Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 43 BRÉF TIL BLAÐSIMS Gáfumenn eða sakleysingjar MESSUR Á MORGUN Frá Jóni K. Guðbergssyni: ÞAÐ ER ekki á okkur íslendinga logið hvað við erum óskaplega gáfaðir. Sumir eru meira að segja svo snjallir að þeir eru ekki í rónni ef þeir koma ekki andlegum afurð- um sínum á prent eða „í loftið“ hvern einasta dag sem Guð gefur. Þeir hafa nefnilega skoðun á öllu og vit á öllu. Einn slíkur hefur nú upptötvað af snilld sinni að fyrst selja má mjólk í venjulegum sölubúðum þá hljóti sama máli að gegna um áfengi. Þetta þýðir að annaðhvort er áfengi matvæli eða mjólk vímu- efni. Annars væri út í bláinn að bera þetta saman. Nú er það skjal- fest af mönnum á borð við prófess- orinn í lyfjafræði við Háskóla Is- lands að áfengi sé vímuefni og valdi meira tjóni hér á landi en öll önnur þess konar efni. Því ligg- ur beint við að ætla að snillingur- inn telji mjólk vímuefni. Kannski er það fyrir einber mistök að ekki skuli settar upp meðferðarstofnanir fyrir mjólkur- Frá Auðuni Braga Sveinssyni: HÉR Á eftir blaða ég í dagblöðum frá áramótunum síðustu. Hér er fyrst og fremst leitað að vissri málnotkun, sem mér geðjast ekki að: ofnotkun fornafnsins það, sem ég hefi reyndar áður fjallað um. Mun ég jafnframt því að birta, að mínum dómi, ranga málnotk- un, koma með mínar athugasemd- ir. Og hefst þá bréfið: „Það var voða skemmtilegt atriðið með símanúmerinu . . .“ „Skemmtiatriðið með símanúmer- inu var mjög skemmtilegt.“ „Það er ekki líklegt, að það takist að lækka verð .. .“ „Ekki er líklegt, að takist að lækka verð.“ „Það ætti að mega geyma kvóta á kennitölu." „Geyma mætti kvóta á kennitölu." „Menn finna fyrir auknum kostnaði, af því að það hefur ver- ið samdráttur." - „Menn finna fyrir auknum kostnaði, vegna þess að samdráttur hefur verið.“ „Það vantar klósett í kirkjuna." „Salerni vantar í kirkjuna.“ „Hann sagði, að það væri skortur á vinnuafli í bænum.“ Frá Einari VHhjálmssyni: TÖLUR Hagstofunnar um milli- ríkjaviðstkipti sýna okkur að víðar þarf aðgát í skiptum við Norsa en á hafinu. í matvörubúðum okkar eru margskonar fiskafurðir í dósum og túpum, sósur og súpur í pökkum, þar á meðal íslenzk kjötsúpa. Ullarfatnaður og vinnu- föt fylla hillur verzlana. Veiðar- færi og ýmis búnaður til skipa er fluttur inn frá Noregi í stórum stíl, þótt íslendingar geti fullnægt drykkjumenn. Og sjálfsagt eru það ofneytendur mjólkur sem streyma út frá fyrirtækjum sjoppugreif- anna um miðjar nætur og skilja eftir sig slíkan óhroða í borginni að kalla þarf út lið dugnaðar- manna aðfaranætur laugardaga og sunnudaga til að þrífa á kostn- að skattþegnanna. Það væri nú líka annaðhvort ef farið væri að íþyngja sprúttsölunum með að láta þá borga fyrir þrifin. Einnig ætti að liggja nokkuð ljóst fyrir að það eru mjólkurþambarar sem fara um öskrandi með ofbeldi um nætur, keyra fólk niður, skemma eignir manna, limlesta fólk og drepa jafnvel. Ekki hvarflar það að mér að ætla að gáfumennirnir, sem hafa vit á öllu milli himins og jarðar, séu bara sljóar málpípur þeirra sem sjá gróðavon í að selja áfengi. Og því síður bláeygir sak- leysingjar. Þessi setning er dæmi um leiðin- lega orðaröð í setningum, og sem allt of oft ber á, í mæltu sem rit- uðu máli. Þetta upphaf setningar: „að það“, er leiðinlegt, en ákaf- lega auðvelt að lagfæra. Ef for- nafninu „það“ er sleppt, en nafn- orðið sett fyrir framan sögnina, verður tilfærð setning þannig: „Hann sagði, að skortur væri á vinnuafli í bænum.“ Þarna er um allmikinn mun að ræða. Og nú langar mig að tilfæra þrjár setn- ingar, þar sem þessi leiðinlega, en allt of algenga, orðaröð í setn- ingum kemur fyrir. Væntanlegir lesendur geta síðan lagfært þess- ar setningar, samkvæmt framan ritaðri reglu, sem ég hefi gefið. „Áhöfnin taldi, að það væri allt of langt gengið í sambandi við kvótakaup.“ „Hann sagði, að það ætti að banna leigubílstjórum að reykja í bílum sínum.“ „Fréttaritarinn taldi, að það væri mikil ófærð á heiðum." Ekki meira að sinni. Þakka lesturinn. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28. eftirspurninni sjálfir. Stór þáttur í þessum innflutningi er skip, en eins og kunnugt er eyðilögðu framsóknarmenn skipasmíðaiðn- aðinn í landinu með fiskveiðikvóta þeirra Halldórs og Steingríms. Þá sátu skipasmíðastöðvarnar uppi með nýsmíðar, sem ekki fengu veiðiheimildir og óseljanleg þess vegna. EINAR VILHJÁLMSSON, Smáraflöt 10, Garðabæ. Guðspjall dagsins: Hví trúið þér ekki? (Jóh. 8.) ÁSKIRKJA: Kirkjudagur Safn- aðarfélags Ásprestakalls. Bar- naguðsþjónusta kl. 11. Guðs- þjónusta kl. 14. Sigurður Skag- fjörð syngur einsöng. Kirkjukór Áskirkju syngur undir stjórn Kristjáns Sigtryggssonar organ- ista. Kaffisala Safnaðarfélags Ásprestakalls eftir messu. Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BUSTAÐAKIRKJA: Barna- messa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa, altarisganga. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Kór Mennta- skólans í Reykjavík syngur. Org- anleikari Marteinn H. Friðriks- son. Kl. 13 barnasamkoma, kl. 14 guðsþjónusta, prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Séra Hjálmar Jónsson alþingismaður prédikar. Einsöngur Olöf Kol- brún Harðardóttir. Eftir messu verður kaffisala kirkjunefndar- kvenna (KKD) í safnaðarheimil- inu. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Messa kl. 11. Altaris- ganga. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Ámi Arinbjarnarson organisti. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslu- morgunn kl. 10. „Fórn á föstu". Jónas Þórisson, framkvæmda- stjóri Hjálparstofnunar kirkjunn- ar. Messa og barnasamkoma kl. 11. Jónas Þórisson, fram- kvæmdastjóri Hjálparstofnunar kirkjunnar, prédikar. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Kórtónlist kl. 17 á boðunardegi Maríu á veg- um Listvinafélags Hallgríms- kirkju. Flytjendur Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola cant- orium, stjórnandi Hörður Acléolccnn LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ingileif Malmberg. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Blokkflautusveit Álftamýrarskóla leikur undir stjórn Dúfu Einarsdóttur. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. Messa kl. 14. Organisti Pavel Manasek. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórar- insson. Organisti Jón Stefáns- son. Kammerkór Langholts- kirkju syngur. Kaffi eftir messu. Merkjasöludagur Kvenfélags Langholtssóknar. Barnastarf kl. 13 í umsjá Lenu Rósar Matthí- asdóttur. LAUGARNESKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Drengjakór Laugarneskirkkju syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Væntanleg fermingarbörn að- stoða. Barnastarf á sama tíma. Guðsþjónusta kl. 14. Fórn á föstu. Jónas Þórisson, frkvstj. Hjálparstofnunar kirkjunnar, prédikar og kynnir kristniboð og hjálparstarf á vegum íslend- inga. Félagar úr Kór Laugarnes- kirkju syngja. Organisti Gunnar Gunnarsson. Kirkjukaffi að lok- inni guðsþjónustu. Ólafur Jó- hannsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Sr. Frank M. Halldórsson. Messa kl. 14. Heimsókn frá Hrunaprestakalli. Prestur sr. Eiríkur Jóhannsson, Hruna. Kirkjukórar Hrepphóla og Hrunaprestakalls syngja. Organisti Edit Molnar. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Sol- veig Lára Guðmundsdóttir. Org- anisti Viera Manasek. Barna- starf á sama tíma. Aðalsafnað- arfundur eftir messu. Venjuleg aðalfundarstörf. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organleikari Kristín G. Jónsdóttir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Messa með altarisgöngu á sama tíma. Samkoma Ungs fólks með hlut- verk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Barnaguðs- þjónusta á sama tíma. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Barnaguðs- þjónusta á sama tíma. Prestarn- ir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna. Síðsta barnaguðsþjónustan í Rima- skóla fyrir páska kl. 12.30 í umsjón Jóhanns og Ólafs. Guðsþjónusta kl. 14. Unglinga- hljómsveitin Kósý kemur fram. Organisti Hörður Bragason. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson þjónar. Sr. íris Kristjánsdóttir prédikar. Guðrún S. Birgisdóttir leikur á flautu. Barnaguðsþjón- usta kl. 13 í umsjá sr. Irisar Kristjánsdóttur. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Prest- arnir KÓPAVOGSKIRKJA: Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Magnús Guðjónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópa- vogskirkju syngur. Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigur- geirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ágúst Einarsson prédik- ar. Organisti Kjartan Sigurjóns- son. Sóknarprestur. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur kl. 10.30, kl. 14 og kl. 20 (á ensku). Mánud. til föstud. messur kl. 8 og kl. 18. Föstudag kl. 17.30 Krossferilsbænir. Laugard. Messur kl. 8 og 14. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Almenn samkoma og barna- stundir kl. 17. Hugleiðing Elísa- bet Haraldsdóttir. Vitnisburðir. Marsvaka hefst kl. 20. Ræðu- maður Ragnar Gunnarsson. All- ir velkomnir. KVENNAKIRKJAN: Messa í Langholtskirkju kl. 20.30. Herdís Helgadóttir segir frá stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar. Anna Pálsdóttir guðfræðingur flytur stutta prédikun. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng. Kór Kvennakirkjunnar. Kaffi. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Bænastund kl. 19.30. Hjálpræðissamkoma kl. 20. Reidun og Káre Morken stjórna og tala. LAGAFELLSKIRKJA: Ferm- ingarguðsþjónustur í Lágafells- kirkju kl. 10.30 og 13.30. KLETTURINN: Samkoma sunnudag kl. 16.30, Stefán Ág- ústsson prédikar, barnastarf á meðan á samkomu stendur. Allir velkomnir. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, héraðsprestur þjón- ar fyrir altari. Nanna Guðrún Zoéga, djákni prédikar. Organ- isti Guðmundur Sigurðsson. Sunnudagaskóli á sama tíma í safnaðarheimilinu. Sunnudaga- skóli í Hofstaðaskóla kl. 13. Sr. Bragi Friðriksson. GARÐAKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Bjarni Þór Bjarnason, hér- aðsprestur þjónar. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Aðal- safnaðrfundur í safnaðarheimil- inu Kirkjuhvoli kl. 15.30. Bragi Friðriksson. KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkju- skóli í dag, laugardag, í Stóru- Vogaskóla kl. 11 í umsjá sr. Bjarna, Sesselju og Franks. VIÐISTAÐAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 14. Barna- og unglingakór Víðistaðakirkju syngur, stjórnandi Guðrún Ás- björnsdóttir. Organisti Úlrik Ólason. Kirkjukaffi að lokinni messu. Sigurður Helgi Guð- mundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Kl. 11 sunnudagaskóli í Hvaleyrar- skóla, listahátíð sunnudaga- skólans. Kl. 11 sunnudagaskóli í Hafnarfjarðarkirkju. Kl. 14 Messa. Prestar sr. Gunnþór Ingason og sr. Þórhildur Ólafs. Aðalsafnaðarfundur kirkjunnar verður haldinn í safnaðarheimil- inu Strandbergi eftir messuna. Kl. 20.30 Tónlistarguðsþjón- usta. Sr. Þórhallur Heimisson. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barnasamkoma kl. 11. Umsjón Edda Möller. Báðir barnakórar kirkjunnar syngja undir stjórn Sigríðar Ásu Sigurðardóttur. Börn sem verða 5 ára á árinu fá afhenta bókagjöf frá kirkjunni. INNRI-NJARÐVIKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11.10. Sara Vilbergsdóttir leikur á gítar og stjórnar samkomunni. Allir ald- urshópar velkomnir að taka þátt. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Fermingarmessa kl. 10.30. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjórn Steinars Guð- mundssonar. Sunnudagaskóli kl. 11.10. Farið með strætó frá kirkjunni kl. 11 í Njarðvíkur- kirkju. Baldur Rafn Sigurðsson. GRINDAVÍKURKIRKJA: 5. sunnudagur í föstu, boðunar- dagur Maríu. Sunnudagaskóli kl. 11. Síðasti sunnudagaskóli vetrarins. Guðsþjónusta kl. 14. Fermingarbörn aðstoða. Veit- ingar í safnaðarheimilinu eftir messu. HVERAGERÐISKIRKJA: Ferða- lag sunnudagaskólans til Þor- lákshafnar. Mæting við kirkjuna kl. 10.15. KOTSTRANDARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Aðalsafnaðar- fundur Kotstrandarsóknar eftir messu. Jón Ragnarsson. SELFOSSKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Messa kl. 14. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA:Barna- guðsþjónusta kl. 11. Sóknar- prestur. AKRANESKIRKJA: Stutt helgi- stund fyrir börn í kirkjunni í dag kl. 11, föndur á eftir í safnaðar- heimilinu. Stjórnendur Axel og Sigurður Grétar. TTT-samvera í safnaðarheimilinu í dag kl. 13. Messa sunnudag kl. 14. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta verður í Borgar- neskirkju kl. 11.15. Fermingar- guðsþjónusta kl. 14. Fermd verður: Anna Ólöf Kristjánsdótt- ir, Borgarvík 9, Borgarnesi. Sr. Árni Pálsson. LANDAKIRKJA, VESTMANNA- EYJUM. Kl. 11 sunnudagaskól- inn. Kl. 14 almenn guðsþjónusta í Landakirkju. Starfsgreina- messa. Verslunarmenn sérstak- lega hvattir til kirkjugöngu. Barnasamvera meðan á prédik- un stendur. Messukaffi. ÞORLÁKSKIRKJA. Sunnudaga- skóli kl. 11. Börn úr sunnudaga- skólanum í Hveragerði koma í heimsókn. Messa kl. 14. Svavar Stefánsson. Fríkirkjan í Reykjavík Fríkirkjan í Reykjavik Messa kl. 14.00. Fermd verða Guðný Kiartansdóttir, Reynimel 39 og Þorsteinn Eggertsson, Álakvísl 68. Organisti er Pavel Smid. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar í forföllum safnaðarprests. Allir velkomnir. __pg Innflutningur Útflutningur Viðskiptahalli 1991 5.571.900.000 1.449.900.000 4.122.000.000 1992 14.113.800.000 1.956.600.000 12.157.200.000 1993 11.298.700.000 3.187.300.000 8.111.400.000 1994 14.672.300.000 3.168.900.000 11.503.400.000 1995 11.565.000.000 3.818.500.000 7.746.500.000 57.221.700.000 13.581.200.000 43.640.500.000 JÓN K. GUÐBERGSSON, Máshólum 6, Reykjavík. Hvað er að málinu? Innflutningiir á at- vinnuleysi frá Noregi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.