Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 31 Orð og athöfn eigi samleið FYRIR nokkrum dögum var sýnd merkileg heimildar- mynd í sjónvarpinu um millistríðsárin. Sagt var frá tilraunum ríkisstjórnar Roosew- elts Bandaríkjaforseta til þess að örva at- vinnulífið með það að meginmarkmiði að skapa störf fyrir alla. Talað var um „að gefa upp á nýtt“: New Deal. í Svíþjóð hétu jafn- aðarmenn því á þess- um tíma að láta at- vinnuleysi aldrei ná að festa rætur og lýstu því yfir að ættu þeir um þá tvo slæmu kosti að velja, atvinnuleysið annars veg- ar eða tímabundinn halla á ríkisbú- skap hins vegar þá myndu þeir láta sig hafa það að búa við tíma- bundinn halla. Forgangsröðin skyldi ævinlega vera sú að tryggja öllum landsins þegnum atvinnu. Einsog hinir Þetta var félagsleg og pólitísk afstaða. Þetta var krafa tímans. Ekki aðeins í þessum tveimur ríkj- um sem hér voru nefnd heldur einnig víða um lönd. Og það hefur reyndar ágerst með árunum að sú hugsun sem er uppi á einum stað er einnig við lýði annars staðar - líkt og tískan flæðir yfir alla heims- byggðina þá fara pólitískar hug- myndir um hana alla með leiftur- hraða og þessi tilhneiging verður áþreifanlegri eftir því sem heimur- inn skreppur saman með samgöng- um, tækni og viðskiptum. En hver skyldi vera krafa dags- ins í dag? Nú er öldin önnur en var fyrir fáeinum áratugum. Evr- ópa virðist vera búin að sætta sig við fjölda-atvinnuleysi upp á 13 til 14 prósent og jafnvel í Svíþjóð þar sem enn ráða ríkjum menn sem kenna sig við jöfnuð er atvinnu- Ieysið á þessu róli. Og það sem verra er. Það virðist hafa náð að festa rætur án þess að það raski næturró stjómarherranna eftir því sem best verður séð. Hvað hefur gerst? Allir tala máli markaðarins setja fram kröfur um að breyta launakerf- um og innleiða mark- aðshugsun inn í allar stofnanir samfélags- ins - og virðist einu gilda hvort um er að ræða verslun, verk- smðiju, sjúkrahús eða skóla. Framleiðniaukning á sjúkrahúsum Allt er þetta gert undir því yfirskini að verið sé að hagræða og framleiðniaukning er hugtak sem boðber- um þessarar stefnu er mjög tamt. Framleiðniaukning heitir það þegar sama verk er unn- ið með færri höndum. Á sjúkrahús- um á íslandi hefur þannig orðið mikil framleiðniaukning á síðustu árum. Sú framleiðniaukning lítur án efa vel út í bókhaldi spítalanna. En fyrir sjúklingana þýðir hún hins vegar minni og lakari aðhlynningu og fyrir starfsfólkið aukið álag. Niðurstaða BSRB var sú, segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, að ráðast til atlögu gegn misréttinu. Að því ógleymdu vitanlega að at- vinnuleysi eykst. Nýlega var haldinn sérstakur baráttudagur kvenna. Af því tilefni leita þessi mál mjög á hugann. Ég er þeirrar skoðunar að þessi stefna sé þeirrar náttúru að sérstök ástæða sé fyrir konur að andæfa gegn henni og sporna við henni fótum. Hún er mannfjandsamleg. Og það sem er mannfjandsamlegt er kvenfjandsamlegt. Launamisrétti og yfirvald Þetta er þróun og stefna sem bitnar hart á konum og þá ekki síst láglaunakonum. Það hefur sýnt sig að atvinnuleysið bitnar Ragnhildur Guðmundsdóttir fyrst á þeim og sama gildir um markaðsvæðingu launakerfisins. Nokkrar kannanir hafa verið gerðar um launamisrétti kynjanna. Þær hafa allar sýnt svo ekki verð- ur um villst að í þeim hluta launa- kerfisins sem er utan takstanna, þar sem geðþóttagreiðslur tíðkast, er kynjamisréttið mest. Innan samtaka launafólks hefur það mikið verið rætt hvernig þess: ari öfugþróun verði snúið við. í BSRB varð okkar niðurstaða sú að nú skyldi reynt að ná raunveru- legum tökum á þessum málum og ráðist til atlögu gegn misréttinu. Við höfum haft uppi málflutning um að því góðæri sem er í landinu skuii komið til allra. Góðærið til allra Þetta viljum við gera með öflugri skattheimtu í réttláttu skattakerfi og með almennum launahækkun- um í réttlátu launakerfi. Og þegar við segjum að að allir eigi að fá hlutdeild í góðærinu þá meinum við allir, konur og karlar, hvar sem þeir eru staddir. Við ákváðum því að mótmæla kröftuglega hugmyndum viðsemj- enda okkar hjá ríki og Reykja- víkurborg um launakerfi þar sem kveðið er á um framleiðniauknigu og ábataskipti en stungum upp á því þess í stað að samningasaðilar gerðu með sér samkomulag um að öll launakjör og allar tilfærslur innan launakerfisins yrðu ákvarð- aðar á félagslegum grunni. Hvers vegna er jafnréttisstefnu hafnað? Þetta hefur hvorki ríki né Reykjavíkurborg viljað samþykkja. Ég tel þetta hins vegar vera for- sendu þess að við náum árangri fyrir hönd kvennastéttanna sem hafa verið hlunnfarnar um langt árabil einmitt vegna þess að stór hluti launaákvarðana byggir ekki á félagslegum samningum heldur duttlungum forstjóra og forstöðu- manna. Ég hvet viðsemjendur okk- ar til þess að endurskoða afstöðu sína í þessu Ijósi. Ég vek sérstaklega á þessu máls vegna þess að mér finnst skipta öllu máli að konur ræði umbúðalaust um þessi mál bæði um það sem þær eru sammála en ekki síður um hitt þegar ágreining- ur er uppi. Við þurfum að ræða opinaskátt og heiðarlega um hlut- ina og gera þá kröfu hver til ann- arrar að orð og athafnir eigi sam- Ieið. Höfundur er varaformaður BSRB. Alögur á útivistarfólk UNDANFARIÐ hefur verið í gangi umræða um miklar opinber- ar álögur á skotveiðimenn, sem taldar eru miklu meiri en annað útivistarfólki þarf að þola. Undir þessa gagnrýni tek ég, enda stunda ég skot- veiðar í frístundum og þekki þetta af eigin raun. Ég stunda einnig aðra útivist og allt þetta hefur fært mér mikla lífsfyllingu og ættjarðarást. Hvergi vil ég búa annars stað- ar en á íslandi. Það hlýtur að vera kapps- mál hverrar ríkis- stjórnar að búa þannig að þegnum sínum, að þeir geti notið alls þess, sem landið hefur uppá að bjóða og þess gætt að mismunun vegna efnahags sé í lágmarki. Álögur ríkisvalds á útivistarvör- ur hafa hér leitt til þess að hinir efnaminni hafa færri tækifæri til að njóta landsins og allra síst í Álögur ríkisvaldsins á útivistarvöru takmarka, að mati Ólafs Sigur- geirssonar, möguleika hinna efnaminni til að njóta landsins okkar. lagt á, en það eru kr. 25,50 á lítra. Þó er bannað að aka vélsleðum á vegum. Vélsleðamenn stofnuðu með sér landssamtök 1984 til að vinna að sameiginlegum hags- munamálum sínum. Margt gott hefur verið gert, en ég tel brýnast að betjast fýrir lækk- un opinberra gjalda á sleðana sjálfa og elds- neytið, svo allur al- menningur geti notið landsins á nútímaleg- an hátt. Eftir síðustu stjórn landssambands- ins stendur það helst að hafa klofið vél- sleðamenn í norðan- menn og sunnanmenn. Stjórn sú sem nú situr er að byija sinn starfs- tíma og skora ég á hana að setja þetta mál á oddinn. Byija má á bensínmálunum og krefjast afnáms vegagjalds á elds- neyti vélsleða. Auðvelt væri að hafa á ákveðnum stöðum bensín án vegagjalds blandað tvígengis- olíu. Þá væri ekki hætta á að þetta ódýrara eldsneyti væri notað á bíla. Ég vil í lokin nefna eitt tóm- stundagaman, sem ríkisvaldið hef- ur ekki gert sér að féþúfu, en það er einkaflugið. Verð flugvélar er ca. verð fjögurra vélsleða og eru engin aðflutningsgjöld á vélarnar, né varahlutina og álögur ríkis á eldsneyti nema um 5 aurum á lítra. Ólafur Sigurgeirsson takt við þau tækifæri, sem tækni- öld hefur fært okkur. Vélsleðar hafa ásamt fjallabílum opnað land okkar ofan byggðar fyrir þjóðinni að vetrarlagi síðustu tvo áratugi. Mikill fjöldi góðra íslendinga hefur lært að elska og virða hálendið, sem þjóðin óttaðist áður. Sumir alþingismenn og ríkisstjórnir hafa ekki talið þetta jákvæða þróun og rætt hefur verið um að loka hálend- inu og álögur á vélsleða eru meiri en þekkist um aðra útivistarvöru. Á hvern vélsleða sem fluttur er til landsins er lagt 70% vörugjald og síðan 24,5% virðisaukaskattur. Þetta er þó ekki allt, því á vélsleð- ana fæst ekki annað bensín, en það sem vegagjald til ríkissjóðs er Höfundur er lögfræðingur. ^emantaúúóið Fermingagjafir, glæsilegt úrval DEMANTAHÚSIÐ Nýju Kringlunni, sími 588 9944 Það hefur gerst að allflestir stjórnmálaflokkar eru famir að tala einum rómi máli markaðarins. Svo mikil er lotningin gagnvart markaðslögmálunum að við þeim virðist ekki mega hrófla á nokkum hátt. Til þess að laga sig að nýrri stefnu markaðs- og peningaafl- anna er ríkisstjórnum skipað að skera niður velferðarþjónustu og orð dagsins er einkavæðing. Það var vel við hæfi að byggingar- meistari Perlunnar, þáverandi borgarstjóri og núverandi forsætis- ráherra, skyldi nú á dögunum efna til sérstakrar vakningarsamkomu um einkavæðingu í því húsi með starfsmönnum alþjóðlegra pen- ingastofnana sem einum rómi dá- sömuðu einkavæðingu og mark- aðsbúsakp. Samfélag til sölu Mér finnst það hins vegar vera umhugsunarefni og áhyggjuefni hve þessi hugsun virðist hrífa stjórnmálamenn sem segjast starfa í anda félagshyggju. Þann- ig ganga stjórnmálamenn víða um lönd, sem í öðru hveiju orði segj- ast hafa félagsleg viðhorf að leið- arljósi, ekki síður en sjálfir fijáls- hyggjumennirnir, fram í því að gefa peningamönnum samfélags- legar eignir og einnig þeir, félags- hyggjumennirnir sjálfskipuðu, MARKMIÐ ° HÁMARKSÁRANG Nó er komið að framkvæmdinni HUGSAÐU TIL BAKA FRÁ FRAMTÍÐINNI PRÓFSTEINN Á MEGINMARKMIÐ ÞITT SVONA SKALTU NOTA BÓKINA UM SKIPULAGNINGU TIL ÁRANGURS Skrifaðu hér fyrir ncðan 9 jákvæðar staðhæfíngar um maka þin Strfndu á athöfn láttu eitthvað gerast hér og nú. Deildu ítóru áaecluninni þinni niðut ' mörg smá ikrtf og taktu fyrsta skrefið núna. Richard Thalhcimcr A undonlomum orum hef ég kynnst Brion Troty gcgnum baekui hom. niyndbond og hffóðsneeldur. Honn tr lumælolousi i hópi lueluílu monns ó sviði sjollsjjeUmgcr. Hmosljormmoi og þjóllunai til órongurs." . Thomas Motter Itomlivæmdorsfjóri HAMARKS ÁRANGUR Brian Tracy Langar þig að ferðast um heiminn ? Hvað langar þig að vinna við ? Viltu bæta samskipti þín við annað fólk ? Hvaða árangri viltu ná í íþróttum ? Hvað ætlar þú að gera eftir nám þitt ? Hvað viltu í raun og veru og hvernig ætlarðu að öðlast það. DRAUMAR,VÆNTINGAROG OSKIRsem ekki eru skrifaðar niður eru MARKMIÐÁN AFLS. Ef þú vinnur ekki að þínum MARKMIÐUMþá vinnurðu fyrir einhvern annan sem hefur MARKMIÐ. BYRTAÐU AÐ FRAMKVÆMA. Fæst í öllum helstu bókaverslunum. UPP1-1 síma: 898-2265 °gFAX: 501-9935
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.