Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Blair og Thatcher
dást hvort að öðru
Tony Margaret
Blair Thatcher
London. Reuter.
FRÉTTIR eru um, að
Margaret Thatcher,
fyrrverandi forsætis-
ráðherra Bretlands,
hafi mikið álit á Tony
Blair, leiðtoga Verka-
mannaflokksins. Er
þessi orðrómur mikið
vandræðamál fyrir
íhaldsflokkinn og
ekki síst vegna þess,
að margir telja, að í
raun standi hún nær
Blair en John Major
forsætisráðherra.
Sagt er, að Thatc-
her hafi látið þau orð
falla á fundi með rit-
sljóra dagblaðsins Ti-
mes, að sigraði Blair í þingkosn-
ingunum í vor, myndi hann „ekki
bregðast bresku þjóðinni". Tals-
maður hennar hefur að vísu borið
þetta til baka og talsmenn íhalds-
flokksins segja, að hún hafi heitið
að beijast „af öllum mætti“ fyrir
sigri Majors.
Ruddi brautina
fyrir Blair
Þessi kvittur hefur hins vegar
vakið athygli á því, að þau Blair
eru að mörgu leyti lík. Þau meta
mikils forystuhæfileika, stefnu-
festu og hugsjónir og hvorugt
þeirra telur Major hafa þessi kosti
til að bera. Thatcher hét því að
ganga af sósíalismanum dauðum
og með því að sigra í þrennum
kosningum neyddi hún Verka-
mannaflokkinn til að taka sjálfan
sig og stefnu sína til endur-
skoðunar. Það má þvi segja, að
Jámfrúin, sem er allt að því í
dýrlingatölu hjá hægra armi
íhaldsflokksins, hafi rutt brautina
fyrir Blair. Hann hefur fært
Verkamannaflokkinn inn á miðj-
una og hefur hann nú mikla yfir-
burði í skoðanakönnunum.
Blair hefur sagt, að áhersla
Thatchers á frumkvæði einstakl-
inganna og atlaga hennar gegn
ýmsum hagsmunahópum skipi
henni á bekk með róttæklingum
fremur en íhaldsmönnum og sjálf-
ur segist hann vera róttækur
miðjumaður.
„Margaret Thatcher neyddi
stjórnarandstöðuna til að horfast
í augu við veruleikann á okkar
dögum og þótt undarlegt sé, þá
getur verið, að Blair muni njóta
ávaxtanna af erfiði hennar,“
segir sagnfræðingurinn Blake
lávarður.
Besti leiðtoginn í 30 ár
Thatcher telur Blair vera besta
leiðtoga Verkamannaflokksins í
30 ár. „Ég sé glitta í margan sósíal-
ismann í Verkamannaflokknum en
ekki hjá Blair. Ég held, að hann
hafi í raun færst yfir á miðjuna,"
sagði Thatcher í maí 1995. „Hann
segist trúa á það, sem hann berst
fyrir, og ég held hann geri það.“
Þessi gagnkvæma aðdáum kemur
sér betur fyrir Blair en Thatcher
og hún dregur um leið fram galla
Majors sem leiðtoga.
Framkvæmdastjórn ESB
Innri markaðurinn
fullkomnaður 1999
Brussel. Reuter.
RÁÐHERRAR Evrópusambands-
landanna, sem hafa málefni við-
skipta á innri markaði Evrópu á
sinni könnu, lýstu á fundi sínum í
Brussel á fímmtudag yfir stuðningi
við fyrirhugaða verkefnaáætlun
framkvæmdastjómar ESB um að-
gerðir til að koma innri markaðn-
um í endanlegt horf árið 1999.
ísland er ásamt EFTA-ríkjunum
Noregi og Liechtenstein með EES-
samningnum þátttakandi í innri
markaðnum. EFTA-ríkin hafa þó
ekki aðgang að ráðherraráði ESB,
sem er handhafí æðsta ákvarðana-
tökuvaldsins í málefnum innri
markaðarins.
ESB-ráðherramir fjölluðu á
fundinum um nýja skýrslu fram-
kvæmdastjómarinnar, þar sem
sýnt er fram á að innri markaður-
inn hafi aukið hagvöxt og fjölgað
störfum frá því honum var hleypt
af stokkunum á ársbyijun 1993;
enn væri þó ólokið að sníða af
honum vankanta til að hann fái
verkað eins og til er ætlazt.
„Einhugur var um það á fund-
inum, að nauðsynlegt sé að end-
umýja skuldbindingu aðildarríkj-
anna til að hlíta reglum innri mark-
aðarins," sagði Michiel Patijn, að-
stoðamtanríkisráðherra Hollands,
sem stýrði fundinum.
Framkvæmdastjóm ESB, sem
er í mun að bæta atvinnuástand
og samkeppnisstöðu evrópsk efna-
hags, undirbýr nú aðgerðaáætlun
til að fullgera innri markaðinn.
EVROPA^
Áætlunin verður kynnt á leiðtoga-
fundi ESB í Amsterdam 16.-17.
júní nk.
Mario Monti, sem fer með mál-
efni innri markaðarins í fram-
kvæmdastjóminni, sagði áætlun-
ina munu fela í sér „meiri háttar
pólitískt frumkvæði," sem miðaði
að því að ná hámarksárangri á
mjög stuttum tíma, svo að innri
markaðurinn verði kominn að fullu
til framkvæmda þegar Efnahags-
og myntbandalag Evrópu, EMU,
gengur í gildi árið 1999.
Mismunandi áherzlur
Flestir ráðherranna, sem sátu
fundinn, lýstu yfir stuðningi sínum
við áætlunina. Nokkuð bar þó á
mismunandi áherzlum, sem endur-
spegluðu mismunandi afstöðu
hinna ýmsu aðildarríkja. Dæmi um
þennan mun er að norrænu ríkin
og Bretland leggja mest upp úr
að dregið verði úr ríkisstyrkjum,
en Frakkland og Belgía, ásamt
Suður-Evrópuríkjunum, leggja
mesta áherzlu á að tillit verði tek-
ið til félagslegrar hliðar málsins,
einkum svo vemda megi atvinnu.
Jeltsín býst við
erfiðum fundi
með Clinton
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín, Rússlandsforseti,
sagðist í gær teíja, að leiðtogafund-
ur þeirra Bills Clintons Bandaríkja-
forseta í Helsinki næstkomandi
miðvikudag og fimmtudag yrði sá
erfíðasti frá því hann var kjörinn
Rússlandsforseti 1991. Herti Jeltsín
á andstöðu Rússa gagnvart stækk-
un Atlantshafsbandalagsins
(NATO) til austurs og sagði að það
væri ófrávíkjanleg krafa að fyrrver-
andi ríki Sovétríkjanna fengju ekki
aðild, þ.m.t. Eystrasaltsríkin þrjú.
Jeltsín sagði að ágreiningur
Bandaríkjamanna og Rússa vegna
stækkunar NATO kynni að vera
óbrúanlegur, allavega á leiðtoga-
fundinum. Hafði Interfax-frétta-
stofan þó eftir honum að það væri
í sjálfu sér enginn harmleikur og
sagðist forsetinn tilbúinn að leita
málamiðlunar á fundinum.
„Viðræðurnar verða þær erfið-
ustu í samskiptum Bandaríkja-
manna og Rússa frá upphafi," sagði
Jeltsín, en bætti svo við: „í nýlegu
símasamtali okkar Clintons tók
hann skýrt fram, að Bandaríkja-
menn hefðu áhuga á málamiðlun
og það á við mig líka. Við getum
fallist á málamiðlun sem er þess
eðlis að hún að öryggi Rússlands
verði ekki stefnt í hættu.“
Yfírlýsingar Jeltsíns kunna að ein-
hveiju leyti að draga úr vonum um
að meiriháttar árangur náist á leið-
togafundinum til lausnar deilunni
um stækkun NATO. Þó er talið að
þeim sé fremur ætlað að sýna hans
eigin þegnum að hann ætli ekki að
gefa rússneska hagsmuni upp á
bátinn í viðræðunum við Clinton.
Hermt er þó að Jeltsín vilji komast
hjá því að kuldi hlaupi í samskiptin
við Vesturlönd vegna NATO-stækk-
unarinnar en geti með engu móti
gefíð þjóðemissinnum og kommún-
istum færi á að halda því fram að
hann hafí gefíst upp mótspymulaust
fyrir fyrrverandi fjendum Rússa frá
kaldastríðsárunum.
Deilan um stækkun NATO verð-
ur ugglaust aðalmál fundarins en
þar verða einnig á dagskrá afvopn-
unar- og efnahagsmál. Lokahönd á
undirbúning fundarins verður lögð
í Washington um helgina og er
Jevgení Prímakov utanríkisráð-
herra Rússlands farinn þangað í
því skyni. Talið er að mikilvæg skref
verði stigin í átt til samkomulags
um framtíðarsamskipti Rússlands
og NATO en þó er ekki gert ráð
fyrir niðurstöðu fyrr en nær dregur
leiðtogafundi NATO í Madríd í júlí.
Lebed varar við upplausn
Alexander Lebed, fyrrverandi
öryggisráðgjafi Rússlandsforseta,
hvatti ríkisstjórnina til að segja af
sér í gær og sagði að ráðgert alls-
heijarverkfall um land allt 27. mars
kynni að verða upphafið að „alb-
anskri" upplausn í Rússlandi.
Stærstu launþegasamtök Rúss-
lands, samband óháðra verkalýðs-
sambanda, hafa hótað eins dags
allsheijarverkfalli til þess að mót-
mæla drætti á launagreiðslum og
félagsmálastefnu stjómar Jeltsíns.
„Lítið má út af bera til þess að allt
fari í bál og brand, neyðarlög yrðu
upphafið að stríði sem leitt gæti til
þess að ríkið liði undir lok,“ sagði
Lebed á fyrsta ársþingi flokks hans,
Rússneska lýðveldisflokksins.
Reuter
MÓTMÆLANDI hrópar vígorð í Rotterdam í gær, þar sem
hópur fólks, sem málað hafði andlit sín í fánalitum ESB-ríkja,
efndi til mótmæla vegna áhyggna af því að Efnahags- og mynt-
bandalag Evrópu, EMU, muni leiða til aukins atvinnuleysis og
fleiri félagslegra vandamála í Evrópu.
11% án atvinnu í ESB
Morgunblaðið. Brussel.
ATVINNULEYSI innan Evrópu-
sambandsins mældist að meðaltali
nærri 11% í janúar síðastliðnum,
samkvæmt samantekt Eurostat,
og hefur atvinnuleysi mælst nær
óbreytt innan sambandsins undan-
farin tvö ár. Þetta samsvarar því
að um 18 milljónir manna séu án
atvinnu í aðildarríkum Evrópusam-
bandsins.
Sem fyrr mælist atvinnuleysi
mest á Spáni, þar sem tæp 22%
atvinnufærra manna ganga at-
vinnulaus, en næst á eftir kemur
Finnland með 15% atvinnuleysi.
Atvinnuástand hefur þó batnað
nokkuð þar í landi á síðastliðnu
ári, en það mældist 17,4% á sama
tíma í fyrra.
Atvinnuástand batnaði sömuleið-
is í Bretlandi og í Danmörku og
mældist nærri 2% lægra í báðum
löndum, miðað við sama tíma í
fyrra. Mældist það 7,3% í Bretlandi
en 5,5% í Danmörku. Atvinnuleysi
mældist hins vegar lægst í Austur-
ríki, 4,1% og Lúxemborg, 3,4%.
Dregur úr atvinnuleysi
kvenna
Þá dró lítillega úr atvinnuleysi
kvenna innan ESB, og mældist það
12,4% í janúar, en var 12,6% árið
þar á undan. Atvinnuleysi er þó
enn talsvert meira meðal kvenna
en karla innan ESB, en um 9,6%
karla gengu atvinnulaus innan
ESB í janúar sl.
86 farast
í fluslysi
ÍRÖNSK herflugvél hrapaði í
fjallendi í norðausturhluta ír-
ans í gær. 86 manns voru um
borð og samkvæmt upplýs-
ingum íranskra fjölmiðla fór-
ust þeir allir í slysinu.
Fækkað í
landamæra-
sveitum
JIANG Zemin, forseti Kína,
fer til Rússlands í apríl til að
undirrita samkomulag um
fækkun í hersveitum þeim,
sem gæta landamæra Kína
við Rússland og Mið-Asíulýð-
veldin Kasakstan, Kirgistan
og Tadjíkistan, sem áður voru
hluti Sovétríkjanna. Frá þessu
greindi Li Peng forsætisráð-
herra í gær.
1.000 her-
menn hand-
samaðir
SKÆRULIÐAR í Súdan
greindu frá því í gær að þeir
hefðu tekið 1.000 stjórnarher-
menn höndum eftir árás á
helztu borg Suður-Súdan,
Yei, og á herbúðir í Morrobo.
Talsmaður skæruliðanna í
höfuðstöðvum þeirra í
Asmara, höfuðborg Erítreu,
sagði hermennina hafa verið
lokkaða í gildru inn á yfir-
ráðasvæði uppreisnarmanna.
Málamiðlun í
deilu um suð-
urher NATO?
BANDARÍKJAMENN hafa
stungið upp á málamiðlun í
deilu þeirri sem þeir eiga í við
Frakkland um fyrirkomulagið
á yfírstjórn Miðjarðarhafs-
sveita Atlantshafsbandalags-
ins, NATO. The International
Herald Tribune greindi frá
þessu í gær. Gengur tillaga
Bandaríkjamanna út á að
Frakkar gætu fengið yfirráðin
yfír nýjum hersveitum við Mið-
jarðarhaf, gegn því að þeir
falli frá hótun sinni um að
hætta við að ganga lengra í
að samræmast hemaðarsam-
vinnukerfi NATO, nema Evr-
ópubúi verði skipaður yfírmað-
ur Miðjarðarhafssveitanna,
sem stjómað er frá Napolí á
Ítalíu. Yfirmaður þeirra hefur
hingað til ávallt verið banda-
rískur flotaforingi, sem jafn-
framt hefur verið yfirmaður
sjötta flota Bandaríkjanna á
Miðjarðarhafi.
Bjóða ein-
ræktun kúa
ÁSTRALSKIR vísindamenn,
sem hefur fyrstum manna
tekizt að einrækta fósturvísa
nautgripa í stórum stíl,
greindu frá því í gær að þeir
vonuðust til að geta boðið upp
á einræktun sem markaðs-
vöra innan þriggja til fjögurra
ára. Vísindamennirnir, sem
starfa í Melbournfe, segja ein-
ræktunaraðferð þá, sem þeir
hafa þróað, eingöngu vera
ætlaða til hagsbóta fyrir land-
búnað.