Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 37 + Sigríður Jóns- dóttirfæddist á Sigiufirði 1.6. 1906. Hún lést á heimili sínu, Garði í Mý- vatnssveit, 1. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Jón Krist- vinsson og Guðný Anna Jónsdóttir og hjá þeim óist Sigríð- ur upp, í Blöndu- dalshólum til 1913, í Mýrarkoti, Lax- árdal, A-Hún. til 1921 en þá fer fjöl- skyidan að Vatnsleysu í Skaga- firði. Þaðan fer Sigríður í vistir og siðast til læknishjónanna á Kópaskeri, Jóns Arnasonar frá Garði í Mývatnssveit og Vai- gerðar Sveinsdóttur frá Felli í Sléttuhlíð. Þar kynnist hún verðandi eiginmanni sínum, Halldóri bróður Jóns, og fer til hans að Garði, þar ganga þau í hjónaband í júní 1928. Systkini hennar eru Soffía, f. 1910; Helga Lovísa, f. 1912, ekkja eft- ir Arnþór Árnason frá Garði; Hólmfríður, f. 1917, eklqa eftir Berg Guðmundsson; Guðrún f. 1919, ekkja eftir Arna Jósefs- son; Jens Jóhannes f. 1921, kvæntur Sólveigu Asbjarnar- dóttur; Róar, f. 1923, kvæntur Konkordíu Rósmundsdóttur: Jón Jakob f. 1925, d. 1988, kvæntur Málfríði Geirsdóttur. Halidór Ámason, eiginmaður Sigríðar, f. 12.7. 1898 d. 28.7. 1979, var bóndi í Garði í _Mý- vatnssveit. Hann var sonur Arna Jónssonar bónda i Garði, og k.h., Guð- bjargar Stefáns- dóttur húsfreyju frá Haganesi. Börn Sig- ríðar og Halldórs eru Valgerður Guð- rún f. 1929, búsett í Reykjavík, gift Kristjáni Sigurðs- syni lækni og eru börn þeirra Hildur, Halldór, Sigurður, Hjalti og Guðrún Þura; Anna Guðný, f. 1930, búsett í Keflavík en sonur hennar er Ásþór Guðmundsson; Árni Arngarður, f. 1934, bóndi í Garði, kvæntur Guðbjörgu Eyjólfsdóttur og eru börn þeirra Eyjólfur, Sigríður, Helga Þuríður og Halldór; Guð- björg, f. 1940, búsett í Reykja- vík en börn hennar og Einars Péturssonar eru Pétur Heimir og Guðný Ingibjörg; Hóimfríð- ur, f. 1945, búsett á Selfossi, gift Guðmundi Laugdal Jóns- syni bilasmið og eru börn þeirra Aðaiheiður og Árni; Arn- þrúður, f. 1947, búsett í Reykja- vík, gift Jóni Albert Kristins- syni bakarameistara og eru börn þeirra Steinþór, Dýrleif og Sigríður. Sigríður átti þrjá- tíu og eitt langömmubarn og tvö langalangömmubörn en af- komendur hennar eru þvi fimmtíu og sex talsins. Sigríður var elst átta systkina. Útför Sigríðar fer fram frá Skútustaðakirkju í dadg og hefst athöfnin klukkan 14. Ég vil með nokkrum orðum minnast ömmu minnar, sem í dag- legu tali var kölluð Sigríður í Garði. Hún lést á heimili sínu 1. mars, 90 ára gömul að árum töldum, þó síung hún væri. Sem barn og ungl- ingur átti ég því láni að fagna að dvelja sumarlangt á heimili hennar og afa. Ég kynntist henni og þess- ari undurfögru sveit því vel. Hún var fríð kona, smávaxin með fin- gert andlit og sítt hár. Augu henn- ar voru mjúk og tindruðu þegar hún var glöð eða eitthvað spaugi- legt gerðist. Við vorum mörg börn sem fengum að njóta samvista hennar og afa yfir sumarmánuð- ina. Öllum tók hún öpnum örmum og aldrei man ég eftir að hún skammaði okkur eða gerði upp á milli barna. Hún laðaði fram það jákvæða hjá okkur og talaði við okkur sem jafningja. Hún sagði gjarnan frá bernsku sinni og þá geislaði af henni og var hún greini- lega ánægð með æsku og tánings- ár sín þrátt fyrir að þægindin og pijálið væri náttúrlega af mjög skornum skammti. Það er einnig áberandi í minningunni að hún og afi voru afar samhent. Afi taldi það sína mestu gæfu í lífinu að hafa fengið að njóta samvista hennar. Þetta sagði hann mér, þeg- ar ég var kominn á fullorðinsár. Heimili þeirra sem stendur ná- lægt bökkum Mývatns, byggðu þau frá grunni. Þar ríkti gleði og tryggð. Allir sem þangað leituðu voru meira en velkomnir, og yfir sumarmánuðina var mikill gesta- gangur og húsið oft fullt af vinum og vandamönnum, sem þáðu góð- gerðir og gistingu. Var þá oft glatt á hjalla og við börnin fengum að sofa á háaloftinu, sem bauð eigin- lega ekki upp á góða gistiaðstöðu, en fyrir okkur börnin var það samt alltaf tilhlökkunarefni að sofa þar. SIGRIÐUR JÓNSDÓTTIR Það er margt sem sækir á hugann þegar náinn ættingi kveður í hinsta sinn. Þannig fór mér er ég frétti lát systur minnar, Sigríðar í Garði. Þó að hún væri elsta systir mín kynnt- ist ég henni ekki fyrr en hún var orðin fullorðin kona og margra bama móðir. Hafði aðeins séð hana er ég dvaldi dagstund í Garði vorið 1941, þá í náms- og kynnisferð um Norðurland með námssveinum Hóla- skóla. Haustið 1961 varð þar breyting á. Ég hafði undanfarin ár verið á vertíð í Vestmannaeyjum á vetrum en stundað sjó frá Þórshöfn á Langa- nesi um sumur. Þetta haust frétti ég að Ámi sonur þeirra Garðshjóna færi í Laugaskóla og Halldór yrði því einn um veturinn. Það má með nokkrum sanni segja að ég réð mig sjálfur sem vetrarmann í Garð þenn- an vetur. Það kann að vera, að þessa ákvörðun vitandi eða óafvitandi, hafí ég tekið meira til að hjálpa sjálf- um mér en mági mínum í Garði. Ég var um þessar mundir of óreg- lusamur og ístöðulítill og vissi með sjálfum mér að hollt myndi vera að breyta til. Tel ég hiklaust að vera mín í Garði hafí markað tímamót í mínu lífí, og að vera mín í Mývatns- sveit hafí verið mér að mörgu leyti til góðs en þar dvaldi ég að meiri- hluta í tvö ár. Það var gott að vera heimilismað- ur í Garði. Þar ríkti jöfnum höndum rótgróin bændamenning og sú nútíð sem þá var með öllum sínum breyti- leika í búskaparháttum og tækni. Á heimilinu var ákveðin fastheldni og regla, ásamt víðsýni og opnum huga fyrir breytingum. Sambúð þeirra hjóna, Sigríðar og Halldórs, fannst mér einkennast af virðingu, tillitssemi og ást, mér virt- ist samband þerra frekar líkjast til- hugalífí fyrir giftingu en roskinna hjóna sem stutt áttu eftir í silfur- brúðkaupið og þannig hygg ég að það hafí verið til síðustu samveru- stunda. Nú er margt breytt síðan ég var í Garði, enda langt um liðið, þau góðu hjón bæði farin af þessum heim, fyrst Halldór og nú Sigríður. En minning þeirra er rík í huga mér og minnar fjölskyldu, því oft var komið við í Garði, er við komum frá Vopnafírði, eða vorum á leið þangað í sumarfrí. Eftir að Halldór dó og Sigríður var meira á ferð hér fyrir sunnan, kom hún oftast í heimsókn til okkar, það var ætíð gleðiefni að fá Sigríði í heimsókn, það var hátíð- arstund. Nú verður það ekki framar, en minningamar eigum við eftir og þær tekur enginn frá okkur. Við hjónin sendum öllum afkomendum Sigríðar og Halldórs okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Jens og Sóiveig. Um leið og við kveðjum þig í þetta sinn langar okkur að þakka það sem liðið er. Við þökkum fyrir öll símtölin og alla bjartsýnina sem þú breiddir út. Nú ert þú komin til afa. Þangað stefndir þú hin síðari ár ánægð með þitt dagsverk. Sem var gott, að koma upp sex bömum, fimm stúlkum og einum dreng sem þykir allnokkuð og okkur ungu kon- unum í dag fínnst hreint kraftaverk. Takk fyrir allt. Guð blessi þig, amma okkar. Bláir draumar óræð ævintýr skógarkyrrð brot af sál þinni verður hér um kyrrt - að eilífu (Höf. ók.) Inga, Skúli og börn. Árin liðu og amma bjó ein síð- ustu æviár sín, en naut návistar við son sinn og tengdadóttur, Árna og Guðbjörgu ásamt öðrum ábú- endum Garðs og nálægra bæja. Ég hafði reglulegt samband og alltaf var jafn gaman að hitta eða tala við ömmu. Jákvæðni hennar til lífs og tilveru var einstök. Hún bar mikla umhyggju fyrir þeim, sem hún taldi að minna mættu sín, bæði í orði og verki. Hún taldi aldr- ei eftir sér að liðsinna manneskju sem hún taldi að þyrfti þess. Þrátt fyrir að ég hafi búið er- lendis sl. 12 ár kynntist hún börn- um okkar Önnu og sýndi hún þeim mikla vinarlund og sakna þau hennar. Fyrir fáeinum dögum hringdi ég til hennar. Það var óvenjulegt samtal að mörgu leyti. Hún tjáði mér að hún hefði búist við því að ég myndi hringja. Hún játaði að hún væri þreytt og daga- munur væri á sér. Oftar en einu sinni sagðist hún sakna afa mikið. Við töluðumst lengi við og að lok- um óskaði hún mér guðs blessunar á nýjum starfsvettvangi á íslandi. Eins og alltaf gaf hún af sjálfri sér án þess að krefjast nokkurs í staðinn. Látin er merk kona og ég þakka almættinu fyrir að hafa kynnst henni. Við Ánna sendum börnum hennar og öllum vandamönnum innilegar samúðarkveðjur. Far þú í friði. Sigurður Kristjánsson. + Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU SÓLBJARTSDÓTTUR (Lóu). Guð blessi ykkur öll. Guðrún M. Sigurbjörnsdóttir, Jón Guðmundsson, Hulda Sigurbjörnsdóttir, Orwell Utley, Margrét Sveinbjörnsdóttir, barnabörn og barnabörn. HELGA KJARTANSDÓTTIR + Helga Kjartansdóttir fædd- ist á Fáskrúðsfirði 5. janúar 1922. Hún iést á Landspítalan- um 21. febrúar síðastliðinn og fór útförin fram frá Fáskrúðs- fjarðarkirkju 28. febrúar. Elsku yndislega amma mín, í þessum fáu orðum vil ég minnast þín. Ég gleymi aldrei hvað það var gaman að renna upp að Reynisstað til þín, afa og Nonna. Þá sá maður ykkur gægjast í eldhúsglugganum svo spennt og ánægð að hitta mig. Á Reynisstað ríkti gleði og hlátur, það var alltaf stutt í hláturinn og hlýja fallega brosið þitt. í minningu minni lifir þessi fallega mynd. Síð- ustu dagana áður en þú fórst á spítalann fengum við að njóta þess að hafa þig hjá okkur hressa og káta. Það var ljúft að verða þess aðnjótandi að geta faðmað þig, kysst og kvatt áður en þú fórst á spítalann. Mig óraði ekki fyrir því að þetta væri okkar síðasta sam- verustund. Elsku amma mín, takk fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman, þín mun verða sárt saknað um ókomna framtíð en minning þín lifir í mínu hjarta. Elsku afi minn og aðrir aðstand- endur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. I hjörtum okkar allra lifir minning um góða konu. Elsku afi minn og aðrir aðstand- endur. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. I hjörtum okkar allra lifir minning um góða konu. Nú fínn ég angan löngu bleikra blóma, borgina hrundu sé við himin ljóma, og heyri aftur fagra foma hljóma, fínn um mig yl úr bijósti þínu streyma. Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni ogjörðu. Brosin þín mig að betra manni gjörðu. Bijóst þitt mér ennþá hvíld og gleði veldur. Þú varst mitt blóm, mín borg, mín harpa og eldur. (Davíð Stefánsson) Kristbjörg Helga Eyjólfsdóttir. EYJÓLFUR KONRÁÐ JÓNSSON + Eyjólfur Konráð Jónsson fæddist í Stykkishólmi 13. júní 1928. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur 6. mars síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík 14. mars. Halur ertu farinn fríði, fallinn í valinn vinur kær. Voða lokið vondu striði vertu ætíð guði nær. Góða ferð til himinhæða, halur trausti óska þér. Harmur rikir, mikil mæða en minning góð í huga mér. Var þó ljómi yfir löndum, leist þú heim og komið gast. Fjölskylda þín og fjöldi vina, fylgja hnípnir þér á veg. Til ljóss þú ferð og hittir hina, þó hugsun okkar hún sé treg. Far þú sæll til himinhæða, hraustur gumi á guðs þíns fund. Hjá er engin honum mæða, heldur sæla hveija stund. Víst fel guði vini þína, er verða ennþá hér á jörð. Þú munt láta ljós þitt skína, yfir lönd og vogaskörð. Kær kveðja til aðstandenda. Unnur Elíasdóttir. Tengdur okkur traustum böndum, trúr þú okkar fólki varst. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, MAGNELJU GUÐMUNDSDÓTTUR, Markholti 7, Mosfellsbæ, sem andaðist á elliheimilinu Grund þann 17. febrúar. Þórður A. Jónsson, Sæberg Þórðarson, Magný Kristinsdóttir, Guðbjörg Þórðardóttir, Stefán M. Jónsson, Guðmundur V. Þórðarson, María Kristjánsdóttir, Bergþóra Þórðardóttir, Viggó Jensson, Brynjar Viggósson, Svanlaug Aðalsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og dóttir, JÓNÍNA AUÐUNSDÓTTIR, Funafold 20, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grensáskirkju mánu- daginn 17. mars kl. 13.30. Gunnbjörn Guðmundsson, Kolbrún Sævarsdóttir, Stefán Kristján Gunnbjörnsson, Eva Guðrún Gunnbjömsdóttir, Soffía Gfsladóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.