Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYIMDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP > MYNPBÖNP V ændiskona í vanda Svaka skvísa 2_____________ ked blooded 2) Spcnnumynd ★ '/2 Framleiðandi: S Entertainment. Leikstjóri: David Blyth. Handrits- höfundur: Nicholas Stiliadis. Kvik- myndataka: Edgar Egger. Tónlist: Paul J. Zaza. Aðalhlutverk: Karin Salin, Burt Young og Kristoffer Ryan Winters. 90 mín. Bandaríkin. Myndform 1997. Útgáfudagur: 13. mars. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Vorubílstjóri reynir að nauðga vændiskonu, sem er í raun dóttir hans og misnotaði hann hana í æskuj en hún sleppur frá honum. Hann verður frekar ónánægður með að ná ekki sínu fram og reynir að myrða hana. En þegar hann virðist alveg að fara ná henni, kemur bjargvættur hennar í líki star trek- kyijandi ökuníðings. Ökuníðingur þessi og vændiskonan flýja með kolbijálaðan vörubílstjórann á eftir sér. Þetta eru fyrstu 6 mínúturnar í „Svaka skvísu 2“ og virðist hin ágætasta skemmtun vera í vændum, en dampur myndar- innar dettur brátt niður og hver klisjan á fætur annarri skýtur upp kollinum. Þrátt fyrir það að standast ekki væntingar mínar er myndin hið ágætasta myndbandsfóður. Hand- ritið sér til þess að það er alltaf eitthvað að gerast og öfugugga- hátturinn er aldrei langt undan. Karin Salin er fín sem dálítið brengluð útgáfa af hættulegu kon- unni, sem tælir menn til sín og eyðileggur líf þeirra. Það er nánast öruggt að þessi óskaplega vel vaxna stúlka muni fá hlutverk, sem lýtur að hæfileikum hennar t.d. í „Strandverðir". Aðrir leikarar reyna að gera sitt besta með hálf- asnalegar persónur, en flestir mennirnir í myndinni virðast vera barnaníðingar eða skápa-perrar. Þessi samsuða af gamansamri vegamynd, erótískri spennumynd og með smáskammti af fjölskyldu- drama er ekki góð kvikmynd, en ég get ekki annað en mælt með henni, jafnvel fyrir það eitt að sjá fyrstu mínúturnar af henni. Ottó Geir Borg Heiladauð hraustmenni Bardagakempan 2 (Shootfighter 2) Bardagamynd * Framleiðandi: Alan Amiel. Leik- stjóri: Paul Ziller. Handritshöfund- ur: Greg Mellot og Pete Shaner. Kvikmyndataka: Hanian Baer. Tón- list: K. Alexander Wilkinson. Aðal- hlutverk: Bolo Yeung og William Zabka. 83 mín. Bandaríkin. MPD Worldwide, Myndform 1997. Út- gáfudagur: 13. mars. Gjömingur- inn er bannaður börnum innan 16 ára. ÉG ÆTLA að byija á gagnrýni minni með því að leggja áherslu á að „Bardagakempan 2“ fær ekki neina stjörnu, vegna þess að hana er ekki með neinu móti hægt að kalla kvikmynd, og ætla ég að reyna að athuga hvað það er sem gerir þennan slagsmálagjörning að því sem hann er í ljósi þess að hann er gefinn út sem kvikmynd. Reyndar reynir „Kempan" að setja smá-ramma í kringum þau ógrynni af slags- málum sem eiga sér stað meðan á gjömingnum stendur. Ramm- inn er á þessa leið. Sonur lögreglu- manns er drepinn í ólöglegri bar- dagakeppni. Lög- reglumaðurinn safnar saman flokki hæfileikraríkra sj álfsvarnarmanna til þess að hafa hendur í hári mann- anna, sem standa fyrir þessum bar- dögum. Þetta er eini vísirinn að söguþræði í gjörningnum og af þeim 90 mínútum, sem hann tekur eru um 20 ekki tengdar slagsmálaatrið- um, þar af er ein 3 mínútna ástars- ena. 20 mínútur af efni teljast vera stuttmynd en ekki mynd í fullri lengd. Samtölin, þegar kempurnar geta loks stunið upp úr sér orði, eru svo illa skrifuð að „Leiðarljós" er ljóð- rænt meistaraverk í samanburði við þau. Það er reyndar merkilegt að handritshöfundur hafi komið nálægt gerð „Kempunnar", en hitt er enn merkilegra að þeir séu tveir, sem eru viðriðnir hana. Það er varla hægt að kalla vöðvabúntin sem koma fram leikara en hópurinn er settur saman úr einhveijum þekktum nöfnum úr sjálfsvamargeiranum og eiga þau það sameiginlegt að vera verri leikar- ar en Jean Claude van Damme og málhaltari en Sylvester Stallone. Gjörningurinn er þegar öllu er á botninn hvolft frekar samsuða óspennandi slagsmálaatriða en kvik- mynd og er það óvirðing við allar kvikmyndir, góðar jafnt sem lélegar, að kalla „Bardagakempuna 2“ eina slíka. Ottó Geir Borg Vitrænar slímklessur Prótevs__________________ (Proteus) Vísindahryllingur ★ Framleiðandi: Metrodome Film. Leikstjóri: Bob Keen. Handritshöf- undur: John Brosnan eftir bókinni „Slimer“ eftir Harry Adam Night. Kvikmyndataka: Adam Rodgers. Tónlist: David A. Hughes og John Murphy. Aðalhlutverk: Tony Barry, William March, Jenifer Calvert og Robert Firth. 94 mín. Bandaríkin. Colombia Tristar Home Video/ Skífan 1997. Útgáfudagur: 5. mars. Hópur ungra eiturlyfjasmyglara og tveir lögreglumenn lenda í stormi á sjó. Þau rekur í björgunar- báti að olíuborpalli og klifra fegin upp í hann. Fámennt er um borð og andrúmsloft þrungið ógnandi spennu. í stað þess að forða sér vilja lögreglumennimir komast að því hvað sé á seyði og verður það upphafið að miklum hryllingi. Kunnugleg hryll- ingsmynd, í anda annarra hryll- ingsmynda þar sem vísindamenn hafa skapað vit- ræn slímskrímli, sem hefja sig yfir kunnáttu manns- heilans og taka að lokum völdin. Myndin er miðlungs spennandi og eru flest atriðin sæmilega heppnuð og heldur því myndin at- hygli þótt hér sé ekkert nýtt á ferð. Brellur standast kröfur áhorf- enda framan af, en skrímslið í lok- in er jafn sannfærandi og skrímsli í mynd frá 1925. Hildur Loftsdóttir MYIMDBÖIMD SÍÐUSTU VIKU Geimtrukkarnir (Space Truckers) k k Börnin á akrinum (Children ofthe Corn) k Powder (Powder) kk'h Innrásin (The Arrival) kk Umsátrið á Rubyhryggnum (The Siege at RubyRidge) k k Draumur sérhverrar konu (Every Woman’s Dream) + +'h Ríkhaður þriðji (Richard III) kkk'h Bleika húsið (La Casa Rosa) k k Sunset liðið (Sunset Park) k'h í móðurleit (Flirting with Disaster) kkk Banvænar hetjur (Deadly Heroes) Dauður (DeadMan) k Frú Winterbourne (Mrs. Winterbourne) k k'h Frankie stjörnuglit (Frankie Starlight) k k'h Dagbók morðingja (Killer: A Journal ofMurder) 'h Klikkaði prófessorinn (The Nutty Professor) kkk Eyðandinn (Eraser) kk'h Sporhundar (Bloodhounds) k Glæpur aldarinnar (Crime of the Century) k k k'h Ópólitískur gam- anþáttur um stj órnmálamenn Ó, RÁÐHÚS! (Spin City) nýr gam- anþáttur með bandaríska gaman- leikaranum Michael J. Fox í aðal- hlutverki hefur göngu sína á Stöð 2 kl. 20.30 í kvöld. [660] Fox, sem náði fyrst vinsældum í persónu Alex P. Keaton í gamanþáttunum „Family Ties“, hefur verið að beij- ast fyrir frægð á hvíta tjaldinu undanfarin ár með misjöfnum ár- angri í myndum eins og til dæmis „The Concierge“ og „Greedy", meðal annarra, en líklega er hann þó þekktastur fyrir leik sinn í „Back to the Future" myndunum. Áð sögn Fox var hann orðinn leið- ur á óreglulegri vinnu víðs vegar um heiminn og vildi fá fasta vinnu til þess að geta verið heima hjá konu sinni, Tracy Pollan, og þrem- ur börnum þeirra. í Ó, ráðhús leikur Fox Mike Flaherty, aðstoðarborgarstjóra í New York. Barry Bostwick fer með hlutverk borgarstjórans og Carla Guglino leikur blaðamann sem er jafnframt kærasta Flaherty. Þó að aðalsögupersónur séu pólitíkusar á þátturinn ekki að vera pólitískur. Svipar til Alex í Family Ties. „Þátturinn er í grundvallaratrið- um rómantískur gamanþáttur,“ segir David Goldberg hugmynda- smiður Ó, ráðhús í viðtali við Ent- ertainment Weekly. Aðstandendur þáttanna óttast að of pólitískt inni- hald geti fælt frá bandaríska áhorfendur. Það hefur t.d. ekki enn komið fram hvort borgarstjórinn er demókrati eða repúblikani. Þeir sem höfðu gaman af Alex P. Keaton í „Family Ties“ verða örugglega ánægðir með að vita að Mike Flaherty svipar í mörgu til hans. Stærsti munurinn er sá að í Ó, ráðhús er persóna Fox komin í valdastöðu. CARLa Guglino, Michael J. Fox, og Barry Bostwick leika aðalhlutverkin í Ó, ráðhús. Toy Story II gefin út á myndbandi WALT Disney fyrirtækið og Pixar Animation Studios segjast ætla að gefa framhald teiknimyndar- innar vinsælu „Toy Story“ beint út á myndbandi. Framleiðsla myndarinnar nýt- ur góðs af tæknivinnu við fyrri myndina líkt og þegar myndirnar „Aladdin and the King of Thie- ves“ og „Honey We Shrunk Our- selves" voru gerðar en þær fóru báðar bcint á myndbandamarkað. „Við getum notast við sömu tölvu- líkön af persónum úr fyrri mynd- inni auk sviðsmuna og leikmuna," sagði Ralph Guggenheim, fram- kvæmdastjóri framhaldsmyndar- innar „Toy Story II“. „Þetta gerir okkur kleift að búa til myndina á mun skemmri tíma án þess að það komi niður á gæðum sögunnar og teiknivinnunnar." Tom Hanks og Tim Allen, sem töluðu fyrir aðalpersónurnar Wo- ody og Buzz Lightyear, munu mæta aftur til leiks í framhalds- myndinni. Ekki hefur verið til- kynnt um útgáfudag myndarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.