Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Rekstrarafkoma Þormóðs ramma hf. versnaði til muna á síðastliðnu ári Hagnaður um 178,5 millj. kr. ÞORMÓÐUR rammi hf. á Siglu- firði skilaði 178,5 milljónum króna í hagnað á árinu 1996 og nam hagnaðurinn 9,3% af veltu. Hagn- aður nam 206,1 milljón króna árið á undan. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 121,7 milljónum króna sem er 39,2% minni hagnað- ur en árið á undan þegar hann var 200,2 milljónir. Að sögn Ólafs Marteinssonar, framkvæmdastjóra Þormóðs ramma, skýrist breytingin af verð- lækkunum á rækjuafurðum á síð- asta ári. „Um 80% af tekjum fyrir- tækisins koma frá rækjuafurðum og þrátt fyrir að við höfum unnið meira magn árið 1996 en árið áður þá er lækkunin það mikil að hún verður þess valdandi að hagnaður- inn minnkar á milli ára.“ Rekstrartekjur félagsins námu 1.922 milljónum króna árið 1996 og lækkuðu úr 1.971 milljón króna árið á undan. Rekstrargjöldin hækkuðu í 1.605 milljónir króna árið 1996 úr 1.536 milljónum árið á undan. Eigið fé Þormóðs ramma nemur 1.353,9 milljónum króna og hefur það aukist úr 869,1 milljón: um króna frá árslokum 1995. í frétt frá fyrirtækinu kemur fram að aukningin stafi af hlutafjárút- boði, hagnaði ársins og sameiningu við Leiti hf. á ísafirði. Bjartsýni ríkir um reksturinn Ólafur segir að bjartsýni ríki á reksturinn í ár. „Við höfum lagað reksturinn að þessu breytta um- hverfi og hráefnisverð hefur lækk- að. Þannig að við eigum von á því að árið 1997 verði tiltölulega gott í rækju.“ Þormóður rammi hf. er almenn- ingshlutafélag og eru hluthafar 380. Fyrirtækið, sem nýlega gerði samkomulag við Sæberg hf. á Ól- afsfirði um sameiningu, gerir út 4 skip til rækjuveiða, 2 frystiskip og 2 ísfiskskip og rekur rækjuverk- smiðju, frystihús og reykhús. Aðalfundur Þormóðs ramma hf. verður haldinn á Siglufirði hinn 25. apríl næstkomandi. Þormóður rammi hf. Úr reikningum ársins 1996 Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1996 1995 Breyting Rekstrartekjur 1.922,2 1.971,5 ■2,5% Rekstrargjöld 1.604.9 1.536.0 +4.5% Hagnaður án afskrifta og fjárm.kostn. 317,3 435,5 -27,1% Afskriftir 156,9 162,3 -3,3% Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) (38,7) (73,0) -47,0% Hagnaður af reglulegri starfsemi 121.7 200.2 -39.2% Aðrar tekjur og (gjöld) 58,6 5,6 941,3% Eignarskattur (1.81 (4,2) -56.2% Hagnaður ársins 178,5 201,6 -11,5% Efnahagsreikningur 31. desember 1996 1995 Breyting I Eítjnír: \ Veltuf jármunir 653,7 499,3 +30,9% Fastaf jármunir 1.982,3 1.445,4 +37,1% Eignir samtals 2.636,0 1.944,7 +35,5% I Skuldir otj einiO fé: | Skammtímaskuldir 226,2 213,9 +5,8% Langtímaskuldir 1.056,0 861,8 +22,5% Eigið fé 1.353,9 869,1 +55,8% Þar af hlutafé 692,1 417.6 +65.7% Skuldir og eigið fé samtals 2.636,0 1.944,7 +35,5% Sjóðstreymi Mllljónír króna 1996 1995 Breyting Veltufé frá rekstri 234 350 -33,2% Kennitölur 1996 1995 Veltufjárhlutfall 2,89% 2,33% Eiginfjárhlutfall 51,4% 44,7% Fjármálafyrirtækið Glitnir skilaði alls um 87 milljóna króna hagnaði á síðasta ári Sameining við Féfangjók hag- ræði og umsvifin um þriðjung REKSTUR Glitnis hf. á sl. ári gekk vel og skilaði félagið 87,4 milljóna hagnaði. Á árinu 1995 nam hagnaðurinn 105 milljónum, en þá naut félagið 44 milljóna króna lækkunar á tekjuskattsskuldbind- ingu sem rekja má til sameiningar Glitnis og Féfangs. Rekstraraf- koma félagsins batnaði því verulega í fyrra, þar sem hagnaður fyrir skatta nam þá 92 milljónum í sam- anburði við 66 milljónir árið 1995. Fram kemur í frétt frá Glitni að heildartekjur félagsins námu alls 749 milljónum króna árið 1996. Vaxtagjöld námu 432,4 milljónum króna. Rekstrargjöld námu 162,5 m.kr. og lækkuðu um 6% frá 1995, þrátt fyrir að umsvif hafi aukist um þriðjung. Megin- Námskeið um vexti og hlutabréf Endurmenntunarstofnun Há- skólans mun síðdegis dagana 19. og 20. mars bjóða upp á námskeið um vexti og hluta- bréfaverð á markaði. Þar verður m.a. fjallað um hvaða efnahagsstærðir eru það sem hreyfa við markaðnum með þessum hætti og koma mönn- um sífellt í opna skjöldu með því að hækka og lækka fyrir- varalaust verðmæti í hluta- bréfum og skuldabréfum? Hvaða hagvísa má nota til að spá fyrir um breytingar vaxta og hlutabréfaverðs á íslandi og á alþjóðlegum markaði. Fyrirlesari á námskeiðinu verður Sigurður B. Stefáns- son, forstöðumaður Verð- bréfaþings íslandsbanka. ástæðan er hagræði af sameiningu Glitnis hf. og Féfangs hf. 1995. Framlag í afskriftareikning útlána nam 62,2 milljónum króna og lækkaði um rúmlega 21% frá 1995. Á síðasta ári voru gerðir samn- ingar fyrir 3.011 milljónir króna, sem er um 37% aukning frá 1995. Árið var að þessu leyti hið annað besta frá upphafi. í árslok námu heildarútlán 6.083 milljónum króna en 5.231 milljónum árið áður. Heildareignir í árslok námu 6.391 milljón króna ogeigið fé 803 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall Glitnis, sem reiknað er út miðað við lög um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði, var 15,4% í árslok, en hlutfallið má lægst vera 8%. Félagið sérhæfir sig í fjármögn- un véla og tækja með eignarleigu og lánum. Meginreglan er að tæk- ið sjálft sé aðaltryggingin fyrir endurgreiðslu þess fjár sem lánað er. Til nýjunga í starfsemi Glitnis má telja fjármögnun atvinnuhús- næðis með eignarleigu, sem hófst á sl. ári. Eftirspurn eftir þjón- ustunni hefur verið töluverð frá því hún var fyrst kynnt. Bjartar horfur í starfseminni Á sl. ári bauð Glitnir einnig aðra nýjung, fjármögnun fólksbifreiða með rekstrarleigu. Þjónustan er boðin í samstarfí við nokkur bif- reiðaumboð. Um er að ræða algera nýjung hérlendis, sem byggist á því að viðskiptavinur gerir samn- ing um afnot af bíl í tiltekinn tíma. Viðhald og venjuleg þjónusta vegna bílsins eru innifalin í leig- unni. Að leigutíma loknum, sem getur verið 24 eða 36 mánuðir, skilar hann bílnum aftur til bifreið- aumboðsins og ber enga áhættu af endursöluverði hans. Þessi þjón- usta er vel þekkt erlendis og er mikið notuð af fyrirtækjum í ýms- um atvinnugreinum. Þjónustan á einnig vaxandi vinsældum að fagna meðal einstaklinga, einkum í Bandaríkjunum, segir ennfremur í frétt fyrirtækisins. Horfur í starfsemi Glitnis eru bjartar og er reiknað með að við- skipti ársins 1997 verði hin mestu frá upphafi. Samband íslenskra tryggingafélaga um skýrslu hagstofu ESB Afkoman hérlendis er slök vegna mikilla ijóna SIGMAR Ármannsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra tiyggingafélaga, segir að vegna mik- ils tjónakostnaðar hér á landi, sé heildarafkoma íslenskra vátrygg- ingafélaga slök í samanburði við evr- ópsk tryggingafélög. Hins vegar staðfesti samanburður frá Hagstofu Evrópusambandsins, EUROSTAT, að rekstrarkostnaður tryggingarfé- laga sé lægri hér en almennt gerist í ríkjum Evópska efnahagssvæðisins. Eins og fram kom á viðskiptasíðu á miðvikudag hefur komið á daginn að afkoma íslenskra tryggingarfé- laga var mun lakari á árinu 1995 en niðurstöður Hagstofu Evrópu- sambandsins, EUROSTAT, höfðu áður gefið til kynna. Upphaflegar tölur EUROSTAT, sem fram komu í nýlegri skýrslu stofnunarinnar um tryggingarekstur í Evrópu, sýndu að afkoma íslenskra vátryggingafé- laga væri einhver sú besta í Evrópu. Þær tölur voru hins vegar rangar. Leiðréttingu komið á framfæri „Mér skilst, að íslensk stjórnvöld hafi nú komið leiðréttingu á fram- færi,“ segir Sigmar. „Það er hins vegar staðfest með skýrslu EURO- STAT, að íslenskum vátryggingafé- lögum hefur tekist að koma rekstrar- kostnaði niður á það stig, sem er hvað lægst í EES-ríkjunum. Þannig er rekstrarkostnaður félaga sem hlutfall af iðgjöldum Iægri hér en í t.d Sviþjóð, Þýskalandi og Sviss, sem raunar stendur utan EES. Stjórnendur og starfsfólk vá- tryggingafélaganna geta auðvitað haft takmörkuð áhrif á tjónaþung- ann, en ýmislegt má gera til að halda niðri rekstrarkostnaði. Þar hafa íslensk félög náð mjög góðum árangri. í þessu sambandi er athygl- isvert að rekstrarkostnaður vátrygg- ingafélaga í stærri ríkjunum, þar sem vænta má stærri rekstrarein- inga, er ekki endilega lægri en í minni ríkjunum. Mismunandi rekstrarkostnaður vátryggingafélaga milli landa verður því ekki aðeins skýrður með stærð félaga og markaðar. Þar skipta önn- ur atriði líka máli, t.d. hvort sala vátrygginga er í höndum félaganna sjálfra eða hvort slík verkefni eru sótt til utanaðkomandi aðila s.s. vátryggingamiðlara," segir Sigmar. Þijú tilboðí Skýrr ÞRJÚ tilboð bárust í 51% eignarhlut í Skýrr hf. en tilboðsfresti í fyrri hluta kaupanna lauk í gær. Tilboðin eru öll frá innlendum fyrirtækjum og eru á bilinu 60 til rúmlega 81 milljón króna. Hæsta tilboðið áttu Opin kerfi hf. 81,6 milljónir króna. Næsthæsta til- boðið, 75,1 milljón, áttu þtjú fyrir- tæki í sameiningu, Kögun hf., Ný- hetji hf. og Olíufélagið hf. Lægsta tilboðið áttu Tölvumyndir hf., Hluta- bréfasjóðurinn hf. og Vaxtarsjóður- inn hf. 60 milljónir króna. í söluskiimálum er gert ráð fyrir að þrír aðilar komist áfram í seinni hluta útboðsins og þar sem bjóðend- ur voru einungis þrír komast allir ofangreindir aðilar áfram hafni selj- endur ekki tilboðum. í seinni hlutan- um fá bjóðendur tækifæri hver fyrir sig til að kynna sér nánar einstök atriði í rekstri fyrirtækisins og ræða við stjórnendur þess. Að þeirri skoð- un lokinn gefst þeim tækifæri til þess að hækka fyrri tilboð sín, en seinni hluta útboðsins lýkur 16. maí. Endurspeglar ekki verðmæti Samkvæmt upplýsingum verð- bréfafyrirtækisins Kaupþings hf., sem hefur umsjón með útboðinu, er það mat þess og seljenda að þau tilboð sem lögð hafi verið fram end- urspegli ekki verðmæti Skýrr hf. enda aðeins um forval að ræða. Þau tilboð, sem komi fram í seinni um- ferð útboðsins, ákvarði endanlegt söluverð fyrirtækisins ákveði selj- endur að taka einhveiju tilboðanna. -----------♦ ♦ ♦----- Forstjórí Nomura fer frá vegna hneykslis Tókýó. Reuter. FORSTJÓRI helzta verðbréfafyrir- tækis Japans, Nomura Securities Co Ltd, hefur sagt af sér vegna hneyksl- is, sem á rætur að rekja til ólög- legra viðskipta. Hideo Sakamaki lét af forstjóra- starfinu og verður ráðunautur fyrir- tækisins, en Masashi Suzuki stjórn- arformaður verður auk þess for- stjóri. „Sem æðsti maður fyrirtækisins tel ég að ég verði að taka afleiðing- unum,“ sagði Sakamaki á blaða- mannafundi. Kunnugt varð um hneykslið í byrj- un mánaðarins þegar Nomura sagði að tveir af framkvæmdastjórum fyr- irtækisins, sem síðan hafa sagt af sér, hefðu bersýnilega staðið í ólög- legum viðskiptum og dælt fé til við- skiptavinar fyrirtækisins, sem stæði í tengslum við fyrrverandi braskara soka//a-glæpaflokks fyrir milligöngu japansks fjölmiðils. Sokaiya hópar eru oft tengdir yakuza glæpasam- tökum, sem reyna gjarnan að kúga fé út úr fyrirtækjum með hótunum. Hneykslið víðtækara? Um leið og forsetinn segir af sér bendir margt til þess að hneykslið kunni að vera víðtækara og hefur grunur fallið á önnur virt verðbréfa- fyrirtæki í Japan. Sakamaki sagði að hneykslið væri ekki útbreitt hjá Nomura, en kvaðst ekki vita hvort fleiri framkvæmda- stjórar fyrirtækisins væru viðriðnir hin ólöglegu viðskipti, sem eru í rannsókn. „Forgangsverkefni mitt verður í því fólgið að endurvekja traust á fyrirtækinu," sagði Suzuki stjórnar- formaður. „Við munum beita öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að slíkt hneyksli endurtaki sig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.