Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 35 fullþakkað, sem nutum þessa fram- taks á árunum fyrir 1930, sem víð- ast var árið sem bíða varð eftir með þessa framkvæmd í skólamál- um. Þetta framtak dugði til þess að Steinar í Hlíð náði að komast í barnaskóla árið áður en hann var fermdur. Ég man ennþá eftir því, þegar hann á heimleið úr skólanum var að segja okkur á Hæli frá öllu því sem hann hafði lært í skólanum og hve gaman væri að vera þar. Þarna kom strax í ljós, að Steinar var einstaklega námfús og prýði- legur námsmaður. En á þessum árum var heimskreppan mikla að skella á, en þó fengu þeir Steinar og Bjarni bróðir hans, síðar iðn- skólastjóri á Selfossi að spreyta sig á því að taka utanskólapróf upp í þriðja bekk Menntaskólans á Akur- eyri haustið 1930 og þreyta síðan gagnfræðapróf vorið eftir. Þeir reyndust báðir afburða námsmenn, sérstaklega óvenju skarpir stærð- fræðingar. Mörgum árum eftir dvöl þeirra í MA var frá því sagt, að væru lagðar þungar stærðfræði- þrautir fyrir þá, í þeirri trú að þeir gætu ekki leyst þær, þá brosti bara Bjarni, en Steinar hefði hlegið hátt yfir því að lögð væri fyrir hann þraut, sem enginn vandi væri að leysa. Þetta var árið 1931, þegar Stein- ar var 21 árs, og með því lauk skólagöngu hans, og námi, sem honum fannst svo létt að fást við að hlæja mætti að. Við tók hörð barátta með ijölskyldu hans, að ná búskapnum upp úr erfiðleikum kreppuáranna, bæta jörðina til þess að búið gæti staðið sig betur og gert ýmislegt mögulegt, sem núna var ekki framkvæmanlegt, m.a. að geta farið til náms og fengið að læra ýmislegt til hlítar, sem ungt fólk þyrsti eftir að fá að gera, en væri því flestu alveg fyrirmunað. Steinar var tæplega meðalmaður á hæð, ljós yfirlitum, grannvaxinn, léttur í hreyfingum og var létt um að vinna öll venjuleg bústörf. Hann var duglegur ferðamaður og ágæt- ur fjallmaður, enda munu fáir Gnúpverjar hafa farið oftar á fjall eða verið kunnugri í afréttinum. Hann var einnig hrókur alls fagn- aðar í fjallferðum og fór síðast á fjall þegar hann var 82 ára, og varð þá aftur ungur i annað sinn, þegar hann var kominn upp úr byggðinni. Steinar var mjög félags- lyndur maður og tók ríkan þátt í starfsemi ungmennafélags sveitar- innar, varð þar félagi þegar það var stofnað, var lengi í stjórn þess og formaður þess í tvö ár og félagi alveg til æviloka. Steinar var góður söngmaður, hafði hljómgóða tenór- rödd og söng lengi í blönduðum kórum, sem störfuðu hér fyrir og um miðja öldina. Hann hafði yndi af að syngja og tók alltaf ríkan þátt í almennum söng í veislum og á mannamótum. Þá var hann í kirkjukór Stóra-Núpssóknar í mörg ár og hann var einnig í sóknar- nefnd Stóra-Núpskirkju og vildi veg kirkjunnar sem mestan. Stein- ar var kosinn í hreppsnefnd árið 1942 þegar hann var þijátíu og tveggja ára og var endurkosinn sex sinnum eða þar til hann var sextug- ur, en þá sagði hann af sér hrepps- nefndarstörfum eftir 28 ár. Þessi langa seta í þessu starfi gefur að sjálfsögðu til að kynna þær vin- sældir, sem hann hlaut, vegna áhuga og dugnaðar í framfaramál- um sveitarinnar. Á þessu tímabili tók sveitin ótrúlegum stakkaskipt- um. Ný íbúðarhús voru reist á meira en öðrum hveijum bæ, fénað- arhús reist af grunni á mörgum bæjum, ræktað land sennilega þre- faldað, og búum fjölgað um fjórð- ung. Við þetta bættist að afurðir búfjárins jukust verulega og nýjar búgreinar auk þess teknar í notk- un. Samfara þessu óx atvinna í sveitinni mikið með virkjunarfram- kvæmdunum í Búrfelli, og vegna alls þessa óx velmegun almennings í sveitinni meira en nokkur hefði getað látið sig dreyma um. Félagslegi þátturinn var enginn eftirbátur í þróuninni. í samgöng- um náðist sá áfangi, að heita mátti að bílfært yrði heim á alla bæi sveitarinnar, rafmagn frá samveit- um var lagt heim á alla bæi, nýtt félagsheimili reist í Árnesi, réttim- ar endurbyggðar og sæluhús og leitarmannakofar afréttarins end- urreistir. Að öllum þessum glæsi- legu framkvæmdum var Steinar þátttakandi og að minnsta kosti hvatamaður og sem hreppsnefnd- armaður og varaoddviti beinlínis framkvæmdaaðili. Um 1940 fór heilsa þeirra Páls og Ragnhildar að bila og búskapur- inn færðist meira og meira yfir á bræðuma Lýð og Steinar. Árið 1943 dó Páll Lýðsson, en árið áður yfirtóku bræðurnir búið sem fé- lagsbú, en héldu eitt heimili þangað til í janúar 1949, en þá kvæntist Steinar Katrínu Árnadóttur frá Oddgeirshólum, en tveimur árum síðar byggðu þau nýtt íbúðarhús, Hlíð II, í sömu bæjarröðinni og gamla húsið, en aðeins 40 metrum austar. í Hlíð óx og dafnaði búskapurinn hjá félagsbúinu og túnin urðu á seinni búskaparárunum yfir 80 ha og áhöfnin milli 40 og 50 mjólkur- kýr og nærri 200 fjár og auk þess lítið en kostagott hrossabú. Þau Steinar og Katrín upplifðu að eiga mikið barnalán, þó að þau stofnuðu til hjúskapar á fertugasta aldurs- ári, en þau voru bæði fædd árið 1910. Bömin urðu þrjú, Páll, Tryggvi og Elín Erna. Þau Steinar og Katr- ín voru samtaka við að skapa ein- staklega hlýtt og gefandi heimili öllum sem dvöldu þar eða komu þar gestkomandi. Þau voru bæði uppalin á sannkölluðum menning- arheimilum, þar sem þjóðlegur fróðleikur og skáldskapur var í hávegum hafður og menntaþrá var reynt að fullnægja, og andleg verð- mæti, þjóðlegur fróðleikur og vís- nagerð ætíð iðkuð og numin. Þess- um háttum hafa þau hjón haldið í heiðri á heimili sínu og hafa bæði sýnt í rituðu máli ótrúlega hæfni á þessum menningarsviðum, frú Katrín á sviði vísnagerðar og frá- söguþátta, og Steinar könnun á fombókmenntum, og einnig hefur hann við og við blandað sér í um- ræður í dagblöðum um ýmis dæg- urmál. Þessi þátttaka í iðkun skáld- skapar og könnun fornbókmennta fram á háan aldur ber Hlíðarheimil- inu augljósan vott um óvenjulega andlega reisn, og nú þegar hús- bóndinn er hniginn í valinn, þá hafa margir misst mikið. Ég veit að börnin og barnabörnin áttu óvenju kærleiksríkan föður og afa, þar sem Steinar var, og Katrín stendur nú ein en ekki óstudd, því að hennar góðu börn og barnabörn og fjölmenna fjölskylda munu styðja hana og hugga eins og þau mega. Eins og áður er sagt þá var Hlíð- arheimilið vinmargt og flestir sem höfðu dvalið þar lengri eða skemmri tíma leituðu þangað í frið- sældina og hina hófstilltu glaðværð sem þar ríkti. Allt þetta fólk hefur misst mikið og það hefur sveitin okkar einnig, því að Steinar hefur alla ævi unnið sveitinni sinni og stofnunum hennar og félagsskap, allt sem hann hefur mátt. Eins og margir vita þá er Hæll næsti bær við bæinn í Hlíð og á milli bæjanna hefur því alltaf verið mikill samgangur. Þegar Ragnhild- ur föðursystir mín giftist Páli Lýðs- syni í Hlíð og fluttist þangað árið 1902 þá varð þessi samgangur nánari, og þegar við vorum að al- ast upp Gestsbörnin á Hæli og börn Ragnhildar í Hlíð, þá var sam- neyti okkar oft svo gott og náið að við vorum eins og ein fjöl- skylda. Þannig er það nú jafnvel enn, þó að nú séu komin skörð í hópinn og samfundir hafi nokkuð stijálast. Fyrir hönd fjölskyldunnar á Hæli vil ég nú að leiðarlokum færa Steinari innilegar þakkir fyrir okkar góðu, skemmtilegu leiki í æsku og samstarf á fullorðinsárun- um, og að lokum þakka hans góða og mannbætandi lífsstarf, sem bóndi og sveitarstólpi á fæðingar- jörð sinni Hlíð í Gnúpverjahreppi. Ég flyt konu hans Katrínu Áma- dóttur innilegar samúðarkveðjur, ásamt bömum hans, tengdabörn- um og barnabörnum og einnig öldmðum bróður Lýð Pálssyni og systranum Aldísi og Ragnheiði og uppeldissysturinni Huldu. Hjalti Gestsson. Steinar í Hlíð er allur. Engum sem til þekkti kom þessi frétt á óvart, en samt sem áður bregður manni í brún og minningar um góðan dreng leita á hugann. Mig langar í fáum orðum að minnast á örfáar sem mér finnst ákveðnast Ieita á við leiðarlok. Steinar sat í hreppsnefnd Gnúp- veija um árabil og fyrstu minning- ar mínar um hann era þegar hann sat hreppsnefndarfundi í stofunni hjá Steinþóri frænda mínum og þáverandi oddvita. Ég tók snemma eftir, að oft virtist Steinar tæpast fylgjast með umræðum og ýmist virtist hálfsofa eða gantaðist við okkur peyjana á bænum. Svo gat hann líka verið mjög áberandi og fylginn sér í öðram málum. Ég kynntist því svo seinna að einhveijir mestu mannkostir Stein- ars vora hversu næmur hann var á að skilja kjarnann frá hisminu. Ógleymanlegt er mér hversu einarða afstöðu hann tók, þegar ákveðið var fýrir um þrettán árum að leggja hitaveitu um megnið af sveitinni. Þetta var umdeilanleg ákvörðun og þótti ekki sýnt hvern- ig til tækist, en í huga Steinars var það aldrei vafamál. Að vísu bar hann því gjama við, þegar hann var spurður um áhuga sinn á málinu, að þetta væra elliglöp. Mjög var gaman að koma til þeirra hjóna og reyndar mannbæt- andi, hin ýmsu mál rædd í þaula bæði í gamni og alvöra. Steinar var oft ógleymanlegur á slíkum stundum. Hann kom alitaf beint að efninu og skóf ekki utan af hlutunum ef því var að skipta. Steinar átti heimili í Hlíð alla sína tíð og bjó þar góðu búi allt þar til synir hans tóku við og seinna Tryggvi einn. Hann vann við búið meðan kraftar entust og virtist njóta þess ekki síður heldur en standa í eigin búskap. Hann var listasmiður og útsjónarsamur svo af bar. Gnúpveijahreppur hefur nú séð á bak mikilhæfum manni, sem helgaði sveitinni krafta sína um áratugaskeið í hinum ýmsu ábyrgðarstöðum og var með ein- dæmum viljugur og vinsæll í öllum félagsmálum. Lífsgleði hans hélst nánast fram á hans síðasta dag og hann fylgd- ist náið með öllu sem honum fannst máli skipta. Á góðri stundu heima í Hlíð lét mætur maður þau orð falla að Steinar væri vitur maður í orðsins fyllstu merkingu og rökstuddi þessa skoðun sína með því hversu farsæll Steinar hefði verið í mörg- um erfíðum málum sem hann tókst á við. Steinar reis upp að bragði og sagði það allt vera glópalán. Með þessum orðaskiptum er Steinari afskaplega vel lýst. Hann hafði einstaklega skemmtilega lund, alls ekki skaplaus en fljótur svo af bar til sátta og stutt í hlátur- inn. Ég þakka enn þau miklu og góðu kynni af þessum hollvini og mæta manni og votta eftirlifandi eiginkonu hans, Katrínu, svo og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Bjarni Einarsson. Steinar Pálsson lést á heimili sínu í Hlíð í Gnúpveijahreppi að- faranótt laugardagsins 8. mars. Hann fæddist í Hlíð, ólst þar upp, ræktaði þar garðinn sinn af mik- illi einlægni og samviskusemi og kaus að fara þangað til að kveðja sína nánustu og deyja, þegar hon- um var tjáð fyrir nokkrum vikum að hann ætti skammt eftir ólifað. Steinar var orðinn 87 ára gam- all, en þar til fyrir fáum misseram bar hann fá merki öldranar. Hann hljóp eins og strákur um brekkurn- ar í Hlíð og var mikill hugsjóna- og baráttumaður. íslensk tunga, leit að höfundi Njálu, umhverfis- mál, barátta fyrir friði á jörðu og vímuefnavandi ungmenna vora meðal þeirra málefna sem hann og Katrín konan hans lögðu lið, gjarnan af eldmóði sem fátíður er meðal þeirra sem era miklu yngri en þau að árum. Fyrstu bernskuminningar mínar eru frá heimsóknum fjölskyldunn- ar að Hlíð um helgar, æskuheimili föður míns. Enginn staður á jörð- inni var fallegri og hvergi var betra að vera. Það var sama hvort um var að ræða heimili Lýðs og Guð- bjargar eða Katrínar og Steinars eftir að þau reistu sinn bæ. Enda eru þeir margir sem hafa notið góðs af þeirri gestrisni sem ríkti á báðum bæjum og voru heimilin griðastaður margra, vandalausra jafnt sem ættmenna. í nokkur sumur var ég kaupa- kona hjá Kötu og Steinari. Á heimilir.u ríkti mikil reglusemi og vandvirkni í öllu sem gert var utan húss og innan. Þau hjón fylgdust líka vel með þjóðmálum, vora fróð- leiksfús, ljóðelsk og vildu jafnframt ala upp og fræða þau ungmenni sem dvöldu hjá þeim. Það er stór hópur fólks sem hefur hlotið hollt veganesti frá Hlíðarbændum. Foreldrar mínir reistu sér sumarbústað í Hlíð, og hefur fjöl- skyldan notið þess að fá að eiga Steinar að sem einstaklega hjálp- fúsan og glaðlyndan nágranna. Hann hefur verið mikill aufúsu- gestur bæði í sumarbústaðnum og á Selfossi. Lífshlaup þeirra Kötu og Stein- ars hefur verið um margt mjög óvanalegt. Þau giftu sig seint og eignuðust börn sín eftir að þau komust bæði á fimmtugsaldur. En eftir að þau höfðu alið upp eigin börn og annarra af mikilli natni, fengu þau góðan tíma til að sinna öðram áhugamálum. Kata hefur blómstrað sem listamaður og sýnir ótrúlega hugkvæmni í að pijóna og skapa hluti sem eiga rætur í íslenskri náttúra. Steinar las og skrifaði, annaðist girðingavinnu og reykti hangikjötið fyrir fjölskyld- una fram að leiðarlokum. Þau hafa átt náin og góð samskipti við böm sín og barnabörn. Þau hafa verið einstaklega samhent og sýnt hvort öðru virðingu. Fólk hefur sóst eft- ir að eiga samvistir við þau og hefur farið upptendrað og endur- nært af þeirra fundi. Fjölskylda mín kveður Steinar með söknuði, við eram þakklát fyrir samfylgdina og hefðum kosið> r að hafa hana miklu lengri. Katrínu og afkomendum þeirra sendum við samúðarkveðjur. Ragnhildur Bjarnadóttir. Sumarið 1953 mun ég hafa komið að Hlíð til minnar fyrstu sumardvalar á heimili Steinars og Katrínar móðursystur minnar, þá 7 ára gamall. Sumrin urðu ellefu, þar af tvö í vesturbænum hjá Guð- björgu og Lýð, bróður Steinars. Steinar var góður húsbóndi. Það var alltaf stutt í glettni og hlátur. Steinar var vel lesinn og hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmálum,** sagnaritun og flestu sem viðkemur lífínu hér í þessum heimi sem og framþróun lífsins á næsta tilvera- stigi. Þegar talað er um „vitra menn“ kemur nafn Steinars alltaf upp í hugann og mun svo verða framvegis. Þannig mun ég minnast Steinars Pálssonar frá Hlíð. Ég mun sakna þess að heyra ekki oft- ar „meiningu“ Steinars og sögur af „útsjónarsömum“ einstakling- um. Við Guðrún vottum þér, elsku^ frænka, bömum ykkar, tengda- bömum og bamabörnum, okkar dýpstu samúð. _ Olafur Jónsson. ANNA SIG URBJORG LÁR USDÓTTIR + Anna Sigur- björg Lárus- dóttir fæddist á Vaðli á Barða- strönd 11. septem- ber 1914. Hún lést á heimili sínu í Reylqavík 3. mars síðastliðinn. Útför Önnu fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hvað varðar þó að verk þín öll ei verði metin neins. Þitt daglegt strið, þín duldu tár? Hin djúpa þögn fær stillt þau sár, er blæða mest til meins. Því, hvað er jarðar lán og laun hjá Ijósi því, sem skín í samviskunnar hreinu höll? Þar himinn geymir tárin öll og vegur verkin þín. Hjá blíðri þöp er athvarf allt og allra bæna lönd. Hún gefur öllu skírast skart. í skuggsjá hennar verður bjart hvert tár frá striðsins strönd. (Hulda.) Elsku amma mín, ég þakka þér fyrir allt sem þú varst mér alla tíð. Guð geymi þig. Anna Jenný. Það dimmdi yfír er við heyrðum að þú, elsku amrna, varst farin yfír móðuna miklu. Elsku amma, þetta verða fátækleg orð því það er svo margt sem kemur upp f hugann. Margar góðar minningar bijótast fram því þú varst okkur svo mikið, þar sem heimilið ykkar afa var okkar heimili líka þegar þú bjóst á Suðurlandsbrautinni. Þá voram við eins mik- ið hjá þér og heima hjá okkur og leituðum við til ykkar afa með okkar vandamál alveg einfy» og þið værað foreldrar okkar. Og ekki var síðra að koma til ykkar eftir að þið fluttust á Skúlagötuna. Ætíð var borið fram góðgæti, era okkur minnisstæð- astar sykurpönnukök- urnar þínar. Margar stundir áttum við sam- an og röbbuðum um gamla tímann. Þú sagðir okkur frá uppvaxtarárum þínum á Barða- ströndinni og í Svefneyjum. Sagðir okkur frá Lárusi langafa og Jónínu langömmu og öllum systkinum þín- um. Vestfírðir vora svo óralangt í . burtu í okkar huga. í rödd þinrí"* mátti heyra hve mikið þú saknaðir Barðastrandarinnar, æskuheimilis- ins og stóra systkinahópsins. Aldrei varð úr því að þú færir aftur að sjá Barðaströndina eins og þú ráð- gerðir í lifanda lífí. Nú getur þú ferðast um og vitum við að þú kem- ur til með að fara þangað í þínu nýja tilvistarlífi. Elsku vina, með þessum fátæklegu línum þökkum við systkinin þær samverastundir sem þú gafst okkur. Guð styrki böm þín og alla vini í sorg sinni. Guð geymi þig, elsku amma. Heiðar Magnús Vilhjálmsson, Huldar Einar Vilhjálmsson, Hólmbjörg Ólöf Vilþjálmsdóttir. Vegna mistaka í vinnslu birt- ust þessar greinar ekki með öðrum greinum um Önnu Sigur- björgu Lárusdóttur í föstudags- blaði. Hlutaðeigandi eru beðnir~ velvirðingar á mistökunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.