Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 16. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MATREIÐSLUMAÐUR árs ins, Hákon Örvarsson, nostrar við aðalréttinn. IJLFAR Finnbjömsson, veitingamaður á Jónatan Livingstone Mávi, hreppti silfurverðlaunin. SÆMUNDUR Kristjánsson, matreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu, gengur frá grísalærisréttinum. Keppt/ ag þjónustu íslenskir mat- reiðslumenn og þjónar hafa á síðustu dögum VIKU m reiðslumaður og vínþjónn ársins. Stein- grímur Sigur- keppt sín á milli um geirsson fylgdist með að hljóta titlana mat- báðum keppnunum. HIN árlega keppni um mat- reiðslumann ársins var haldin í fjórða sinn um síð- ustu helgi og í byrjun vikunnar var síðan haldin í fyrsta skipti keppni um vínþjón ársins. Sigurvegarar í báðum keppnunum komu frá Hótel Holti, matreiðslumaðurinn Hákon Grétar Örvarsson og yfírþjónninn Haraldur Halldórsson. Eftir að hafa átt þess kost að fylgjast með báðum keppnunum, matreiðslukeppninni sem áhorí'andi og vínþjónakeppninni sem dóm- nefndarmaður, er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að framtíð íslenskra veitingahúsa hljóti að vera björt. Keppendur voru allir ungir og hæfileikar þeÚTa fóru ekki á milli mála. Þótt einn verði alltaf að sigra var verulega tvísýnt um úrslit í báðum keppn- unum. íslenskir matreiðslumenn hafa tekið heljarstökk áfram á síðustu árum og áratugum og standa nú jafnfætis matreiðslumeisturum í flestum öðrum ríkjum og oft vel það. Það sem helst háir íslenskri mat- reiðslu, að mínu mati, er ekki skortur á fæmi og sköpunargáfu heldur skortur á hráefnum til að moða úr vegna innflutningsverndar, hárra tolla og fjarlægðai-. Vissulega er mikið til af frábæru íslensku hrá- efni, en landafræðin útilokar margt þrátt fyrir gróðurhús og tollar hafa gert gott hráefni dýrt og þegar kemur að vörum á borð við erlent kjöt skella bönnin á. íslenskir kokk- ar verða því að byggja á sjávarfangi og lambi öðru fremur þótt íslenska nautakjötið sé einnig í hæsta gæða- flokki þegar best lætur. Sælkerinn Geturnikótín valdið krabbameini? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Getur nikótín eitt og sér valdið krabbameini? Eru nikótlnplástrar og nikótíntyggjó á einhvem hátt skaðlegt heilsu manna, er t.d. hugsanlegt að menn geti fengið krabbamein af því að nota það? Svar: Ekki er talin hætta á að nikótín valdi krabbameini. í öllu tó- baki, og þá sérstaklega í tóbaks- reyk, eru krabbameinsvaldandi efni en þau eru ekki skyld nikótíni. Heilsuspillandi áhrif tóbaks eru ekki bara hætta á krabbameini heldur stuðlar tóbaksnotkun að öðrum sjúkdómum, m.a. æðakölk- un, og þar kemur nikótín við sögu. Nikótín er vanabindandi efni sem hefur margvísleg áhrif á heilann og úttaugakerfið. Ekki er vitað ná- kvæmlega hvaða verkanir nikótíns gera það vanabindandi en nikótín er eitt af mest vanabindandi efnum Nikótín sem við þekkjum. í samræmi við þetta síðastnefnda gengur fólki mjög illa að venja sig af tóbaks- notkun og hafa nýlegar rannsóknir í Bandaríkjunum sýnt að yfir 80% reykingamanna vilja hætta að reykja en aðeins 35% reyna að hætta á hverju ári og innan við 5% tekst það hjálparlaust. Ein af ástæðum þess hve erfitt það er að hætta að reykja eru fráhvarfsein- kenni vegna nikótíns. Þessi frá- hvarfseinkenni em einkum pirring- ur, skapvonska, óþolinmæði, kvíði, depurð eða þunglyndi, erfiðleikar við að einbeita sér, óróleiki, hægur hjartsláttur og aukin matarlyst. Til að slá á þessi fráhvarfseinkenni er hægt að nota nikótínlyf (tyggigúm- mí, plástur eða nefúði) en slík notk- un nikótíns hjálpar mörgum að bijóta vanann við tóbaksnotkun og árangur afeitrunar er mun betri ef nikótínlyf eru notuð. Nikótínlyf verður að nota með varúð og ekki of lengi og mikilvægt er að minnka notkunina hægt og rólega áður en hætt er alveg. Flestum ætti að duga að nota nikótínlyf í 3 mánuði og enginn ætti að nota þau lengur en eitt ár. Ástæðan fyrir þessu er að nikótín hefur skaðleg áhrif á hjarta og æðar, það stuðlar að æða- kölkun og þar með kransæðasjúk- dómi og ávinningurinn af því að hætta að nota tóbak tapast að hluta til ef haldið er áfram að nota nikótín. Spurning: Þar sem leg og legháls voru tekin úr mér fyrir nokkrum árum, er þá nokkur ástæða til að ~ww (fy I : r 11 í) i/ Vll Krabbameins- skoðun láta taka sýni hjá Krabbameinsfé- laginu einu sinni á ári, eins og mér er sagt að gera? Svar: Venja er að konum sem komnar eru yfir vissan aldur sé boðið upp á krabbameinsskoðun hjá Krabbameinsfélaginu á tveggja ára fresti. Þetta er gert óháð því hvort leg, eggjastokkar eða brjóst hafi verið fjarlægð. Leg er hægt að fjarlægja á ýmsan hátt, stundum er einungis legið fjarlægt en legháls- inn skilinn eftir, oftast er legháls- inn þó fjarlægður með leginu en ekki er hægt að útiloka að eitthvað af slímhúð leghálsins sitji eftir efst í leggöngum. Krabbamein getur myndast í slíkum leifum af legháls- slímhúð og einnig getur myndast krabbamein í leggöngunum sjálf- um. Slíkt krabbamein mundi finn- ast við venjulega krabbameins- skoðun og það er því full ástæða íyrir konur að fara reglulega í slíka skoðun þó svo að búið sé að fjar- lægja leg og legháls. Við þessar skoðanir er einnig boðið upp á krabbameinsleit í brjóstum sem einnig er ástæða til að fara í reglu- lega. I ljósi reynslunnar eru reglur Krabbameinsfélagsins um það hversu oft konur eru boðaðar í skoðun nú í endurskoðun og má vænta breytinga á þeim. •Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjar- ta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 569-1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax: 569-1222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.