Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.03.1997, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 15. MARZ 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Það eru þrír biskupar EF FRUMVARP það sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi um stjórn þjóðkirkjunnar verður samþykkt þá kemur það til með að marka tímamót í kirkjusögu Íslands. Framkvæmdavald fær- ist frá kirkjumálaráðu- neyti til biskupsemb- ættisins og ljöggjafar- vald í kirkjumálum fær- ist frá Alþingi til kirkju- þings. Ríkið tekur yfir kirkjueignir en greiðir í staðin 138 prestum og 18 starfsmönnum biskupsstofu laun. Það er margt gott um þetta frum- varp að segja en það er nauðsynlegt að athuga betur það sem segir um biskupsþjónustuna og staðsetningu starfsmannanna 18 sem gert er ráð fyrir að starfí á stofu biskupsins í Reykjavík. Það er staðreynd að það eru þrír biskupar starfandi í þjóðkirkjunni og þeir sitja í Reykjavík, í Skálholti og á Hólum. Kristin kirkja tekur vígslur alvarlega og það er ekkert sem hindrar það að ákveðið verði með lögum að víglsubiskuparnir fari með fullt biskupsvald í gömlu bisk- upsdæmunum, að þeir vígi presta sem þangað fara til þjónustu, vígi kirkjur og vísiteri söfnuði. Biskup íslands mun eftir sem áður hafa nóg að gera við biskupsþjónustu á höfuð- borgarsvæðinu auk þess sem hann sæi um tengsl kirkjunnar við stjórn- völd og erlend samskipti kirkjunnar. Um þessa verkaskiptingu biskups- þjónustunnar hefur margt verið tal- að og ritað, en þegar á hefur reynt hefur vantað herslumuninn á það að hún hafí komist til framkvæmda. Mig grunar að ein af orsökunum fyrir því sé að stjómvöldum hafi allt frá byijun 19. aldar þótt hentug- ast og öruggast að hafa einn ábyrgan biskup innan seilingar. Biskupinn í Reykja- vík kemst ekki yfir allt sem hann á að gera með góðu móti og alls ekki eftir að mál eru komin á hans borð sem áður voru í ráðuneyt- inu. Biskupar verða að geta sinnt og leyst úr vandamálum og verk- efnum sem upp koma í söfnuðunum úti um allt land og til þess verða þeir að þekkja aðstæður og hafa tíma til að setja sig inn í málin og fylgja lausn þeirra eftir. Það er útilokað að biskup á þriðju hæð í kirkjuhús- inu við Laugaveg geti sinnt þessu þrátt fyrir það að símaþjónusta, fax- Þjóðkirkjan, segir Pét- ur Pétursson, starfar í umhverfi, sem æ meir mótast af fjölhyggju og einstaklingsfrelsi. tæki og fjölmiðlun sé fyrir heiidi. Við tímafrekar vísitasíur úti á lands- byggðinni hrannast verkefnin upp á skrifstofu biskupsins í Reykjavík því eins og kerfið er og verður útheimt- ir það að biskupinn þar sé ávallt til taks á skrifstofu sinni. Fyrir nokkrum árum fluttu vígslu- biskuparnir aðsetur sitt á gömlu biskupssetrin og það er í raun og veru furðulegt að nú skuli tækifærið sem gefst til að efla biskupsþjón- ustuna í kirkjunni ekki notað með því að virkja starfskrafta og aðstöðu þeirra betur. Það liggur í augum uppi að það ber að gera bæði út frá Pétur Pétursson þjóðfélagslegum og kirkjulegum for- sendum. Það er talað um að flytja ýmsar stofnanir í Reykjavík út á landsbyggðina, en það er eins og sjónarmið hins upplýsta einveldis sé enn ráðandi þegar þjóðkirkjan á í hlut - kirkja sem hefur það að markmiði að ná til allra og vera kirkja allra landsmanna hvar sem þeir eru staddir. Það er afar mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þjóðkirkjan lifír og starfar í umhverfí sem í æ meiri mæli mótast af fjölhyggju og ein- staklingsfrelsi. Þjóðkirkjan varðveit- ir og miðlar gamalgróinni hefð og gildum en hún verður að skapa sér leiðir til að takast á við þau verk- efni sem nútímasamfélag getur af sér. Það er óhjákvæmilegt að það verði skoðanamunur og ágreiningur innan þjóðkirkju og skoðanaskipti um grundvallaratriði geta, ef vel er á haldið, gert kirkjuna virkari og áhrifameiri en hún er nú. Hættan er sú, ef einn biskup er ábyrgnr fyrir öllu því sem gerist í kirkjunni og allir þræðir liggja til hans, að ólíkar skoðanir verði túlkaðar sem ógnun við hann og jafnvel sem ógn- un við markmið sjálfrar kirkjunnar. Fundur þriggja biskupa um álitamál í kirkjunni hindrar að slík staða komi upp. Biskupafundir gæfu af sér sameiginlegar ályktanir og nið- urstöður eða sérálit þar sem málin væru rædd á yfirvegaðan og trúverð- ugan hátt af mönnum sem treyst hefur verið fyrir hirðishlutverkinu í kirkjunni. Þrír biskupar gætu því orðið taiandi dæmi um að ólík sjónar- mið geti farið saman og þeim gæfíst tækifæri til að efla umburðarlyndi og samstöðu fólks með ólíkar skoð- anir og lífssýn. Auk þess má benda á það að kristnum mönnum er eigin- legt að hugsa um eitt og þrennt í senn. Niðurstaða mín er því þessi: Að lögin um stjórn, stöðu og starfs- hætti kirkjunnar tryggi að vígslu- biskupamir fái raunverulegt bisk- upsvald og að kirkjuþing geti ákveð- ið að hluti starfsmanna á biskups- stofu starfi á landsbyggðinni. Skrifað í Heidelberg 24/2 1997. Höfundur er prófessor í kennimannlegri guðfræði við Háskóla íslands. Alþjóðadagur neytendaréttar helgaður umhverfismálum ALÞJÓÐADAGUR neytendaréttar er í dag 15. mars. Víða um heim er á þessum degi vakin athygli á málum sem sérstaklega snerta neyt- endur og rétt þeirra. Dagur neytendaréttar er í ár helgaður um- hverfismálum, með sér- stakri áherslu á sam- hengið milli neyslu og ástands umhverfis. Þegar talað er um sjálfbæra þróun er merkingin einfaldlega sú að mannlegum þörf- um á hveijum tíma sé fullnægt án þess að Björn Guðbrandur Jónsson gengst við því að neyt- endur gegna mikil- vægu hlutverki í um- hverfismálum. Þegar við veljum og höfnum á markaðnum erum við í hvert skipti að taka mikilvægar ákvarðan- ir. En neytendur eru ekki einu aðilar máls- ins. Samspil neytenda, atvinnulífs og stjórn- valda ákvarðar hveij- um klukkan tifar. Þar eru það stjórnvöld sem stilla gangverkið, þau hafa í hendi sér hvort atvinnulíf og neytend- ur sjái sér hag í því að gengið sé á gæði náttúrunnar. Þau gæði eigi einnig að standa ófæddum kynslóðum til boða. Boðskapurinn er jafn einfaldur og hann er sjálf- sagður. í raun munu þó fá viðfangs- efni verða jafn ögrandi fyrir samfé- lag þjóðanna á komandi öid. Hreyfíng neytenda áttar sig á og beina framleiðslu og neyslu í sjálf- bæran farveg. Margt bendir til þess að þessir aðilar séu fúsir til að taka ákveðin skref í átt til sjálfbærra framleiðslu- og neysluhátta. Það sem vantar er hins vegar að stjórn- völd komi inn með afdráttarlausa stefnumótun; lög, reglur, skatta- Neytendasamtökin, segir Björn Guðbrand- ur Jónsson, minna á samhengi neyzlu og umhverfís. stefnu og eigin útgjaldaliði sem hvetja til sjálfbærra lífshátta. Þannig eiga stjómvöld t.a.m. að stuðla að endurvinnslu með aðgerð- um sem gera þátt neytenda sem auðveldastan og/eða útgjalda- minnstan, gera förgun efna minna fýsilegan en er í dag og almennt gera endurvinnslu að alvöru valkosti við hefðbundin úrræði. Til að koma slíku á hafa stjórnvöld heilan „mat- seðil“ af aðgerðum til að velja úr. Alþjóðadagur neytendaréttar í þágu umhverfisins er tímanna tákn. Um allan heim efna neytendasamtök til aðgerða til að minna á samhengi neyslu og umhverfís. Það er ný en tímabær áhersla í neytendastarfí sem annars byggist á hefðbundinni baráttu fyrir réttindum neytenda. Það starf hefur fyrir löngu sýnt fram á að viðurkenning á réttindum neyt- enda er nauðsynlegur þáttur í efna- hagslegum og félagslegum framför- um. Starf neytendahreyfingarinnar að umhverfismálum mun vonandi verða jafn afgerandi fyrir framgang sjálfbærrar þróunar í heiminum. Höfundur er umhverfisverkfræðingur og situr í stjóirn Neytendasamtakanna. Bæjarhrauni 14, Hafnarfirði Sími 565 3900 Kr. 490?" Frábaer listi fullur af glæsilegum vorfatnaói Afgreióslutími frá aóeins 3 dögum! Biðlisti eftir hjarta- skurðaðgerðum í FRÉTTUM Ríkisút- varpsins þriðjudaginn 4. mars var sagt frá ófremdarástandi í bið- listamálum sjúkrahús- anna. Sagt var frá fólki sem mánuðum, jafnvel árum, saman biði sárkv- alið og óvinnufært eftir bæklunaraðgerðum, augnaðgerðum og eftir plássum á geðdeildum fyrir fullorðna, börn og unglinga. Haft var við- tal við alþingismann er lýsti undrun sinni og vanþóknun á þessum málum og hafði viðkom- andi orð á því að við svo búið væri ekki lengur hægt að una. Sjálfsagt eru þeir fleiri alþingismennimir sem eru sama sinnis. En hvað svo? Ég spyr! Mér fínnst eins og ég hafí lesið og heyrt um eitthvað svipað upphlaup áður án þess að nokkuð hafí breyst. Á enn einu sinni að klóra aðeins í bakkann eða réttara sagt að klóra yfír ósóm- Það er gjörsamlega óviðunandi, segir Pétrína O. Þorsteins- dóttir, að mannslífum sé teflt í tvísýnu með „sparnaðaraðgerðum yfírvalda.“ ann með einhveijum bráðbirgða- og gerviaðgerðum? Svona rétt til að lægja öldurnar í bili. Mér varð mikið um þessa frétt enda málið mér að vissu leyti skylt. Og kem ég nú að kjama máls míns. í fréttinni var ekki minnst á biðlist- ann fyrir hjartaskurðaðgerðir og við það tók hjarta mitt kipp. Ég ákvað að taka mér penna í hönd og það ekki að ástæðulausu. í fjölskyldu minni fyrirfinnast ættlægir hjarta- og æðasjúkdómar. Fyrir réttum mán- uði lést bróðir minn úr hjartaslagi. Hann var á biðlista eftir hjartaskurð- aðgerð en í hans tilfelli var það ekki metið algjört forgangsmál að skera hann upp strax. Hann átti að koma í aðgerð í maí. Hann lifði aðeins í nokkrar vikur eftir að tímasetning aðgerðarinnar var ákveðin, Iést langt um aldur fram. Líklegt er að ef bróð- ir minn hefði komist beint í hjarta- skurðaðgerð eftir árangurslausa hjartablásningu sem framkvæmd var í janúar, væri hann í tölu lifenda enn þann dag í dag. En hann var sendur heim með þau skilaboð í farteskinu, að hann kæmist í aðgerð eftir fjóra mánuði. Það er gjörsamlega óviðunandi að mannslífum sé teflt í tvísýnu á þenn- an hátt vegna sparnaðaraðgerða yf- irvalda. Hvað haldið þið að það kosti ríkið að missa þegna sína í blóma lífsins, fólk sem annars ætti eftir að skila ríkinu ómetanlegu framlagi um árabil? Ég læt það meðvitað liggja á milli hluta, að tala um missi og sárs- auka ástvina í slíkum tilfellum vegna þess hve málið er mér skylt, en les- endur geta ímyndað sér hvað hér um ræðir. Biðlistar á sjúkrahúsum hverr- ar tegundar sem þeir annars eru, eru alltaf mjög alvarlegt mál, að ekki sé minnst á þær afleiðingar sem biðin hefur á sjúklinga og aðstandendur þeirra. Þegar um er að ræða lífs- hættulegt ástand, þar sem það skipt- ir sköpum að geta komist í aðgerð strax og aðgerðar er þörf, erum við ekki lengur að tala um alvarlegt mál, við erum að tala um spuming- una um líf eða dauða. Við erum að tala um dýrmæt mannslíf. Hver hef- ur leyfí til þess að spila á þá strengi er kveða á um líf og dauða? Það hefur enginn mannlegur máttur. Hjartasjúkdómur er einn af þeim alvarlegu sjúkdómum þar sem talið er að það geti bein- línis verið lífshættulegt að lenda á biðlista. Það er viðurkennt bæði meðal lærðra og leikra að biðlistar fyrir hjarta- skurðaðgerðir eigi ekki að vera til. Engu að síð- ur er það staðreynd að slíkur biðlisti er til á því sjúkrahúsi hér á landi þar sem hjartaskurðað- gerðir eru framkvæmd- ar. Hugsið ykkur hvem- ig það er að vera í þeirri aðstöðu að eiga nafn sitt á slíkum lista. Hvernig stendur á því að slíkir listar eru til? Rannsóknir erlendis hafa sýnt að það er tíu sinnum hættu- legra að vera á biðlista eftir hjarta- skurðaðgerð en að ganga í gegnum aðgerðina sjálfa. Annaðhvort er verið að bíða eftir þvi að fólk deyi af listan- um eða þá að það er ekki ein ein- asta glóra í því sem verið er að gera. Það þarf hvort sem er að skera allt þetta fólk upp og því gefur auga leið að það er margfalt hagkvæmara og áhættuminna að gera það strax. Það er mér alveg óskiljanlegt hvern- ig heilbrigðisyfirvöld geta fengið þá útkomu, að það sé hagkvæmt, já beinlínis sparandi að láta slíka bið- lista sem þessa viðgangast. Eini spamaðurinn sem kemur fram er dauði fólks af biðlista! Er það virki- lega það sem verið er að sækjast eftir? Gera yfirvöld og þeir sem þess- um málum ráða innan sjúkrahússins sér virkilega ekki grein fyrir því hvað það kostar þjóðfélagið að fóma mannslífum fyrir tölur á prenti? Að fórna mannslífum til þess að hægt sé að sýna fram á hagstæðar niður- stöður í fjármálum ríkisins í árslok, er algjörlega óviðunandi fyrir okkur þegna þessa lands. Það er skelfilegt til þess að vita að það fólk sem valið hefur sér það að lífsstarfi að lækna og hjúkra skuli vera í þeirri aðstöðu að þurfa að velja eða hafna sjúklingum til hjarta- skurðaðgerðar. Læknar þeir sem þessa sjúklinga stunda vita áreiðan- lega manna best hver þörfin er og hversu brýn þessi mál eru og þeir eiga án efa margar andvökunæturn- ar vegna þessa. Heyrt hef ég að þeir hafí jafnvel boðist til þess að leysa vandann með auknum vinnu- stundum og það jafnvel um helgar. Svarið mun hafa verið neitandi frá yfírvöldum sem bera fyrir sig sömu endurtekninguna um peningaleysi og erfiðleika í forgangsröðun. Læknar eiga ekki undir neinum kringum- stæðum að vera settir í þá aðstöðu að neyðast til að setja sjúklinga á biðlista, hugsanlega með hræðilegum afleiðingum eins og það hafði fyrir bróður minn. En enn og aftur, háttvirtir ráða- menn okkar kæra lands. Hér má ekki fórna mannslífum fyrir hag- stæðar tölur á prenti þar sem vísvit- andi er sleppt öllum neikvæðu tölun- um í útreikningunum. Það er í raun- inni einfalt dæmi að reikna út að það er margfalt ódýrara að uppræta alla þessa biðlista með þeim tilkostnaði sem því fylgir en að láta fólk beinlín- is deyja eða örkumlast vegna þess að það kemst ekki í aðgerð nógu snemma. Allir þeir sem starfa að þessum málum hljóta að vera sam- mála um að hér er um að ræða að- gerðir sem hvort sem er þarf að fram- kvæma eins og áður er sagt. Vand- inn er auðvitað ijármögnunin. Því ekki að beina kröftunum að því að fjármagna eyðingu biðlista þar sem við vitum öll, að arðsemi slíkra fram- kvæmda er ótvíræð? Höfundur kemur úr heilbrigðisstétt. Pétrína Ó. Þorsteinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.