann
að verkefninu undir leiðsögn pró-
fessors Þorsteins Inga Sigfússonar
en Nýsköpunarsjóður og slysa-
varnadeildin Eykyndill í Eyjum
lögðu fram fjármagn til verksins.
Unnið að
markaðssetningu
Þorsteinn Ingi Sigfússon prófess-
or er formaður samstarfsnefndar
Háskóla Íslands og Vestmannaeyja-
bæjar, sem sér um rekstur Rann-
sóknarseturs Háskólans í Eyjum en
Þróunarfélag Vestmannaeyja vinn-
ur í nánum tengslum við Rannsókn-
arsetrið. Þróunarfélagið hefur nú
tekið að sér að ljúka þróun Sig-
mundsbaujunnar og vinna að mark-
aðssetningu hennar en það verkefni
er styrkt af Rannsóknarráði ís-
lands. Samningur Þróunarfélagsins
við Comet Gmbh er fyrsta skrefið
í vinnu Þróunarfélagsins að þessari
lokahönnun og markaðssetningu
þessa nýja öryggistækis fyrir sjófa-
rendur.
SIGMUND Jóhannsson upp-
finningamaður með neyðar-
baujuna, enn eitt öryggistæk-
ið fyrir sjófarendur sem hann
hefur hannað.
Sterk fjárhags-
staða Bessa-
staðahrepps
Á FUNDI hreppsnefndar Bessa-
staðahrepps 3. mars síðastliðinn
var til fyrri umræðu ársreikningur
ársins 1996. Skatttekjur ársins
námu 156 milljónum og þar af var
106,9 milljónum kr. varið til rekst-
urs málaflokka, eða sem nemur
68% af skatttekjum, og 51,5 millj-
ónum kr. til fjárfestinga, sem nem-
ur 33% af skatttekjum.
í fyrra var megináhersla lögð á
uppbyggingu grunnskóla og
íþróttaaðstöðu utan húss. Á árinu
hófst einnig markviss uppbygging
holræsakerfís í sveitarfélaginu þar
sem gert er ráð fyrir framtíðar-
lausn á holræsa- og frárennslis-
málum þar. Þá var gert mikið átak
í fegrun og frágangi opinna
svæða. Þann 1. desember 1996
voru íbúar 1285 að tölu og hafði
fjölgað um 4,5% á árinu og má
reikna með að Ijölgum íbúa verði
ekki minni á árinu 1997.
íbúar eru nú fluttir inn í 22
íbúðir í nýju íbúðarhverfí við Vest-
urtún en uppbygging þar hófst á
árinu 1994. Lóðum hefur verið
úthlutað þar undir 61 hús síðan
þá og voru alls 26 hús í byggingu
á síðasta ári.
Þrátt fyrir miklar fjárfestingar
og uppbyggingu undanfarinna ára
er fjárhagsleg staða Bessastaða-
hrepps sterk sem sést best á því
að heildarskuldir sveitarsjóðs eru
ekki nema 99 þúsund kr. á hvern
íbúa sveitarfélagsins.
Fundur um nátt-
úrufar og lífríki
Skaftárhrepps
Kirkjubæjarklaustri - í vikunni
var haldin á Kirkjubæjarklaustri
ráðstefna um náttúrufar og lífríki
Skaftárhrepps. Ráðstefnan var
haldin að tilhlutan Skaftárhrepps
í samvinnu við Háskóla íslands,
Orkustofnun, Náttúrufræðistofn-
un og fleiri aðila.
Fjöldi fyrirlesara var 18 og
spannaði umræðuefnið allt lífríki
hreppsins svo sem fugla, gróður,
skordýr og fiska auk náttúrufars
þar sem rætt var um fjölskrúðuga
jarðfræði hreppsins allt frá „heit-
um reit“ til ískaldra jökla og frá
fjöru til fjalls. Þá var komið inn á
söguna í tengslum við Skaftárelda,
viðleitni til uppgræðslu og land-
verndar, vatnasvæði og virkjana-
hugmyndir auk fegurðargildis
náttúrunnar.
Gerður var góður rómur að
fyrirlestrum enda fluttu þá margir
af fremstu vísindamönnum lands-
ins, hver á sínu sviði en þátttak-
endur á ráðstefnunni voru um 80
manns.
Ráðstefnan var í tengslum við
stofnun sjálfseignarstofnunarinn-
ar Kirkjubæjarstofu sem stofnuð
var fyrir nokkru. Markmið og hlut-
verk hennar er m.a. að safna sam-
an gögnum um alla þá þekkingu
sem unnt er að afla um náttúru,
menningu og sögu héraðsins,
stuðla að rannsóknum á hinni fjöl-
breyttu og sískapandi náttúru hér-
aðsins, kynna sérstæða menningu
og sögu þess og rannsaka um-
hverfisáhrif ferðaþjónustu í hérað-
inu og stuðla að góðri umgengni
ferðamanna.
Bókasafnið á Flúðum nýtur aukinna vinsælda hreppsbúa
Skólabókasafnið flytur í nýtt hús
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
GUÐRÚN Emilsdóttir, sljórnarformaður bókasafnsins, og Svava
Pálsdóttir bókavörður með örnefnabókina.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
RÓSA Guðný Steinarsdóttir
og Anna Alexandersdóttir
eigendur HárhaHarinnar.
Ný hár-
snyrtistofa á
Egilsstöðum
Egilsstöðum - Hárhöllin er nafn á
nýrri hársnyrtistofu sem hefur verið
opnuð við Tjamarbraut á Egilsstöð-
um. Það eru þær Anna Alexanders-
dóttir og Rósa Guðný Steinarsdóttir
sem eru eigendur. Hárhöllin mun
selja IMAGE hársnyrtivörur.
Hrunamannahreppi - Það er íbú-
um hvers sveitarfélags mikils virði
að hafa aðgang að góðu bóka-
safni. í eigu bókasafns Hruna-
manna á Flúðum voru um síðustu
áramót 9.470 bækur auk mikils
fjölda blaða og tímarita, m.a. hér-
aðsblaðið Suðurland innbundið frá
upphafi.
Að sögn Svövu Pálsdóttur safn-
varðar voru útlán bóka árið 1996
2.491 bók og komu 1.072 safngest-
ir. Árið 1995 komu 838 gestir í
heimsókn sem fengu 2.091 bók
lánaða. Síðastliðið haust var skóla-
bókasafnið flutt í sama húsnæði
og aðalbókasafn sveitarinnar sem
er í félagsheimilinu. Elín Hannib-
alsdóttir kennari sér um útlán úr
því safni.
í siðustu viku var til sýnis í einn
dag örnefnabók sveitarinnar sem
geymd er i eldtraustum skáp. Al-
menningi var gefínn kostur á að
panta Jjósrit eftir henni sem marg-
ir notfærðu sér. Ingimundur Ein-
arsson frá Laugum vann að ðr-
nefnasöfnun á vegum ungmenna-
félagsins árin 1941 og 1942 og
bjargaði með því miklum heimild-
um sem annars hefðu í sumum til-
fellum glatast. Með örnefnunum
teiknaði Ingimundur bæjarhúsin á
hverjum bæ og er það vel gert hjá
þessum listfenga manni. Enn er
búið í fjórum þessara íbúðarhúsa.
Stjómarformaður bókasafnsins
nú er Guðrún Emilsdóttir í Sunnu-
hlíð.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
FINNBOGI Eyjólfsson og
Oddur Ólafsson undirrita
samning um söluumboð. Hjá
þeim stendur Sólrún Ingi-
marsdóttir, eiginkona Odds.
Nýr umboðs-
aðili Heklu á
Austurlandi
Egilsstöðum - Bílasalan Ásinn í
Fellabæ tók nýverið við söluumboði
Heklu fyrir nýja og notaða bíla á
Austurlandi. Umboðið var áður hjá
Lykli á Reyðarfirði. Bílasalan Ásinn
hefur rúmgóðan sýningarsal og
þangað geta væntanlegir kaupendur
komið, skoðað og reynsluekið nýjum
og notuðum bifreiðum bílasölunnar.
Framkvæmdastjóri Bílasölunnar Ás-
inn er Oddur Ólafsson.
-
I
I
>
i
l
>
I
>
{
I
I
»
I
»
t
i
t
í
[
i
t
k