Morgunblaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 38
"38 FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÓLÖF EINARSDÓTTIR + Ólöf Einarsdótt- ir fæddist í ívarsseli í Reykjavík 9. mars 1907. Hún andaðist á Landspít- alanum 10. mars síð- astliðinn. Faðir hennar var Einar Sigurðsson sjómað- ur í Ivarsseli, sonur Sigurðar Einarsson- ar frá Bollagörðum ->» á Seltjarnarnesi og Sigríðar Jafetsdótt- ur. Móðir hennar var Helga Ivarsdótt- ir, dóttir ívars Jón- atanssonar _ útvegsbónda i ívarsseli og Ólafar Bjarnadótt- ur frá Ey í Landeyjum. Systkini Ólafar voru: ívar, f. 11. nóv. 1901, d. 1985; Kjartan, f. 19. júlí 1904, d. 1959; Sigríður, f. 16. jan. 1906, d. 1988; Sigurður, f. 24. ágúst 1913, d. 1988; Gunn- ar, f. 22. júní, d. 1983; Harald- ur, f. 6. nóv. 1918, d. 1919; Ás- laug, f. 3. feb. 1920, d. 1982. Olöf stundaði margs konar störf, t.d. við fiskvinnslu, versl- un, húshald og saumaskap. Hún giftist Páli Melsteð Ölafssyni múrara 13. ágúst 1928. Þau slitu samvistir. Þeirra börn voru: 1) Auður, f. 10. sept. 1928, d. 1. maí 1947. Hennar maki var Rafn Sigurvins- son og áttu þau eina dóttur Ólöfu, og eru hennar börn fjögur. 2) Pétur, f. 28. nóv. 1931, d. 28. júní 1979, hans kona var Ólöf Steinarsdóttir og þeirra börn Steinar, Pétur og Elísabet, og þeirra börn samtals fimm. 3) Helga, f. 18. sept. 1936, hennar maður var Ingvar Ing- varsson og eru þeirra börn Gunnlaugur, Ingvar, Auður, Mímir, Kjartan, Sigurður Ólaf- ur og Ólöf Vala, þeirra börn eru samtals 15. Seinni maður Ólafar var Guðmundur Óskar Sigurðs- son, f. 28. apríl 1919, d. 1996. Útför Ólafar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Hún amma er dáin. Kallið átti svo sem ekki að koma okkur svo mjög á óvart. En samt. Þú hafðir dvalið á Landspítalanum í Reykja- vík í þijár vikur og verið þungt haldin. Á sunnudaginn 9. mars á níræðis afmælisdaginn þinn höfð- um við nánustu ættingjar og vinir haldið með þér upp á daginn, svona eins og hægt var miðað við aðstæð- ur. Við vissum þá öll og þú sjálf að hveiju stefndi. Þú af fullkomnu æðruleysi og hetjuskap. Ég var þakklátur fyrir að hafa getað kvatt þig á hinstu stundu, elsku amma mín, ásamt tveimur dætrum mín- um, þeim Líf og Tinnu. Það var engu líkara en þú hefðir viljað klára að lifa þennan dag, til þess að geta hitt okkur sem flest saman og síð- an yfirgefið þennan heim með þinni reisn, sátt við guð og menn. Já, hún amma mín dó södd líf- daga og yfír henni var ró og friður á þessum stórafmælisdegi sínum sem jafnframt var hennar síðasti heili dagur í Iífí hennar hér á með- al okkar. . * Amma mín, þú varst stórkostleg manneskja, ein af hvunndagshetj- um þessarar aldar sem senn er að líða. Þetta var að sönnu öldin þín. Öld mestu breytinga og framfara í sögu þjóðar okkar og jarðarbúa allra. Þú fæddist í húsi foreldra þinna á ívarsseli í Reykjavík þann 9. mars árið 1907, árið sem hans hátign Fredrik VIII konungur Dan- merkur og íslands heimsótti Reykjavík. Þegar þú fæddist var ekkert rafmagn, enginn sími, engin hitaveita né vatnsveita, ekkert út- varp, ekkert sjónvarp, nánast engir bílar né vegir, engar flugvélar og Reykjavík var aðeins lítið sjávar- þorp, byggt að mestu bláfátæku — alþýðufólki. Þú lifðir tvær heims- styijaldir, fullveldi íslands, lýðveld- isstofnunina, kjarnorkuna, tölvu- byltinguna. Stórveldi og heims- stefnur risu og féllu á æviskeiði þínu. Oft sagðir þú mér frá gömlu Vantar þig VIN að tala við? Við erum til staðar! VINALÍNAN 561 6464 • 800 6464 öll kvöld 20 - 23 Reykjavík sem þú lifðir í bernsku þinni og fram eftir öldinni. Oft hef ég undrast gott minni þitt á menn og málefni og dáðst að góðum frá- sagnarhæfíleikum þínum. Ég man þú sagðir mér frá fullveldisdeginum 1918 og spænsku veikinni sem þá lá eins og mara yfír íbúum Reykja- víkur, m.a. fjölskyldu þinni, en einn kornungur bróðir þinn lést þá úr þessari skæðu sóttveiki. Þú sagðir mér frá mörgu eftirminnilegu fólki, s.s. íþróttamönnum eins og Jóhann- esi Jósefssyni, Siguijóni Péturssyni og Hallgrími Benediktssyni en einnig stórskáldum og stjómmála- skörungum sem gengu um götur Reykjavíkur á þínum ungdómsá- rum eins og Einari Ben., Hannesi Hafstein og fleirum. Ég man þú sagðir mér líka frá ótrúlegum lifn- aðarháttum fólks á þessum tíma, ferðum inn í þvottalaugar, vinnu við sólþurrkun á saltfiski, ferðum eftir drykkjarvatni, hestvagnaferð- um til frændfólks þíns í Hafnar- firði og inní Elliðaárdal. Ég man hvað ég hef oft undrast þegar þú sagðir mér frá þeim húsakosti sem allt venjulegt fólk bjó við á þessum árum. Ég man t.d. að þú sagðir mér að í Ivarsseli, litla húsinu þínu og foreldra þinna bjuggu þijár fjöl- skyldur með börn sín. I þessu pínu- litla húsi bjuggu yfír 20 manns. Já, frá Ivarsseli (Vesturgötu 66b) er margs að minnast, í þessu nú bráðum 150 ára gamla húsi bjuggu foreldrar þínir, þar fæddist þú og systkini þín í byijun þessarar aldar og þar ólust þið upp. Þótt þú byggir ekki alla ævi þína þar, þá bjóstu þar fyrst meðan ég var barn og nú einnig síðustu tuttugu árin. ívarssel er því tengt þér og minningu þinni óijúfanlegum bönd- um. Fjaran og Selsvörin fyrir neðan húsið þegar ég var barn, var okkur barnabömunum þínum leikvöllur og heill ævintýraheimur. Háaloftið á Seli með brakandi stiganum, gömlu blöðunum og ívari frænda með fíðluna og penslana sína á loft- inu. Þér að baka vöfflur eða ber- andi fram ilmandi kaffí og pönnu- kökur með rabbarbarasultu. Fullt hús af gestum, frændum og frænk- um. Aldrei var komið að tómum kofunum hjá þér, amma mín. Sama gestrisnin og alúðin við alla, háa sem lága. Það er líka margs að minnast frá því ég var barn og þú varst svo oft hjá okkur í sveitinni um lengri og skemmri tíma að hjálpa og aðstoða stelpuna þína hana mömmu með allan barnaskar- ann. Alltaf varstu jafnblíð og góð og traust. Þú varst ein af föstu og traustustu stoðunum í barnstilveru minni og í mínum huga og fjöl- skyldu minnar allt fram á þennan dag. Það er eiginlega erfítt að hugsa sér tilveruna án þín, amma. Allar sögumar sem þú sagðir okkur eins og af henni Fóu og Fóu feyki- rófu lifa í minningunni og nú segir maður börnunum sínum þær. Þú varst einstök hagleikskona og listakona í höndunum. Um ævina hefur þú pijónað óteljandi margar lopapeysur, vettlinga og sokka á mig og öll barnabörnin þín og síðan á bamabamabörnin þegar þau fóru að koma. Allt fram á síð- ustu daga varstu með eitthvað undir í handavinnunni þinni, því nóg var af ungunum. Jólin voru einnig þín hátíð þá ljómaðir þú í öllum jólaundirbúningnum. Állur jólamánuðurinn fór í stúss og inn- kaup á jólagjöfum handa öllum. Því þitt lífsamstur allt snerist um það að vaka yfir velferð bama þinna og allra afkomenda þeirra, þannig varstu og þannig vildirðu vera. Þú vildir alltaf frekar gefa en þiggja og þú hafðir svo sannar- lega mikið að gefa, elsku amma mín. Ég man líka og við öll eftir mikl- um áhuga þínum á ætterni fólks og ættfræði, sem þú grúskaðir mikið í og miðlaðir af. Þú varst alltaf stolt og hreykin af þinni Bollagarðaætt og gast rakið ættir okkar fólks fram og aftur. Ég man oft hvað ég gladdist yfír því sem barn þegar þú varst að segja okkur hreykin af einhverjum íþrótta- manninum eða öðm mikilmenninu sem væri bara náfrændi okkar. Ég man líka eftir þér í fyrra, amma mín, við útför Guðmundar Óskars Sigurðssonar, mannsins þíns og eins konar afa okkar sl. 40 ár. Hann sem kvaddi á undan þér, hann sem hafði verið þér og okkur öllum svo góður. Þar barstu þig vel, amma, orðin 89 ára göm- ul. Þú hafðir vissulega misst mikið og sorg þín og okkar var sár. En lífsreynsla þín og æðruleysi brugð- ust ekki frekar en áður. Þú barst sorg þína í hljóði og kvartaðir ekki. Þú hafðir líka fyrr á lífsleiðinni þurft að sjá á eftir tveimur af þrem- ur bömum þínum yfír móðuna miklu langt um aldur fram, þú lifð- ir foreldra þína og þú hafðir er hér var komið kvatt öll systkini þín sjö að tölu, þannig að þú vissir vel og varst óttalaus frammi fyrir for- gengilegheitum þessa lífs. Ekki héldum við þá að svo stutt yrði á milli ykkar sem nú er orðin raunin. Við héldum að við hefðum þig lengur. En fólk heldur svo oft að það hafí meiri tíma en það hef- ur, tíminn fyrir lífíð sjálft vill oft verða útundan. Nú í seinni tíð gaf ég mér oft betri tíma til þess að spjalla við þig um heima og geima, því þú varst alltaf alveg skýr í kollinum þó ellin væri farin að vinna á öðru. Sérstaklega var gaman að spjalla við þig um þessa löngu liðnu tíma. Þú hafðir líka gaman af því og nú síðast í janúar ræddum við lengi saman um Skúla Thoroddsen og önnur mikilmenni í sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar. í þetta sama skipti sagðirðu mér líka frá skemmtiferð á Þingvöll sem þú, Sigga eldri systir þín og fleiri stelp- ur hefðuð farið í á kassabfl á ungl- ingsárum þínum. Ég man að þú sagðir mér hlæjandi að Sigga hefði sagt að þú værir varla hafandi með í selskap þar sem þú fékkst ómögu- lega til að fiktast við að reykja eins og þær hinar. Enda reyktirðu aldr- ei eða glaptist af óhollustu eða öðrum hégóma á þinni löngu ævi. Staðfesta, þrautseigja og hógværð voru þín aðalsmerki. Amma mín, nú er því miður kom- ið að leiðarlokum á langri leið. Þú og þín kynslóð hafið skilað okkur stórbrotnu ævistarfí. Nú ferðu úr þessari veröld sem á þinni ævi hef- ur gjörbreyst svo að engin kynslóð gervallrar mannkynssögunnar hef- ur lifað aðra eins tíma, aðrar eins framfarir, aðrar eins breytingar. Við skulum vona að við sem á eftir komum njótum ávaxtanna minnugir þín og þinnar kynslóðar. Elsku amma mín, ég mun alltaf sakna þín. Ég mun ávallt geyma hreina og fallega minninguna um þig í hjarta mínu. Þú sem gafst okkur svo margt. Þú sem varst alltaf góð og alltaf til staðar. Ég mun einnig varðveita af virðingu og ást minningu þína meðal barna minna og afkomenda svo lengi sem lifí. Guð geymi þig, amma. Þinn dóttursonur, Gunnlaugur. Elsku amma mín, það er svo margt fallegt sem ég gæti sagt um þig, svo margt fallegt og fjarska gott, sem ég mun geyma og aldrei gleyma. Mér fínnst óþarft að tína það allt saman upp hér. Því ég veit að allir sem þekktu þig vissu hversu mikil gæðakona þú varst. Mig lang- ar bara til þess að kveðja þig og hann Guðmund manninn þinn sem dó í fyrrasumar sem mér þótti einn- ig svo afskaplega vænt um. Mig langar til að þakka ykkur fyrir allt gamalt og gott. Mér fínnst þetta bara svo fátækleg orð um tvær af mikilvægustu manneskjunum í Iífí mínu. Það er mikill missir og sökn- uður en ég var heppin að hafa átt ykkur að. Ég mun ávallt hugsa til ykkar, sakna ykkar og elska ykk- ur. Guð geymi ykkur. ÓlöfVala. Elsku hjartans Lolla mín, mig langar til að minnast þín með fáum orðum. Þú sem varst mér sem amma, viskubrunnur og einstök kona í alla staði. Að ívarsseli var alltaf gott að koma þar sem þú og Guðmundur áttuð hlýlegt heimili. Stutt er síðan Guðmundur féll frá og var þá missir þinn mikill, þið stóðuð alltaf saman sem eitt í blíðu og stríðu. Það var heillandi og gaman að heyra þig segja frá gömlu góðu dögunum, árunum er þú varst að alast upp, rekja ættartölur en þú varst svo fróð um þau mál og minn- ug allt fram á síðasta dag. Þú náðir þeim merkisáfanga að verða níræð og mér fannst þú alltaf eins þrátt fyrir háan aldur. Þó að söknuður minn sé mikill er gott til þess að vita að nú eruð þið Guðmundur saman á nýjan leik. Elsku Lolla, ég kveð þig með miklum söknuði, og fullt hjarta af ljúfum minningum. Kæra Helga og aðstandendur, ég votta ykkur ein- læga samúð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ella Björk Einarsdóttir. Ólöf kom inn í líf mitt á erfíðum tíma. Ætli það séu ekki um það bil 45 ár síðan. Móðir mín lá heima rúmföst í bolgifsi og mátti sig ekki hræra. Þá kom þessi hægláta kona eins og engill af himnum sendur. Hún þekkti okkur ekki neitt, vissi aðeins, að þarna þurfti að rétta fram hjálparhönd. Þannig var allt hennar líf aðstoð við aðra. Og laun- in? Ætli þau hafi ekki oft verið létt í vasa og fremur falist í gleði henn- ar sjálfrar yfir vel unnu verki og því að hafa getað látið gott af sér leiða. Hún var snillingur í höndun- um. Það var sama, hvort hún sneið spariflík upp úr gömlu, pijónaði flókið munstur eða bjó til dýrindis mat úr fátæklegu hráefni. Hún var ótrúlega hugmyndarík, gáfuð og listræn kona. Hennar sérstaki, hóf- sami húmor lýsti upp margar stund- ir og oft var maður agndofa, hversu vel hún var lesin og kunni skil á mörgu. Það var unun að hlusta á hana segja frá mönnum og málefn- um og liðnum tima í gömlu Reykja- vík. Aldrei var þar hallað á nokkurn mann. Kímnigáfa Ólafar var ekki á kostnað annara. Ekki heyrði ég hana heldur barma sér eða rekja raunir sínar. Lifíð hafði þó sannar- lega lagt fyrir hana erfíð úrlausnar- efni og sorgin hafði ekki sneitt hjá dyrum hennar. Hún gerði ekki kröf- ur nema á hendur sjálfri sér og þær kröfur voru miklar. Hjarta hennar og samviska réðu för. Færi einhver að asnast til að hrósa henni fyrir ósérhlífni hennar og fómfýsi varð hún aðeins undrandi. Henni fannst ævinlega, að hún hefði ekki lagt annað af mörkum en það sem skyld- an bauð. En skyldur manna eru misjafnar. Skyldur Ólafar Einars- dóttur voru endalausar. „Hvað vannstu Guðs veröld til þarfa? Þess verðurðu spurður um sólarlag." Það verða ekki vandræði með að svara því nú, nema þá helst að það verði of umfangsmikið fyrir registrið í efra. Ólöf varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að eignast stóra og samhenta fjölskyldu. Þeirra gleði var hennar gleði. Þeirra sigrar voru hennar sigrar. Ég sendi þeim öllum innilega samúðarkveðju. Það var mikil gæfa að fá að kynnast Ólöfu Einarsdótt- ur og ganga með henni stuttan spöl. Lífsstill hennar ætti að vera hveijum sem hana þekkti kennslu- stund í kristindómi. Helga Friðfinnsdóttir. Með Ólöfu Einarsdóttur hverfur af sjónarsviðinu sérstök mann- kostakona. Hennar aðal var að koma öðmm til hjálpar. Aldrei gerði hún kröfur á hendur lífínu, heldur á sjálfa sig til að bæta líf samferða- manna. Hvar sem hún kom bar hún með sér létt andrúm glaðværðar, bjartsýni og góðvildar. Fyrir henni vom vandamál náungans úrlausn- arefni, sem hún tók að sér að leysa af þeim mikla mannkærleika, sem henni var í blóð borinn. Hún var hógvær og hjartahrein og kunni flestum betur að gleðjast með glöð- um og syrgja með syrgendum. Guð blessi minningu Ólafar Einarsdóttur og styrki aðstandendur hennar í sorg sinni. Gunnar Grettisson. Hin ljúfa minning lýsir mér sem fyrr er lítil stúlka barði á þinar dyr, þær ætíð síðan opnar henni stóðu þótt árin liðu hratt í tímans móðu. (R.G.) Ég man það þótt nú séu um það bil 58 ár síðan, þegar ég, 6 ára telpukorn barði að dyrum hjá Ólöfu Einarsdóttur í fyrsta sinn, og spurði eftir Auði, dóttur hennar, sem ég hafði kynnst daginn áður. Auður var þá í skóla, en með ljúfu brosi leiddi Ólöf mig inn tii barna sinna, Péturs og Helgu. Þau urðu síðan ásamt Auði bestu leiksystkin mín og vinir, og Ólöf reyndist mér æ síðan sem besta móðir, enda laðaði hún að sér öll börn. Þegar þessi fyrstu kynni okkar hófust, var Ól- öf, ásamt manni sínum Páli Ólafs- syni Melsted og börnum i litlum sumarbústað í Kópavoginum, þar sem nú er Álfhólsvegur. Þá var Kópavogurinn sveit, og ósnortin náttúra allt í kring um sumarbú- staðinn og ég man hvað það var yndislegt að leika sér þarna og stundum þegar veður leyfði, kom Ólöf með heitt kakó og brauð og bar það út til okkar krakkanna, og var þá glatt á hjalla. Síðar lá leið mín oft á Freyju- götu 6 þar sem Ólöf og fyölskylda hennar áttu heima í allmörg ár, og var ég þar tíður gestur í mörg ár, allt þar til ég fluttist 17 ára gömul vestur í Dali. Heimilið á Freyjugöt- unni hafði á sér menningarblæ, enda var öll fjölskyldan óvenju list- ræn og hlustað var mikið á klass- íska músík í útvarpinu. Ég minnist þess, þegar Páll, maður Ólafar, spilaði lög á gítar á aðeins einn streng í einu og hitti alltaf nákvæm- lega á réttu tónana. Seinna þegar Pétur var 12 ára fékk hann harmon- iku og var auðvitað ekki lengi að læra á hana, enda varð hann síðar mikill tónlistarmaður, og snillingur á gítar, einnig skáld og listmálari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.