Morgunblaðið - 15.03.1997, Side 14

Morgunblaðið - 15.03.1997, Side 14
14 LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Fjölmenni á menn- ingardeg’i Framhalds- skólans á Laugnm Laxamýri - Um helgina stóð Framhaldsskólinn á Laugum fyrir menningardagskrá í íþróttahúsinu að viðstöddu fjölmenni. Hjalti Jón Sveinsson, skólameist- ari, setti samkomuna og ræddi um stöðu skólans í fortíð og nútíð og mikilvægi þess fyrir héraðið að eiga öflugan framhaldsskóla. Þar á eftir komu fram Karlakórinn Heimir, söngfélagið Sálubót, söngtríóið Þrí- und, Laugaþrestir og félagar úr Harmonikufélagi Þingeyinga. Nemendur framhaldsskólans lásu úr verkum tveggja þingeyskra skálda, þeirra Páls H. Jónssonar og Siguijóns Friðjónssonar og kynntur var æviferill þeirra. Þá sýndu fræknir kappar úr Héraðs- sambandi Þingeyinga glímu. Allir þeir sem fram komu gáfu vinnu sína en allur ágóði samkom- unnar rann til fjölskyldunnar í Hólkoti í Reykjadal þar sem heilsu- leysi hefur knúið dyra. Kynnir á samkomunni var Hall- dóra Jónsdóttir, skólanefndarmað- ur. Morgunblaðið/Gunnlaugur Ámason TVEIR af stofnfélögum Lionsklúbbs Stykkishólms eru enn starf- andi í klúbbnum, Hallfreður Lárusson og Árni Helgason. Með þeim á myndinni er sljórn Lionsklúbbsins: Flemming Nielsen, Guðmundur Kristinsson og Magnús Fr. Jónsson. Lionsklúbbur Stykkis- hólms 30 ára Stykkishólmi - Lionsklúbbur Stykkishólms hélt upp á 30 ára afmæli sitt nýverið. Starfsemi fé- lagsins hefur verið öflug og hefur klúbburinn styrkt líknarfélög og einstaklinga sem hafa þurft fjár- hagslegan stuðning. Stærsta einstaka verkefni fé- lagsins á fyrstu árum þess var þeg- ar klúbburinn fékk gömlu símstöð- ina og flutti hana og endurbyggði. Húsið gengur undir nafninu Lions- húsið og hefur klúbburinn haft þar aðsetur og einnig hefur húsið hýst mörg mannamótin í Stykkishólmi. Á afmælisfundinum gengu fimm nýir félagar í Lionsklúbbinn og eru félagar nú 29. STULKNAKOR Húsavíkur. Morgunblaðið/Silli Sálmar og syrp- ur á Húsavík HÓLMFRÍÐUR Bene- diktsdóttir söngkona stofnaði Stúlknakór Húsavíkur fyrir fjórum árum. í honum eru 30 stúlkur á aldrinum 13-21 árs, ailar nem- endur við Tónlistarskóla Húsavík- ur. „Flestar þessara stelpna hafa sungið í kór hjá mér frá níu ára aldri og um helmingur þeirra hefur verið í söngnámi hjá mér,“ segir Hólmfríður. Hún segir að orðið stúlknakór hafi lítið verið notað hér á landi þó að í raun séu flestallir barnakórar hér stúlkna- kórarþví það fáist aldrei strákar í þá. „í Stúlknakór Húsavíkur er kominn svolítið fullorðinslegur hljómur, enda á stúlknakór að hljóma öðruvísi en barnakór,“ segir Hólmfríður. Hún er afar afkastamikill listamaður því auk þess að stjórna húsvískum stúlk- um stjórnar hún suður-þingeysk- um konum í kvennakórnum Lissý, kennir nítján söngnemendum við Tónlistarskóla Húsavíkur og tíu við Tónlistarskólann á Akureyri. Og svo syngur hún sjálf, en ekki nóg að eigin mati. „Auðvitað lang- ar mig til að syngja miklu meira! Það er synd hvað maður þarf að vinna mikið til að hafa í sig og á,“ segir hún. Á tónleikum Stúlknakórsins ætlar stjórnand- inn að syngja lagasyrpu eftir Kurt Weil. „Það er mitt mottó að syngja alltaf eitthvað sjálf þegar kórarnir mínir halda tónleika. Það er svo leiðinlegt að sýna aldr- ei neitt á sér nema rassinn," seg- ir Hólmfríður og hlær. Söguþráður spunninn Dagskráin Sálmar og Syrpur er blanda af negrasálmum og syrp- um úr söngleikjum eftir tónskáld af þremur þjóðernum, Ameríkan- ann George Gerschwin, Þjóðveij- ann Kurt Weil og Bretann Lional Bart. Það er sveifla í dagskránni, enda segir Hólmfríður að stelp- urnar hafi mikið „beat“ í sér. Um helmingur kórfélaga syngur ein- söng og auk þess hefur kórinn æft dans og hreyfingar, en Or- ville Pennant, dansari frá Jama- ica, og Skúli Gautason leikari aðstoðuðu stjórnandann við það. „Eg legg áherslu á að hafa alltaf einhvern þráð í söngskránni. Það Stúlknakór Húsavíkur hefur vakið athygli fyrir fágaðan söng og skemmtilega sviðsfram- komu, segir Björg Árnadóttir. í sumar tekur kórinn þátt í al- þjóðlegri keppni barna- og unglingakóra í Þýskalandi, en nú um helgina heldur hann fjáröflunartónleika á Hóteli Húsavík. Það er sveifla í söngskránni; negrasálmar og syrpur úr söngleikjum, dans og jazzundirleikur og fföl- mörg einsöngsatriði. er mikil vinna að púsla saman prógrammi svo það verði ekki alveg sundurlaust. Á þessum tón- leikum byijum við á að vitna í Bók bókanna og spinnum svo söguþráð í kringum lögin með ýmsum tilvitnunum ogjafnvel frumsömdum Ijóðum," segir Hólmfríður. Tónleikarnir um helgina eru liður í fjáröflun fyrir Þýskalands- ferð kórsins. Þar mun hann taka þátt í alþjóðlegri keppni barna- og unglingakóra. „í fyrrasumar tókum við á móti stúlknakór frá Frankfurt og ætlum að endur- gjalda heimsóknina í sumar. Svo rakst ég á auglýsingu um þessa kórakeppni í Giessen, rétt norðan við Frankfurt, og við ákváðum að fara þangað til að hlusta á helstu menningarkórþjóðir heims, en tónlistarnám felst að miklu leyti í því að hlusta á góðan tónlistarflutning. Við sendum upptöku með söng okkar til Giess- en og var boðið að taka þátt í keppninni svo að við slógum bara til,“ segir Hólmfríður. í Þýska- landi flytur Stúlknakór Húsavík- ur íslensk þjóðlög. Hver kór syng- ur í 13 mínútur, en þeir sem kom- ast í úrslit syngja í sjö mínútur til viðbótar. „Auðvitað dettur þin- geyskum kór ekki annað í hug en hann komist áfram í keppn- inni,“ segir Hólmfríður af al- kunnri þingeyskri hógværð og undirbýr því 20 mínútna þjóðlaga- prógramm fyrir keppnina. Kórsöngur er hollur Hólmfriður hefur mikla trú á gildi kóruppeldis. „Það er afar hollt að syngja í kór. Ogunin verður að vera svo mikil. Takmarkið er ekki að yfirgnæfa aðra heldur að vera hluti af heild og samstilling og samkennd eru því það sem mestu máli skiptir," segir Hólm- fríður og Ásta, dóttir hennar sem syngur hjá henni í Stúlknakórn- um, bætir því við að þær hafi fengið mikið lof fyrir ögun þegar þær tróðu upp stjórnandalausar á samkomu fyrir skömmu „af því að mamma var auðvitað veður- teppt á Akureyri“. Þetta þykir Hólmfríði þó tvíeggjað hrós því það bendi til að stjórnadinn sé óþarfur. Hólmfríði finnst miður að kór- starfi skuli ekki gert hærra undir höfði í skólum landsins. „Til að halda uppi kór þarf frekan söng- kennara og áhugasaman skóla- stjóra, sem eru því miður ekki í öllum skólum. í kór læra börn ýmislegt sem þeim er hvergi ann- ars staðar kennt til dæmis að standa rétt og anda rétt, sem er undirstaða allrar vellíðanar. Við erum að kenna börnum um fram- andi trúarbrögð eins og hindú og búddisma, sem er góðra gjalda vert í sjálfu sér, en við kennum þeim ekki um eigin líkama, hvað gerist í líkamsstarfsemi þeirra þegar þau verða stressuð og hvernig þau geta brugðist við því,“ segir Hólmfríður Benedikts- dóttir, söngkona og kórstjórnandi á Húsavík. Tónleikar Stúlknakórs Húsavík- ur verða á Hóteli Húsavík á sunnu- daginn, 16. mars, kl. 20 og á sama tíma mánudaginn 17. mars. RYMINGARSALA ALDARINNAR Síðasti dagur Nýtt kortatímabil Opið til kl. 16 í dag »hummélw5 SPORTBÚÐIN Nóatúni 17, sími 511 3555

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.