Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuter Gnægð vopna en skortur á mat MIKILL óhugur er í íbúum Tirana vegna stjórnleysins í Albaníu. Margir þeirra óttast að ástand- ið eigi enn eftir að versna og telja að ekki verði hægt að koma á lögum og reglu nema með hernaðaríhlutun erlendra ríkja. Vopnaðir hópar, sem hafa rænt byssum úr vopnabúrum hers- ins, hafa látið greipar sópa um verslanimar og tæmt þær. Hægt er að kaupa riffla fyrir sem svarar rúmum 200 krónum en líkurnar á því að fólk geti keypt kartöflu eru sáralitlar. Hundr- uð Albana flúðu landið í bátum til Ítalíu i gær og myndin er af hópi sem kom þangað á ryðguð- um herbáti. Óvíst er hvort fólkið fær landvistarleyfi á Ítalíu. Forseti Albaníu biður um hjálp vegna upplausnarinnar Athyglin beinist að ráðaleysi Evrópuríkja Brussel. Reuter. BEIÐNI Salis Berisha, forseta Albaníu, um aðstoð vestrænna ríkja við að koma á lögum og reglu í landinu hefur beint athyglinni að ráðaleysi Evrópuríkja þegar alvarleg öryggisvandamál koma upp í álfunni, að sögn fréttaskýr- enda í gær. „Ekkert líkist meira martröð en það að láta til sín taka í ríki á Balkanskaga þar sem stjómleysi ríkir,“ sagði evrópskur stjómarer- indreki í Brussel. „Vandamálið er að aðgerðaleysi myndi vera enn hættulegra." Þótt ríki Atlantshafsbandalags- ins og Evrópusambandsins (ESB) hafi miklar áhyggjur af þróuninni í Albaníu - sem minnir óþyrmilega á aðgerðarleysi þeirra í byijun átakanna í Bosníu - hafa þau lát- ið nægja að gefa út yfirlýsingar þar sem skorað er á Albani að binda enda á átökin og leita frið- samlegra lausna með samninga- viðræðum. Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands, sagði í Haag á fimmtudag að upplausnin í Albaníu væri fyrst og fremst innanríkismál Albana og bætti við að óljóst væri hvað vestrænar hersveitir gætu gert ef þær yrðu sendar til landsins. Sérfræðingar í vamarmálum lögðu áherslu á að friðargæslan í Bosníu væri yfrið verkefni fyrir Bretland og Frakkland, einu ríkin fyrir utan Þýskaland sem hafa yfir miklum herafla að ráða, og þess vegna yrði erfitt fyrir Evrópu- sambandið að útvega hermenn til íhlutunar í Albaníu þótt vilji væri til þess. Ottast að óeirðirnar breiðist út Berisha skoraði á Vestur-Evr- ópusambandið, varnarmálavæng ESB, að senda hersveitir til að „koma á lögum og reglu“ í landinu Reuter ÓÞEKKTIR menn skutu í gær á útlendinga, sem verið var að flytja frá Tirana, og á myndinni reyna nokkrir þeirra að skýla sér. Þýskir hermenn, sem aðstoðuðu við brottflutning- inn, svöruðu skothríðinni. og afstýra því að það leystist upp. Raunin er hins vegar sú að Vestur- Evrópusambandið hefur ekki yfir hersveitum að ráða og er ekki enn undir það búið að skipuleggja slík- ar aðgerðir. „Verkefni Vestur- Evrópusambandsins em enn að- eins á pappírnum," sagði stjórnar- erindreki í Brussel og lagði áherslu á að áform um að það leigði vopn af NATO væm enn aðeins á undir- búningsstigi. Fréttaskýrendur og stjórnarer- indrekar sögðu að ráðamenn í Evrópuríkjunum gerðu sér grein fyrir að þegar öllu væri á botninn hvolft gætu þau ekki setið að- gerðalaus hjá vegna hættunnar á að óeirðimar breiddust út fyrir landamæri Albaníu. T.a.m. væri hætta á að upp úr syði í Kosovo í Serbíu, þar sem Albanir em í meirihluta, og fjölmargir Albanir búa einnig í Makedoníu og Grikk- landi. Utanríkisráðherrar ESB-ríkj- anna koma saman til að ræða málið í Hollandi um helgina en ekki er búist við miklum tíðindum á þeim fundi. Einn stjórnarerin- drekanna sagði að margir væru þeirrar skoðunar að Öryggis: og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) ætti að gegna forystuhlutverki í þessu máli. Evrópuríkin hafa hingað til að ekki léð máls á að greiða bætur til þeirra Albana sem glötuðu sparifé sínu vegna gjaldþrota ávöxtunarsjóða, sem urðu til þess að upp úr sauð í Albaníu. Evrópsk- ir stjómarerindrekar í Bmssel sögðu þó í gær að slíkt yrði ódýr- ara en að senda hermenn til Alba- níu eða þurfa að taka við tugum þúsunda flóttamanna frá landinu. LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 19 Israelar hundsa áskorun SÞ Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELSKA stjórnin sagðist í gær myndu hafa að engu áskorun Sam- einuðu þjóðanna um að hætta við byggingu 6.500 húsa á svæðinu milli austurhluta Jerúsalem og Betlehems. Allsheijarþingið samþykkti síð- degis í fyrradag áskomn á ísraela um að hætta við landnámið fyrir- hugaða með 130 atkvæðum gegn tveimur og tvö ríki sátu hjá. Ríkin sem greiddu atkvæði gegn áskomn- inni voru Bandaríkin og ísrael. Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra, sagði samþykktina ein- hliða og einskisverða. „Ekkert stöðvar okkur og það er misskiln- ingur ef menn halda að hægt sé að hræða okkur til hlýðni,“ sagði hann í gær. Hermt er, að fram- kvæmdir í fyrirhuguðu landnámi hefjist á mánudaginn á hæðinni, sem nefnist Jabal Abu Ghneim á arabísku en Har Homa á hebresku. Kynning Allir gestir fá 1000 ferðapunkta til lækkunar verðs kemur út á prenti sunnudaginn 16. mars og ber nafn með rentu. Hún kynnir þér fegurstu staði og frægustu undur heimsins í máli og myndum og greiðir þér leið að kynnast þeim á ótrúlega hagstæðu verði, u.þ.b. 25% lægra en tíðkast í öðrum Evrópulöndum fyrir ferðir í lægri gæðaflokki. FAGRA VERÖLD er nafnið á „betri ferðunum“ okkar 1997. Hún kynnir þér ferðanýjungarnar á ísienska ferðamarkaðnum, fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr, spennandi ævintýri í fjarlæguin heimsálfum, s.s Hnattreisan SUÐUR UM HÖFIN og „Down under“, sem að vísu seldist upp á tveim dögum, en við bættum 10 sætum við. I saina stefnir með „Töfra 1001 nætur á slóðum Alladíns í Austurlöndum“ og önnur ævintýri í útlöndum, sem verða kynnt: SUNNUD. 16. mars kl. 14-16 á HOTEL SÖGU - Alinenn ferðakvnning og myndasýning. Nýja áætlunin FAGRA VEROLD lögð fram og kvnnt ásamt nýjum geisladiski: KOMDUMEÐ AÐ SJÁ HEIMINN, úrval ferðapistla Ingólfs Guðbrandssonar á Aðalstöðinni 1996. SÓLRISUHÁTÍÐ í Súlnasal Hótel Sögu sunnudagskvöld kl. 19.30-01.00. V'eisla með Ijúffengri sselkeraþrennu, fjölbreyUum skemmti-atriöum. m.a. myndasýningum, tískusýnmgu. danssýningu. nýrri söngstjörnu og dansi, þar sem Ragnar Rjarnason og eo sjá um fjörið, sérstaklega fyrir Heimsreisuiára. en skemiut-unin er Aðgöngumiða- og borðapantanir á Hótel Sögu, sími 552 9900. FERÐASKRIFSTOFAN PRIMAí HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Austurstræti 17, 4. hæð 101 Reykjavík, sími 562-0400, fax 562-6564
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.