Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NBTFANG MBL(aCENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Hestar fyrir bílum EKIÐ hefur verið á nokkra hesta á þjóðvegum í nágrenni Stykkishólms að næturlagi að undanförnu en mikil snjóalög eru yfir girðingum og á veg- um. Var ekið tvívegis á hross á síðasta sólarhring og þurfti að aflífa skepnurnar í báðum tilvikum skv. upplýsingum lög- reglu. Ekki urðu miklar skemmdir á bílum. í gærkvöldi fór tengivagn aftan í flutningabíl á hliðina í hálku við Munaðarnes í Borgarfirði. Ökumann sakaði ekki. Landsbankinn kaupir helmingshlut Eignarhaldsfélags Brunabótafélagsins í VIS Bankinn sækist eftir þátt- töku í lífeyristryggingum LANDSBANKI íslands gekk í gær til samninga við Eignarhaldsfélag Brunabótafélags íslands um kaup og kauprétt á eignarhlut þess í Vátrygginga- félagi Islands (VÍS) og Líftryggingafélagi Islands (LÍFÍS). Um er að ræða 44,2% eignarhlut í VÍS og 44,4% eignarhlut í LÍFÍS, en vegna eignar- hluta hvors félags í hinu er í reynd um að ræða kaup á 50% eignarhlut í hvoru félagi. Kaupverð hlutabréfanna er samtals 3,4 millj- arðar króna. Kaupin fara fram í áföngum og var í gær gengið fá kaupum á 12% bréfanna, að andvirði um 400 milljónir kr. Á næsta ári verður gengið frá kaupum á 60% bréfanna og á árinu 1999 ganga kaup á eftirstöðvunum í gegn eða sem nemur 28% bréfanna. Bankinn fær þó full yfirráð yfir eignarhlutnum strax í upphafi. Viðræður í viku Kjartan Gunnarsson, formaður bankaráðs Landsbankans, sagði á blaðamannafundi í gær að viðræður um kaupin á eignarhlutnum í VÍS hefðu hafist á föstudag í síðustu viku. „Kveikjan að þessu er mikill áhugi bankans á að verða öflug- ur þátttakandi í lífeyristryggingum og öllu sem þær snertir. Þar er uppspretta langtímasparnaðar- ins í þessu þjóðfélagi eins og annars staðar,“ sagði Kjartan. Áætlanir Landsbankans gera ráð fyrir að rekst- ur bankans geti staðið undir greiðslum af skuld- bindingum vegna kaupanna og þær hafi engin áhrif á eiginfjárhlutfall bankans. „Ég býð þennan nýja hluthafa velkominn til samstarfs og sé í þv( mikil tækifæri," sagði Axel Gíslason, forstjóri VÍS. ■ Landsbankinn/28-29 Þunglega horfir í kjaraviðræðum Vilja breyta vaxtabótum DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra útilokar ekki að horfið verði frá til- lögum ríkisstjórnarinnar um breyt- ingar á vaxtabótakerfinu en for- ystumenn ASÍ áttu viðræður við forsætisráðherra vegna málsins í gær. „Stærsti fleinn í þeirra holdi í þessum efnum núna er vaxtabóta- kerfið, sem þeir telja að geti leitt til lakari niðurstöðu en að var stefnt og ákveðnir hópar gætu far- ið mjög illa út úr þessum breyting- um. Ég skýrði þeim frá því að ríkis- sjórnin væri tilbúin að ræða við þá um þau mál. Það væri ekki okkar markmið að einhveijir stórir hópar færu illa út úr þessum breyt- ingum og við værum því tilbúnir að finna aðrar leiðir í samvinnu við þá. Jafnvel að fresta þessum þætti breytinganna og hafa núver- andi kerfi óbreytt á meðan menn leituðu annarra leiða, ef það teldist vera hagkvæmasti kosturinn," seg- ir Davíð Oddsson. „Forsætisráðherra gaf það til kynna að hann væri tilbúinn að skoða vaxtabótaþáttinn," segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ Hann telur að þetta geti haft áhrif til betri vegar í yfirstandandi kjara- viðræðum. Þokast hægt ogbítandi Fundir verkalýðsfélaga og lands- sambanda með vinnuveitendum þokuðust hægt og bítandi áfram hjá ríkissáttasemjara í gær, lítið hefur þó dregið saman með aðilum og horfir þunglega í viðræðunum, samkvæmt upplýsingum blaðsins. Viðræðum var frestað síðdegis í gær_ fram til hádegis í dag. „Ég held að málið sé að komast á það stig að menn þurfi að fara að ræða gildistíma og launapakk- ann,“ sagði Halldór Björnsson, for- maður Dagsbrúnar, í gærkvöldi en mikil vinna hefur að undanförnu verið lögð í sérkjarasamninga milli einstakra hópa Dagsbrúnarmanna og vinnuveitenda. Morgunblaðið/Kr. Ben. Fyrsti farmur frá Helguvík FYRSTA mjölfarminum, 750 tonnum, var skipað út frá nýrri loðnuverksmiðju SR-mjöls í Helguvík í gær. Mjölinu var skipað út í Njarðvíkurhöfn. Verksmiðjan hefur tekið á móti 10 þúsund tonnum af hrá- efni frá því hún var gangsett fyrir tveimur vikum. Smávægi- legir byijunarörðugleikar voru fyrstu dagana og síðan duttu út tveir sólarhringar vegna hráefnisskorts í bræl- unni löngu sem gekk yfir í síð- ustu viku, en að öðru leyti hef- ur bræðslan gengið vel. SR-mjöl hefur tekið húsnæði Dráttarbrautar Keflavíkur í notkun til að geyma mjölpok- ana þar sem enn er eftir að smíða mjölgeymslur við verk- smiðjuna í Helguvík. Dráttar- braut Keflavíkur hefur staðið ónotuð í mörg ár svo þarna hefur færst líf í húsið á nýjan leik um stundarsakir að minnsta kosti. Húsakosturinn getur geymt gífurlegt magn af mjöli. Áhöfnin á fiskibátnum Gauja gamla VE í hættu þegar bátinn rak að Hellisey Morgunblaðið/Sigurgeir Jónsson HURÐ skall nærri hælum hjá föður, syni og barnabarni á Gauja gamla í gær. Þessi mynd var tekin fyrir skömmu af Guðjóni Björnssyni, Jóni Inga Guðjónssyni og Hlyn Má Jónsssyni. Þrír ættliðir á vélarvana bát ÞRÍR skipveijar á Gauja gamla VE, 15 tonna fiskibáti frá Vestmannaeyj- um, voru hætt komnir í gærdag þegar báturinn varð vélarvana og rak í átt að Hellisey. Skipveijarnir eru Guðjón Björnsson, 89 ára, sonur hans, Jón Ingi, og sonur Jóns Inga, Hlynur Már, 16 ára. Jón Ingi sagði að sjö vindstig af austri og 6-7 metra ölduhæð hefði verið á þessum slóðum en það bjarg- aði málum að hann kom vélinni í gang nógu lengi til þess að mjaka bátnum úr mestri hættu, vestur fyrir eyna. Þá var hann í um 0,4 sjómílna fjariægð frá eyjunni. Þar tók lóðsbát- urinn Gauja gamla í tog til hafnar. „Við vorum nærri Helliseynni og það var komið ljótt sjólag og mikili vindur. Við athuguðum strax hvort einhver væri nærri sem gæti kippt í okkur. En ég gat komið vélinni í gang og mjakað okkur fram hjá Helliseynni,“ sagði Jón Ingi. Hann sagði að hefði hann sett út akkeri hefði hann ekki getað mjakað bátnum framhjá eynni. Jón Ingi sagði að óhreinindi hefðu komist í stærstu olíusíuna í vélinni og það hefði valdið vélarbiluninni. „Það er mjög slæmt sjólag þessa dagana. Það hafa verið miklar vest- anáttir og svo liggur núna austan- strengur með suðurströndinni og það er ekki almennilegt veður þótt menn séu að reyna að róa.“ Jón Torfi efstur í / m • •• • profkjon JÓN Torfi Jónasson, prófessor í upp- eldis- og menntunarfræði, fékk flest atkvæði í prófkjöri starfsmanna og stúdenta sem fór fram í gær vegna væntanlegs rektorskjörs við Háskóla Islands. Vésteinn Ólason, prófessor í íslenskum bókmenntum, og Páll Skúlason, prófessor í heimspeki, lentu í öðru og þriðja sæti. Á kjörskrá voru 534 starfsmenn við HI og kusu 286 eða 53,56%. Stúdentar á kjörskrá voru 5.622 og kusu 480 eða 8,54%. Vésteinn varð efstur í kjöri starfs- manna en Jón Jón Torfi í kjöri stúd- enta. Heildarniðurstaðan varð sú að að Jón Torfi fékk 24,7% atkvæða, Vésteinn 21,8%, Páll 20,7%, Þórólfur Þórlindsson 15% og Þorsteinn Vil- hjálmsson 11,1%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.