Morgunblaðið - 14.03.1997, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 14. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Golli
SJÁ mátti olíubíl við hlið Víkartinds þegar þessi mynd var tekin úr lofti í gær en þá var um 20
tonnum af olíu dælt frá vélum skipsins.
Frumvarp um álver á Grundartanga
Fjárfest fyrir 30
milljarða króna
DREIFT var á Alþingi í gær laga-
frumvarpi um heimild til handa
iðnaðarráðherra að ganga til
samninga við hlutafélag um ál-
bræðslu á Grundartanga. Er þar
gert ráð fyrir byggingu álvers með
60 þúsund tonna afkastagetu og
möguleika á stækkun og stækkun
hafnarmannvirkj a.
Í samantekt Þjóðhagsstofnunar
á þjóðhagslegum áhrifum álversins,
sem er eitt fylgiskjala frumvarps-
ins, kemur fram að alls verði fy'ár-
fest fyrir 30 milljarða króna og til
framkvæmdanna þurfí um 1.300
ársverk árin 1997 til aldamóta.
Áhrif á hagsveiflu næstu þriggja
til ijögurra ára verða mikil að
mati Þjóðhagsstofnunar. Fjárfest-
ingar aukast um samanlagt 47%
frá síðasta ári, hagvöxtur á þessu
ári verður 3,5% í stað 2,5% eins
og áætlað var fyrr en áhrif fjárfest-
inganna íjara síðan út um alda-
mót. Þá hefst hins vegar fram-
leiðslan.
150 störf til frambúðar
Áætlað er að útflutningur ál-
versins nemi 6,8 milljörðum króna
sem eru 3,5% af heildarútflutningi
vöru og þjónustu. Heildarútflutn-
ingur stóriðjuafurða nemur þá um
14% af útflutningi í stað 11% nú.
Tæplega 150 frambúðarstörf bæt-
ast við í álverinu sjálfu og við raf-
orkuvinnslu. Varanleg heildar-
aukning landsframleiðslu vegna
þessara verkefna verður um 0,8%
sem svarar til um fjögurra millj-
arða króna.
Með lagafrumvarpinu eru all-
mörg önnur fylgiskjöl svo sem lýs-
ing á drögum að fjárfestinga-, lóða-
og hafnasamningum, umsögn
Landsvirkjunar um rafmagnssamn-
ing, greinargerð með tillögu að
starfsleyfi og lýsing á sjálfu álverinu.
20 tonnum
dælt frá
Víkartindi
OLÍU var dælt frá vélum
Víkartinds í gær, líklega hátt
í 20 tonnum. Olían var flutt á
brott í tveimur olíubílum og
áttu þeir tiltölulega greiða leið
frá strandstað til Þykkvabæj-
ar.
Menn hafa verið undanfarna
daga í vélarrými skipsins að
dæla olíu frá borði. Ekki er
byijað að dæla svartolíu úr
skipinu. Áður en það er gert
þarf að setja upp gufuketil við
skipið og hita svartolíutankana
upp með gufu. Tækin koma
hugsanlega á staðinn seinni
partinn í dag. Nokkra daga
mun taka að hita olíuna nægi-
lega mikið upp svo unnt verði
að dæla henni frá borði.
Besta veður hefur verið á
strandstað undanfarna daga
og hafa fleiri gámar ekki fallið
af skipinu. Það er vel skorðað
í sandinum og hefur ekkert
hreyfst.
Byijað er að tína saman
stærstu hlutina í fjörunni og
gámarnir hafa verið settir
saman í haug. Eftir er að flytja
brakið frá strandstað.
Ríkið dæmt fyrir brot á jafnréttislögum í áfrýjunarmáli í Hæstarétti
Konur og karlar fái jöfn
laun fyrir sömu störf
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær
fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkis-
ins, og Ríkisútvarpið til að greiða
konu sem starfaði hjá Ríkisútvarp-
inu skaðabætur og Kærunefnd
jafnréttismála málskostnað vegna
brota á jafnréttislögum. Áður
hafði Héraðsdómur Reykjavíkur
sýknað fjármálaráðherra og RÚV
en málinu var áfrýjað til Hæsta-
réttar.
í sitt hvoru stéttarfélaginu
Konan starfaði sem útsend-
ingastjóri hjá RÚV-sjónvarpi og
tók laun samkvæmt kjarasamn-
ingi Útgarðs við fjármálaráðherra
fyrir hönd ríkissjóðs. Hún skipti
vöktum með karlkyns vinnufélaga
sem þáði laun samkvæmt kjara-
samningi Rafiðnaðarsambands
íslands við fjármálaráðherra fyrir
hönd ríkissjóðs og voru grunnlaun
hans talsvert hærri en laun kon-
unnar.
Konan óskaði eftir því að Kæru-
nefnd jafnréttismála kannaði og
Kjarasamningar réttiæta ekki
launamismun kynjanna
tæki afstöðu til þess hvort munur-
inn á launum hennar og samstarfs-
mannsins brytu gegn ákvæðum
jafnréttislega. Kærunefndin komst
að þeirri niðurstöðu að svo væri
og gerði þá kröfu fyrir Héraðsdómi
að konunni yrði bætt það tjón sem
hún hefði orðið fyrir vegna launa-
legrar mismununar og miskabæt-
ur að upphæð 500.000 kr. vegna
óþæginda og hneisu sem konan
hefði mátt þola í tæp fjögur ár.
Héraðsdómur taldi ekkert hafa
komið fram í málinu sem gæfi
ástæðu til að ætla að aðild að
umræddum stéttarfélögum gæti
leitt til kynjabundins mismunar
varðandi kjör fyrir jafnverðmæt
eða sambærileg störf. Því teldist
það ekki brot á jafnréttislögum
að konan hefði ekki sömu grunn-
laun og karlkyns vinnufélagi henn-
ar.
Hæstiréttur kemst að annarri
niðurstöðu. Þar segir að sú laga-
skylda hvíli á atvinnurekendum
að sjá til þess að konur og karlar
fái greidd jöfn laun og njóti sömu
kjara fyrir jafnverðmæt og sam-
bærileg störf. Mismunandi kjara-
samningar geti ekki einir sér rétt-
lætt launamismun kvenna og
karla.
íslenska ríkið og Ríkisútvarpið
var dæmt til að greiða konunni
233.263 kr. með dráttarvöxtum
frá 1. ágúst 1995 en ekki þótti
dóminum efni til að dæma sér-
stakar miskabætur. Þá var
stefndu gert að greiða Kærunefnd
jafnréttismála 500.000 kr. í máls-
kostnað í héraði og fyrir Hæsta-
rétti.
Dóminn kváðu upp hæstarétt-
ardómararnir Haraldur Henr-
ysson, Guðrún Erlendsdóttir,
Hjörtur Torfason, Hrafn Braga-
son og Pétur Kr. Hafstein.
Sérkennilegur dómur að
mati fjármálaráðherra
„í fljótu bragði þykir mér þessi
dómur Hæstaréttar æði sérkenni-
legur en dómurinn segir að ekki
megi mismuna fólki í launum þótt
um sé að ræða ólíka kjarasamn-
inga við tvö félög, sem hafa byggt
á mismunandi áherslum í samn-
ingum,“ segir Friðrik Sophusson
ijármálaráðherra, „Ekkert er tekið
tillit til þess að réttindin, til dæm-
is lífeyrisréttur, fæðingarorlof og
veikindaréttur, eru gjörólík. Til
viðbótar liggur fyrir að viðkom-
andi launþegar ráða sjálfir í þessu
tilviki í hvoru félaginu þeir kjósa
að vera. Þessi dómur sýnir að
mínu áliti nauðsyn þess að launa-
kerfínu verði breytt þannig, að
launaákvarðanir færist í meira
mæli inn á vinnustaðina til að
tryggja betra samræmi í þessum
efnum,“ segir Friðrik.
I
;
DACSKRA
15.03,
I .-t'khival SkciHiniii
kl 10.30-11.30:
IRC, spjíilllésímar á
Inif’Mielirui ó«
í.lntPMH’t Plu)IH»"
Ttökniv.O Híifnarfirðí
kl. 12 J0 13.30:
IRC. spjfOli asirnar á
IntprnPtinu oy
„Intm nul OhoiU’”
f rVtí >nn'
_ að sia'
ðo
Skcifunni 17 fteykjavikurvegi 64
108 Reykjavfk 220 HafnaríirOi
Síml 550 4000 Siml 550 4020
Netfang: Netfang:
mottaka®taeknival.is fjordurOtaeknival.is
Vigdís opnar
olíuborpall
VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrr-
verandi forseti Islands, opnaði í
gær formlega nýjan olíu- og
gasborpall Norðmanna í Norð-
ursjó. Athöfnin fór þó fram á
landi, við höfuðstöðvar Statoil í
Forus, skammt frá Stavanger.
Vigdís afhjúpaði þar styttu eftir
listamanninn Hugo Wathne af
Sleipni en borpallurinn ber nafn
hans.
í ræðu sem Vigdís flutti að
þessu tilefni, lagði hún áherslu
á sameiginlegan arf og sögu fs-
lendinga og Norðmanna, sem
Snorri Sturluson hefði fært i
letur. Sleipnir, hestur Óðins,
gæti táknað þær öru breytingar
sem menn upplifðu nú og að
hann minnti menn á þá ábyrgð
sem þeir bæru gagnvart náttúru
og umhverfi.
Fredrik Refvem/Stavanger Aftenblad
LISTAMAÐURINN Hugo Wathne sýnir Vigdísi Finnbogadóttur
og Grethe Moen, framleiðslusljóra Statoil, styttu sína af Sleipni.
Norðmenn tengja nafn Sleipnis Gert er ráð fyrir að framleiðslu-
þó ekki síst samnefndum borpalli geta nýja borpallsins séu um 20%
sem sökk í Gandsfirði árið 1991. allrar olíusölu Norðmanna.