Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C 62. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ÖSE segir hernaðaraðstoð þurfa til að stilla megi til friðar í Albaníu Skotið á erlenda ríkis- borgara er þeir flýðu land Tirana, Bonn, Brindisi. Reuter. SKOTIÐ var á erlenda hermenn og skelfingu lostna Vesturlandabúa, er verið var að koma þeim síðar- nefndu frá Albaníu í gær. Algert upplausnarástand ríkir um mestallt landið og hafa hundruð manna reynt að komast úr landi, flestir til Ítalíu. Óvíst er hvort nágrannaríkin taka við albönsku flóttamönnunum en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt þau eindregið til þess að neita fólkinu ekki um landvist. Franz Vranitsky, fulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) átti í gær fund með albönskum stjómvöldum og upp- reisnarmönnum og sagði að honum loknum að ekki kæmi annað til álita en erlend hernaðaríhlutun til að stilla til friðar. Vranitzky fundaði með fulltrúum Albaníustjórnar og uppreisnar- manna um borð í herskipi á Adría- hafi í gær. Sagði hann uppreisnar- menn hafa lýst yfir trausti á hinni nýju fjölflokkastjórn í Albaníu en að það sama yrði ekki sagt um af- stöðu þeirra til Sali Berisha, forseta landsins. í gærkvöldi sagði yfirmað- ur hinnar illræmdu albönsku leyni- lögreglu af sér, en það hefur verið ein aðalkrafa uppreisnarmanna. Ekki einhugur um aðstoð Eftir fundinn viðurkenndi Vran- itzky að ekki væru öll 54 aðildar- ríki ÖSE einhuga um hernaðaríhlut- un en að hann vonaði að einstök aðildarríki stofnunarinnar myndu bjóða fram herlið. Sagði Vranitzky að sú hugmynd hefði komið upp að nokkur ríki myndu hafa form- lega samvinnu um hernaðaraðstoð, sem myndi einfalda alla ákvarðana- töku innan ÖSE um málið. Wim Kok, forsætisráðherra Hol- lands, sem fer með forystu í Evrópu- sambandinu, lýsti því yfir í gær að umboð SÞ þyrfti til ef senda ætti hernaðaraðstoð til Albaníu. Skotið var á þýskar, ítalskar og Reuter ERLENDIR ríkisborgarar í Albaniu voru fluttir frá landinu í gær í herþyrlum sem lent var á íþróttavelli í höfuðborginni Tirana. Gerðu fjölmargir Albanir örvæntingarfullar tilraunir til að komast með, m.a. maðurinn á myndinni en italskir, þýsk- ir og bandarískir hermenn komu í veg fyrir það. bandarískar þyrlur sem sendar voru til að bjarga erlendum ríkis- borgurum frá höfuðborginni Tir- ana en þær lentu á íþróttavelli í borginni þar sem uppreisnarmenn ráða flugvellinum. Skiptust þýskir hermenn á skotum við hóp manna sem hóf skothríð á fólkið við þyrl- urnar. Er þetta í fyrsta skipti sem þýskir hermenn hleypa af skotum við þessar aðstæður frá lokum heimsstyijaldarinnar síðari en Vol- ker Ruehe, varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði í gær að þeir hefðu gripið til vopna við friðar- gæslu í Sómalíu 1993. Ekki er vitað hveijir mennirnir voru sem skutu á herþyrlurnar og fólkið en einn þeirra særðist í skot- hríðinni og gat kom á þýska her- þyrlu. Þá stöðvuðu Bandaríkjamenn brottflutning landsmanna sinna eft- ir að flugskeyti var skotið á her- þyrlu þeirra. Fólkið sem verið var að flytja á brott var skelfingu lostið en á sjötta hundrað manns var flutt á brott, flestir til Svartljallalands. Þá kom ítalskt herskip með um 900 manns innanborðs, erlenda ríkisborgara og Albani, til Brindisi á Ítalíu í gær- kvöldi. Enn eru nokkur hundruð erlendra ríkisborgara í Albaníu. Is- lenska utanríkisráðuneytið varar við ferðum þangað og biður þá sem veitt geta upplýsingar um ferðir íslendinga í Albaníu að hafa sam- band við ráðuneytið. Algert stjórnleysi hefur verið sl. tvo daga í Tirana; menn, konur og börn eru vopnuð. Sífelld skothríð er upp í loft og að minnsta kosti fjórir létu lífið og 72 særðust í fyrri- nótt vegna þessa. Mikil örvænting hefur gripið um sig og hafa þúsund- ir Albana reynt að komast úr landi. Óttast menn á Vesturlöndum mjög að sá fjöldi kunni að margfaldast á næstu dögum. ■ Athyglin beinist að/19 Hertá andstöðu Rússa Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, Rússiandsfor- seti, býst við því, að leiðtoga- fundur þeirra Bills Clintons, Bandaríkjaforseta, í Helsinki í næstu viku verði sá erfiðasti frá því hann var kjörinn Rúss- landsforseti 1991. Herti Jelts- ín á andstöðu Rússa gagnvart stækkun Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) til austurs og sagði það ófrávíkjanlega kröfu, að fyrrverandi ríki Sov- étríkjanna fengju ekki aðild, þ.m.t. Eystrasaltsríkin þijú. Jeltsín sagði að hugsanlega yrði ekki hægt að brúa bilið, sem skildi Bandaríkjamenn og Rússa að í afstöðunni til stækkunar NATO, á leiðtoga- fundinum. Sagðist hann þó til- búinn að leita málamiðlunar á fundinum og sagði Clinton hafa lýst vilja til slíks í nýlegu símasamtali þeirra. ■ Jeltsínbýstvið/18 Clinton slasaður BILL Clinton Bandaríkjaforseti var skorinn upp í gærkvöldi eftir að liðbönd í hné rifnuðu í fyrrinótt. Forsetinn var á leið frá vini sínum, golfleikaranum Greg Norman á Flórída, er hann missteig sig. Var haft eftir for- setanum að hann hafi heyrt „mikinn smell“ í hægra fæti. Voru þegar kallaðir út læknar hersins, sem létu flytja forset- ann á sjúkrahús. Læknar Clintons sögðu meiðsli hans ekki alvarleg, hann myndi líklega ganga við hækjur næstu sex vikurnar. Clinton var ekki svæfður meðan á aðgerð- inni stóð og því þurfti hann ekki að afsala sér forsetavaldi á meðan. Bann við brottkasti á fiski kemur til greina Björ^vin. Morgunblaðið. RÍKIN, sem eiga lögsögu að Norðursjó, hafa ákveðið að taka á gífurlegri ofveiði þar, en flestir mikilvægustu fiskistofnar í hafinu eru ofveiddir og sumir nálægt hruni. Talið er að jafnmiklu af fiski sé kastað í sjóinn og berst á land, en Evrópusambandið (ESB) hefur fremur hvatt til þess að fiski sé fleygt en komið sé að landi með „óæskilegan afla“. Þetta kom fram á ráðstefnu sem haldin var í Björgvin í Nor- egi, en hana sóttu umhverfis- og sjávarútvegsráðherrar Norður- Jafnmiklu af fiski fleygt og berst á land sjávarríkjanna, Emma Bonino, sem fer með sjávarútvegsmál ESB, og Ritt Bjerregárd, sem fer með umhverfismál ESB en það á mestra hagsmuna á að gæta vegna fiskveiða í Norðursjó. Á ráðstefnunni var samþykkt álykt- un um að nauðsynlegt væri að taka á ofveiðivandanum í Norður- sjónum enda eru t.d. þorsk- og síldarstofnar að hruni komnir. Noregur er eina landið utan ESB sem á lögsögu að Norðursjó og vilja bæði Schjott-Pedersen, sjávarútvegsráðherra Noregs, og Torbjorn Berntsen, umhverfis- málaráðherra, að sambandið banni brottkast á fiski. Fulltrúar ESB hafa lagst gegn því. Bonino segir nánast ómögulegt að fram- fylgja slíku banni: „Við eigum heldur að draga úr afkastagetu fiskveiðiflotans, loka smáfiska- svæðum og taka í notkun smá- fiska- og seiðaskiljur til að draga úr óæskilegum afla.“ Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.