Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 25
lendingar, þrír Bretar auk hans og svo þrír Japanir. „Samstarfið geng- ur mjög vel, því Japanirnir tala allir góða ensku og tveir þeiri-a eru menntaðir erlendis. Það er mikil- vægt að hafa við hendina menn, sem geta brúað bilið milli jap- anskra viðskiptavina, sem eru oft ekki sterkir í ensku, en ekki aðeins til að þýða, heldur ekki síður til að túlka það sem kemur óbeint fram hjá Japönunum og sem aðeins er skiljanlegt þeim, sem eru vel að sér í japanskri menningu og hefðum." Sá sem ekki þekkir til í japönsku fyrirtæki gæti haldið að andrúms- loftið þar sé lævi blandið sökum mikillar samkeppni, en Björgólfur tekur ekki undir það: „Japanir leggja mikla áherslu á að vinna saman, vera á sömu bylgjulengd. Samkeppnin er aðal- lega út á við og ekki innan veggja fyrirtækisins." Og kokkurinn er greinilega á sömu bylgjulengd og gestirnir, því á hárréttum tíma kemur næsti rétt- ur, borinn fram í örlitlum tekatli ásamt litlum bolla. I katlinum er físksoð, sem gesturinn drekkur úr bollanum og ofan íkatlinum er físk- biti, sem að bragði og áferð minnir á skötusel og allt er þetta bæði fal- legt á að líta og undur bragðgott. Japanir seinir tii áh vartiiana en fljnt- ir til framh x/æmda Deildin, sem Björgólfur starfar við sinnir mest fyrirtækjum í Japan og Asíu og þar sem bankinn er með mörg útibú í Asíu þá er hann í góðri aðstöðu til að fínna samstarfsaðila þar. Og Bretland er eðlileg miðstöð evrópskra fjárfestinga, enda Lund- únir helsta fjármálamiðstöð Evr- ópu. „Japanir eru miklii' fjárfestar, þó Bandaríkjamenn og Þjóðverjar slái þeim við. Þeir fjárfesta mest í Bretlandi af Evrópulöndunum og London er því góð miðstöð fyrir evrópskar fjárfestingar. Þeir fjár- festa í alls konar gi’einum, en ekki síst í bíla-, véla-, rafeinda- og tölvu- iðnaði. Ymist kaupa þeir heilu fyr- irtækin, meirihluta í þeim, eða leita eftir að stofna sameignarfyrir- tæki.“ Vegna efnahagslægðar í Japan undanfarin ár hefur dregið úr fjár- festingum Japana í Evrópu og þeir hafa snúið sér frekar að fjárfesting- um nær heimalandinu, á vaxtar- svæðum Asíu. „En augu evrópskra fyrirtækja eru líka í vaxandi mæli að opnast fyrir fjárfestingum í Jap- an og annars staðar í Asíu, ekki síst í Kína. Því aðstoðum við líka evr- ópsk fyrirtæki til þess að fínna við- skiptaaðila þar. Það byrjar gjarnan með því að fyrirtæki finnur sér söluaðila í Japan fyrir vörur sínar, en síðan þróast sambandið oft, evr- ópska fyrirtækið kaupir hlut í jap- anska fyrirtækinu og kaupir það kannski allt á endanum. Evrópsk fyrirtæki, sem fjárfesta í Japan og Asíu fjárfesta mikið í síma- og sam- skiptageiranum um þessar mundir og eins í heilbrigðisgeiranum, til dæmis í lyfja- og læknistækjafyrir- tækjum." Frábrugðinn hugsunai’háttur Japana miðað við fólk á Vestur- löndum kemur einnig fram í hvern- ig þeir standa að fjárfestingum. „Japanir eru lengi að taka ákvarð- anir, til dæmis um fjárfestingar og kaup á fyrirtækjum, því allir sem máli skipta í fyrirtækinu verða að vera sammála, svo Bandaríkja- menn og Evrópubúar kvarta oft yfír seinaganginum í þeim. En þeg- ar þeir era á annað borð búnir að taka ákvörðunina þá er þeir fljótir til framkvæmda og allt á að ganga hratt fyrir sig, svo að því leyti era þeir mjög afkastamiklir." Sem stendur er Björgólfur að sinna verkefnum í Bretlandi, Belg- íu, Þýskalandi, Sviss, Italíu og Frakklandi og segist venjulega hafa 5-6 verkefni í takinu í einu. Upphæðirnar velta á bilinu frá 1- 100 milljóna Bandaríkjadala, en annars eru það pund og yen, sem hann hefur helst augun á. „Ég hef víst aldrei komist upp á lagið með að hugsa í krónum," bætir hann við sposkur í bragði. Róður ng refaveiá- ar á bresha v/su Nú stelur kokkurinn senunni og snöggsteikir nautakjöt, ásamt zuc- chini og baunaspírum. Hnífurinn hleypur yfir stórt stykki af nauta- kjöti, sem endar í meistaralega skornum bitum á diskinum. Kjötið reynist sjaldgæflega bragðgott og meyrt og kokkurinn gleðst yfir að rétturinn falli í kramið. En hann er líka að matreiða fyrir þá sem sitja hinum megin við borðið, svo það er aldrei dauð stund á hita- plötunni. Þó vinnudagarnir séu langir þá leifir af fyrir tómstundir. Þær hef- ur Björgólfur valið af breskari gerðinni og vitnar í máltækið að þegai’ maður sé í Róm verði maður að bera sig að eins og Rómverjar. Hann stundar golf öðra hverju, enda er sú íþrótt fundin upp í Skotlandi, rær á áttæringi á Thames, stundar hestamennsku og bregður sér á refaveiðar í fullum skráða, svörtum jakka, ef tækifæri gefst til. Síðast þegar hann fór á veiðar var grenjandi rigning og veiðimennirnir, um fimmtíu talsins, þurftu í þokkabót að bíða kaldir og blautir eftir að blásið væri til veið- anna. Þá var mönnum borinn viskísjúss á silfurbakka til að drek- ka í sig hita og kjark, svo það er stíll yfir þessu eins og sjá má. Það er annars erfitt að komast að í veiðihópa, en Björgólfur hefur komist að í gegnum ættingja vina- fólks síns. Síðastliðið sumar stundaði hann þó aðra tegund útreiða, fór í viku- ferð á hestum um Island ásamt hópi vinafólks frá Lundúnum, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Haldið var um söguslóðir Hrafn- kötlu og auðvitað gist á bæjum og í fjallaskálum. „Það er allt önnur íþrótt að vera á íslenskum hestum en þeim bresku. Þeir íslensku eru fótvissir, meðan bresku hestarnir era stærri og viðkvæmari og þurfa meiri umönnun." Tengslin við ísland lætur Björgólfur sig einnig varða, fylgist með því sem er að gerast þar og les til dæmis Viðskiptablað Morgun- blaðsins til að fylgjast með hreyf- ingum í viðskiptalífinu. Hann var í þrjú ár formaður Islendingafélags- ins í Lundúnum og þeir 8-10 Is- lendingar sem vinna í City hafa stofnað með sér „The Icelandic City Club“ og hittast í hádeginu annan hvern mánuð. Björgólfur heimsækir Island reglulega, kemur heim um jólin og svo á sumrin til að njóta útivera um bjartar nætur. „Það má því segja að maður sleiki rjómann ofan af, hvað Island varð- ar,“ bætir hann við. Og svo kemur auðvitað að spurningunni, sem alltaf er lögð fyrir Islendinga bú- setta erlendis, sumsé hvort hann sé ekkert á heimleið: „Það er kannski fjarlægðin sem gerir fjöllin blá, en ætli maður skili sér ekki heim á endanum. “ 4- Hefur þú reynsluekiö bíl frá Honda nýlega? Láttu sannfœrast Honda er öörum bílum fremri. Vel útbúinn Civic kostar frá Civic 1.5 LSi VTEC 115 hestöfl eyöir a n 100 km. aöeins 4.öia iw " VcV sp fce o9 SP oí' 1.349.000,- yerjb velkonnM^ (0 Vatnagaröar 24 -. s.5$8 9.900 LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 25 Skattaþjónustan ehf. Bergur Guðnason hdl. Suðurlandsbraut 52, Reykjavík Undirritaður hefur nú starfað í 35 ár að skattamálum, fyrst 15 ár hjá Skattstofunni í Reykjavík og síðan 20 ár við framtals- og skattaaðstoð sem lögmaður. Nýtið ykkur reynslu mína til að tryggja bestu útkomu fyrir ykkur sjálf, þegar talið er fram. Innifalið er að leiða ykkur í gegnum sífelldar breytingar á skattalögunum, endurgjaldslaust, allt árið 1997. Tímapantanir kl. 09-17 í síma 568-2828. Skattaþjónustan ehf. Bergur Guðnason hdl. Innilegar þakkir til allra, sem heiðruðu mig og glöddu með heimsóknum, blómum, Ijóðum, gjöfum og heillaskeytum á sjötugsafmœli mínu laugardaginn 8. mars síðastliðinn. Þið gerðuð mér þennan dag svo Ijúfan og góðan að aldrei gleymist. Sérstakar þakkir fœri og stjórn, starfsfélögum og öllum félags. mönnum Félags íslenskra hjúkrunar frœðinga fyrir 29 ára farsæla samvinnu og heiðursveislu vegna starfsloka minna 28.febrúar 1997. Heill og hamingja fylgi ykkur öllum. Iitgibjörg Gunnarsdóttir frá Syðra Vallholti, Fremristekk 9. Sjonuarps- og myndbandstæki í eínu og sama tækinu. Engar óþarfa snúrur. Stöövar stilltar inn bara einu sinni. Lítið mál að flytja tækið milli staða, Ein og sama fjarstýringin. PHILIPS 21" (PV267) Black Line myndlampi Tveir sjónvarps móttakarar (slenskt textavarp NTSC afspilun og tímastillir Kr. 89.960 stsr. Q Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SfMI 569 1500 Umboðsmenn um land allt. PHILIPS 14" (PV263) HIBRI myndlampi íslenskt textavarp NTSC afspilun og tímastillir »66.400 m I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.