Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ 4 HALLDORINGOLF- UR ANDRÉSSON ■+■ Halldór Ingólf- * ur Andrésson, bílasmiður, fæddist i Grimsfjósum á Stokkseyri 22. júní 1941. Hann lést í sjúkrahúsi Reykja- víkur 3. mars síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru Jón- ína Kristjánsdóttir, húsmóðir, f. 21.2. 1898, d. 5.8. 1985, og Andrés Markús- son, bóndi, f. 21.7. 1905, d. 27.11. 1984. Halldór var einkabarn foreldra sinna. Hann stundaði nám við Iðn- skóla Selfoss og bílasmíði lærði hann á Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Árnes- inga þar sem hann vann allt þar til hann hætti störfum fyrir nokkrum árum sakir vanheilsu. Að Selfossi fluttist hann árið 1969 og átti heima þar til dánar- dægurs. Halldór var ókvæntur og barn- laus. Útför hans fer fram frá Stokkseyr- arkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. En þó eru sumir sem láta sér lynda það að sitja út’í homi óáreittir og spakir, því að það er svo misjafnt, sem mennimir, leita að og misjafnt tilgangurinn, sem fyrir þeim vakir. Oft er vitnað til þessa snjalla kvæðis þjóðskáldsins góða, Tómas- ar Guðmundssonar, í minningar- greinum um konur og menn. Svo verður enn í dag á útfarardegi vin- ar okkar, frænda og fyrrverandi nágranna Halldórs Andréssonar. Halldór kvaddi þennan heim skyndi- lega, óvænt og að allra dómi allt tm. of snemma mánudaginn 3. mars. Einmitt á þeirri stundu er hann var að leggja af stað í ferðalag til Hót- el Arkar þar sem hann ætlaði að dvelja um vikutíma í góðra vina hópi eins og hann hafði oft gert undanfarin ár. Það má því með nokkrum sanni segja að með frá- falli sínu hafi hann yfirgefið tvö hótel samtímis. Halldór fæddist í Grímsfjósum á Stokkseyri, sonur hjónanna Jónínu Kristjánsdóttur og Andrésar Mark- ússonar sem þar bjuggu. Jónína kom hart niður við fæðingu Hall- dórs enda komin af léttasta barn- eignarskeiði þegar þessi atburður átti sér stað. Ætla má að bæði hafi borið hér nokkum skaða af. Að minnsta kosti átti Halldór ætíð erfitt um allar fótahreyfngar og ágerðist þessi hreyfihömlun þegar á ævina leið. í Grímsfjósum var gamalgróið íslenskt sveitaheimili þar sem snyrtimennska, reglusemi og iðni voru í hávegum höfð. Hall- dór var svo Iánsamur að alast upp með tveimur kynslóðum því að auk foreldra hans voru í heimilinu föður- afi og móðuramma. Þeim Jónínu og Andrési varð ekki fleiri barna auðið og varð því sonurinn strax augasteinn allra á heimilinu eins og geta má nærri. Aldrei var þess vart að hið mikla ástríki sem sonur- inn hlaut í æsku hafí spillt honum hið minnsta. Þvert á móti nam hann ýmsar fornar og nýjar dyggðir af þessu vandaða og vinnusama fólki sem átti eftir að komu honum að góðu á lífsleiðinni. Auðvitað tók Halldór þátt í daglegu amstri full- orðna fólksins líkt og önnur börn og unglingar þess tíma eftir því sem kraftar og geta leyfðu. En búskap- arbasl og skepnuhirðing varð ekki hlutskipti Halldórs. Hann var mað- ur nýrra tíma. Oft þegar við krakk- arnir á hans reki fórum í leiki og ærsluðumst úti við sat hann inni og teiknaði bíla, báta og jafnvel t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, VALDÍS S. SIGURÐARDÓTTIR, Kirkjuvegi 11, Keflavík, sem lést föstudaginn 7. mars síðastliðinn, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju mánu- daginn 17. mars kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta Sjúkra- hús Suðurnesja njóta þess. Sigurður Gunnar Benediktsson, Guðmundur Ingi Benediktsson, Ingibjörg B. Benediktsdóttir Grant, Guðrún María Benediktsdóttir, Símon Á. Gunnarsson, Jóhanna Benediktsdóttir, Guðmundur Haukur Jónsson, bamabörn og barnabarnabörn. + Bróðir okkar, ( SIGMAR SIGURBJÖRNSSON m "... !’■ frá Syðstu-Grund, Eyjafjöllum, *• ■-* aL' andaðist á heimili sínu í Seattle, USA, 13. mars 1997. ***»/&?■ k Guðbörg, Júlíus, Hulda og Marinó. MIIMIMINGAR flugvélar. Hann var eins og kalla má vélrænt sinnaður og það kom ekki mjög á óvart þegar hann hóf nám í bifreiðasmíði hjá Bifreiða- verkstæði Kaupfélags Árnesinga á Selfossi jafnframt því sem hann stundaði nám í iðnskólanum á staðnum. Hann lauk meistaraprófí í iðn sinni og starfaði ávallt hjá sama vinnuveitandanum (KÁ) að námi loknu. Iðnaðarmaður þótti hann góður og dverghagur bæði á járn og tré. Meðal annars smíðaði hann á tímabili jeppakerrur og vor- um við tveir bræðurnir svo heppnir að eignast tvær slíkar. Þær eru svo vel smíðaðar að í dag eru þær enn í fullu fjöri komnar fast að þrítugu og í þeim hefur ekki enn gefið sig svo mikið sem ein suða þrátt fyrir mikla notkun. Vinnufélagar hans í gegnum tíðina bera honum gott orð og það sama má segja um hann í þeirra garð. Þeir voru honum góðir og það mat hann mikils ekki síst eftir að heilsan tók að bila. Árið 1969 keypti Halldór hús á Selfossi, inréttaði það af smekkvísi og fiutti í það ásamt foreldrum sín- um sem þar með brugðu búi í Grímsfjósum enda farin að heilsu eftir marjgra ára strit við erfíðan búskap. A Selfossi undi fjölskyldan sér vel og þar eignaðist hún fljót- lega frábæra nágranna sem reynd- ust henni afar vel til síðasta dags og heyrðum við oft á þá og hjálp- semi þeirra minnst. Fyrir það ber að þakka. Þau hjónin Andrés og Jónína voru samrýnd hjón og báru gagnkvæma virðingu hvort fyrir öðru og aldrei urðum við þrátt fyr- ir allnáin kynni vitni að deilum eða ósætti þeirra í milli. Öll mál voru leyst á friðsamlegan hátt eins og þetta fólk hafði eðli til. Hnjóðsyrði og hvers kyns öfund í garð náung- ans var ekki þeirra stíll. Hjónaband þeirra var ekki aðeins langt heldur einnig gott og gæfusamt enda voru þau samboðin hvort öðru um mann- kosti og dugnað. Við sem þessar línur ritum áttum því láni að fagna að alast upp í nágrenni fjölskyldunnar í Gríms- fjósum. Ranakot og Grímsfjós voru samtýnis á kafla og samgangur á milli bæjanna mikill. Minningarnar streyma fram þegar hugsað er til æskuáranna og af nógu er að taka. Eitt stendur þó allra efst, hvernig þau brugðust við í veikindum for- eldra okkar. í fyrstu móður og síð- an föður. Þessi heiðurshjón áttu þá mörg sporin austur túnið í Rana- koti og oft á tíðum með pinkil und- ir hendinni sem gat innihaldið klein- ur, pönnukökur eða sokka og vettl- inga á eitt okkar systkinanna eða öll. Hér var lifað eftir boðorðinu að sælla er að gefa en þiggja. í Grímsfjósum dvöldu á sumrin snúningastrákar sem aðstoðuðu við heyskapinn og önnur verk er til féllu. Sumir komu sumar eftir sum- ar, bróðir eftir bróður og allir höfðu sömu sögu að segja á þessum bæ var gott að vera og viðurgemingur slíkur að flestir fóru þyngri að hausti en þeir komu að vori. Á Engjaveginum á Selfossi var áning- arstaður okkar systkina þegar við áttum leið austur yfir fjall hvort heldur við vorum ein á ferð, með mökum eða börnum. Alltaf voru viðtökurnar hinar sömu. Þegar í bæinn var komið og sagðar fréttir úr ferð var fyrsta spurningin komstu við hjá Andrési og Nínu og seinna Halldóri eftir að hann var orðinn einn. Þessum kapitula er lokið en hon- um er haldið til haga í sjóði endur- minninganna og mun vaxa og skýr- ast með árunum og verða æ oftar dreginn fram til að fara höndum um. Halldór Andrésson, vinur okkar og frændi, var minnisstæður maður og um margt sérstakur. Hann var ekki aðeins góður iðnaðarmaður heldur maður menningar og lista. Hin síðari ár skar hann út í tré og smíðaði ýmsa aðra gripi úr því efni með hjálp rennibekkjarins og lip- urra handa. Flesta þessara gripa gaf hann vinum og kunningjum því að honum var eðlislægt að gleðja aðra. Greiðasemi hans og gestrisni þekktu allir sem af honum höfðu kynni, hann virtist hafa unun af því að rétta öðrum hjálparhönd og greiða götu náunga síns, vinsemd, hlýja og góðgirni voru honum í blóð borin þó að skapfastur væri og ákveðinn í skoðunum. Glettinn og spaugsamur var hann í umræðum og umtalsfrómur svo af bar og sagði aldrei meira en hann vissi um menn og málefni og lagði áherslu á hið jákvæða en sleppti hinu. Þrátt fýrir fötlun sína var hann ótrúlega duglegur að halda húsi sínu við og garðurinn utan um það var sannkölluð prýði og bar vott um smekkvísi hans og snyrti- mennsku. Yndi hafði Halldór af ferðalögum bæði á eigin vegum og í skipulögðum hópum. Hann tók þátt í starfi eldri borgara á Selfossi og tók þá gjaman myndir í ferðalög- um og á samkomum, félögum sínum til skemmtunar og gleði. Hann var einmitt að leggja upp í eina slíka ferð þegar kallið kom. Frændsemi og vináttu ræktaði hann með heim- sóknum og símtölum og var ávallt aufúsugestur vinum og kunningj- um. Félagslyndur var hann að eðlis- fari og lét sér ekki lynda það „að lifa útí horni, óáreittur og spakur". Hann hafði gaman af að vera innan um fólk. Minnugur þess að tilbreyt- ingarleysi er versti óvinur áhugans sótti hann mannfagnaði þegar færi gafst. Ekki til þess að taka til máls og hafa hátt heldur hitta vini og kunningja, rabba við þá um stund og styrkja vináttuböndin. Eftir að foreldrar hans féllu frá, Andrés 1984 og Jónína 1985, bjó Halldór einn í sínu húsi. Vafalaust hefur hann stundum átt daprar stundir og einmanaleikinn sótt að honum. Heilsan var ekki alltaf í sem bestu lagi og fyrir nokkrum árum hætti hann að vinna. Við þessar kringum- stæður átti hann hauka í horni þar sem voru nágrannar hans sem allt- af voru boðnir og búnir að veita honum aðstoð. Fyrir það eiga þeir þakkir skilið. Að leiðarlokum viljum við systkinin þakka Halldóri sam- veruna á þessari jörð og óska hon- um velfarnaðar á nýjum brautum. Sé annað líf eftir þetta er hann nú áreiðanlega staddur á góðum stað og nýtur samvista við ástvini sína sem fagna komu hans. Minningin um góðan og sóma- kæran mann sem ekki mátti vamm sitt vita og öllum vildi gott gera mun lifa í huga okkar og ylja okk- ur um ókomna tíð. Blessuð sé minning Halldórs Andréssonar. Systkinin frá Ranakoti. Ég fe! í forsjá þína, guð faðir sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll born þín svo blundi rótt. (M. Joch.) Góður drengur er genginn á vit feðra sinna langt um aldur fram. Ekki ætla ég að rekja ættir Hall- dórs frekar, það gera þeir sem bet- ur þekkja. Mig langar að minnast Halldórs með nokkrum kveðjuorð- um fyrir löng og góð kynni. Ég kynntist foreldrum hans fyrir rúm- um 50 árum þegar ég flutti til Stokkseyrar með móður minni. Grímsfjósaheimilið var með fyrstu heimilum sem ég kom á hér á Stokkseyri. Þetta er eins og ævintýr í minningunni, lítil stúlka úr sveit fremur áttavilit flytur í lítið sjávar- piáss sem kemur fyrir sjónir líkt og stór kaupstaður, verslanir á hveiju götuhorni. Ég eignaðist góða nágranna, þar á meðal fólkið í Grímsfjósum. Bjuggu þar athafna- hjón með lítinn son og foreldra sína. Allir höfðu nóg að sýsla, hjónin úti við, en amma inni að passa Iítinn snáða sem var Halldór. Ég var þó nokkuð upp með mér að fá athygli hans af og til. Ekki má gleyma heimilisvini þeirra hjóna, Olgeiri að nafni, hann virtist vera fastur punktur í heimilislífinu, þetta þekkja þeir sem kunnugir voru. Hann kom jafnan í hádegismat og fór ekki hratt yfir, því hann gekk við tvo stafi. Kvöldmatinn fór hann síðan með heim í blárri lítilli fötu. Síðan varð ég kaupakona hjá þeim sem unglingur og líkaði vistin mjög vel. Þá var Halldór orðinn stálpaður strákur. Svo líða árin, ég giftist og stofna heimili og upp úr því verður Halldór heimilisvinur okkar hjóna. Með Halldóri og Ósk- ari eiginmanni mínum tekst mikil og traust vinátta og áttu þeir marg- ar góðar stundir saman. Oft var slegið á létta strengi sem Halldór kunni vel að meta. Halldór var vin- sæll og eignaðist marga góða kunn- ingja enda félagslyndur og afar góður heim að sækja. Síðar komu synir okkar til sögunnar sem Hall- dór reyndist vel. Margar ánægju- legar ferðir voru farnar um landið og var Halldór góður ferðafélagi, traustur og vænn. Vafalítið hefur hann ekki alltaf verið hraustur í lengri ferðir svo líkamlega fatlaður, sem hann var, en á því lét hann aldrei bera. Hann var duglegur andlega og lét ekki bugast fyrr en hann mátti til. Þegar að leiðarlokum kemur hefði mig langað að minnast margra skemmtilegra atvika úr okkar kynnum í gegnum árin en læt hér staðar numið. Við fjölskyldan öll á Hamrahvoli þökkum þér, elsku Halldór, allar góðu stundirnar, megi góður Guð blessa minningu þína. Dagný Hróbjartsdóttir. Hér kvað ég þig vinur - því komin er nóttin með kyrrð eftir strangan dag, hún breiðir út faðminn í blíðu og mildi og boðar þér nýjan hag. Leiðir þig fijálsan til ljóssins sala svo langt frá angri og sorg, og ferðalúnum fínnur þér hæli í friðarins helgu borg. (Kristján Hjartarson.) Nágranni okkar og vinur Halldór Andrésson er fallin frá langt fýrir aldur fram, aðeins 55 ára. Hann nam bifreiðasmíðar við Iðnskólann á Selfossi og vann við þá iðngrein hjá Kaupfélagi Árnesinga eða þar til fyrir 2-3 árum. Eftir starfslok hjá KÁ fór hann að huga að áhugamálum sínum sem voru útskurður og bókband, hann fékk sér rennibekk og gerði marga fallega hluti í honum. Halldór var mjög laghentur og var margt til lista lagt, hann hugsaði vel um garðinn sinn og hafði áhuga á blóm- um og naut þess að gefa blóm við hvert tækifæri sem gafst og þá helst úr garðinum sínum. Árið 1968 flutti Halldór ásamt foreldrum sínum að Engjavegi 73 hér á Selfossi og bjó með þeim þar til þau féllu frá. Eftir það bjó hann einn og hugsaði um sig sjálfur af miklum dugnaði þrátt fyrir hreyfí- hömlun sína. Halldór var góður nágranni og á margan hátt sérstakur, hann fór aldrei frá húsi nema láta vita af sér og bað þá jafnan um að við litum eftir mannaferðum og að vissum hvert hann færi og hvenær hans væri von aftur heim. Eins var ef við fórum frá í lengri tíma, þá gætti hann eigna okkar og alltaf hringdi hann yfir til okkar ef bíll frá okkur stóð með ljósum að ástæðulausu. Hann var mjög barngóður og hafði yndi af því ef börnin hér í kring léku sér í garðinum hans. Sunnudaginn 2. mars sl. hringdi Halldór yfir til okkar og talaði við okkur hjónin, hann var að kveðja, nú ætlaði hann að eyða komandi dögum á Hótel Ork með góðum vinum úr félagi eldri borgara. Því miður komst hann ekki í þessa ferð, hann veiktist skyndilega og var fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur og þar lést hann 3. mars síðastliðinn. Að lokum þökkum við Halldóri samveruna öll árin sem við áttum með honum, bæði sem vinnufélaga og góðum nágranna. Við biðjum góðan Guð að veita honum góða heimkomu. Það stóð ei þys né styr um þína vegi, þú stilltir jafnan geði þínu í hóf og því var bjart á þínum hinsta degi þegar vetur líkklæði þér óf. (Guðm. Guðm.) Guðbjörg, Björn og fjölskylda, Selfossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.